Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1995, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBRER 1995 Fólk í fréttum Steinimn Jóna Kristjánsdóttir Steinunn Jóna Kristjánsdóttir fornleifafræðingur hefur verið mikið í fréttum að undanfornu vegna fornleifauppgraftrarins í Skriðdal á dögunum. Starfsferill Steinunn fæddist á Patreksfirði 13.10. 1965 en ólst upp á Breiðalæk á Barðaströnd. Hún gekk í Grunn- skóla Barðastrandarhrepps, stund- aði nám við Héraðsskólann í Reykholti einn vetur og var ann- an vetur á Núpi, lauk stúdents- prófi frá MÍ 1986, hóf nám í forn- leifafræði við Háskólann í Gauta- borg í ársbyrjun 1990, lauk phil. cand.-prófi þar 1993 og lauk phil. mag.-prófi í fomleifafræði 1994. Með náminu starfaði Steinunn á sumrin við fomleifagröftinn í Viðey og á Arnarhóli. Hún hafði umsjón með fornleifagreftrinum í Viðey frá því hún kom frá námi vorið 1994 og til 1. september 1995 að hún réðst til starfa sem for- stöðumaður Minjasafhs Austur- lands á Egilsstöðum. Steinunn samdi skýrsluna Heiðnar og helgar minjar í Viðey og greinina Klaustureyjan á Sund- um sem upphaflega var fyrirlest- ur er hún hélt á aðalfundi Hins íslenska fornleifafélags 1994. Steinunn hefur verið trúnaðar- maður starfsmanna á Árbæjar- safni. Fjölskylda Eiginmaður Steinunnar var Snorri Sigurhjartarson, f. 26.7. 1963, netagerðarmeistari á ísa- firði. Þau skildu. Börn Steinunnar og Snorra eru Sigurhjörtur, f. 30.6. 1985; Helga Valgerður, f. 4.2. 1987. Systkini Steinunnar: Snæbjöm, f. 29.8.1954, rafiðnfræðingur í Reykjavík; Finnbogi, f. 21.6. 1956, b. og búfræðingur á Breiðalæk; Gísli, f. 16.9. 1957, cand. mag. í sagnfræði og blaðamaður á DV; Þórhildur, f. 27.4.1964, þroska- þjálfi á Egilsstöðum; Erla Bryndís, f. 16.4.1968, nemi í arkitektúr í Ási í Noregi. Foreldrar Steinunnar eru Krist- ján Þórðarson, f. 14.5. 1925, bóndi og framkvæmdastjóri að Breiða- læk, og k.h., Valgerður Kristjáns- dóttir, f. 5.11.1932, húsfreyja. Ætt Kristján er sonur Þórðar, b. á Innri-Múla, bróður Jóhönnu á Bíldudal, ömmu Gísla Benjamíns- sonar, skipherra hjá Hval hf., og Höskuldar Skarphéðinssonar skip- herra. Þórður var sonur Ólafs, b. í Miðhlíð, Sveinssonar og Kristínar Ólafsdóttur. Móðir Kristjáns var Steinunn Júlíusdóttir Ólafssonar frá Guð- rúnarstöðum i Húnavatnssýslu Bjamasonar. Móðir Steinunnar var Jóna Jóhanna Jónsdóttir, b. á Hreggssstöðum, bróður Þórólfs, föður Sigurðar, skólastjóra á Hvít- árbakka, foður Önnu, stofnanda Kvennasögusafnsins, og Ásbergs borgardómara, fóður Jóns, for- stjóra Útflutningsráðs, en systir Önnu og Ásbergs er Valborg, móðir Sigríðar sendiherra, Sig- urðar hagfræðings, Stefáns heim- spekings og Árna fréttamanns Snævarr. Jón var sonur Einars, ættföður Hreggstaðaættarinnar, Jónssonar og Ástríðar Þórólfsdótt- ur, b. á Skálmamesmúla, Jónsson- ar og Guðrúnar Eggertsdóttur, b. í Hergilsey, Ólafssonar. Valgerður er dóttir Kristjáns, b. í Litlabæ í Ögurhreppi, Finnboga- sonar, skyttu þar, bróður Hall- dóru, ömmu Eddu Kristjánsdóttur sagnfræðings. Finnbogi var sonur Péturs Zars, sjómanns á Múla í ísafirði, Halldórssonar snikkara Jónssonar. Móðir Kristjáns var Soffla, systir Einars, fóður Bald- vins, forstjóra Almennra trygg- inga í Reykjavík, og Karítasar, móður Níelsar P. Sigurðssonar sendiherra. Soffia var dóttir Þor- steins, b. á Hrafnabjörgum í Ögur- sveit, bróður