Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 Fréttir Formannskjörinu í Alþýðubandalaginu að ljúka: Menn þora ekki að spá fyrir um úrslitin - sem tilkynnt verða á landsfundi flokksins á föstudag Landsfundur Alþýðubandalagsins hefst klukkan 17.00 á morgun, fimmtudag, að Hótel Sögu. Fyrir klukkan 12.00 á föstudag þarf fólk að hafa skilað atkVæðaseðlum sínum í formannskjörinu sem svo verður kynnt klukkan 19.00 þá um kvöldið. Formannskjörið fer þannig fram að allir flokksmenn fá sendan kjörseðil sem þeir verða síðan sjálfir að koma til skila. Formannsslag þeirra Steingríms J. Sigfússonar og Margrétar Frí- mannsdóttur er því að ljúka og flokksmenn, sem DV ræddi viö og hafa alltaf getað farið nærri um úr- slit kosninga í fiokknum, segjast engu þora að spá. Menn vilja heldur ekkert láta hafa eftir sér en eru til- búnir að tala undir nafnleynd. Mönnum sem DV ræddi við í gær um málið ber saman um eitt. Það er að fá atkvæði muni skilja frambjóð- endur að. Sumir segja að munurinn verði jafhvel innan við eitt hundrað atkvæði. Menn telja að fastar fylk- ingar frambjóðendanna séu álíka stórar. Það verði því 800 til 1.000 manna hópur, sem sumir kalla „hinn þögla hóp" og ekki hefur gefið neitt upp um hvað hann kýs, sem ráða muni úrshtum í formannskjörinu. Ýmsir halda því fram að í byrjun kosningabaráttunnar hafi Stein- grímur J. Sigfússon haft heldur stærri fylgismannahóp. Þetta hafi breyst og þau Margrét standi nú mjög jafnt hvað þetta varðar. Margir segja aö Margrét hafi verið að sækja á í allt haust en Steingrímur hafi náð að stöðva þá sókn með góðri ræðu í •-útvarpsumræðunum frá Alþingi á dögunum. Þar hafi hann náð að skora mark. „Svona kosningar skilja alltaf eftir sig sár. Þó hygg ég að þessar kosning- ar skilji eftir sig minni sár en flestar aðrar, alveg sama hvor frambjóðand- inn sigrar. Þetta verður ekkert líkt því og þegar Svanfríður Jónasdóttir féll í varaformannskjöri fyrir Stein- grími J. um árið og fór svo yfir í Þjóð- vaka," sagði einn þingmanna Al- þýðubandalagsins sem DV ræddi við um málið. Sumir segja að þetta formánnskjör sé uppgjör í Alþýðubandalaginu milli flokkseigenda sem styðji Steingrím og frjálslyndra sem styðji Margréti. Það er sögð mikil einföldun því margir úr gamla flokkseigendahópn- um styðji Margréti. Þar njóti hún gamalla ættartengsla. Eins styðji ýmsir úr frjálslyndari armi flokksins Steingrím J. Þeir hinir sömu segja að þetta sé frekar uppgjör milli kynj- anna í flokknum. En allir eru sammála um eitt. Úr- slitin verða jöfn og spennandi. Rusl safhast upp í porti við Suðurlandsbraut: Eigum bara að tæma tunnurnar - segir Ingi Árnason forstöðumaður „Það er greinilegt að fólk lætur öskutunnurnar ekki nægja og haug- ar ruslinu upp í lausum pokum. Við eigum bara að tæma tunnur en eig- rendur sorpsins að sjá um annað," segir Ingi Árnason, forstööumaður hreinsunardeildar Reykjvíkur, um sorp sem safhast hefur upp í porti við Suðurlandsbraut. Allmörg fyrirtæki eru í nágrenn- inu og er sorpið rakið til þeirra. Eng- inn kannast þó við að eiga óþverrann og safnast hann því upp en öskukarl- arnir fara eftir sínum reglum og hreyfa ekki við pokunum. Er talið að nokkur hundruð kíló af sorpi hafi safnast þarna síðustu vikur. „Við getum fjarlægt þessa poka en það gerist ekki nema eigendurnir biðji um það og borgi kostnaðinn," segir Ingi. Beiðni um slíkt hefur ekki borist og á meðan magnast ólyktin í portinu. „Þetta er auðvitað bara spurning um umgengni þeirra sem nota portið. Við. urðum að hreinsa þarna upp í fyrra og eftir þaö var allt í góðu lagi um tíma. Nú hefur sótt í sama farið og áður. Það virðist sem enginn teh'i sig bera ábyrgðina," segir Ingi. -GK Verulegt sorp hefur síðustu vikur safnast upp í porti við Suöurlandsbraul 46. Eigendur biða þess að menn frá hreinsunar- deildinni