Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBRER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Gengið til forsetakjörs Þaö vakti eðlilega mikla athygli þegar Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, tilkynnti alþjóð við setningu Alþingis að hún gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi forsetastarfa að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Ákvörðunin kom ýmsum á óvart. Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að hún nyti mikils stuðnings með- al þjóðarinnar til áframhaldandi starfa, og henni höfðu reyndar þegar borist ýmsar áskoranir um að gefa kost á sér einu sinni enn. En Vigdís hafði gefið það mjög sterk- lega í skyn fyrir Qórum árum að hún myndi draga sig í hlé við lok kjörtímabilsins. Ákvörðun hennar nú var því einungis eðlileg staðfesting þess ásetnings. Þess var minnst með eftirminnilegum hætti á síðasta ári að fimmtíu ár voru liðin frá því lýðveldið ísland var stofnsett á ÞingvöHum. Athyglisvert er að á þessari hálfu öld hafa einungis fjórir menn gegnt embætti forseta. Sveinn Björnsson sat að Bessastöðum fyrstu átta árin, þá Ásgeir Ásgeirsson í sextán ár, Kristján Eldjárn í tólf ár og Vigdís Finnbogadóttir frá árinu 1980. Þegar litið er yfir þetta tímabfi verður flestum ljóst að forsetaembættið mótast mjög af þeim einstaklingi sem því gegnir á hverjum tíma. Sveinn Björnsson og síðar Ás- geir Ásgeirsson komu þannig úr heimi stjórnmála og stjórnsýslu og það hafði mikfi áhrif á forsetastörf þeirra og viðhorf almennings. Þjóðin braut blað í sögu forsetaembættisins árið 1968 með kosningu Kristjáns Eldjárns, en hann sigraði gamal- kunnan stjómmálamann með miklum yfirburðum. Krist- ján setti alþýðlegt, ópólitískt svipmót á embætti forset- ans. Sigur Vigdisar Finnbogadóttur árið 1980 var að sumu leyti framhald þeirra vatnaskfia sem urðu árið 1968. Um leið var kjör hennar áfangi í baráttunni fyrir jafnrétti karla og kvenna, en Vigdís varð fyrst kvenna tfi að ná kjöri sem forseti í lýðræðislegum kosningum. Kjör Vigdísar vakti mikla athygli víða um lönd á sín- um tíma. Hún reyndist strax hinn ágætasti fufitrúi lands og þjóðar og hlaut almenna viðurkenningu hvar sem hún fór fyrir reisn, alúð og myndarskap. Það átti ekki síður við á ferðum hennar meðal eigin þjóðar, enda hafa lands- menn ávafit sýnt henni hlýhug og virðingu. Þjóðin er þegar farin að velta fyrir sér hugsanlegum forsetaframbjóðendum í þeim kosningum sem fram eiga að fara á næsta ári. Margir kunnir einstaklingar hafa þegar verið nefndir tfi sögunnar sem hugsanlegir fram- bjóðendur, en ekki er ástæða tfi að ætla að ákvarðanir um framboð liggi á borðinu fyrr en eftir áramót. Vonandi gæta stjórnmálaflokkamir þess nú að hafa sem minnst afskipti af forsetakjörinu 1996. Þjóðin hefur gefið stjórnmálamönnunum það ljóslega tfi kynna að hún vifi ekki flokkspólitísk afskipti af vali þjóðhöfðingjans. Það er nátengt þeim vilja almennings að forsetaembætt- inu sé haldið utan við dægurþras stjómmálanna. Það þýðir hins vegar alls ekki að embætti forseta ís- lands sé hafið yfir almenna umræðu eða málefnalega gagnrýni. í lýðræðisþjóðfélagi er auðvitað óeðlfiegt að op- inbert embætti, sem kostað er af skattborgurunum, reyni að fela sig á bak við leyndarmúr þagnarinnar. Vonandi kafia forsetakosningarnar á almennar um- ræður um eðli og gildi embættisins, eins og stundum áður þegar þjóðin hefur gengið tfi forsetakjörs. Opinber- ar hugleiðingar þar að lútandi eru ekki síst mikfivægar í ljósi þess að sá frambjóðandi sem kosinn verður á næsta sumri mun að öllum líkindum setja svip sinn á embætti forseta íslands næstu tólf til sextán árin. Elías Snæland Jónsson „Vaxandi beitarálag sem fylgdi í kjölfar þess og uppgræðsla í landgræðsluskyni fór vissulega ekki alls staðar vel saman,“ segir Ingvi m.a. í grein sinni. Þjóðargjöf til landgræðslu 1974 Laugardaginn 30. september rit- ar Elías Snæland Jónsson ritstjóri laugardagspistil í DV sem hann nefnir „Misþyrming náttúrunnar" þar sem hann nefnir dæmi um hin margvíslegu, skaölegu áhrif mannsins á umhverfi sitt: iðnað- armengun, eyðingu regnskóg- anna, eyðingu ósonlagsins og vax- andi gróðurhúsaáhrif. Héðan af heimaslóð nefnir hann jarð- vegseyðinguna þar sem bæði sé við núlifandi kynslóðir og forfeð- ur að sakast. Ég er um margt sammála því sem fram kemur í grein Elíasar, en samt eru þar nokkur atriði sem mér finnst þörf á að gera athuga- semdir við. Þjóðargjöfin „skref aftur