Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 Fréttir DV Norskir útgerðarmenn geta ekki fallist á samningsdrögin um Smuguna: Ætla sér að nauðga norskum sjómönnum - segir Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag, og hafnar samningsdrögunum „Það er til eitthvað sem heitir nauðgun. Ef norskir stjórnmála- menn ætla sér að semja um Smuguna á þessum grundvelh ætla þeir að nauðga norskum sjómönnum. Þetta er hrein og klár nauðgun," segir Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag, í samtah við DV. DV bar undir hann þær hugmyndir sem fram hafa komið um lausn Smugudeilimnar eftir fund utanrík- isráðherra íslands, Noregs og Rúss- lands í Rovaniemi nú í vikunni. Eins og komið hefur fram er rætt um 15 til 20 þúsund tonna þorskkvóta ís- lendingum til handa, opnum norskr- ar lögsögu fyrir veiðum íslenskra togara og gagnkvæma kvóta á ís- lands- og Noregsmiðum. „í fyrsta lagi er þetta tal um gagn- kvæma kvóta ekkert annað er hlægi- legt rugl,“ sagði Oddmund. „Ég veit ekki betur en að floti íslendinga sé svo stór að það verði aldrei svo mik- ill fiskur á íslandsmiðum að hann dugi fyrir alla þessa togara. íslend- ingar munu aldrei hafa nokkurn ein- asta fisk að láta frá sér.“ Oddmund sagði enn fremur að norskir útgerðar- og sjómenn gætu aldrei fallist á að norsk lögsaga yrði opnuð fyrir veiðum íslenskra togara. Norðmenn vantaði fisk og hefðu ekk- ert að gefa fremur en íslendingar. „Það eina sem við getum fallist á er að íslendingar fái takmarkaða kvóta í Smugunni eins og mögulegt er að veita samkvæmt sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um veiðar á opnu hafi. Lengra getum við ekki gengið," Oddmund Bye, Fiskarlag. formaður Norges sagði Oddmund. „Ég veit satt að segja ekki hvort ég á heldur að hlæja eða gráta þegar ég heyri hvað Björn Tore Godal utan- ríkisráðherra hefur verið að semja um. íslendingar hafa undanfarin þrjú ár stohð okkar fiski og nú á að verðlauna þá fyrir þjófnaðinn með því að opna norska lögsögu. Þetta er ótrúlegt og verður aldrei samþykkt hér í Noregi," sagði Oddmund. Hann sagðist ekki vita til hvaða ráða gripið yrði ef samið yrði um Smuguna á þeim grundvelli sem ræddur hefði verið í Rovaniemi. „Ég veit það bara að viðbrögö okk- ar verða hörð. Það er verið að keyra yfir okkur og því tökum við ekki hljóöalaust," sagði Oddmund. -GK Sir David Attenborough: Væntanlegur til íslands W \r Hin heimskunni sjónvarpsmaður og dýralífsunnandi, Sir David Atten- borough, er væntanlegur til íslands eftir helgi í boði bókaútgáfunnar Skjaldborgar. Skjaldborg er einmitt að gefa út bók um helgina eftir Sir David sem nefnist Einkalíf plantna og er í þýðingu Óskars Ingimarsson- ar. Þessi bók hefur farið sigurfor um heiminn og hafa sjónvarpsþættir verið gerðir eftir henni. Þættimir verða teknir til sýninga í ríkissjón- Varpinu 20. nóvember nk. í bókinni veitir Sir David innsýn í líf plantna um allan heim en það er einmitt hans sérsvið eins og sjónvarpsáhorfendpr hafa fengið að kynnast í gegnum ár- in. Sir David mun árita bók sína í Kringlunni mánudaginn 16. október nk. frá kl. 16-18 og í Bókalagemum Ármúla 23 á þriðjudaginn frá kl. 10-12. -bjb Sir David Attenborough. mm w n-inir.muiuuL.., nv ^„.