Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 Spurningin Hvenær fórstu síðast út að borða? Sigurjón Haraldsson verslunar- maður: Ég fékk mér pylsu með öllu nema hráum í Ferstiklu á fóstudag- inn. Síðast þegar ég fór „grand“ út að borða var í fyrravetur. Hreiðar Jónsson klæðskeri: Fyrir mánuði fór ég á kjúklingastað á Grensásveginum en ég fer ekki oft út að borða. Valgerður Ólafsdóttir ritari: Eg fór á Ítalíu fyrir hálfum mánuði og fékk góðan mat. Gyða Halldórsdóttir verslunar- maöur: Á laugardaginn fór ég á Jarlinn og fékk þrælfinan mat. Ég fer alltof sjaldan út að borða. Nadine Martin verslunarmaður: Á Hótel Búðir í sumar. Maturinn hjá þeim var mjög góður. Guðmundur Björnsson KR-ingur: Ég fór á indverskan stað í Liverpool á Englandi í síðustu viku. Þar fékk ég 14 rétta máltíð en leifði helm- ingnum. Lesendur Jóhann Jónsson skrifar: Borgarstjórinn í Reykjavík virð- ist loks hafa áttað sig á að ófremdar- ástand ríkir á hinum vikulegu drykkjuhátíðum ungmenna í mið- borginni. Borgarstjórinn hafði þó einhvem pata af þessu fyrr og þar með patentlausn á vandanum: Að opna Hitt húsið í gamla Geysishús- inu til að uppræta samanlögð ung- lingavandamál borgarinnar. Hitt húsið er glæsilega upplýst og málað í skærum litum. Mergð starfsmanna vermir sófana þar og sötrar kaffi meðan beðið er. En unglingamir láta ekki sjá sig. Við þessu verður að bregðast. Unglingarnir þurfa að vera sýnileg- ir. Þ?ss vegna skal nú komið fyrir myndavélum um allan miðbæinn til að skima eftir unglingunum og öðr- um vegfarendum í hálfrökkri helg- arstemningarinnar. Lögreglan á að annast myndstjórn og upptöku. Kannski sparar þetta lögreglunni einhver viðskipti við videoleigur á niðurdrepandi næturvöktum. En hafa ekki einhverjar grandvarar kvennalistakonur séð í hendi sér að svona upptökuvélar sem vopn gegn unglingaskaranum í miðbænum eru persónunjósnir og mannréttinda- brot? „Stóri bróðir" kominn á kreik. Já, svei mér þá. En mannréttindabrotin em svo afstæð. Það hefur borgarstjórinn þó öragglega fengið staðfest í Kína. Og hún hefur líka komist að raun um Myndavélar um allan bæ til að skima eftir unglingum og öðrum vegfarend- um? að myndavélar af þessu tagi hafa verið notaðar með góðum árangri á „Torgi hins himneska friðar". Og því þá ekki hér líka? Varla skyldi tæknin bregðast okkur, úr því að Kínverjamir geta þetta! Og löggan getur sýnt á sér nýjar hliðar í samfélagshnýsni. Það verð- ur öragglega „súmmaö“ inn þegar þingmenn og aðrir góðborgarar, þar með taldir Pétur og Páll, bregða sér á kráarrölt í miðbænum, í jólaglögg og önnur teiti með forunautum sin- um. Súmm, súmm, fyrir og eftir. Kannski verður þetta jólamyndin á heimilum lögreglumanna. Óg kost- un? — Jú, „Stóra systir" í Ráðhús- inu. Draugagangur í miðbænum Sérstök „Feminísk sýn“ K.Þ. skrifar: Önnur og breytt vinnubrögð eru nú við stjórn höfuöborgar landsins. Eins og menn vita ræður nú Kvennalistinn, flokkur sem almennt mælist með 2% fylgi, lögum og lof- um í Ráðhúsinu. I Veru, málgagni listans, er rætt við konurnar sem stjóma borginni um hvað þær hafi að leiðarljósi við stjórn höfuðborg- arinnar. Þar kemur vel fram, hvað við Reykvíkingar létum hafa okkur út í að kjósa yfir okkur í fyrra. „Femínisminn á að birtast í öllum þeim málaflokkum sem borgar- stjóm á að sinna", segir þar m.a. „Stefna í kvenfrelsismálum" er „heildarstefna", sem á að „marka störf allra þeirra ráða og nefnda sem starfa innan borgarkerfisins". Var talað á þessum nótum fyrir kosningarnar? Hugmyndafræði Kvennalistans hefur alla tíð gengið út á, að konur séu fómarlömb karlmanna og þær hafi verið kúgaðar um aldir, og snúa þurfi vörn í sókn. Hvemig halda menn að fari þegar höfuðborg landsins er stjórnað með slíku hug- arfari? Borgarstýran í Reykjavík segist „leggja upp með það femíníska viðhorf sem okkar vega- nesti, að konur sem kyn eigi undir högg að sækja“? - Ættu karlmenn þá að ómaka sig við að sækja um störf hjá borginni? Kona nokkur var ráðin borgarrit- ari fyrir skömmu. Um þá ráðningu segir borgarstjórinn í Veru, að hún sé „sannfærð um að hún hefði ekki verið ráðin“ væra ákvarðanir ekki taknar út frá sérstakri „femínískri sýn. Þá var ráðin-kona í nýtt starf fjárreiðustjóra Reykjavvikurborgar. Sú kona segist í blaðaviðtali á dög- unum gera fastlega ráð fyrir að í umsókninni hafi hún notið þess að vera kona. Núverandi borgaryfir- völd virðast líta reykvíska karl- menn hornauga. Líður tæpast á löngu þar tii það verður maklega gagnkvæmt. Sérpakkaða nautakjötið horfið? Sigfús Jónsson skrifar: í