Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 Neytendur Tilbúinn heitur matur í stórmörkuðum: Skammturinn kost ar f rá 250 krónum Stórmarkaðirnir á höfuðborgar- svæðinu bjóða margir hverjir heitan mat til sölu, bæði í hádeginu og á kvöldin.DV fór á stúfana og kannaði hvar hægt væri að fá þessa þjónustu og hvað hún kostaði. í ljós kom að nokkrir staðir bjóða upp á hana og voru menn sammála um að við- skiptavinirnir virtust kunna vel að meta hana. Ekki verður um beinan verðsamanburð að ræöa þar sem ekki er hægt að bera saman gæði þess til er á hverjum stað. Garðakaup „Við bjóðum upp á heitan mat, 7 rétti, í hádeginu og á kvöldin 5 daga vikunnar. Við seljum eftir kílóverði en bakkinn, með skammti fyrir einn mann, kostar á bihnu 350-600 krón- ur," sagði Halldór Þórhallsson hjá Garðakaupum. Halldór sagði að ódýrust væri svínarifjasteik en dýr- ast lambafille, nautalundir eða slíkt. Skammturinn af lambalæri kostar um 550 krónur. Kjötbollur, kjúkling- ar og fiskur eru einnig á matseðlin- um. Meðlæti fylgir. Heitur matur er seldur í Garða- kaupum frá 11.30 til 13.30 og síðan 16.30 til 19. Nóatún „Við erum aö selja þennan al- menna heimilismat í 5 af verslunum okkar. Við byrjum um 11 á morgnana og erum að selja eitthvað fram eftir degi, til 2 eöa 3," sagði Jakob Örn Haraldsson hjá Nóatúnsbúðunum. Hánn nefndi sem dæmi saltkjöt, kjöt- bollur, steiktan fisk í raspi, svína- sneiðar, hakk o.fl. og sagði kjötið vera selt á kílóverði, frá 800 til 2.000 krónur kg. Skammturinn með með- læti kostar að sögn Jakobs 350 til 600 krónur, úrbéinaða lambalærið dýr- ast. Hagkaup Fimm Hagkaupsbúðir selja heitan Á fjölmörgum stöoum á höfuöborgarsvæöinu stendur fólki til boða að kaupa heitan mat i hádeginu og stundum á kvöldin. Skammturinn fyrir manninn kostur á bilinu 250 til 600 krónur. mat, minni búðirnar bara í hádeginu, frá 11.30 til 13.30, en allan daginn í Kringlunni. í Skeifunni fæst heitur matur alla föstudaga. í Hagkaupi fæst bixímatur á 298 kr. skammtur- inn, kjötbollur eru á 398 kr. og flestir kjötréttir eru á bihnu 448-498. Ham- borgarhryggur og svínakótelettur eru á 585 kr. Miðað er við um 200-230 grömm af kjöti í skammtinn og með meðlætinu sé hann um 500 grömm. Kaupgarður í Kaupgarði er heitur matur seldur í hádeginu alla virka daga, frá 11-13.30, og á föstudögum fæst hann einnig frá 17-19.30. „Við erum með u.þ.b. 7 rétti á verð- bilinu 250 til 400 krónur. Ódýrustu skammtarnir eru með kjötbollum, fiskréttum og pottréttum ýmiss kon- ar. í dýrari skömmtunum erum við með lambahrygg og svínakjöt, bóg eða læri og ýmislegt fleira," sagði Davíð Ólafsson verslunarstjóri í samtali við DV. Hann sagði aðsókn- ina Lheita matinn aukast sífellt og að mest væri að gera á föstudögum. Miðvangur „Við erum með einn til tvo rétti á dag og aldrei þann sama tvisvar í viku. Við erum með fisk tvisvar í viku, steiktan eða í ofni, á 350 kr. á mann. Kjötbollur fást á 290 kr. og lambakótelettur á 390 kr. Á föstudög- um reynum við að hafa eitthvað heldur fínna, nautasnitsel eða shkt. Það kostar 460 kr.," sagði Jónas Rafn Jónsson, deildarstjóri í Miðvangi. Hann sagði kjötmagnið í skammtin- umvera 