Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 Viðskipti Verriafkoma Eignarhðldsfé- lagsAIþýðu- bankans Samkvæmt átta mánaða upp- gjöri Eignarhaldsfélags Alþýðu- bankans varð 35,8 milljóna hagn- aður af rekstri félagsins. Það er talsvert verri afkoma en eftír sama tíma í fyrra þegar varð 80 milljóna hagnaður. Eigið fé fé- lagsins nemur 972 milljónum króna og hlutafé um 706 milljón- um. Innra virði félagins hefur hækkað úr 1,2 i 1,38 á undan- gengnum 12 mánuðum og eigin- fjárhlutfall úr 75 í 83%. Arð- greiðslur vegna ársins 1994 námu 42 milfjónum. f tilkynningu frá félaginu er ástasða slakari afkomu rakin til lækkunar á gengi hlutabréfa ís- landsbanka á fyrri hluta ársins. Hlutur Eignarhaidsfélagsins í ís- landsbanka er 48% af heildar- eignum þess. Félagið á jafnframt hluti í 17 öörum hlutafélögum. Skuldabréf Olís tilsölu Landsbréf hafa nú tekið f sölu skuldabréf úr nýjum skulda- bréfaflokki Olís. Um er að ræða 300 milljónir króna með 6,39 6,43% ávöxtun. Hver nafnverös- eining er 5 milljónir króna. Af- borganir bréfanná eru tíu árlega, sú fyrsta 5. október 1996. Markmið lántökunnar er aö draga úr vægi skammtímaskulda á fjármögnunarhlið efnahags- reiknings, auk þess að mæta fyr- irhuguðum fjárfestingum í nýj- um bensínstöðvum. Fjögiirprósent fleiriferðamenn Komum erlendra ferðamanna til íslands fjölgaði aðeins um 4 prósent í septembermánuði, mið- að viö sama mánuð í fyrra. Alls komu um 15.400 erlendir feröa- menn til Jandsins í nýliönum september miðað við 14.800 í fyrra. Frá áramótum hafa komið tæplega 162 þúsund ferðamenn sem er rúm 4% aukning. Farþeg- ar með skemmtiferðaskipum í sumar vo'ru alls 21.348 en þeir voru 17.662 ífyrrasumar. -bjb Seðlabankastjóri um verðbólguhraðann: Ekki enn ástæða til að ókyrrast Eins og kemur fram hér á viðskipt- asíðunni er verðbólgan 5 prósent um þessar mundir miðað við þriggja mánaða breytingu neysluvísitölunn- ar á ársgrundvelli. Það er talsvert meiri verðbólguhraði en spár hafa gert ráð fyrir. „Án þess að við höfum látið kanna máhð nánar er þetta óneitanlega meira en við bjuggumst við. Hins vegar teljum við ekki ástæðu enn þá til aö ókyrrast. Verðhækkun á bif- reiðum og grænmeti vegur þungt að þessu sinni og við teljum að verð- bólgan eigi eftir að lækka aftur,“ sagði Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri við DV um aukningu verðbólg- unnar síðustu þrjá mánuði. Verðbólguþróunina á þessu ári má sjá nánar á meðfylgjandi grafl. -bjb Verðbólguþróun 1995 - 3ja mánaöa breyting neysluvísitölu á ársgrundvelli - jan. febr. mars apríl maí jún. júl. ág. sept. okt. DV lleðai nyjunga á tæknisýningunni Telecom 95 i áe.if þessa dagana er 33 tommu litaskjár frá japanska fyrirtækinu NEC. Skjárinn hefur vakið mikla athygli á sýningunni enda er hann þunnur og mjög meðfærilegur. Að sögn for- ráðamanna NEC fer skjárinn ekki á markað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. DV-mynd bjb 120 milljóna viðskipti Viðskipti með hlutabréf á Verð- bréfaþingi íslands og Opna tilboðs- markaðnum í síðustu viku voru afar lífleg og námu 106 milljónum króna. Síöastliöinn mánudag bættust við ríflega 14 milljóna viðskipti þannig að frá 2. október hafa hlutabréfavið- skipti numið rúmum 120 milljónum króna. Það er talsverð viðskipta- aukning frá fyrri vikum. Mest voru viðskipti síðustu viku með bréf Hlutabréfasjóðsins hf., eða fyrir 56 milijónir króna. Næst koma bréf Granda með 35 milljóna viðskipti og íslandsbanka upp á tæpar 11 millj- ónir. Þingvísitala hlutabréfa heldur áfram að slá met. Enn eitt sögulega hámarkið náðist sl. mánudag þegar talan fór í 