Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. OKTÖBRER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Áuglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Spyrja á þá sem borga Fulltrúar bænda hafa setið á aukaþingi hinna nýju Bændasamtaka íslands síðustu dagana og deilt um það hvort leyfa eigi bændum að segja álit sitt á nýja búvöru- samningnum með allsherjaratkvæðagreiðslu. Ýmsir for- ystumenn bænda voru alfarið á móti svo lýðræðislegri afgreiðslu samnings sem snertir með einum eða öðrum hætti hag ailra bænda í landinu. Þeir vildu að fámenn samkoma bænda afgreiddi málið og höfðu sitt fram. Athyglisvert er að engum hefur dottið í hug að rétt væri að spyrja álits þeirra sem standa eiga straum af þessum búvörusamningi. Með honum er almenningur í landinu skuldbundinn til að greiða bændum um 12 millj- arða króna á nokkrum næstu árum og eru þær greiðslur verðtryggðar. Hvað er eðlilegra en að leita til þeirra sem eiga að borga brúsann með því einfaldlega að efna til þj óðaratkvæðagreiðslu? Hin raunverulega ástæða þess að foringjarnir, sem gerðu búvörusamninginn, vildu halda ákvörðun um samþykkt eða synjun hans innan þröngs hóps valda- manna er auðvitað sú að þeir óttast að samningurinn yrði kolfelldur í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu. Og ekki að ástæðulausu. Búvörusamningurinn mun að margra áliti auka á vanda landbúnaðarins í stað þess að leysa hann. Markús Möller hagfræðingur benti á það í tímaritinu Vísbend- ingu fyrir skömmu að í samningnum fælist alls ekki frjáls verðlagning á kindakjöti, eins og sumir hafa talið, heldur „lögbundin einokun“ eins og hann kallar það. Sýnu verst séu þó útflutningsákvæðin í nýja búvöru- samningnum en þau nefnir Markús sannkallaða hag- stjórnarmartröð. „Eftir lauslegum útreikningum virðist alltaf hagstæðara að framleiða sem mest. Kerfið virðist leiða til samdráttar á fyrsta ári en samkvæmt fyrrnefnd- um útreikningum gæti framleiðslan farið í 10 þúsund tonn á síðasta ári samningsins,“ segir í grein hans. Samkvæmt því eiga íslenskir skattborgarar að greiða bændum um tólf milljarða króna til þess eins að stór- auka lambakjötsframleiðslu sem er þegar alltof mikil. Þessi skattur til bænda mun nema á hverju ári álíka hárri fjárhæð og fer til reksturs tveggja stærstu háskóla landsins. Er nema von að fulltrúar sauðfjárbænda á bún- aðarþingi hafi séð ástæðu til að hrósa samningamönnum sínum fyrir að hafa náð loforðum um slíkt peninga- streymi út úr fulltrúum stjórnvalda. Fram hefur komið í fjölmiðlum að skiptar skoðanir séu um nýja búvörusamninginn meðal bænda. Hann tek- ur til dæmis alfarið mið af þörfum sauðfjárbænda. Samn- ingurinn getur því komið sér afar illa fyrir svína- og kúa- bændur sem þurfa að keppa við lambakjöt sem er að verulegu leyti greitt niður af skattfé almennings. Þetta skekkir að sjálfsögðu áfram samkeppnisstöðu ólíkra bú- greina. Ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu meðal bænda hefði sú staðreynd reynst þung á metunum. Nokkur andstaða virðist við búvörusamninginn innan Sjálfstæðisflokksins. Kristján Pálsson alþingismaður hef- ur þannig lýst andstöðu sinni með þeim rökum að samn- ingurinn muni hvorki bæta hag bænda né neytenda held- ur viðhalda því kerfi sem hafi sett meirihluta bænda- stéttarinnar á opinbert framfæri. En þrátt fyrir slíka andstöðu einstakra manna er ljóst að mikill meirihluti stjórnarþingmannanna stendur að baki þessum samningi. Og þeir munu auðvitað sjá til þess að endanleg ákvörðun sé á sem fæstra höndum. Bændur verða ekki spurðir álits. Og alls ekki þjóðin. Elias Snæland Jónsson „Hvers vegna vilja framsóknarmenn halda áfram að hindra bændur í hagræðingu?" spyr greinarhöfundur m.a. - Rekið af fjalli í Hrútafirði. Samningur um sóun Um þessar mundir er ríkis- stjórnin að ganga frá samningi við bændasamtökin um framleiðslu á lambakjöti. í sumar virtist sem til stæði að leysa vanda sauðfjár- bænda en nú virðist sem það markmið sé gleymt. í öllu falli er samningurinn til þess fallinn að viðhalda vandanum og líklega auka hann. Það er alveg ljóst hvað gerir þennan samning slæman og hvernig mætti bæta hann, en það er eins og menn neiti að horfast í augu við staðreyndir. Það er stað- reynd að sauðfjárbændur hafa ekki haft frelsi til að auka fram- leiðni og að einmitt þetta frelsi er mikilvægasti þátturinn í að leysa vanda þeirra. Sú framleiðslustýr- ing sem felst í samningnum er engu skárri en framleiðslustýring undanfarinna ára og aUir sjá nú hvað hún var misheppnuð. Það er staðreynd að íslenskt lambakjöt er mun dýrara en t.d. nýsjálenskt lambakjöt og svo verð- ur áfram. Þess vegna er algerlega út í hött að gera ráð fyrir útflutn- ingi í búvörusamningnum. - Reyndar er hugmyndin um sam- tryggingu bænda á útflutningi svo vitlaus að engu tali tekur. 