taki ruslið en þeir segjast bara eiga að tæma tunnur. Bíður því sorpið og rotnar í portinu. DV-mynd BG I dag mælir Dagfari Bóndi er bústólpi Það hefur vafist fyrir sumum að skilja þýðinguna og mikilvægið fyrir nýjan búvörusamning við bændur. Ekki það að bændur eigi ekki bágt og eigi það margfalt skil- ið að ríkisvaldið og skattgreiðend- ur styrki þá í neyðinni sem hefur skapast í kjölfarið á breyttu matar- æði þjóðarinnar. Það er ekki bænd- um að kenna að íslendingar eru hættir að borða lambakjöt. Ef þjóð- in leggur annan mat sér til munns þá er henni ekki of gott að borga fyrir lambakjótið engu að síður vegna þess að það er ekki bændum að kenna heldur neytendum sj^lf- um ef þeir vilja ekki kjötið frá sauðfjárbændum. Fyrir það verða neytendur að borga, hvað svo sem þeir éta. Nei, það sem hefur vafist fyrir mörgum venjulegum manninum er hitt hvers vegna ríkisvaldið sér ástæðu til að greiða niður fram- leiðsluna hjá bændum sem nemur nokkrum milljöröum á ári þegar tekið er tíllitJ til þess að margar aðrar stéttir hafa farið illa út úr breyttum neysluháttum án þess að ríkið hafí talið ástæðu til að bjarga þeim stéftum. Þær hafa einfaldlega fariö á hausinn. Tökum sem dæmi fataframleið- endur eða húsgagnaframleiðendur sem voru til skamms tíma myndar- leg fyrirtæki og vel rekin vegna þess að íslendingar keyptu fram- leiðsluna. íslensk föt voru sam- keppnisfær og söluhæf bæði í verði og gæðum. En svo kom að því aö fot voru flutt inn frá útlöndum, framleidd í Austurlöndum þar sem launin er undir þrælsmörkum og langt fyrir neðan þá prísa sem hér þekktust áður. Sömu sögu var að segja af húsgögnum, matvælum margs konar, pappír, eldhústækjum og svo mætti lengi telja. Hver man ekki eftir Rafha, Karnabæ, Ofnaverksmiðjunni, Pappírsgerðinni, Trésmíðaverk- stæði Guðmundar blinda, Héðni, Hamri og Stálsmiðjunni, svo að nokkur gömul og lóngu gleymd iðnaðarfyrirtæki séu nefnd. Flest fór þetta heiðarlega á hausinn af því að engum datt í hug að ríkið kæmi þessum fyrirtækjum til hjálpar þegar samkeppnin og neysluvenjurnar breyttust. Verslanir hafa komið og fariö og margur kaupmaðurinn hefur mátt þola það að fólk hafi flutt sig yfir í aðrar verslanir af því verslunar- hættir tóku stakkaskiptum. Útgeröarmenn fara á hausinn, fiskeldið fór á hausinn, skinnaiðn- aðurinn fór á hausinn og enginn gerði neitt. Hvað er þaö þá sem gerir bændur svo miklu merkilegri að bæði ríkis- srjórn og alþingi taka höndum sam- an til að láta skattgreiðendur borga bændum nýjan og veglegan bú- 'vörusamning sem gerir þeim jafh- vel kleift að auka framleiðsluna? Af hverju mega bændur ekki-fara á hausinn ef þeir standa sig ekki í samkeppninni, rétt eins og allir aðrir? Svarið er ekki fólgið í hagsmun- um bænda þótt þeir séu alls góðs maklegir enda ekki þeim að kenna, eins og fyrr er sagt, þegar þjóðin vill ekki lambakjötið þeirra. Nei, svarið er að finna í sauökindinni sjálfri. íslenskum ráðamönnum þykir svona óskapleg vænt' um sauðkindina að þeir geta ekki hugs- að sér að útrýma henni. Sérstak- lega af því að það er svo gaman að slátra henni. Sauðkindin og þá sér- staklega litlu lömbin eru hluti af þjóðarmenningunni og svo fara menn í leitir og göngur og mæta í réttirnar og syngja sig hása og þingmennirnir hitta kjósendur sína og syngja sig hása líka og þetta er partur af lífsmunstrinu, þökk sé sauðkindinni. Þessu má ekki fórna og þó það kosti nokkra milljarða og jafnvel á annan tug milljarða, og þess vegna mega bændur ekki fara á hausinn og þess vegna má ekki draga úr dilkakjötsframleiðslunni meðan einhverjir eru ennþá reiðubúnir að, leggja það á sig að framleiða kjöt- vöru sem endar á haugunum. Bóndi er bústólpi, ekki síst þegar bændur eru komnir á framfæri framfærslunnar. « Þökk sé sauðkindinni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.