Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 27 ndingar settu igið á oddinn tveimur leikjum í röð á heimavelli í Evrópukeppninni. Laugardalsvöllur hefur í gegnum tíðina verið gjöful kista og margir glæstir sigrar hafa þar unnist. Markmið landsliðsþjálfarans hefur alltaf veriö aö tapa ekki á heimavelli og það gekk eftir í gærkvöldi. Óöryggis gætti í leik íslendinga í byij- un, hðið dró sig aftarlega á völlinn og fyrir vikið fengu Tyrkimir nægt svigr- úm til að halda boltanum og það nýttu þeir sér til fulls. Tyrkirnir sköpuðu sér ekki mörg marktækifæri í fyrri hálfleik og í þau fáu skipti sem einhver ógnun var sýndi Birkir Kristinsson markvörð- ur mikið öryggi. Hann varði í tvigang vel í fyrri hálfleik en annars var fátt um marktækifæri og baráttan fór að mestu fram úti á vellinum. Amar Gunnlaugsson var mjög frískur í fyrri hálfleik og var þá tvímælalaust besti maður vallarins. Þegar hann var með boltann var næsta víst hætta á ferð- um. Með hraða sínum og ógnun fór hrollur um Tyrkina og gerðu þeir allt til að hafa sem mestar gætur á honum. Amar hefur óhemju gott vald á boltan- um og þeim styrleika beittí. hann oft í leiknum. Arnar átti frábært einstakl- ingsframtak í fyrri hálfleik, lék þá hvem Tyrkjann á fætur öörum upp úr skónum og lét síðan vaða skot á markið sem markvörður Tyrkja varöi vel. Nokkm síðar var Eyjólfur Sverrisson skyndilega einn og óvald- aður utarlega í teignum en skot hans fór yfir. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, fátt gerðist, og leikurinn því á köflum leiðinlegur á að horfa. Á smákafla um miðjan hálfleikinn kom smákippur í sóknarleik íslend- inga í kjölfar vel útfærðrar auka- spymu frá Arnari Gunnlaugssyni. Tyrkneski markvörðurinn þurfti að hafa sig allan við að verja auka- spymuna, fleygði sér á eftir boltan- um, sem hafnaði á stönginni og það- an út í teiginn þar sem hættunni var bægt frá. Ef skot Arnars hefði verið fastar má fullvíst telja að þá hefði markvörðurinn ekki ráðið við skotið. íslenska hðið gerðist ágengara um tíma eftir þetta. Hræðsla kom í Tyrk- ina, sem hörfuðu til baka, en það stóð stutt yflr og leikurinn fór í sama far- ið. Undir lokin má segja að Birkir Kristinsson hafi bjargað íslending- um frá því að tapa leiknum. Guðni Bergsson virtist ætla að skalla bolt- ann í horn en ekki vildi betur til en svo að hann stefndi í bláhorn marks- ins. Á ótrúlegan hátt sló Birkir bolt- ann frá markinu og fuhkomnaði frammistöðu sína. í þetta skiptið sáu flestir þarna fyrir sér boltann í net- inu, en sem betur fór varð það ekki. Síðasti leikur íslendinga á heima- velh í þessari Evrópukeppni er að baki. Þegar horft er um öxl er árang- urinn ekki eins og vonast var eftir. í upphafi var stefnt að því að vera með í baráttunni í riðhnum en eftir skehinn í fyrri leiknum gegn Tyrkj- um ytra og síðan tapið gegn Sviss- lendingum í Lausanne var orrustan töpuð. Síðasti leikur íslendinga í riðl- inum verður- við Ungverja í Búdapest í næsta mánuði og er sú viðureign hreint uppgjör þjóðanna að forðast neðsta sætið í 3. riðh. Þjóðimar eru nú jafnar með fimm stig í neðstu sætum. Sumir hverjir vom ekki sáttir með byijunarhðið í leiknum og er ekki nema eðlilegt að menn hafi skoðun á þeim málum. Þjálfarinn hefði að ósekju mátt gefa Einari Þór Daníels- syni tækifæri í leiknum enda búinn að sýna landsliðsklassa