Jóns, föður Jóns Auðuns alþm., föður Auðar Auð- uns, fyrrv. ráðherra og Jóns Auð- uns dómprófasts. Þorsteinn var sonur Einars, b. á Garðsstöðum, Magnússonar, b. á Arngerðareyri, Þórðarsonar. Móðir Einars Þor- steinssonar var Sara Benedikts- dóttir, skutlara í Vatnsfirði og b. i Strandseljum, Bjömssonar, b. á Laugabóli í Ögri og í Þernuvík, Sigurðssonar, skálds og ættfóður Eyrardalsættarinnar, Þorvarðar- Steinunn Jóna Kristjánsdóttir. sonar, b. á Látrum, Jónssonar, bróður Ólafs, ættföður Eyrarætt- arinnar. Móðir Benedikts var Guðný Jónsdóttir, b. á Laugabóli í Ögurhreppi, Bárðarsonar, b. í Arnardal og ættföður Arnardal- sættarinnar, Dlugasonar. Móðir Valgeröar var Guðbjörg Jensdóttir Benjamínssonar. Afmæli Til hamingju með afmælið 11. október 90 ára Lydia Emarsdottir, Hátúni 6B, Reykjavík. Margrét Lýðsdóttir, Meistaravöllum 5, Reykjavík. Margrét verður að heiman. Ásmundur Jóhannesson, Miklagarði, Saurbæjarhreppi. Kristín Árnadóttir, Stigahlíð 90, Reykjavík. Þórarinn Stefánsson, Tjarnarholti 7, Raufarhöfn. 85 ára Herdís Guðmundsdóttir, Borgarbraut 65, Borgamesi. Erling Pétursson, Birkihlíð 1, Sauðárkróki. Birgir Sveinsson, Hjallabrekku 4, Kópavogi. Erlendm- Þórðarson, 75 ára Guðbjörg Þórðardóttir, Breiöagerði 8, Reykjavík. Jón Bjamason, Bergstaðastræti 44, Reykjavík. Engihjalla 11, Kópavogi. Sólveig Karlsdóttir, Víkurási 6, Reykjavík. 40 ára 60 ára Árni Þorsteinsson, Blómsturvöllum 16, Neskaupstað. Sigríður Sigurðardóttir, Stórholti 2A, Akureyri. Matthildur H. Þórarinsdóttir, Þangbakka 10, Reykjavík. Magnús Halldórsson, Skarðshlíð 48, Akureyri. Bima Guðríður Jensdóttir, Rauðhömrum 5, Reykjavík. Valgerður Kr. Guðmundsdóttir Klukkurima 63, Reykjavik. Indriði Gunnar Grimsson, Óskar Sigurðsson, Brúnastekk 2, Reykjavík. Elfar Sigurðsson, Túnbergi, Snæfellsbæ. Haukur Ingvarsson, Kistuholti 5A, Biskupstungna- hreppi. Gíslína Hllf Gísladóttir, Sunnubraut 14, Dalvík. Helga Helgadóttir, Hátúni 4, Reyjavik. 50 ára Tryggvagötu 8A, Selfossi. Ingibjörg Björgvinsdóttir, Víðibergi 13, Hafharfirði. Ingi Ágústsson, Hátúni 10A, Reykjavík. Andlát Svanur Lárusson Svanur Lárusson iðnverkamað- ur, Barónsstíg 30, Reykjavík, lést 3.10. sl. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.00. Starfsferill Svanur fæddist á Breiðabólstað á Skógarströnd 28.5. 1913-og ólst þar upp fyrstu árin en flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1918. Hann starfaði lengst af við bílaréttingar á hinum ýmsum verkstæðum en síðustu starfsárin vann hann við eldavélasmíði hjá Sóló-eldavélum við Kleppsveg. Fjölskylda Kona Svans var Gunnþórunn, f. 11.3. 1915, d. 1961, húsmóðir. Hún var dóttir Stefáns Tómasson- ar, húsvarðar í Þjóðleikhúsinu, og Oktavíu Stefaníu Óladóttur en þau era bæði látin. Dætur Svans frá því áður eru Lára, f. 5.10.1936, húsmóðir á Ak- ureyri, gift Geirlaugi Sigfússyni verslunarmanni; Finnfríður Hulda, f. 18.11.1937, húsmóðir í Reykjavík, gift Þorsteini Jónssyni sjómanni. Börn Svans og Gunnþórunnar eru Sonja, f. 5.7. 1940, húsmóðir í Reykjavík, gift Þóri Óskarssyni ljósmyndara; Lárus, f. 18.11.1942, búsettur á Breiðdalsvík, kvæntur Ragnheiði Egilsdóttur; Halldór, f. 4.1. 1945, skósmíðameistari í Grímsbæ í Reykjavík, kvæntur Elsu Dragede. Svanur átti fimm systkini en á nú eina systur á lífi, Sigurbjörgu. Systkini hans: Bárður, f. 7.5.1902, fórst með togaranum Ólafl 2.11. 