Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 • » I 1 I I I I Fréttir Fjármagn 8.000.000 kr. 7.000.000 6.000.000 5.000.000 4.000.0 a 1988 til 1996 D Upphafl. vegaáætlun samþ. D Endanleg fjárveitíng til vegag. 7 '93 '94 '95 96 Fjárveitingar til Vegagerðarinnar: Fjárlagafrumvarpið ótraustur mælikvarði - flárveitingarhækkayfirleittímeðförumAlþingis Miðað við gildandi vegaáætlun mun Vegagerðin sæta 762 milljóna króna niðurskurði á næsta ári sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar fyrir árið 19%. Til að framfylgja vegaáætlun þyrfti Vega- gerðin að fá tæplega 7,7 mUljarða til umráða en í fjárlagafrumvarpinu er einungis gert ráö fyrir rúmlega 6,9 milljörðum. Fjárlagafrumvarp er hins vegar lítt áreiðanlegur mæukvarði á þá fjár- muni sem renna í raun til Vegagerð- arinnar því í meðförum Alþingis eru framlögin oft aukin verulega. í fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1994 var til dæmis gert ráð fyrir að til Vegagerð- arinnar færu rúmlega 6,6 milljarðar, þrátt fyrir 7,2 milljarða fjárþöif sam- kvæmt vegaáætlun. í árslok 1994 kom hins vegar í ljós að Vegagerðin hafði fengið rúmlega 7,3 milljarða í fjárveitingar. Svipaöa sögu er að segja fjárveit- ingum til Vegagerðarinnar í ár. Þeg- ar fjárlagafrumvarp fyrir 1995 var lagt fram síðastliðið haust var gert ráð fyrir að Vegagerðin fengi tæplega 6,2 milljaröa í fjárveitingar, þrátt fyr- ir 7,4 muljarða fjárþörf samkvæmt vegaáætlun. Nú er gert ráð fyrir að fjárveitingar til Vegagerðarinnar muni nema rúmlega 7,6 milljörðum króna. Miðað við árið í ár er gert ráð fyrir að framlög til sértaks framkvæmda- átaks í vegamálum lækki um 250 milljónir og verði einn milljarður. Átakiö hófst í byrjun þessa árs og er ætlaö að standa ul ársins 1998. Sam- tals er ætlað að verja 3,5 milljörðum í átakið, þar af 1.250 milljónum í ár og 1.000 milljónum á næsta ári. Af mörkuðum tekjustofnum munu 637 milljónir renna í ríkissjóð, sam- anborið við 275 milljónir í ár. Eigi markmið fjárlagafrumvarpsins að nást fram er ljóst að breyta verður gildandi vegaáætlun og fresta ýms- um framkvæmdum við vegi og brýr. -kaa Stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga: Tökum sólarhæðina í lok næsta mánaðar - segir Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri verksmiðjunnar „Eg er hvorki bjartsýnn né svart- sýnn á þá hugmynd að stækka verk- smiðjuna. Maður er einfaldlega að kanna hvort það sé eitthvert vit í þessu. Hugmyndin er að taka sólar- hæðina í lok næsta mánaðar og ræða stöðuna á stjórnarfundi þá," segir Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grund- artanga. Stækkun verksmiðjunnar hefur verið til athugunar um nokkurt skeið en markaðsverð á járnblendi er hátt um þessar mundir. Nú eru tveir ofn- ar starfræktir í verksmiðjunni en rætt er um að bæta þeún þriðja við. Það myndi auka afkastagetu verk- smiðjunnar um allt að 70 prósent, eða 45 þúsund tonn á ári. Að sögn Jóns þarf að huga að mörg- um þáttum áður en ákvörðun verður tekin. Hann bendir á að verð á járn- blendi sveiflist mjög á mörkuðum. Hagkvæmnina verði að meta með tilliti til þess og kostnaðar við kaup og uppsetningu á nýjum ofni. Ef af framkvæmdum yrði er ljóst að fjöldi manns fengi vinnu við upp- bygginguna. Þá má búast við að nokkrir tugir starfa skapist til fram- búðar í verksmiðjunni en alls vinna þar nú 146 manns. Jón segir að gengið sé út frá því að eigendur þurfi ekki að setia aukna fjármuni í fyrirtækið ef ráðist verði í stækkun. Eignarskiptingin yrði því óbreytt en 55 prósent hlutafjár er í eigu íslenska ríkisins, 30 prósent hlutafjár í eigu norska fyrirtækisins Elkem og 15 prósent hlutafjár í eigu japanska fyrirtækisins Sumitomo Corporation. -kaa Alþingi: Frumvarp um afnám skatt- ffríðinda þingmanna á leiðinni „Þaö er ekki ákveöið hvort það verða formenn þingflokkanna eða forsætisnefhd þingsins eða báðir þessir hópar seffi bera fram frum- varp um afnám skattfríðinda þing- manna af 40 þúsund króna kostn- aðargreiðstó á manuði. Það er ver- ið að semja greinargerðina meö frumvarpinu og ég á von á því að það verði lagt frám í þessari vikú eðanæstu," sagði Valgerður Sverr- isdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, í samtali við DV. Hún sagðist ekki vita um neinn alþingismann sem leggjast mundi gegn frumvarpinu, enda þótt talið hafí yerið að þingmenn væru ekki eínhuga í málinu. Hins vegar hefur heyrst að þing- menn Þjóðvaka ætii að leggja fram breytingartillögur sero ganga lehgra og snerta aðrar skattfríar kostoaðargreiðslur til þingmanna. lEUfUNKElÍ P ¦¦ " SJÓNVARPSTÆKIfj | VAXTAIAUS1'IÁM i \/12 /tlÁfilM//) \ i ! TELEFUNKEN S-8400 M NIC 33" sjónvarpstæki • Black Matrix FST-skjár. 4 hátalarar, þar af 2 snúanlegir • Nicam Stereo HiFi-hljómur meö 40 W Surround magnara ísl. textavarp • Upplýst fjarstýring sem er aubveld í notkun, barnalæsmg, tímarofi o.m.fl. Verö: 177.600,- TELEFUNKEN S 540 C NIC 29" sjónvarpstæki • Nýr Black D.I.VA-skjár 4 hátalarar • Nicam Stereo HiFi-hljómur me& 40 W Surround-magnara • 2 þrepa Zoom Isl. textavarp • Upplýst fjarstýring sem er aubveld í notkun, barnalæsing, tímarofi o.m.fl. Verb: 131.400,- TELEFUNKEN S-531 NIC 28" sjónvarpstæki • Black Matrix FST-skjár 4 hátalarar • Nicam Stereo HiFi-hljómur meb 40 W Surround magnara • Isl. textavarp Fjarstýring sem er aubveld í nbtkun, barnaíæsing, tímarofi o.m.fl. Verb: 107.700,- EUROCABD raögreiöslur TIL ALLT AÐ 36 MANASA — ! VISA RAÐGREIÐSLUR I TIL. 24 MÁIMAOA Skipholti 19 Sími: 552 9800 l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.