í sumar. Hans tími er ekki kominn að mati þjálfarans! Eftir Evrópukeppnina verður bolt- inn settur á byijunarreit. Nýr þjálf- ari tekur þá við völdum og undir hans stjórn verður að gera betur en í þetta sinn. Það er vandasamt verk að koma saman liði sem á síðan að standa þeim bestu snúning en íslend- ingar er kröfuharðir og því verður seint breytt. m Tyrkja oft lífið leitt og hér sækir hann hart að markverði Tyrkjanna. DV-mynd Brynjar Gauti landsliösþjálfari: rslumuninn“ ir. Það kom mér svolítið á óvart aö þeir skyldu ekki sækja meira en það hefði gef- iö okkur aukna möguleika á skyndisókn- um. Það varð slæmt að missa Sigurð Jóns- son út af vegna meiðsla en það getur allt- af komið upp á. í heild var þetta mjög jafn leikur og úrshtin eflaust sanngjöm,“ sagði Ásgeir Ehasson landshðsþjálfari við DV, eftir leikinn. Firma- og hópakeppni Hauka í knattspyrnu verður haldin á gervigrasvellinum Ásvöllum dagana 20.- 22. október nk. Peningaverðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti. Þátttökugjald kr. 12.000 fyrir lið. Þátttaka tilkynnist fyrir miðvikudaginn 18. október í síma 565 4087 e. kl. 17 Knattspyrnudeild Hauka Iþróttir Frammistaða leikmanna Birkir Kristinsson Var besti leikmaður íslenska hðsins í gær- kvöldi. Lék af mikilli yfirvegun í markinu og greip oft vel inn í. Þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum og þá sérstaklega þeg- ar hann varði skalla Guðna Bergssonar undir lokin á hreint ótrúlegan hátt. Sýndi enn eina ferð- ina að hann er besti markvörður íslands. GuðniBergsson Lék mjög vel sem aftasti varnarmaður og var öruggur og traustiir. Kom boltanum vel frá sér og lék mjög yfirvegað. Guðni var einn besti mað- ur liðsins í leiknum. ÓlafurAdolfsson Átti í vandræöum framan af, sérstaklega með sendingar, en varrn sig vel inn í leikinn þegar á leiö. Hann barðist vel og stóð fyrir sínu. Sigursteinn Gíslason Lék prýðilega í vörninni og var vel á verði. Hann skilaði boltanum yfirleitt mjög vel frá sér og gerði fá mistök. Rúnar Kristinsson Leikur hans olh nokkrum vonbrigðum og hann ekki að gera þá hluti sem hann er þekktur fyrir. Hvarf tímunum saman en í þau fáu skipti sem hann tók á rás skapaðist hætta. Sigurður Jónsson Fann sig engan veginn enda gekk hann ekki heill th skógar og var skipt út af rétt fyrir hálf- leik. Arnar Grétarsson tók stöðu hans og komst þokkalega frá hlutverki sínu. Haraldur Ingólfsson Var htið ógnandi á kantinum en skilaði varnar- hlutverki sínu ágætlega og kom boltanum vel frá sér. Hefði mátt taka meiri áhættu en virtist skorta sjálfstraust. Eyjólfur Sverrisson Barðist vel í fyrri hálfleik og vann flest návígi sem hann fór í. í síðari hálfleik reyndist hann ekki eins beittur og fór svo að honum var skipt út af. Þorvaldur Örlygsson Náði sér engan veginn á strik og er greinilega ekki í leikæfingu. Skiiaði boltanum illa frá sér og var lítiö í takt við leikmn. Amór Guðjohnsen Það verður að segjast eins og er að Amór náði sér ekki á strik í leiknum. Hraðinn og ógnunin sem hann býr yfir fékk ekki að njóta sín að þessu sinni. Hann fékk líka heldur fá tækifæri til að moða úr. Amar Gunnlaugsson Var mjög ógnandi og sýndi oft skemmtileg til- þrif sem hann er hvað þekktastur fyrir. Var ekki eins áberandi í síðari hálfleik en komst annars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.