Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 17 öggi viö fyrirliða Tyrkja, átti þátt í báðum mörkum Islands. Hann fiskaði vitaspyrnu <oraði úr og hann tók aukaspyrnu undir lok leiksins þegar Sigurvin Ólafsson jafn- DV-mynd Brynjar Gauti iinum refsað ílla nýtt færi ,stálu“ sigrinum á lokasekúndunum lokakafla leiksins fengu íslensku strák-1 amir nánast marktækifæn á færibandi. Varamaðurinn Sigurvin Ólafsson jafn- aði 5 mínútum fyrir leikslok. Tveimur mínútum síðar skaut Steingrímur Jó- hannesson fram hjá úr mjög góðu færi og mínútu síðar komst Þórður Guðjóns- son einn inn fyrir en tyrkneski vamar- maðurinn sá við honum. Þegar allt stefndi í jafntefli náðu svo Tyrkirnir að skora sigurmarkið úr einni skyndisókn. „Ótrúlega sárt“ „Það var ótrúlega sárt að tapa þessum leik. Viö voram loksins búnir að jafna metin og fengum fullt af færum til að gera út um leikinn en svo fáum við þetta mark á okkur í restina. Jafntefli hefði að mínu mati verið sanngjöm úrsht miðað við gang leiksins. Tyrkimir vora betri í fyrri hálfleik en í þeim síðari vor- um við sterkari," sagði Þórður Guðjóns- son við DV eftir leikinn, en þetta var fyrsti leikur hans með U-21 árs liðinu í nokkuð langan tíma. íslensku strákarnir sýndu og sönnuðu í síðari hálfleik að þeir geta leikið vel og eflaust er þetta einn besti leikur Uðs- ins í riðlinum. Þórður Guðjónsson og Eiður Smári Guðjohnsen léku einna best í jöfnu Uði og Guðmuhdur Benediktsson átti góða spretti. ísland- Tyvkland (1-2) 2-3 1-0 Þóröur Guðjónsson (20.). Skoraði ðrugg- lega úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir aö Guðmundur Benedíktsson halði verið felldur. 1-1 Oktay Derelioglu (35,) skoraði af stuttu : fmri eítir misskilning i islensku vðrninni. 1- 2 Oktay Derelioglu (38.) skoraði með skalla ft-á markteig eftir fyrirgjöf ft-á vínstri kanti. 2- 2 Sigurvin Ólafsson (85.) skoraði af stuttu færi eftir aukaspymu Guðmundar Benedikts-: sonar. 2-3 Celil Sagir (90.) skoraði af stuttu færi eftír að Atli liaiöi viuið skot Dereliogiu.: I.ið lnhmds: Atll Knútsson Brynjar Gunn- arsson, Pétur Marteinsson, Auðun Heigason, Hermann Hreíöarsson - Kári Steinn Reynisson (Steingrímur Jóhannesson 73.), Pálmí Hariiids- -son, Þóröur Guöjðnsson, Tryggvi Guðmunds- son (Sigurvih Ólafsson 64.) Eiður Smári Guðjohnsen, Guðmundur Benediktsson. Lið TyrkUmds: Geneer - Yavas, Buiut, Buruk, L'zun L'nsai, Korkut, Sagir, Dasgun:; (Akman 63.) - Aykut, Derelíoglu. Island: 13 markskot, 6 hom. Tyrkiand: 16 markskot, 9 hom. Gul spjöld: Brynjar, Kári Steinn, Bulut, Buruk, Unsal. Rautt spjald: Enginn. DóroarU John McDormott frá frlandi, ftrekar slakur. Ahorfrndur: Um 300. Skllyrði: Gott haustveður, sól og bliða, hití 5 stig, völlurmn háll. Maður leiksins: Oktay Ðerelioglu (nr. II), sóknarmaður Tj'rkja, íþróttir Ísland-Tyrkland klukkan 20 í kvöld: „Eigum harma að hef na frá lstanbul“ segir Guðni Bergsson lands]iðsfyrirliði íslendingar mæta Tyrkjum í 3. riðli Evrópumóts landshða í knattspynu á Laugardalsvelhnum klukkan 20 í kvöld. Fyrri leiknum, sem fram fór í Istanbul fyrir ári, lyktaði með stór- sigri Tyrkja, 5-0. Eftir þennan leik var leiðin upp á við fyrir Tyrkja og berjast þeir um sigurinn í riðhnum við Svisslendinga. Sviss hefur eins stigs forystu í riðhnum á Tyrkland en Svisslendingar eiga aðeins einn leik eftir en Tyrkir tvo, leikinn gegn íslendingum í kvöld og svo síðar gegn Svíum í Stokkhólmi. Leikurinn í kvöld hefur því geysi- lega þýðingu fyrir Tyrki sem leggja að sjálfsögðu allt undir. Ekkert nema sigur kemur til greina í þeirrá augum og má segja að augu tyrknesku þjóð- irnar muni beinast til Reykjavíkur í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint í tyrkneska