síðustu viku var svokölluð Am- erísk vika þar sem nokkrar verslan- ir höfðu til sölu þekkt vörumerki frá Bandaríkjunum. Yfirleitt gæðavör- ur þótt ég þekki ekki öll merkin. Ég minnist t.d. að hafa séð þarna „Pepperidge" sem er þekkt vöru- merki á amerísku gæðakexi og ólíkt öðru kexi á markaöinum því í því eru engin aukefni og þess utan frá- bært sem meðlæti með kaffi. En þetta er ekki allt. Þessa dagana voru auglýstar „Amerískar steikur" (auðvitað ís- lenskt kjöt en unnar eftir kröfum sem gerðar era í Bandaríkjunum). Er ég skoðaöi nautakjötið, sem var á boðstólum þessa daga, saknaði ég þess að sjá ekki þær pakkningar sem auglýstar voru fyrir nokkrum vikum, með hinum sérpökkuðu nautasteikum og kjöthlutum, sér- staklega merktum fyrir neytenda- markað í Ameríku. Ég er undrandi á því að ekki skuli vera vandað jafn mikið tii vinnslu og pökkunar á nautakjöti hér á markaðinum og þegar það á að selj- ast á erlendum markaði. Hvers eig- um við að gjalda hér? Og svo er nátt- úrlega nautakjötið alltof dýrt hér til Hvar eru sérpökkuðu nautasteikurnar fyrir fslenska neytendur? spyr bréfrit- ari. þess að almenningur kaupi þaö í einhverjum mæli. Líkt og lamba- kjötið í t.d. læram eða hryggjum. Álagningin hlýtur að vera gríðar- leg. Sagt er að verslunin hér leggi frá 400—700 kr. á kg í lambalærum og hryggjum. Gagnstætt því er ger- ist um svínakjötið. Sé þetta rétt er hér auðvitað um okurálagningu að ræða og ekkert annað. Á þessu verð- lagi verður engin aukning í sölu þessara kjöttegunda. En hvar er nú Samkeppnisráð og öll hin ráðin sem hið opinbera heldur uppi? Hér er ekki lengur um heilbrigða verslun- arhætti að ræða heldur græðgi veiðimannasamfélagsins í sinni villtustu mynd. Fleiri flóttamenn til íslands Axel skrifar: Ég fagna framkvæði ísafjarð- arkaupstaðar með því að bjóða milli 20 og 30 flóttamönnum frá stríðshrjáðum Júgósiavíuríkjum að setjast aö hjá okkur í einum faUegasta bæ landsins. Einnig skal félagsmálaráðherra þakkað hans framlag til málsins. En þörf er á meiru. Nú ættu aðrir bæir að fylgja í kjölfarið og bjóða öðr- um flóttamönnum aösetur. Reykjavík hafði frumkvæðið í öndverðu, síðan isafjörður núna, og þá gætu önnur bæjarfélög fylgt á eftir. Hér vantar fólk og miklu, miklu meira fólk. Við get- um brauðfætt mun fleiri en hér búa nú. Eldriborgara- flokkur Páll hringdi: Ég er þess fuliviss að sá aðili eða þeir sem stofnuðu stjórn- málaflokk sem hefði það að markmiði að sinna eingöngu málefhum eldri borgara í land- inu fengju mikið og öruggt fylgi. Ég er eiginlega undrandi á því aö ekki skuli fyrir löngu vera búið að stofna slíkan stjórnmálaflokk. Engir flokkanna sinna málefnum aldraðra tO neinnar hlítar svo nú er lag að ríða á vaðið. Lífeyr- ismálin brenna þama kannski heitast. Ekki síst aldursmörkin sem þarf að færa niður. Þeir skara eld að sínu Hulda Svanlaugsdóttir skrif- ar: Ég er orðin fullorðin kona en nú skammast ég mín fyrir að vera íslendingur þegar ég heyri að ráðamönnum hafi tekist að skara svo eld að sinni köku að laun þeirra eru orðin fjórföld á við laun iðnaðarmanns. Ég hélt þó að á Alþingi væri margur góð- ur drengur. Og ég hafði alltaf vonað að jöfnuöm- yrði aðals- merki þessarar fámennu þjóðar. En hvaö skal nú segja? — Hér er kveöja tii þingmanna með þess- ari gömlu vísu: Þótt þú berir fin- ni flík/og fleiri í vösum lykla./ Okkar veröur lestin lík/á loka- daginn mikla. Grein Sverris Stormskers Bergur Halldórsson hringdi: Ég þakka Sverri fyrir frábæra kjailaragrein hans í DV 3. okt. sl. Þessi grein Sverris er að mínu mati beitt ádeila á tilgangsleysi ráðstefnanna sem við íslending- ar höfum heiliast svo af á síðustu árum. „Ráðstefnusamþykktir eru eitt, veruleikinn annað," seg- ir Sverrir m.a. Skyldi honum rat- ast rétt á munn? — Já, það vek- ur ávalit athygli þegar þekktir karlar og konur í þjóðfélaginu taka sig til og segja meiningu sína á mönnum og málefhum. Og öll átti grein Sverris Stormsker erindi við okkur. Vigdísi áfram sem forseta Friðrik Friðriksson skrifar: Ég tek undir með þeim sem hafa ýjað að því að skora á nú- verandi forseta, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, að endurskoða af- stöðu sína og ljá máls á því að gegna starfi sínu áfram enn eitt kjörtímabil. Ég sé ekki annað en annars hefjist hér nokkuð hatrömm barátta og flokkadrætt- ir. Við megum ekki við því nú, ofan á alla aðra óáran sem virð- ist í augsýn hér. Að öðrum kosti ættum við að hreinlega að end- urskoða þýðingu embættisins fyrir þjóðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.