Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 12
12 MIDVIKUDAGUR 11. OKTOBER 1995 Spurningin Ertu góður bílstjóri? Valdís Samúelsdóttir sóknar- kona: Ég keyri ekki. Friðgerður Ðaníelsdóttir síma- vörður: Já, já. Það hefur aldrei neitt komið fyrir mig. Lesendur Jóhanna Þórðardóttir veitinga- kona: Svona í meðallagi. Perla Thorsteinson verslunar- maður: Já, ég myndi segja það. Jón V. Halldórsson ævintýramað- ur: Já, ég er alveg afbragðs góður bílstjóri. Sólveig Magnúsdóttir snyrtifræð- ingur: Já, ég tel mig vera það. Þingmannalaun og togaramatsveina Sigrún Ólafsdóttir skrifar: Loks kom að þvl sem ég hef lengi beðið eftir að sjómannsstarfið fái ögn af viðurkenningu í þessu þjóöfé- lagi. Þar sem ofanrituð vill að þing- menn og sjómenn gangi á eitt vil ég byrja á því, fyrir hönd allra sjó- manna á íslandi, að fara fram á að allir íslenskir sjómenn fái nýja bíla. Ennfremur dagpeninga á meðan þeir eru að heiman vegna starfs síns. Og að sjálfsögðu eiginkonur þeirra líka, fari veiðiferð fram yfir, segjum hálfan mánuð. Yrði þingmaðurinn svo „hepp- inn" að fá sömu kjör og hæst laun- aði matsveinninn á togara frá Granda þá myndu nú líklega heyr- ast harmakvein úr þeirra ranni. Og hrædd er ég um að þingmanni þætti lítið gaman að vita aldrei fyrirfram hvað hann fengi í laun. Einn mán- uðinn kannski 325 þúsund útborgað og annan mánuðinn 250 þúsund. Og svo væri hann launalaus fjórða hvern mánuð. Ég reikna með að þingmanni þætti þetta ekki launa- hækkun heldur launalækkun. En alls yrðu launin hans miðuð við hæstu laun alla mánuði ársins, eða u.þ.b. 243.750 kr. útborgað að jafnaði á mánuði. Og guð forði því að fiskirí væri tregt því þá lækkuðu laun þingmanna verulega. Vissulega er alveg fráleitt að bera saman störf þingmanna og sjó- manna. Auðvitað fylgir þingmanns- starfinu töluverð streita og óskikk* anlegur vinnutími og í sumum til- vikum ferðalög, að ekki sé nú talað um utanlandsferðirnar. Hjá sjó- manninum, sem lifir náttúrlega við lúxus (og alltof há laun!), kemur líka Ef tregt væri fiskinlð myndu laun þingmanna lækka verulega, segir bréfrit- ari. streita til sögunnar, langar fjarvist- ir að heiman frá konu og börnum, innilokun og sambandsleysi við um- heiminn. Að ógleymdri hættunni sem fylgir sjómannsstarfinu. Svo ég fullkomni nú þennan launamismun þá myndi þingmönn- um örugglega líka vel að borga þótt ekki væri nema smáhluta (25% eða svo) upp í ríkishallann, svona líkt og sjómenn greiða sitt hlutfall í olíu- kostnaði útgerðarinnar. En þegar á allt er litið, þingmönnum þætti bara nokkur akkur í að hafa þessi launa- kjör? Skattleysisfrumvarp alþingismanna: Hvað dvelur umræðuna í þinginu? Kristján Sigurðsson skrifar: Nokkru fyrir setningu Alþingis var sú frétt birt okkur landsmönn- um að lagt skyldi fyrir Alþingi frumvarp frá formönnum þingflokk- anna eða forsætisrefnd Alþingis (man ekki hvort var heldur) strax i upphafi þings til að afnema fyrri lagasetningu þingmanna um skatt- frjálsa launahækkun sér til handa. — Til þessa dags hefur ekkert frést af þessu frumvarpi. í lesendabréfi í DV þann 29. sept. sl. setti maður einn fram þá kenn- ingu að þótt viðrað hefði verið af ráðamönnum, þ.m.t. forsætisráð- herra, að skattleysislög þingmanna ætti að afnema í byrjun þessa þings væri alls óvíst að það fengist sam- þykkt af hinum almennu þingmönn- um, sem eru saltvondir og sárreiðir út af þessu frumvarpi. — Líklega gengur þetta eftir. Nú hafa forsvarsmenn ríkis- srjórnarninnar nefnilega dregist á að láta skoða forsendur Kjaradóms og leggja fram sem gögn í væntan- legum kjaraviðræðum við almenna launþega. En hvernig Alþingi ætlar að „fóðra" frestun á að samþykkja skattleysislög þingmanna verður næsta spennuefni fréttamiðlanna. Ef þeir þá þora um það að fjalla, því það leiðir svo af sér umræðu um makalífeyri varaþingmanna og svo koll af kolli, þar til ekki stendur steinn yfir steini af virðingu þjóðar- innar fyrir Alþingi og því sem það- an kemur. Maríu Guðmundsdóttur fyrir forseta Ásmundur Guðmundsson skrif- ar: Ég vil byrja á að þakka Ásgeiri Guðmundssyni fyrir snjallt lesenda- bréf í DV sl. fóstudag. Þar gerir hann tilraun til að skipta þeim sem helstir hafa verið nefndir sem hugs- anlegir forsetaframbjóðendur í þrjá flokka. í DV á laugardaginn var birtist svo