Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 Sviðsljós Liz Hurley og Hugh Grant stálu senunni á tískusýningu Gianni Versaces í Milanó á mánudagskvöld. Svo virðist sem Hugh hafi verið tekinn í sátt eftir ævintýrið með vændiskonunni Divine Brown í Hollywood í sumar. Símamynd Reuter Gianni Versace átti erfitt með að halda athygli tískusýningargesta: liz Hurley og Hugh Grant stálu senunni DeNiro gaf einná'ann Eitthvaö fór myndatökumaður nokkur í taugarnar á leikaranum Roberti DeNiro og gaf Robbi kauða því bara einn á ’ann um leiö og hann snaraðist inn á bar á Manhattan um helgina. Leikar- inn var handtekinn skömmu síð- ar og ákærður fyrir barsmíöam- ar. DeNiro ku hafa heimtað spól- una úr vél myndasmiðsins en sá neítað. Bill Murray í keilumynd Gamanleikarinn Bill Murray er við það að skrifa undir samning Um að leika i keilu- og gaman- myndinni Kingpin. Þar kemur hann til með að leika á móti ekki óraerkári mönnum og konum en Woody Harrelson, Randy Quaid- (frá Houston í Texas) og Vanessu Angel. Myndin fjallar um keilu- kappa nokkurn sem lendir illa í því en flnnur einfeldning sem hefur góð tök á keilutækninni. Italski tískuhönnuðurinn Gianni Versace var himinlifandi með þá at- hygh sem sýning hans á vor- og sum- artískunni 1996 fékk í Mílanó á mánudagskvöld. En ánægjan var nokkuð blandin þar sem athygh gest- anna snerist á tímabih meira um skötuhjúin Ehzabeth Hurley og Hugh Grant en klæðin fogru. Liz og Hugh pöntuðu sér einkaþotu til Ítalíu og miða í fremstu röð til að ekkert færi fram hjá þeim á sýning- unni. Sú ráðstöfun gerði þaö líka að verkum að ekkert fór fram hjá for- vitnum sýningargestum. Utan við sýningarstaðinn var múg- ur og margmenni því að frést hafði 'af komu parsins fræga. Fílefldir ör- yggisverðir slógu hring um Liz svo Fyrirsæta i klæðum eftir hönnuðinn Biagiotti. Simamynd Reuter að hún kæmist klakklaust inn í sýn- ingarhúsiö en æstir aðdáendur reyndu hvað þeir gátu að fá eigin- handaráritanir og ná mynd. Vel fór á með þeim Liz og Hugh á tískusýningunni. Hugh var lengi í ónáð hjá sinni heittelskuðu"eftir að hann var gripinn með vændiskon- unni Divine Brown í Hollywood í sumar en nú virðist hann hafa verið tekinn í sátt, að minnsta kosti í bih. Brostu þau hvort til annars og stungu saman nefjum í mesta bróð- erni meöan íðilfagrar fyrirsæturnar svifu eftir sviðinu í íotum Versace. Versace gamla þótti takst vel upp en þegar leið á sýninguna hugsuðu gestir meira um klæðin en hið fræga par. Fjölmiðlar hafa setiö um Liz eftir að spurðist að hún hefði í hyggju að flytjast til írlands og gerast góður og gegn kaþóhkki. Hún er að sögn orðin afar þreytt á sviðsljósinu og þráir frið. En hann fær hún ekki á tísku- sýningum. HÚSBÚNAÐUR /////////////////////////////// Aukablað um HÚSBÚNAÐ Miðvikudaginn 25. október mun aukablað um húsbúnað fylgja DV. Blaðió verður fjölbreytt og efnismikió að vanda. Meóal annars verður fjallaó um heimilistæki, innrétt- ingar, lýsingu, gólfefni, húsgögn og nýja hönnun. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðinu er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, Ingibjargar Sveinsdóttur, sem fyrst eða í síóasta lagi 17. október. Bréfasími ritstjórnar er 550-5999. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550 5722. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýs- inga er fimmtúdagurinn 19. október. Ath.l Bréfasími okkar er 550-5727. Gianni Versace ásamt fyrirsætunni Lindu Evangelista að lokinni sýningu sinni. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.