Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Side 3
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 3 Fréttir Arsfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Fjölmenn sveit fyrir- manna til Bandaríkjanna - einungis 4 raunverulegir fulltrúar en kostnaðurinn skiptir milljónum Á annan tug Islendinga hefur dvalið i Washington undanfarna daga vegna ársfunda Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. í hópnum eru meðal annars ráð- herra, embættismenn og banka- stjórar ásamt nokkrum mökum þeirra. Miðað við fullt flugfargjald til og frá Washington, algengan hótelkostnað og dagpeninga- greiðslur má gera ráð fyrir að for hópsins til Bandaríkjanna kosti hátt í fjórar miUjónir króna. Fundir Alþjóðabankans og -sjóðs- ins voru haldnir á mánudaginn og þriðjudaginn. Ýmsir fleiri fundir eru haldnir i tengslum við þetta, meðal annars hjá Islensk-ameríska verslunarráðinu auk þess sem fjár- málaráðherrar Norðurlandanna funda meö starfsfélögum sínum frá Eystrasaltsríkjunum. Af þeim sem fóru utan á fundi Alþjóðabankans og -sjóðsins eru einungis fjórir sem eru raunveru- legir fulltrúar íslands. Friðrk Sop- husson fjármálaráðherra og Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabanka- stjóri eru aðalfulltrúar og ráðu- neytisstjórarnir Magnús Pétursson og Þorkell Helgason varafulltrúar. Fargjöld þessara manna eru greidd af Alþjóðabankanum og -sjóðnum en að öðru leyti kostar íslenska ríkiö för þeirra. Með í för var eiginkona Birgis ísleifs, Sonja Backman, og að hluta til einnig kona Friðriks, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, en hún hafði öðrum erindum að sinna í New York. Auk þessara raunverulegu full- trúa Islands fór sveit embættis- manna á fundinn og lendir sá kostnaður alfarið á ríkissjóði. Um er að ræða þá Bolla Þór Bollason, skrifstofustjóra í fjármálaráðu- neytinu, Hilmar Þór Hilmarsson, aðstoðarmann utanríkisráðherra, Sigurgeir Jónsson, forstöðumann Lánasýslu ríkisins og Ólaf ísleifs- son, framkvæmdastjóra alþjóða- sviðs Seðlabankans. í fréttatilkynningu frá viðskipta- ráðuneytinu sl. mánudag var ekki gert ráð fyrir að fleiri færu á fund- ina í Washington. Samkvæmt upp- lýsingum, sem DV hefur aflað sér hjá viðskiptabönkunum, fór hins vegar fjölmenn sveit bankastjóra á fundina. Sá kostnaður lendir alfar- ið á ríkinu og viöskiptamönnum bankanna. Frá Landsbankanum fóru Björg- vin Vilmundarson, Halldór Guð- bjarnason og Bárði Árnason. Frá íslandsbanka fór Valur Valsson og Stefán Pálsson frá Búnaðarbank- anum. Bæði Valur og Stefán tóku makasínameð. -kaa andrums / Hjallurinn er hlaðinn lúðu og ýsu sem Jóhann hengdi upp um síðustu mánaðamót eða um leið og fór að kólna í veðri. DV-mynd Róbert Harðfiskurinn seist alltaf - segir Jóhann Bjamason, fiskverkandi í Súgandafirði a þínum vínnustað? Hreint loft - Betra líf Grundvöllur þess að halda góðri heilsu er ekki síst sá, að anda að sér góðu lofti og í þeim tilgangi er oft nauðsynlegt að setja upp loftræstikerfi í mörgum byggingum. Skortur á eftirliti og hreinsun getur hinsvegar leitt til þess að kerfið þjónar ekki tilgangi sínum, því með tímanum sest ryk inn í loftstokka og á ristar og síur vilja stíflast. Fyrirtækið Hreint loft býr yfir áralangri reynslu í hreinsun og eftirliti loftræstikerfa og beitir til þess nýjustu tækni til þess að tryggja fullkominn árangur. ,0Sun Róbert Schnúdt, DV, Suðureyri; Jóhann Bjarnason setti á laggimar fiskverkun í bílskúr sínum sl. vor og frá þeim tíma hefur Jói, eins og hann er kallaður, haft í nógu að snúast. Fiskverkun Jóhanns þjónustar margar stofnanir og verslanir á ísafirði sem og á Suðureýri og í Bol- ungarvík. Fisk verkar Jói á ýmsa vegu. Gellur og kinnar eru nýttar af hausunum, smáfiskur er látinn síga og lúðu, ýsu og steinbít hengir hann á hjall. Áður starfaði Jói hjá Fiskiðjunni Freyju hf. og sá um fiskbúð fyrirtæk- isins um árabil. „Ég er bjartsýnn á framhaldið, þetta hefur gengið mjög vel. Jarð- göngin gera markaðssetningu á fisk- inum betri og hráefniö er alltaf ferskt og nýtt enda fljótfariö um göngin," sagði Jóhann Bjamason, fiskverk- andi í Súgandafirði, í samtali við DV. hreintMl L OFTKERFA HREINSUN HÁKOTSVÖR 2 • 225 BESSASTAÐAHREPPI • SÍMI 565 05 80/896 4595

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.