Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 Benedikt Davíðsson fær kaldar kveðjur víða að þessa dagana. Mæðulegur heiðursmaður „Þessi mæðulegi heiðursmað- ur, sem við sjáum í sjónvarpinu kvöld eftir kvöld, gæti í hæsta lagi verið formaður hússtjómar í blokk að kvarta yfir hávaða í næsta stigagangi." Hrafn Jökulsson í Alþýðublaðinu. Endum sem kynþáttahat- ara „Ég er hræddur um að sífelld- ar fullyrðingar um að íslending- ar séu kynþáttahatarar geti orð- ið til þess að þeir endi sem slík- ir.“ Gérard Lemarquis í DV. Ummæli Ruglingslegt leiðakerfi „Leiðakerfi nýja búvörusamn- ingsins er ennþá ruglingslegra og vanhugsaðra en í fyrri samn- ingi.“ Pröstur Ólafsson í Morgunblaðinu. Létum sem John væri í fríi „Við létum bara sem John hefði farið í frí eða fram á gang að ná sér í te.“ Ringo Starr um vinnu Bítlanna að nýju lagi. Fagnaðarerindið „Og nú geisast framsóknar- menn um sveitir, að vísu ekki á taglstýfðu, og boða bændum fagnaðarerindið: nýjan búvöru- samning." Arnór Benónýsson í Alþýðublaðinu. Frá jeppaferð Utivistar í vor. Jeppadeild stofnuð t ljósi breyttra ferðahátta ís- lendinga hefur Útivist ákveðið að stofna jeppadeild innan félags- ins og verður stofnfundurinn í kvöld kl. 20.30 i stofu 101 í Há- skóla íslands. í byrjun september var fariö í fyrstu jeppaferð Úti- vistar og var svo góð þátttaka í ferðinni, 43 jeppar, að talið var ráðlegt að stofna jeppadeild. Hornstrandarfarar saman í hópferð Hornstrandarfarar á vegum Ferðafélags íslands efna til ferð- ar næstkomandi laugardag. Lagt verður af stað frá BSt kl. 10.30 og ekið um Hveragerði að Selfjalli. Gengið verður austur með Reykjafelli niður að Ingólfsfjalli Utivist og upp á Inghól. Komið verður niður að Efstalandi í Ölfusi. Hjólað um Árbæ og Grafarvog Áhugahópur um hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir hjólreiðaferð í kvöld kl. 20.00. Farið verður frá Fákshús- inu við Reykjanesbraut og hjólað upp Elliðaárdalinn og um Árbæj- arhverfi yfir í Grafarvogsbotn og síðan til baka. Léttskýjað á Suðurlandi Til að byrja með verður hvssviðri og jafnvel stormur á norðan og norðvestan á Austurlandi og rign- ing en annars staðar verður vindur talsvert hægari og víðast þurrt. Léttskýjað verður á Suðurlandi. í kvöld má gera ráð fyrir stilltu veðri Veðrið í dag um mestallt landið og víða léttir til í nótt. Veður fer lítið eitt kólnandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður norð- austan- og austangola. Skýjað með köflum en léttir tO í kvöld. Hiti 4 til 7 stig yfir daginn en vægt frost í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.20 Sólarupprás á morgun: 8.10 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.32 Árdegisflóð á morgun: 8.49 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 2 Akurnes alskýjaö 3 Bergsstaðir skýjaó 1 Bolungarvik skýjaö 2 Egilsstaðir slydda 0 Keflavíkurflugvöllur skýjaó 3 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaö 4 Raufarhöfn alskýjaó 1 Reykjavík skýjað 3 Stórhöfði léttskýjað 3 Bergen rign/súld 12 Helsinki léttskýjaö 5 Kaupmannahöfn lágþokubl. 9 Ósló alskýjað 9 Stokkhólmur skýjaö 5 Þórshöfn skúr 6 Amsterdam súld 14 Barcelona þokumóöa 14 Berlin þoka 11 Chicago heiöskírt 16 Feneyjar þokumóóa 14 Frankfurt alskýjaó 15 Glasgow rigning 13 Hamborg þoka 15 London þokumóöa 15 Los Angeles þokumóóa 19 Lúxemborg þokumóöa 14 Madrid skýjaö 13 Malaga þokumóöa 18 Mallorca skruggur 18 Montreal alskýjað 15 New York heiðskírt 18 Nuuk heiöskírt -2 Orlando léttskýjaó 23 Róm þokumóða 13 Valencia léttskýjaó 15 Vin þoka 12 Winnipeg skýjað 12 Einar Daníelsson, fyrrverandi skipstjóri: Skemmtilegur og samstilltur hópur Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Þetta var alveg frábær ferð. Við vorum mjög heppin með veður og það er mjög ánægjulegt fyrir mig að þær skuli hafa skemmt sér vel. Þetta eru mjög skemmtilegar og samstilltar stúlkur," segir Einar Daníelsson, 67 ára fyrrverandi skipstjóri í Keflavík, sem vann fimm milljónir í lottói en hann kom heim á þriðjudaginn frá Glas- Maður dagsins gow ásamt þeim sjö konum sem hann bauð með sér þangað. Ástæð- an fyrir boðinu var að áður en hann fékk vinninginn hafði hann heitið á allar starfstúlkurnar á Hársnyrtistofu Harðar Guðmunds- sonar