1270 stig. Vísitalan hefur hækkaö um nær 27% frá áramótum. Álverð á heimsmarkaði hefur rokk- að upp og niður síðustu daga. Vegna yfirvofandi verkfalis hjá Alcan í Kanada í síðustu viku fór verðið hækkandi en eftir að verkfaflið skall á um helgina lækkaði verðið aftur um nokkra dollara hvert tonn, flestum álsérfræðingum til mikillar furðu. Helstu breytingar á gengi gjald- miðla eru þær að þýska markið virð- ist vera á stöðugrí uppleið. Sölugeng- ið var í 45,70 krónum í gærmorgun. Gengi annarra helstu gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni er. svip- að og fyrir viku, nema hvað pundið hefur lækkað eilítið. Dala-Rafn VE seldi 148 tonn í Brem- erhaven sl. mánudag og fékk 16 millj- ónir' fyrir aflann. Engar gámasölur fóru fram í Englandi í síðustu viku. -bjb Fimm prósenta verðbólga Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% frá september og mæld- ist 174,9 stig miðað við verðlag í októberbyrjun. Ef vísitalan er tekin án húsnæðis þá mældist hún 179 stig og hækkaði um 0,6%. Mest áhrif til hækkunar á neysluvísitölunni höíðu nýjar bifreiðar sem hækkuðu vísi- töluna um 0,29%. Hækkun stræt- isvagnafargjalda setti vísitöluna upp um 0,05% og bensínverðs- hækkun olli 0,08% visitöluhækk- un. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,2% sem jafngildir 5% verðbólgu á árs- grundvelh. Miðað viö ágúst 1994 til sama mánaðar í ár var 1,8% verðbólga á íslandi. Sex lönd voru með lægri eða jafnmikla verðbólgu, lægst í Finnlandi, eða 0,5%. Bókum hlutafé- lögogeinka- hlutafélög Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bókina Hlutafélög og einkahlutafélög eftir Stefán Má Stefánsson, prófessor viö lagadeild Háskóla íslands. Bók- inni er ætlað að bæta úr brýnni þörf á upplýsingariti um nýja löggjöf sem tók gildi um hlutafé- lög og einkahlutafélög. Lög um einkahlutafélög eru nýmæli sem einkum eru miðuð við smærri hlutafélög. Veigamikil nýjung er að einkahlutafélag getur verið í eigu eins hluthafa. Fyrir áramót ættu forsvars- menn núverandi hlutafélaga að hafa gert upp viö sig hvort félaga- formið muni henta þeirra fyrir- tæki, hlutafélag eða einkahluta- félag, og þarf að tilkynna það Firmaskrá í tæka tíð. Bók Stefáns Más gerir ítarlega grein fyrir mismunandi uppbyggingu og skyldum þessara tveggja félaga- forma. Reiknistofa bankannasem- urvið Nýherja Reiknistofa bankanna gerði ný- lega samning við Nýheija um kaup á nýjum IBM seguldiskum, RAMAC-2. Samningurinn kemur í kjölfar könnunar Reiknistof- unnar og stóð valið á milli IBM og EMC. Diskarnir verða aíhentir í kringúm mánaöamótin nóv- ember/desember næstkomandi en þetta er líklega stærsti við- skiptasamningur sinnar tegund- ar til þessa hérlendis. í tilkynningu frá Nýherja segir m.a. að diskarnir séu þeir full- komnustu á markaðnum í dag. Þeir bjóði upp á tvöfalt öryggi á öllum helstu þáttum diska- vinnslu ásamt svokölluöu RAID-5 öryggi þannig að þótt einn diskur bih þá tapast engin gögn og ekki þarf að slökkva á diskakerfinu. Batnandiaf- koma Flugleiða Rekstur Flugleiða fyrstu sjö mánuði þessa árs kom út í 43 milljóna króna tapi. Það er tölu- vert betri afkoma en eftir sama tíma í fyrra þegar tapið nam 137 milljónum króna. í tilkynningu frá Flugleiöum segir aö batnandi afkomu megi rekja til fjölgunar farþega, rekstraraðhalds og sölu og endurleigu flugvéla í ársbyrj- un. Dótturfélög Flugleiöa skiluðu 42 milljóna hagnaði eftir fyrstu sjö mánuði ársins. Tíu prósenta fjölgun varð á farþegum í milli- landaflugi og fimm prósenta fjölgun í innanlandsfluginu. -bjb iÍPVi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.