5000 tonn Ótrúlega margir „framsóknar- menn“ (allra flokka) virðast fastir í fortíðinni. Þeir hafa ekki áttað sig á því að þótt sauðkindin hafi verið bráðnauðsynleg undirstaða íslensks þjóðfélags um áratuga- skeið, þá er það liðin tíð. Þeir virðast ekki átta sig á að lamba- fita er guðsgjöf fyrir sveltandi þjóð en óhollusta fyrir þá sem hreyfa sig lítið en borða meira en nóg. Þeir virðast ekki átta sig á þvi að unga fólkið kýs pasta frem- ur en hrygg - og að það er hið besta mál. í tengslum við búvörusamning- inn hafa verið nefndar tölur um Kjallarinn Snjólfur Ólafsson lektor í Háskóla íslands framleiðslumagn um aldamótin. Sumir telja að samningurinn gæti leitt til framleiðslu á 10.000 tonn- um af lambakjöti árið 2000. Það er ómögulegt að reikna út hvað væri eðlilegt framleiðslumagn en þró- un síðustu ára bendir tU að það gæti verið á bilinu 5000 til 6000 tonn. Þeir bændur, sem eru að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að taka tilboði ríkisins um að hætta framleiðslu gegn greiðslu, ættu að hafa þetta í huga. Sparnaður framsóknarmanna í dagblöðunum má sjá stórar auglýsingar frá Framsóknar- ílokknum um mikUvægi sparnað- ar í ríkisrekstri. Ég get heUshugar tekið undir þann boðskap. En hvernig í ósköpunum geta þessir sömu menn staðið fyrir því að sóa árlega mUljörðum af- skatttekjum ríkisins? Hvers vegna á að fram- leiða aUt þetta óþarfa lambakjöt fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum okkar? Hvers vegna vUja fram- sóknarmenn halda áfram að hindra bændur í hagræðingu? Hvers vegna óttast framsóknar- menn frelsi bænda og eðlilega byggðaþróun? Mér dettur ein skýring í hug. Margir framsóknarmenn koma úr fámennum kjördæmum og sætu ekki á þingi ef vægi atkvæða væri jafnt. Þingseta þeirra byggir þannig á úreltum og óréttlátum kosningalögum. Hvernig er þá hægt að ætlast til þess að þeir skynji að landbúnaðarkerfið sé Nú eru íslenskir stjórnmála- menn loksins tUbúnir að hefja umræðu um forgangsröðun í heil- brigðiskerfinu. Sú forgangsröðun er því erfiðari sem minna fé er til ráðstöfunar. Með fjárlögum er Al- þingi ekki einungis að forgangs- raða innan heilbrigðiskerfisins heldur er þar um viðtækari for- gangsröðun að ræða. Ef Alþingi samþykkir búvörusamninginn og þær greiðslur úr ríkissjóði sem hönum fylgja er það að raða sauð- kindinni framar í forgangsröðina en mörgum sjúklingum sem þurfa á læknisþjónustu að halda. Snjólfur Ólafsson „Ef Alþingi samþykkir búvörusamninginn og þær greiðslur úr ríkissjóði sem honum fylgja er það að raða sauðkindinni framar í forgangsröðina en mörgum sjúklingum sem þurfa á læknisþjónustu að halda:“ úrelt og óréttlátt? Skoðanir annarra Alþjóðamál afskipt „Það er mikið efamál að nokkurt þjóðþing í Evr- ópu láti sig utanríkismál jafnlitlu varða og Alþingi íslendinga. Sárafáir alþingismenn hafa sýnt áhuga á því sem fram fer utan landsteinanna og enn færri búa yfir raunverulegri þekkingu á alþjóðamálum. ...Pólitísk umræða kalda striðsins snerist meira og minna um íslenska hagsmuni, og sömu sögu er að segja af mesta hitamáli seinni síma þingsögu: samn- ingunum um EES.“ Úr forystugrein Alþbl. 11. okt. Ríkíssjónvarpiö „Fyrrverandi menntamálaráðherra Ólafm- G. Ein- arsson, lét endurskoða útvarpslögin fyrir einu og hálfu ári en sú endurskoðun leiddi ekki til þeirra grundvallarbreytinga sem vonast var eftir. Spurn- ingin er hvað núverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason gerir. Hann hefur meðal annars lýst þvi yfír að það sé ekki sjálfsagt að almenningur sé neyddur að greiða afnotagjald af ríkisfjölmiðlum. Með þetta í huga er von til þess að fyrsta skrefið til breytinga sé að afnema skylduáskrift að ríkisfjölm- iðlum. Næsta skrefið er síðan að selja Ríkissjónvarp- ið og jafna þar með samkeppnisstöðu fjölmiðla." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 11. okt. Markaðssetning Drakúla greifa „Ef að sjónvarpsstjórar halda að það sé í þeirra verkahring að koma í veg fýrir sölu og neyslu dilka- kjöts, verður að segja þeim til hróss að það hefur vel tekistó...Er engu líkara en greifarnir de Sade og Drakúla séu ráðnir sem útsendingarstjórar frétta- tímanna og má með sanni segja, að þá séu smekkvís- ir kunnáttumenn á ferðö...Eitt er þó hægt að full- yrða: Það er til fólk sem flökrar við kindakjöti og ' innmat eftir sérstæðar sýningar fréttastofa á með- ferð lambanna sem þagna í beinum útsendingum." OÓ í Tímanum 11. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.