í Keflavík ásamt eiganda að ef hann fengi fimm rétta byði hann þeim í utanlandsferð. Ferðin kost- aði Einar 208 þúsund. Einar segir að fólk hafi komið til Einar Daníelsson. sín og þakkað sér fyrir að hann skyldi standa við loforðið. Einar er fæddur og uppalinn á ísafirði en hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu. Hann byrjaði á sjónum þrettán ára gamall með afa sínum. Þegar hann var orðinn 21 árs flutt- ist hann til Suðurnesja. Einar hef- ur gert út báta, komiö nálægt öll- um tækjum og tólum um borð í bátum og verið skipstjóri, háseti, vélstjóri, netamaður á togara og bátsmaður. Einar segir að sér hafi líkað vel við sjóinn strax í upphafi en hann hætti á sjónum í fyrra sökum ald- urs. „Ég hefði ekki haft þetta að ævistarfi ef mér hefði ekki liðið vel á sjónum. Núna ætla ég bara að slaka á og safna kröftum." Einar á níu börn með Karitas Halldórsdóttur úr Garði: „Strák- arnir eru sjö og þeir hafa allir spil- að með knattspyrnufélaginu Víði í Garði og eru tveir þeirra enn þá í eldlínunni. Dániel spilar með Víði og Grétar með Grindvíkingum. Áhugamál Einars eru íþróttir sem hann hefur ætíð haft gaman af: „Ég reyni að fara á alla knatt- spyrnuleiki og eins handboltaleiki og fer ég oft tU Reykjavikur til að sjá leiki. r>v Heil umferð í úrvalsdeildinni Körfuboltinn verður í sviðs- ljósinu í heimi íþrótta í kvöld en heil umferð fer fram í úrvals- deildinni. Sjálfsagt beinast augu flestra að viðureign Hauka og Tindastóls sem fer fram í Hafn- arfirði en Tindastóll er spútnik- liðið í deildinni og hefur unnið alla leiki sína til þessa. Aörir leikir eru milli ÍA og Þórs og íþróttir fara þeir fram á Akranesi. í Grindavík leika heimamenn við Val, Keflvíkingar taka á móti Breiðabliki, ÍR leikur á heima- velli viö íslandsmeistara Njarð- víkur og KR leikur gegn Skalla- grími I vesturbænum. Allir leik- imir hefjast kl. 20.00. Skák Þegar færi gefst á fleiri en einni vinn- ingsleið kemur eðli skákmannsins í ljós. Sumir veija þá fallegustu, aðrir þá örugg- ustu - og sumir taka þann kostinn sem fyrst kemur upp í hugann. Eftirfarandi staða er dæmi um þetta. Stórmeistarinn Lev Gutman hefur hvítt og á leik gegn Ward í undanrásum Evr- ópukeppni taflfélaga í Tyniste. Hvitur leikur og vinnur: Hvítur á manni meira og vinnings- stöðu og getur gert út um taflið að vild. Gutman valdi einfalda og örugga leið: 31. Hbfi! Hótar máti á f8. 31. - h6 32. Dg4 Hxh2+ 33. Kgl g5 34. Bxg5 h5 35. Hf8+ Og svartur gaf. Frá stöðumyndinni var þó óneitanlega glæsilegasta leiðin 31. Dxh5! gxh5 32. Hgl+ Kh8 33. Rxd6! og ef nú 33. - Bxd6 34. Bc3+ o.s.frv. en annars 34. Rf7+ og vinn- ur drottninguna aftur og tjaldið fellur. Jón L. Árnason Bridge Varnarspilarar lenda oft í þeirri stöðu að vera þvingaðir í tveimur eða fleiri litum. í sumum tilfellum getur varnarspilarinn ekkert gert sér til varnar en í öðrum hefur varnarspilarinn tækifæri til að brjóta upp þvingunarstöðuna. Hér er eitt dæmi um þvingun þar sem vörnin svaf á verðinum en það er spil sem kom fyrir í Danmörku í síð- asta mánuði. Austur hafði opnað á veikum tveimur hjörtum og suður endaði í sex gröndum. Sex lauf var betri samningur en sex grönd voru ekki vonlaus ef vestur átti lengd, bæði í spaða og laufi. Útspil vesturs var hjartatvistur og sagnhafi drap kóng austurs á ás í fyrsta slag: 4 Á6 V 74 ♦ G9532 ♦ ÁKD3 4 52 * KG9653 4 D76 * 75 ♦ KD94 ÁD ♦ Á8 4 G10984 4 G10873 * 1082 ♦ K104 4 62 Með það fyrir augum að þvinga vestur í tígli og spaða, spilaði sagn- hafi tíguláttunni í öðrum slag. Vest- ur setti lítið spil og austur átti slag- inn á drottninguna. Austur spilaði aftur hjarta, þá var tígulásinn tek- inn og síðan fimm slagir á lauf. Eins og glögglega sést, þá gat vestur ekki bæði haldið valdi á spaðanum og tíglinum. Eins og spilið var, tígull- inn skiptur 3-3, átti sagnhafi ekki að vinna spili'ð með bestu vörn. Vestur gat hnekkt því með því að setja tíg- ulkónginn í öðrum slag, því þá hefði austur aðeins þurft að passa upp á tíguldrottninguna. Á sama hátt gat austur varist betur, með því að spila spaða,' þegar hann komst inn á tígul- drottninguna, því það hefði rofið samgang sagnhafa í litnum og þvingunarstaðan aldrei komið upp. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.