Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 13 Fréttir Minnkandi loftþrýstingur við ísland: Mjög áberandi breyting á hegðun loðnu síðan 1989 stórfróðlegt að tengja þetta við veðurfarsbreytingar, segir Hjálmar Vilhjálmsson „Vindar hafa áhrif á lífið í sjónum með ýmsu móti. Hægt er að vitna í kanadískar rannsóknir. Þær sýna að klak loðnuhrogna á Miklabanka heppnast betur ef þaö gerir storm mjög snemma á ferli lirfunnar. Sjór- inn blandast þá betur og lirfurnar fá viðbót af næringarefnum," sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing- ur í samtali við DV um hugsanlegar breytingar á lífríki sjávar vegna minnkandi loftþrýstings á og við ís- land síðan 1989. Loðnan veiðist ekki á haustin lengur „Það væri mjög gaman að fara yfir hvaða breytingar hafa orðið á vist- kerfinu, bæði í lofti og sjó, síðan 1989. Loðnan hefur hegðað sér allt öðru- vísi en hún gerði á árum áður. Eftir 1988-1989 hefur nánast ekki verið hægt aö veiða hana á haustin ogíjanúaráður en hún er búin að hrygna. Hún ermikludreifð- ari en hún var fyrir þennan tímaenveiðará henni hófust 1976. Á 12-13 ára bili var alltaf ágætur afli á tímabilinu október til janúar. Þetta er mjög áberandi hegðunarbreyting. Loðnan er uppsjávar- og torfufiskur og for- sendur fyrir því að hægt sé að veiða hana eru þær að hún sé í torfum. Hún er miklu dreifðari núna. Þessi breyting er svo áberandi að hefði einhver sagt mér á áttunda ára- tugnum að ekki fengist loðna á tíma- bilinu október til janúar hefði ég haldið að hann væri eitthvað verri. Það væri stórfróðlegt að gefa sér tíma til að tengja þetta við veðurfarsbreyt- ingar," sagði Hjálmar. Hjálmar sagði einnig að þorskur- inn hefði ef til vill áhrif líka, hann æti mikið af loðnu og hún væri kannski á flótta undan honum. End- urheimtur á hafbeitarlaxi hefðu einnig verið lélegri á þessum sama tíma. Vigurbúinu veitt viðurkenning Ómar Garðaisson, DV, Vestmaimaeyjum: Á ferðamálaráðstefnu Ferðamála- ráðs, sem haldin var í Vestmannaeyj- um nýlega, voru í fyrsta skipti veitt umhverfisverðlaun ráðsins og komu þau í hlut félagsbúsins í Vigur sem hefur tekið á móti ferðamönnum frá árinu 1990. Halldór Blöndal samgönguráð- herra afhenti þeim Hugrúnu Magn- úsdóttur og Ingunni Sturludóttur verðlaunin en þær búa í Vigur ásamt mönnum sínum, bræðrunum Salvari og Birni Baldurssonum sem eru af fjórðu kynslóð bænda í Vigur. 17 aðilar voru tilnefndir til verð- launanna. í Vigur er rekið blandað bú ásamt hlunnindabúskap, æðar- varpi, eggja- og fuglatekju. Umhverfi er mjög snyrtilegt að mati Ferða- málaráðs. Ollum mannvirkjum er vel við haldið og hvergi sést van- ræksla. Þess er gætt að nýbyggingar falh vel aö því sem fyrir er. I Vigur er m.a. að finna kommyllu frá árinu 1840. { samtali við DV sögðust Hugrún og Ingunn vera bæði ánægðar og stoltar yfir þessari viðurkenningu. í sumar tóku þær á móti um 1500 gest- um og var þeim boðið að skoða eyna og þiggja veitingar. Halldór Blöndal afhendir Hugrúnu Magnúsdóttur og Ingunni Sturludóttur umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs. DV-mynd Ómar Ráðstefna Ferðamálaráðs: Opinber stef numörkun í ferðamálum ísland yngst landa, land í sköpun, em einkunnarorð opinberrar stefnu í ferðamálum sem Halldór Blöndal samgönguráðherra boðaði á ferða- málaráðstefnu Ferðamálaráðs sem lauk í Vestmannaeyjum fimmtudag- inn 5. október. . „Ég hef tekið ákvörðun um að mynda sérstakan samstarfs- eða stýrihóp sem stjórni verkinu og beri ábyrgð á því en síðan verði einstök- um mönnum falin úrvinnsla hinna sérstöku þátta. Endanleg úrvinnsla og frágangur verður unninn af fag- mönnum í áætlanagerð og stefnu- mörkun. Ég tel nauðsynlegt að nið- urstööurnar liggi fyrir eftir áramót- in,“ sagði Hafidór í ræðu sinni. Halldór sagði að ekki væri ætlunin að fylgja stefnumörkuninni eftir með opinberum styrkjum. „En á hinn bóginn sýnist mér ekki vanþörf á að við reynum að skýra það fyrir okkur sem nákvæmast hvar við erum á vegi stödd - ekki síst af því að leiðarendinn er enginn - hvaða áfanga og áfóngum við vilj- um ná í ferðaþjónustunni og í hvaða tímaröð,“ sagði Halldór. Úttekt á tryggingum Akranesbæjar Daniel Ólaísson, DV, Akranesi: Jón Rafn Guðmundsson vinnur nú að úttekt á öllum tryggingum Akra- neskaupstaðar. Að sögn Jóns Pálma Pálmasonar bæjarritara er hug- myndin að fá úttekt á því hvort eitt- hvað sé oftryggt eða vantryggt. Eftir þessa úttekt verður ákveöið hvort allar tryggingar bæjarins verða boðnar út eða samið við þá aðila sem bærinn tryggir hjá. Mörg önnur sveitarfélög hafa látið gera sams konar úttekt en enn sem komið er hefur ekkert þeirra látið bjóða út tryggingar hjá sér. Rómontísk spennusogo Spennandi ástarsaga / Urvals afþreying á næsta sölustað og kostar aðeins 895 kr. og ennþá minna í áskrift. QGNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.