Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 37 Osmo Vánská stjórnar Sinfóníu- hljómsveit íslands. Örn leikur einleik með Sinfóníunni Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld og eru þrjú verk á dag- skránni. Fyrst verður flutt Sin- fónía nr. 4 eftir Josef Haydn sem er ein af þremur sinfóníum hans sem fluttar verða í vetur. Af nógu er að taka því Hayden samdi 109 sinfóníur. Ljóðræn svíta er verk eftir Pál ísólfsson sem Sinfónían flyt- ur en Páll var sem kunnugt er einn helsti hvatamaður að stofn- un hljómsveitarinnar. Þriðja verkið er svo píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven en hann samdi fimm píanókonserta. Þegar konsert þessi var frumfluttur í Vín var Beethoven sjálfur ein- leikari. í kvöld er það aftur á móti Öm Magnússon sem leikur Tónleikar píanóhluta konsertsins en hann hefur víða komið fram sem ein- leikari, meðal annars í Japan, Bretlandi, á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum. Hljóm- sveitarstjóri á tónleikunum er Osma Vánska. Sælgætisgerðin á Jazzbarnum Acid djassbandið Sælgætis- gerðin leikur á Jazzbamum í kvöld. Sex hljóðfæraleikarar skipa sveitina sem leikur tónlist sem á auknum vinsældum aö fagna. Óperu/videokvöld Nýi söngskólinn Hjartansmál heldur sitt fyrsta óperu/video- kvöld í kvöld kl. 20.00 að Ægis- götu 7. Sýnd verður La Traviata eftir Verdi. Klassískar myndir á fimmtudegi í tilefni aldarafmælis kvik- myndarinnar verða klassískar myndir sýndar hvem fimmtu- dag í Regnhoganum. í kvöld verður sýnd Kermkarlinn eftir Victor Sjöström frá árinu 1921. Slysavarnadeild kvenna heldur fyrsta fund vetrarins í kvöld kl. 20.00 í Höllubúð, Sól- túni 9. Opið hús eldri borgara Opið hús verður í Gullöld- inni, Hverafold 1-5, frá kl. 15.00 fyrir eldri borgara í dag. Á Samkomur þessu fyrsta „opna húsi“ verður nikkan þanin, spilað, spjallað og teflt. Tvímenningur Á vegum eldri borgara verður spilaður tvímenningur í Risinu í dag kl. 13.00. -leikur að Ittra! Vinningstölur 11. október 1995 1-4-8-10-16-26-29 Eldrí úrsbt 4 sfansvan 5681511 Kevin Costner leikur bjargvætt- inn í Vatnaveröld. Vatnaveröld Costners Bíóhöllin og Háskólabíó hafa undanfarið sýnt stórmynd Ke- vins Costners, Vatnaveröld, sem er dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Vatnaveröld gerist í framtíðinni eftir að heimskautin hafa bráðnað og sett allt land á kaf. íbúar jarðarinnar hafa reynt að aðlagast nýjum aðstæðum eft- ir bestu getu og búa á tilbúnum fljótandi eyjum og ferðast um á bátum. íbúarnir búa þó við stöð- ugan ótta því að sjóræningjahóp- ar sigla um og sæta færis að komast inn fyrir varnarmúra. Kevin Costner var aðalhvata- maður myndarinnar. Hann fékk vin sinn, Kevin Reynolds, til að leikstýra en á lokastigi myndar- innar slettist upp á vinskapinn Menntaskólinn við Hamrahlíð: Styrktarrokktónleikar í kvöld verða haldnir stórrokktónleikar í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð kl. 21.00. Tónleikarnir eru haldnir í minn- ingu Fróða Finnssonar sem lést fyrir rúmu ári eftir harða baráttu við krabbamein. All- ar hljómsveitirnar sem koma fram á tón- leikunum tengjast Fróða á einhvem hátt, eru annaðhvort skipaðar vinum hans, voru í sérstöku uppáhaldi hjá honum eða hann spilaði með þeim sjálfur. Fróði var aðeins nítján ára gamall þegar hann lést. Hann hafði þá barist við krabba- Skemmtanir meinið á fjóröa ár. Hann lék á gítar í nokkrum hljómsveitum og eftir hann ligg- ur