Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 3 > > > ) ) ) Könnun á svefnvenjum ríílega 800 íslendinga: Þriðji hver karlmaður hrýtur sér til vansa - íslensk böm fara seint í háttinn og em syfjuð á morgnana Þriðji hver karlmaöur á íslandi hrýtur svo hvimleitt má telja, eink- um fyrir maka. Þá er það venja á íslandi að fara seinna að sofa en ger- ist meðal fólks í nágrannalöndunum. Risa íslendingar og seinna úr rekkju. Könnun um svefn íslendinga er birt í nýjasta hefti Lyfjatíðinda og greinir Helgi Kristbjarnarson, geð- læknir og taugalífeðlisfræðingur, frá niðurstöðunum. Þar kemur fram að svefnvenjur íslendinga eru í mörg- um veigamiklum atriðum frá- brugðnar því sem gerist í nálægum löndum. Mestur munur er á að börn eru send seinna í háttinn á íslandi en víðast annars staðar. Þannig fara 11 ára böm í Sviss að jafnaði að sofa klukkan 20.41 en jafnaldrar þeirra á íslandi drattast ekki í rúmið fyrr en 23.33. Afleiðingin er sú að íslensk börn fá nokkru skemmri svefn því þau eru rifm upp árla morguns, þá oft syfjuð. Hrotur karla eru hins vegar ekki meiri vandamál hér en gengur og gerist. Alvarlegasta afbrigði hrotna er svokallaður kæfisvefn þegar önd- un stoppar tímabundið við hrotur. Er tahð að kæfisvefn geti leitt til hækkaðs bróðþrýstings og fleiri kvilla. Háskóli íslands: Ærandi hávaði „Ástandið er óþolandi. Það er ær- andi hávaði af borvélum, ruður eru brotnar og steypu rignir.“ Þetta eru orð háskólanema sem ekki eru ánægðir aö þurfa sitja í kennslu- stundum og heyra varla hvað kenn- arar eru að segja. Viðgerð á aðal- byggingu Háskólans hefur tekið lengri tíma en áætlaö var. „Framkvæmdum á að ljúka seinni hluta október. Það komu í ljós meiri skemmdir en talið var. Nemendur eru ekki einir um að kvarta. Það er auðvitað reynt að hlífa kennslunni eins og hægt er og ekki borað fyrr en eftir klukkan 5 á daginn," segir Þórður Kristinsson, framkvæmda- stjóri kennslusviðs Háskólans. verið velkomin í nýja verslun okkar og athugið stórbœttan opnunartíma: FÁKAFEN9.2.HÆÐ - S.553 1300 Svefnlyf eru almennt lítið notuð á íslandi og aðeins 2% aðspurðra sögð- ust nota þau daglega. Er það svipað og á Norðurlöndunum að undantek- inni Danmörku þar sem svefnlyf eru meira notuð. Könnunin var gerð í tveimur liðum og bárust svör og svefnskrár frá ríf- lega 300 manns.. -GK Fréttir Breiðadalsheiði: Snjóflóð lokaði veginum Snjóflóð féll í fyrrinótt á veginn yfir Breiðadalsheiði í svokallaðri Kinn. Fréttir bárust af flóðinu þegar fyrstu bílar ætluðu yfir heiðina í gærmorgun. Lögreglan gekk úr skugga um að enginn hefði verið á ferð þegar flóðið féll. Vegagerðin lauk við að ryðja veginn á níunda tíman- um. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.