1938, sjómaður í Reykjavík; Rósa, f. 3.2.1904, átti Þórarin Ámason, fulltrúa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur; Sigurbjörg, f. 12.1. 1909, átti Braga Steingrímsson, dýralækni á Egilsstöðum; Einar, f. 11.9. 1910, verkamaður í Reykja- vík, d. 1941, en unnusta hans var Margrét Guðmundsdóttir; Hall- dór, f. 9.10.1911, fórst með togar- anum Ólafi 2.11. 1938, vélstjóri í Reykjavík. Foreldrar Svans vom séra Lár- us Halldórsson, prestur á Breiða- bólstað, f. í Miklaholtsseli í Miklaholtshreppi 19.8.1875, d. 16.11. 1918, og k.h., Ambjörg Ein- arsdóttir, f. 11.7. 1879, d. 30.11. 1945, húsfreyja. Svanur Lárusson Ætt Láms var sonur Halldórs, b. i Miðhrauni í Miklaholtshreppi, Guðmundssonar, b. í Gröf í Miklaholtshreppi, Þórðarsonar, b. á Hjarðarfelli, Jónssonar, ættföð- ur Hjarðarfellsættarinnar. Móðir Lámsar var Elín Bárðardóttir, b. á Flesjustöðum í Kolbeinsstaða- hreppi, Sigurðssonar. Arnbjörg var dóttir Einars, b. í Garðabæ í Hvalsnesi, Árnasonar. Bridge AÍllH 904*1700 Verð aðeins 39,90 piín. afþreying ffl Dagskrá Sjónv. Dagskrá St. 2 m Dagskrá rásar 1 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 m Myndbandagagnrýni ísl. listinn - topp 40 Tónlistargagnrýni Nýjustu myndböndin Gerfihnattadagskrá SIMÆtdbg 9 0 4 •17 0 0 Bridgefélag Breiðfirdinga Fimmtudaginn 28. september var spilað annað kvöld- ið af fjórum í hausttvímenningskeppni Bridgefélags Breiðfirðinga. Tuttugu og tvö pör spiluðu mitchelltví- menning með forgefnum spilum og tölvuútreikningi. Eftirtalin pör skoruðu mest i NS: 1. Páll Þór Bergsson-Helgi Hermannsson 373 2. Hrafnhildur Skúladóttir-Jörundur Þórðarson 308 3. Guðlaugur Sveinsson-Magnús Sverrisson 297 - og hæsta skorið í AV: 1. Sture Larsen-Peter Lindquist 326 2. Halldór Þorvaldsson-Kristinn Karlsson 282 3. Rósmundur Guðmundsson-Rúnar Hauksson 281 Næsta fimmtudag, 5. október, verður einnig spilaður mitchell meö forgefnum spilum og era aUir spilarar velkomnir. Veitt verða verðlaun fyrir það par sem nær besta árangrinum á 3 spilakvöldum af fjórum. Bridgefélag Reykjavíkur Nú er tveimur kvöldum af fjóram lokið í Monrad- barómeterkeppni félagsins og hæsta skorinu á öðru spilakvöldinu náðu eftirtalin pör: 1. Hlynur Magnússon-Halldór Sigurðarson 186 2. Hallgrímur Hallgrímsson-Sigmundur Stefánsson 149 2. Asmundur Pálsson-Aðalsteinn Jörgensen 149 4. Júlíus Snorrason-Siguröur Sigurjónsson 145 5. Hjalti Elíasson-Páll Hjaltason 139 Staða efstu para er nú þannig: 1. Ásmundur Pálsson-Aðalsteinn Jörgensen 289 2. Guðmundur Páll Arnarson-Þorlákur Jónsson 282 3. Hlynur Magnússon-Halldór Sigurðarson 260 4. Oddur Hjaltason-Hrólfur Hjaltason 231 5. Baldvin Valdimarsson-Hjálmtýr Baldursson 213 6. Júlíus Snorrason-Sigurður Sigurjónsson 210 . 7. Björn Theódórsson-Símon Símonarson 203 Bridgefélag Borgarness Síðastliðinn miðvikudag lauk fyrstu keppni vetrar- ins hjá félaginu og var það þriggja kvölda tvímenning- ur með þátttöku 10 para. Efstu pör urðu eftirtalin: 1. Jón Á. Guðmundsson-Guðjón Stefánsson 363 2. Jón Þ. Björnsson-Kristján Snorrason 361 3. Þórður Ingólfsson-Sigurður Bogason 359 4. Guðmundur Arason-Guðjón Karlsson 345 Næstu miðvikudaga verður spilaður tvímenningur, eitt kvöld í senn, en 25. október hefst aðaltvímenningui félagsins sem verður 6 kvölda barómeter. Spilað er í Félagsbæ á miðvikudögum kl. 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.