á bak“? Elías segir að þótt margt hafi verið gert til að bæta fyrir rányrkju landsins hafi það starf gengið misjafnlega. Hann nefnir þjóðargjöfina, sem Alþingi sam- þykkti að veita til landgræðslu í tilefni af 1100 ára afmæli íslands- byggðar árið 1974, sem dæmi um það. Hún hafi ekki borið þann ár- angur sem að var stefnt og segir að „sumir hafi reyndar gengið svo langt að fullyrða að þjóðargjöfm hafi, framkvæmdarinnar vegna, verið skref aftur á bak“. Vissulega hafa menn haft ýmsar skoðanir á árangri þjóðargjafarinnar, en aldrei hef ég heyrt þessu haldið fram. Rétt er að rifja upp aö þjóðar- gjöfin var samþykkt á hátíðar- fundi Alþingis á Þingvöllum 1974 og skyldi hún vera einn milljarð- ur sem veittur yrði til fimm ára. Að því tímabili loknu var síðan gerð önnur áætlun um árlegt, auk- Kjallarinn Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur ið fjármagn til landgræðslu — svokölluð landgræðsluáætlun. Þjóðargjöfin varð landgræðslu- starfinu gríðarleg lyftistöng, enda stórjók hún fjármagn bæði til rannsókna og beinna aðgerða á vegum landgræðslu- og skógrækt- araðila. Þegar hún var veitt var jarðvegseyðingin enn ekki á allra vitorði og áhugi og skilningur á nauðsyn landgræðslu og skóg- ræktar fjarri því að vera jafn al- mennur og hann er nú. En óhætt er að fullyrða að þjóðargjöfin hafi verið einn snarasti þátturinn í þeirri þjóðarvakningu um þessi mál sem síðan hefur styrkst með hverju ári. Það eitt hefði verið næg réttlæting fyrir þjóðargjöf- inni, þótt annað hefði ekki komið tu. Vissulega gekk ekki allt eftir sem áætlað var að gera, m.a. vegna þess að óðaverðbólga rýrði raungildi hins árlega fjármagns. Þá var þjóðargjöfin veitt á þeim tíma þegar sú landbúnaðarstefna var ríkjandi að framleiða sem mest, m.a. með fjölgun búfjár. Vaxandi beitarálag sem fylgdi í kjölfar þess og uppgræðsla í land- græðsluskyni fór vissulega ekki alls staðar vel saman. Einhver hluti þjóðargjafarinnar var því „étinn upp af rollum" eins og oft hefur heyrst, en sennilega lítill hluti. Upplýsingaskylda landgræðslustofnana Enda þótt ýmislegt hefði mátt betur fara, náði þjóðargjöfin í flestu tilliti tilgangi sínum og að ýmsu leyti meiri árangri en vænst hafði verið. Þessi staðreynd virð- ist hins vegar, samkvæmt orðum Elíasar, ekki hafa náð til alls al- mennings. Það sýnir nauðsyn þess að stofnanir landgræðslu, þ.e. Landgræðsla og Skógrækt ríkis- ins, veiti landsmönnum öðru hverju tölulegar upplýsingar um raunverulegan árangur starfsemi sinnar. Ella er hætt við að þjóðar- vakningin dvíni smám saman. Ingvi Þorsteinsson „En óhætt er að fullyrða að þjóðargjöfin hafi verið einn snarasti þátturinn í þeirri þjóðarvakningu um þessi mál sem síðan hefur styrkst með hverju ári.“ Skoðanir annarra Fjárlagafrumvarpið „Meginboðskapur íjárlagafrumvarpsins er að ekki sé réttlætanlegt að ríkissjóður haldi áfram að safna skuldum og velta vandanum yfir á börnin okkar. Þess vegna þarf að grípa strax í taumana. Það er óá- byrgt af okkur stjórnmálamönnum að nýta ekki efnahagsbatann til að draga úr halla og grynnka á skuldum. Þrátt fyrir að sparnaðaráform frumvarps- ins mæti án efa mótbyr er það skylda okkar að bregðast við útgjaldavandanum. Það er lítill dugur í þeim stjórnmálamönnum sem kaupa vinsældir sam- ferðamanna sinna með kostnaðarsömum góðverk- um, en senda síðan reikninginn á komandi kynslóð- ir.“ Friðrik Sophusson fjármálaráðh. í 38. tbl. Vísbendingar. Iðnaður í atvinnulífinu „Vaxtarbroddar íslenzks iðnaðar, sem tíundaðir voru á degi iðnaðarins, segja víða til sín: i bygging- ar- og innréttingaiðnaði, tölvubúnaði, veiðarfæra- gerð, málningariðnaði, prentiðnaði, plastgerð, mat- vælaframleiðslu o.s.frv. Haldist stöðugleikinn, sem gefur farsældarbyrinn í segl atvinnulífsins, og lækki raunvextir, sem líkur standa til, vex hlutur iðnaðar- ins áfram - í atvinnu- og lífskjörum þjóðarinnar.“ Úr forystugrein Mbl. 10. okt. íslenskir mannasiðir „Lögregla um land allt stendur í ströngu að stilla til friðar í heimahúsum. Nauðganir og barsmiðar eru orðnar sígilt fréttaefni eins og veðurfregn- irö...Yfirvöldin standa að mestu ráðþrota gegn þeirri agalausu hegðun sem orðin er landlæg. Kurt- eisi og tillitssemi við náungann er á hröðu undan- haldi, enda verður lítið vart við að uppalendur séu þess umkomnir eða kæri sig um að leggja rækt viö að kenna umgengnisreglur og almenna mannasiði." Úr forystugrein Tímans 10. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.