eins konar úttekt, ásamt viðtöl- um, við ekki færri en 14 manns sem nefndir hafa verið tiltækir í slaginn. Það vekur athygli að af þeim 14 sem þar er rætt við eru aðeins tveir sem gefa afdráttarlaus svör um að þeir hafi ekki löngun til framboðs, þ.e. Friðrik Ólafsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Bæði færðu fram fram- bærileg rök fyrir sínum svörum. - Reyndar útilokaði borgarstjóri einn- ig með orðum sínum framboð nú- verandi forsætisráðherra. Dæmigerð voru svo svör allra hinna 12 sem spurðir voru: „Neita ekki möguleika á framboði". - „Hugsun sem bíður". - „Óljóst á þessari stundu". - „Leggst undir feld". - „Hugmyndin hefur verið reifuð við mig". - „Því ekki það"? Og þar fram eftir götunum. Fannst mér svör_ þeirra flestra benda til þess að enginn þeirra væri hæfur Vigdísi Finnbogadóttur áfram sem forseta. - Að öðrum kosti Maríu Guð- mundsdóttur Ijósmyndara, segir brófritari m.a. frambjóðandi. Ég tel heppilegast fyrir okkar þjóð, héðan af, að frú Vigdís gæfi kost á sér í embættið áfram. Og fmnst raunar að ekki sé enn full- reynt hvort ekki megi á hana skora að gefa kost á sér. Ég tel að fullur vilji almennings sé fyrir slíkri áskorun. - Að öðrum kosti vil ég bæta við nafni Maríu Guðmunds- dóttur, hins þekkta ljósmyndara, sem nú býr í París. Hún myndi sóma sér prýðilega sem forseti landsins og arftaki frú Vigdísar. Maria er þekkt viða um heim fyrir sín störf og ísland hefur hún kynnt svo um munar, allan sinn starfsfer- il. Formannskjör Alþýðu- bahdalagsins Hilmar Ingólfsson skrifar: Ég er alþýðubandalagsmaður og hef atkvæðisrétt í formanns- kjöri flokksins. Ég fékk atkvæða- seðil sendan frá kjörsrjórn. Degi síðar barst mér heldur óskemmtileg sending. Það var áróðurspési með glansmyndaryf- irbragði frá Margréti Frimanns- dóttur, öðrum formannskandi- datinum. Þessu vil ég mótmæla harðlega þar sem mér finnst slík- ur árðður bæði ósanngjarn og óviðeigandi eftir að kosning er hafin. Ég taldi að kosningabar- áttunni hefði lokið fóstud. 29. sept sl, með fundi frambjóðend- anna á Hótel Sögu. Þetta er al- varlegt brot á þeim reglum sem settar voru í upphafi um kosn- ingabaráttuna og setur ljótan blett á annars heiðarlega baráttu sem hefur verið háð innan flokksins. Ökuníðingar sleppa vel Halldóra skrifar: Mér er það óskih'anlegt hvem- ig hver ökuníðingurinn á fætur öðrum sleppur vel frá sínum verknaöi. Dæmin eru ðteljandi. Þeir nást, það er tekin af þeim skýrsla og síðan er ökuníðingun- um sleppt. Síðast nú um sl. helgi þegar drukkinn ökuþór 6k á stúlku og ók síðan á brott Þess konar athæfi kallar á varðhald að mínu mati allt þar til dæmt hefur verið i málum þessara fjöl- mörgu ökuniðinga. Öll nöfnin á borðið Lára hringdi: Ég skora á fólk að koma með sem flest nöfn típp á borðið strax vegna væntanlegs forsetakjörs. Við verðum að hafa úr miklu að moða, því hér þurfa áreiðanlega að fara fram forkosningar og síð- an úrslitakosning milli þeirra sem efstir verða í þeim forkosn- ingum. Og ekki er ráð nema í tima sé tekið. Er sendiherra og segi ekkert Kristján Sveinsson hringdi: Þátturinn Almannarómur á Stöð 2 í sl. viku var um margt frððlegur og auðvitað skemmti- legur líka. Þar kom m.a. fram að almenningur hefur breyst í við- horfum sínum til forsetaembætt- isins. Forseti verði meira afger- andi, hafi meira frumkvæði varðandi stjórnsýsluna - eða að fram fari endurskoðun á tilveru- grundvelli embættisins. Annað þótti mér afar athyglisvert. Það var .þegar þáttarstjórnandinn spurði pallborðsgesti þeirrar ein- fóldu spurningar I byrjun þáttar- ins hvort þeir teldu 0.J. Simpson sekan eða saklausan. Þá svaraði sendiherra okkar í Bandaríkjun- um því til að hann gæti ekkert sagt vegna stöðu sinnar! - Ja, hérna. Engir vara- hlutir í hár- þurrkuna Ragnar skrifar: Ég týndi stuti framan af hár- þurrku af Philips-gerð og taldi víst að svona hlutur lægi á lausú hjá umboðinu, sem er Heimilis- tæki hf. Ég fékk þau svör að eng- ir varahlutir væru til í hárþurrk- ur og fengjust ekki pantaðir. Væri hreinlega ekki gefinn kost- ur á að panta varahluti í svona tæki! Mér er nokkuð brugðið við svona svör. Þetta er e.tv. land- lægt varðandi varahlutaþjónustu í þessi tæki? En skyldu þetta þykja eðlilegir viðskiptahættir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.