Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 9 Utlönd Móðir eins fómarlamba West-hjónanna vitnar fyrir rétti: Sá Rosemary síðast í inniskóm dótturinnar Móöir eins fórnarlamba West- hjónanna, sem grunuö eru um að hafa misnotað og myrt að minnsta kosti 10 ungar stúlkur og konur frá 1971-1987, vitnaði fyrir rétti í gær. Móðirin lýsti því hvemig hún hóf árangurslausa leit að dóttur sinni, Lyndu Gough, etir að hún hvarf 1973. Hún hafði komið að húsi West-hjón- anna, að Cromwellstræti 25 í Glou- cester, og bankað upp á. Rosemary kom til dyra og sagðist ekkert vita um ferðir dóttur hennar. Þegar móð- urinni varð litið niður sá hún að Rosemary var í inniskóm dóttur hennar. Síðan sá hún að íot Lyndu héngu á þvottasnúrunni. Móðirin fékk lítið út úr Rosemary annað en að Lynda hefði skihð inniskóna og fötin eftir. Ákæruvaldið segir að lítið hafi ver- ið um svör þar sem Lynda hafi þá legið myrt og grafin á lóð West- hjónanna. En það var ekki fyrr en 21 ári síðar að móðirin fékk aö vita um örlög dóttur sinnar, þegar lög- Fred West. Hann hengdi sig í fanga- klefa sinum á nýársdag. Símamynd Reuter reglan gróf lík hennar upp ásamt lík- um 10 annarra misnotaðra fómar- lamba. Þar á meðal vom lík stjúp- dóttur Rosemary, sem hvarf 1971, átta ára gömui, og lík elstu dóttur hennar sem hvarf 1987, þá 16 ára. Carohne Owens, fyrrum barn- fóstra, sem slapp lifandi úr kióm West-hjónanna 1972, vitnaði aftur í gær og féh þá saman. Hún kærði West-hjónin fyrir kynferðislega áreitni fyrir 23 ámm, þegar hún var 17 ára og Rosemary ári eldri, og fengu þau smásekt. í dag nagar Owens sig í handarbökin fyrir að hafa ekki sagt frá öllum hryhingnum á sínum tíma, kært hjónin fyrir nauðgun og komið þeim í fangelsi. „Þegar ég frétti um morðin varð ég reið og fann fyrir mikilh sektar- kennd. Mér fannst að hefði ég kært þau fyrir nauðgun á sínum tíma hefði ég getað komið í veg fyrir öll þessi morð,“ sagði Owens og grét í réttin- um. Ákæruvaldið segir að eftir kæru Owens hafi West-hjónin ákveðiö að láta slíkt ekki henda aftur. Sluppu engin fórnarlamba þeirra lifandi frá Cromwehstræti25eftirþað. Reuter Tenórarnir þrír, Placido Domingo, Jose Carreras og Luciano Pavarotti, á Wembleyleikvanginum í London í gær. Þeir félagar ætla í heimsreisu á næsta ári sem hefst i Japan i júni. Simamynd Reuter Nýir þræðir í siysarannsókn Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú hvort skemmdarverkið sem olli því að Iest fór út af sporinu í Arizona hafi verið verk óánægös starfs- manns fremur en hryðjuverka- hóps nýnasista. Þetta kemur fram í blaðinu Los Angeles Times í dag. í því sam- bandi er talað um hugsanlegar uppsagnir starfsmamia vegna yf- irvofandi fyrirtækjasamruna. Alexandrageríst danskurborgarí Alexandra Manley, unn- usta Jóakims prins af Dan- mörku, fær þá ósk sína upp- fyllta að verða orðin danskur ríkisborgari þegar hún gengur í það heilaga með draumaprinsinum 18. nóv- ember. Allir flokkar danska þingsins, aö Einingarlistanum undanskildum, eru sammála um þaö. Reuter, Ritzau Simpson hætti við sjónvarpsviðtal:t Lögmenn vöruðu hann við gildru Ruðningshetjan O.J. Simpson segir í viðtali við dagblaðið The New York Times í dag að lögmenn hans hafi ráðiö honum frá því að fara í fyrir- hugað sjónvarpsviðtal á NBC-sjón- varpsstöðinni í gærkvöldi. Viðtalið mundi rýra möguleika hans í einka- málum sem höfðuð hafa verið gegn honum vegna morðanna á fyrrum eiginkonu hans, Nicole Simpson, og ástmanni hennar fyrir ári. O.J. Simpson hringdi fyrirvara- laust í dagblaöið og sagðist vhja skýra út af hverju hann hætti við sjónvarpsviðtalið. Er þetta fyrsta viðtal sem tekið er við Simpson eftir að hann var sýknaður af ákærum fyrir morðin í síðustu viku. „Lögmenn mínir sögðu að verið væri að leiða mig í gildru. Þeir töldu að sjónvarpsviðtalið yrði lagt að jöfnu við réttarhöld," sagði Simpson. Hann telur meirihluta bandarísku þjóðarinnar vera á þeirri skoðun að hann sé saklaus þrátt fyrir að skoð- anakannanir sýni hiö gagnstæða. Dagblað á Fídjieyjum segir að O.J. Simpson ætlar að gitta sig á Fídjieyjum. Simpson og unnusta hans, fyrirsæt- an Paula Barbieri, hafi bókað orlofs- stað á eyjunum fyrir risabrúðkaup dagana 21.-24. október. Er bókunin gerð í nafni Barbieri. Eftir sýknun Simpsons komst strax orðrómur á kreik um að hann og Barbieri ætluðu að gifta sig og þykir hann nú staðfest- ur. Reuter D/lest seldu amerísku dýnurnar ÉS5 Marco Pbr 'jfé HUSGAGNAVERSLUN Langh0h;Svegj 111, sími 533 3500 llHÁGÆÐA SJÓNVARPS- , — - J ÉTELEfUNKEIi I £UU'fJlT7/Knn í fWXA77£8W j 28’ ■S7Ó/WMP 0$ 8 MWDBA/WSTÆM s M£Ð15.000,-/0?. 1 5 *____5 1 'í TELEFUNKEN S-531 NIC 28" sjónvarpstæki • Black Matrix FST-skjár • 4 hátalarar • Nicam Stereo HiFi-hljómur meb 40 W Surround-magnara • ísl. textavarp • Fjarstýring sem er auöveld í notkun • Barnalæsing • Tímarofi o.m.fl. TELEFUNKEN M-9420 Framhlaöiö myndbandstæki • HQ-myndgæbi • Long Play • Stafræn sporun Kyrrmynd • Hrabspólun meb mynd • 8 liba 365 daga upptökuminni o.m.fl. — VISA RAÐGREIÐSLUR I TIL. 24 MÁIMAOA | IN>KAIP<TK\l.(.ING.mAMlJXCI)lll>BVBi;lUIITÍMI Skipholti 19 Sími: 552 9800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.