„77 undir sýslumanninn á Akureyri. Gyta Kna^ánaean, DV, Atoreyn. Fundur framkvæmdastjóranna „Slikt hefur í för með sér óhag- taldi brýnt að leita leiöa til aö ræði sem hugsanlega er hægt að tryggja framtíð embættisins og koraast hjá. Ljóst má vera að ef ein samþykkti að lagt yrði til við sveit- eining í samfélagi okkar á Út- arstjómir á svæðinu að þær lýsl Eyjafjarðarsvæðínu veikist veikist yfir að þær séu tilbúnar að skoða allt svæðiö,“ segir í ályktun fundar breyttan starfs- eöa þjónustu- framkvæmdastióra sveitarfélaga grundvöli sem gæti orðið til þess við utanverðan EyjaSörð um mái- aö tryggja framtíö sýslumanns- efhi sýslumannsembættisins í Ól- embættisins í Ólafsfiröi. Sveitarfé- afsfirði. lögin, sem þama eiga hlut að máli, Samkvæmt flárlögum veröur em Hrísey, Árskógshreppur, embætti sýsiumanns í Ólafsfirði Svarfaðardalshreppur, Dalvik og lagt niður og starfsemi þess flutt Ólafsfjörður. r. • * • ' f ‘ - “• ___________________ Gæsaskyttur lögðu þessa tvo seli að velli i Önundarfirði á dögunum. Hér er önnur skyttan, Njáll Jónsson, með selina. DV-mynd Róbert Vestflröir: Selum fjölgar Róbert Schmidt, DV, Suðureyii: Eftir að hætt var að greiða fyrir veidda landseli fór veiðin minnkandi á landinu. Það hefur leitt til þess aö sel hefúr fjölgað við strendur lands- ins, t.d. innfjarða á Vestfjörðum, og spuming hveijum það er til happs. Maðurinn og selurinn em að keppast um þorskinn en áætlaö er að sehr éti hundruð þúsunda tonna af fiski árlega. Sehr sækja fæðu sína víða og ge- rast oft svo kræfir að leita upp að árósum og jafnvel upp í ár og gera þar mikinn usla. Fyrir stuttu vom gæsaveiðimenn á ferð í Önundarfirði og rákust á tvo seh sem voru í fæðuleit innarlega í firðinum og felldu þá. Klármð á Intemetinu: „Það er til forrit sem lokar fyrir þær skrár á Internetinu sem ekki er æskilegt að böm eða aðrir komist í. Þetta er sérlega hentugt fyrir bæði foreldra og kennara sem vilja tryggja að börnin séu ekki að leita uppi klám eða annan ósóma,“ segir GuðmundurHelga- son, starfsmaður íslenska menntanetsins, í samtah við DV. Forrit þetta heitir CyberPatrol og er hægt aö nálgast það á Inter- netinu sjálfu. Þar kostar það tvö til þrjú þúsund krónur. Með for- ritinu er t.d. hægt að loka fyrir aðgang að Playboy en efni úr því ágæta blaði mun hafa notið vin- sælda meðai barna og unghnga. Heimasíða fyrir forritið er: http://www.microsys.com/CY- BER. Forrit þetta er að jöfnu notað fyrir Maclúnstosh-tölvur og IBM-samhæfðar. -GK SigluQörður: Rigning í heila viku Öm Þórarinsson, DV, Hjótum: Ahs mældist 129,8 mm úrkoma á veröurathugunarstöðinni Sauðanesvita við Siglufjörð í síð- ustu viku. Þessi úrkoma er með því mesta sem gerist á þessum slóðum og raunar var úrkoman talsvert meiri þar sem allmikill vindur var flesta daga og þá mælist úrkoman minni en hún í raun er. Mest mældist 49,3 mm úrkoma á einum sólarhring. Að sögn bæjarverkstjórans á Siglufirði varð ekki verulegt tjón í bænum í vatnsveðrinu og svo heppílega vildi til að svokallaöur holræsabíil var í bænum þegar mesta vatnsveörið stóð yfir. Enn er lítið lát á ótíðinni og nú eru fjöll orðin grá niður undir byggð. Tíðarfarið undanfarið hefur orðið til þess að enn hefur ekki verið hægt að leggja bundið sht- lag á vegarkafla í Fljótum sem undirbyggður var nú síðla sum- ars. Súgandafiörður: Ráðið í fleststörf Róbert Schmidt, DV, Suöureyn; „Við auglýstum eftir fólki hing- að til vinnu og það tókst að ráða í flest þau störf. Hugsanlega get- um við bætt viö þremur til viðbót- ar,“ sagði Óðinn Gestsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyjuhf. Mörg fiskvinnslufyrirtæki hafa auglýst eftir fólki til starfa und- anfarnar vikur með misjöfhum árangri en um leið og skólar byrj- uðu fækkaði veruiega fólki í mörgum fyrirtækjum. Freyja hf. hefur ráöið til starfa sjö mann- eskjur, allt íslendinga. Með tiikomu 150 tonna linubáts, sera gerður verður út frá Suður- eyri í vetur, batnar ástandið í hráefnisöflun yfir vetrarmánuð- ina til muna en trihur mega ekki róa í desember og janúar, lögum samkvæmt. Einnig fær Freyja hf. fisk frá Norðurtanganum á ísafirði þegar þannig stendur á en um er að ræða greiöa á móti greiða, þ.e.a.s. Freyja hf. borgar Norðurtanganum aftur til baka þegar nægur afh berst til fyrir- tækisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.