ríkissjónvarpinu og er áætlað að ekki færri en 25 millj- ónir manna muni horfa á leikinn í sjónvarpi. íslendingar, Ungveijar og Svíar eiga ekki lengur möguleika á að kom- ast áfram í úrslitakeppnina. Engu að síður er leikurinn mikið kappsmál fyrir íslenska liðið en hver sigur kemur til með að hækka það á styrk- leikalista alþjóða knattspyrnusam- bandsins. Mikill hugur í íslenska landsliðinu Mikill hugur er í íslenska liðinu sem stillt hefur saman strengina síðan á sunnudag. Liðið hefur æft dag hvern síðan og verður tjaldað öllu því hesta sem völ er á. Ekki veitir af gegn geysiöflugu tyrknesku hði sem einn- ig er komið hingað til leiks með sitt allra besta hð. - Hvernig ætli leikurinn leggist í landsliðsfyrirliðann Guðna Bergsson sem leikur með enska liðinu Bolton? „Við stefnum að sjálfsögðu að því að ná þremur stigum út úr þessum leik. Við eigum harma að hefna frá fyrri léiknum við þá í Istanbul. Tyrknesk knattspyrna er sífellt að styrkjast og því alveg ljóst og við þurfum að ná mjög góöum leik. Það er mikilvægt að byrja vel og laga það sem fór úr- skeiðis í fyrri leiknum,“ sagði Guðni. - Nú ætti í sjálfu sér ekki að verða pressa á ykkur. Kemur það sér ekki að góðu í leiknum í kvöld? „Já, þaö er kannski eitthvað til í því en við setjum okkur alltaf markmið. Það eru gerðar vissar kröf- ur til landsliðsins að við vinnum okkar leiki á heimavelh. Það er því hugur í mannskapnum að gera betur en gegn Svisslendingum í síðasta leik á Laugardalsvellinum. Við vonum aö áhorfendur liggi ekki á liði sínu og fjölmenni á völlinn og styöji vel viö bakið á okkur,“ sagði landsliðs- fyrirhðinn Guðni Bergsson. Eyjólfur Sverrisson, meistari 1 Tyrklandi í fyrra: Töframenn með boltann -gætiorðið Eyjólfur Sverrisson er sá leikmað- ur sem þekkir tyrkneska hðið eins og lófana á sér en hann lék á síð- asta tímabili með Besiktas í Istanb- ul. Eyjólfi vegnaði vel í Tyrklandi og átti gott tímabil hjá liðinu sem náði að vinna meistaratitilinn. Ey- jólfi bauðst aö vera áfram hjá Be- siktas en kaus heldur að söðla um og halda á fornar slóðir í Þýska- landi þar sem hann hóf atvinnu- mennsku sínu í knattspymu. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Herthu Berlín en hafði áður leikið þar með Stuttgart. Fjórir fyrrum félagar Eyjólfs hjá Besiktas eru í landsliðshópi Tyrkja sem mætir íslendingum í kvöld. DV hitti Eyjólf að máli og spurði hann hvaða augum Tyrkir htu þennan leik í kvöld. „Tyrkir eru heitir að eðlisfari“ „Þessi leikur skiptir Tyrki miklu máh. Þeir ætla sér stóra hluti og eru í dag með þrælsterkt lið sem ætti í öllu falli aö gera stóra hluti. Ekki var bjartsýninni fyrir að fara hjá þeim fyrir riðlakeppnina en með hverjum sigri urðu kröfurnar æ meiri. Ég myndi segja að það væri töluverð pressa á leikmönn- um tyrkneska hðsins fyrir leiknum í kvöld. Aö eðlísfari era Tyrkir mjög heitir og þegar pressan verð- ur þeim að ofurliði getur bragðið til beggja vona,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í spjalhnu við DV. „Tyrkir leika mjög agaða knatt- opinn og skemmtilegur leikur spyrnu og þar hggur tvímælalaust styrkur þeirra. Leikurinn í kvöld hefur allt með sér til að geta orðið opinn og skemmtilegur. Það er eðh Tyrkjanna að leika fyrir áhorfend- ur, flinkir meö boltann og njóta þess að sýna listir með hann. Þeir eru hreinir töframenn með boltann og geta þegar þeir ná sér vel á strik skemmt áhorfendum virkilega. Vörnin er veikleiki hðsins og þann leka veröum viö að nýta eins og kostur er,“ sagði Eyjólfur Sverris- son. Eyjólfur, sem hér er í búningi Herthu Berlín I leik gegn Bochum, reikn- ar með að mikil pressa verði á leikmönnum Tyrkja í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.