350-400 grömm. -sv Skipting, umfelgun og jafnvægisstilling: Meðalverð 11% lægra en í fyrra GMÞ bílaverkstæðið alltaf með lægsta verðið Samkeppnisstofnun gerði í byrjun október verðkönnun á þjónustu 18 hjólbarðaverkstæða á höfuðborgar- svæðinu, Könnunin nú var borin saman við sambærilega könnun sem gerð var í október 1994 og í Ijós kem- ur aö meðalverð er um 11% lægra nú en í fyrra á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu. í október 1994 var meðalverð á áð- urnefndum þáttum hjá fólksbílum 3.609 kr. en nú er þaö 3.194 kr. Mun- urinn er 11,5%. Sömu tölur fyrir sendibíla sýna meðalverð í okt. í fyrra 4.667 kr. en nú er það 4.150 kr. Munurinn er 11%. Rétt er að vekja athygli á því að GMÞ bílaverkstæðið, Fosshálsi 27, er með lægsta verðið í áðurnefndum þáttum, í vinnu við fólksbíla, sendi- ferðabíla og stóra jeppa. Sólning hf. var með hæsta verðið í öll skiptin (sjá graf). í könnun Samkeppnisstofnunar var einnig kannað verð á negldum og ónegldum vetrarhjólbörðum. Meðalverö á sóluðum vetrarhjól- börðum, ónegldum (stærð 155/14) .nú er 3.265 kr. en á sama tíma í fyrra var það 3.287 kr. Munurinn er 0,7%. -sv Reiknaö er með að hátt í 30 þús- und manns komi i Kolaportið um helgar. Kolaportið: Leigaá básum hækkar „Frá og með næstu helgi hækk- um við leiguverð fyrir algengustu stærðina' á básunum úr 2.700 krónum í 3.500 krónur. Þetta er tímabundin hækkun fram til ára- móta en þess má geta að í apríl 1992 var leiga á básum einmitt 3.500 krónur," segir Jens Ingólfs- son hjá Kolaportinu. Hann segir að þegar aðsóknin aukist fyrir jóhn hafi verðið fyrir básana ver- ið hækkað. Hann segist ekki sjá að hækkunin geti haft áhrif á verðið á þeirri vöru sem seld sé í Kolaportinu. 25 þúsund manns Jens Ingólfsson segir-að áætlað sé að á milli 25 og 30 þúsund manns komi í Kolaportið um hverja helgi. Verið sé að selja allt milh himins og jarðar en helst sé það kompudótið sem vanti um þessar mundir. „Þetta getur verið frá fatnaði og niður í skörðótta öskubakka, því meira drasl því betra segja þeir sem best þekka til í þessu," segir Jens Ingólfsson. Nýr ostur Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki hef- ur hafið framleiðslu á nýjum osti sem verið er að setja á markað þessa dagana. Osturinn, sem er 30% feitur, fastur og með mjúku ostabragði, hefur enn ekki hlotið nafn. Verðlaunasamkeppni um nafnið stendur til 10. nóvember og verða úrsht kynnt um miðjan þann mánuð. Osta- og smjörsalan sér um dreifingu ostsins. Vöruúrval: Mesttil í Hagkaupi, Kringlunni í verðkönnun Neytendasam- takanna og Framleiðsluráðs landbúnaðarins, sem gerð var 19. september síðastliðinn, var vöru- úrval 28 verslana á landinu kann- að. Lagt var upp með 209 vörur í samanburðinn. í ljós kom að af þessum 209 vörutegundum var mest til í Hagkaupi í Kringlunni, 160 tegundir alls. Næst kom Vöruhús KÁ með 157 tegundir og Samkaup í Keflavík og Fjarðar- kaup með 156 tegundir. Meðinn- an við 80 vörutegundir voru KASKÓ, Keflavík, með 79 teg., Hornabær með 77 teg., KEA- Nettó með 76 teg. og Verslunarfé- lag Austurlands með 75 vöruteg- undir. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.