fjöldi tónsmíða, bæði útgefin og óútgef- in lög, og verða sum þeirra flutt á tónleik- unum sem eru tO styrktar krabbameins- sjúkum bömum. Þær hljómsveitir sem koma fram eru: Dr. Spock, Curver, Blome, Pile, Texas Jesús, Sororicide, Silverdrome, SSSpan, Maus, Kolrassa krókríðandi og Olympia. Meðal hljómsveita sem koma fram á tónleikunum er Kolrassa krókríðandi. Hálka og snjór á vegum Misgóð færð er á vegum þessa dagana. Á Suðurlandi, Reykjanesi og á Vesturlandi eru vegir í góðu standi og vel færir en þegar norðar og austar dregur er bæði hálka og snjór á vegum. Til að mynda er hálka á Öxnadalsheiði og Öxnadal á Færð á vegum leiðinni Reykjavík-Akureyri. Þegar norðar er komið er snjór á Lágheiði og Sandvíkurheiði. Á Öxarfjarðar- heiði er hálka og þar er einnig á hluta leiðarinnar hámarksöxul- þungi upp á fimm tonn. Á Austfjörð- um er snjór á einstaka leiðum. Á Vestfiörðum er víða hálka á heiðum og féll snjóflóð á Breiðadalsheiði í nótt en leiðin verður opnuð fyrir há- degi. Ástand vega O Hálka og snjór H Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir Q>) LokaörSt°ÖU ® Þungfært (g) Fært fjallabílum Sonur Katrínar og Jóhanns Friðgeirs Myndarlegi drengurinn á mynd- inni fæddist á fæðingardeild Land- spítalans 8. október kl. 7.20. Hann Barn dagsins reyndist vera 4095 grömm aö þyngd þegar hann var vigtaður og 54 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Katrín Jónsdóttir og Jóhann Friðgeir Haraldsson og er hann fyrsta bam þeirra. Kvikmyndir og Reynolds var rekinn og tók Costner við og lokaútgáfa mynd- arinnar er hans verk. Kevin Costner þykir hafa tekið mikla áhættu með þessari mynd og þótt myndin komi alls ekki til með að ná upp í kostnaðinn þá hefur aðsókn víðast hvar verið góð og dómar jákvæðir. Nýjar myndir Háskólabíó: Freisting munks Laugarásbíó: Dredd dómari Saga-bíó: Umsátrið 2 Bíóhöllin: Vatnaveröld Bíóborgin: Brýrnar í Madison- sýslu Regnboginn: Braveheart Stjörnubíó: Tár úr steini Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 245. 12. október 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 64,690 65,020 64,930 Pund 101,640 102,160 102,410 Kan. dollar 48,220 48,520 48,030 Dönsk kr. 11,7170 11,7800 11,7710 Norsk kr. 10,3310 10,3880 10,3630 Sænsk kr. 9,3140 9,3650 9,2400 Fi. mark 15,0060 15,0950 14,9950 Fra. franki 13,0360 13,1110 13,2380 Belg. franki 2,2090 2,2222 2,2229 Sviss. franki 55,9500 56,2600 56,5200 Holl. gyllini 40,5600 40,8000 40,7900 Þýskt mark 45,4600 45,6900 45,6800 It. líra 0,04028 0,04053 0,0403: Aust. sch. 6,4550 6,4950 6,4960 Port. escudo 0,4329 0,4355 0,4356 Spá. peseti 0,5261 0,5293 0,5272 Jap. yen 0,64400 0,64790 0,6512' irskt pund 103,890 104,540 104,770 SDR 96,72000 97,30000 97,4800 ECU 83,4700 83,9700 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270. Krossgátan 1 'i 3 ít 7• IÖ li 11 -4 4 W HOB It- nr 1 ir Lárétt: 1 óskipts, 6 frá, 8 hópur, 9 aukast, 10 heimkoma, 11 kólnar, 13 gangflötur, 14 lokaorð, 16 bleyta, 17 krap, 18 fugl, 20 rótar. Lóðrétt: 1 þíða, 2 gufu, 3 oft, 4 tína, 5 hangsar, 6 svívirða, 7 fetill, 12 muld- ur, 15 bjargbrún, 17 mjaka, 19 þegar. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 hjálp, 6 ös, 8 löðurs, 9 ýra, 10 kúla, 11 æð, 12 nuðar, 13 filma, 15 of, 16 una, 17 ertu, 18 raki, 19 var. Lóðrétt: 1 hlý, 2 jörðina, 3 áðan, 4 lukum, 5 prúðar, 6 ösla, 7 skarfur, 11 æfur, 14 lak, 15 ota, 17 ei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.