Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 13 dv________________________________________Merming Heimsþekktur dansari setur upp ballett hjá íslenska dansflokknum: HÚSBÚNAÐUR Dansararnir komu mér á óvart - segir Robert LaFosse, aðaldansari hjá New York City Ballet /////////////////////////////// Aukablað um HÚSBÚNAÐ Miðvikudaginn 25. október mun aukablað um húsbúnað fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið að vanda. Þessa dagana er staddur hér á landi heimsþekktur aðaldansari og dans- höfundur frá New York City Ballet, Robert LaFosse, til að setja upp verk sitt hjá íslenska dansflokknum sem nefnist Rags. Robert er hér aðeins í nokkra daga að æfa dansarana en frumsýning verður 9. nóvember nk. í Borgarleikhúsinu. Þar ætlar ís- lenski dansflokkurinn að sýna nokk- ur sígild verk og ný auk Rags. Þau eru Hnotubrjóturinn, La Sylphide, Blómahátíðin í Genzano, Rauðar rós- ir og Næsti viðkomustaður: Álfa- steinn, eftir Ingibjörgu Björnsdóttur. Robert LaFosse sagðist í samtah við DV vera mjög ánægður með að hafa vérið boðið að setja upp verk hjá íslenska dansflokknum. Hann kom hingað fyrir tilstuðlan Lauren Hauser, ballettmeistara hjá flokkn- um, en þau dönsuðu saman þegar hann kom fyrst til New York City Ballet. „Lauren hringdi og bað mig að koma til að setja upp eitt verka minna. Ég valdi Rags þar sem aðeins 8 dansarar taka þátt. Dansinn er byggður á tónhst eftir Scott Jophn og notast við fjögur pör. Hvert par er fulltrúi mismunandi tímabha, þ.e. fyrstu fjögurra áratuga aldarinnar. Fyrir mér er tónlist Joplins óháð tíma og rúmi. Tónlistin hans mun lifa um ókomin ár,“ sagöi Robert. Robert sagði að Rags hefði verið saminn með ákveðnar persónur í huga á sínum tíma. Hann hefði því haft áhyggjur áður en hann kom th íslands um að dansarar íslenska dansflokksins myndu ekki passa í öh hlutverkin. Passa fullkomlega í hlutverkin „Það kom hins vegar strax í ljós að þessar áhyggjur voru ástæðu- lausar því dansaramir passa fuh- komlega í hlutverkin. Það kom mér á óvart hvað dansaranir hér eru góð- ir. Þetta eru allt atvinnumenn og með smáæfingu og tíma geta þeir komist að hjá hvaða dansflokki sem er í heiminum," sagði Robert. Rags hefur verið settur upp víða um heim við góðan orðstír. Frum- sýningin var í Munchen í Þýskalandi fyrir einu og hálfu ári. Robert sagði að verkið væri létt og skemmtilegt þótt sums staðar bæri á alvarlegum atriðum. Aðspurður sagði Robert að sjö dag- ar meö dansflokknum myndu duga sér. Dansararnir væru það góðir að hann myndi líklega ná því í rúmlega viku dvöl að fara í skoðunarferðir á áhugaverða staði! Dansararnir yrðu eftir í góðum höndum Lauren og Maríu Gísladóttur listdansstjóra. Frægðarferill Robert er fæddur í Beamont í Texas og hlaut sína fyrstu dansþjálfun hjá Marsha Woody Academy of Dance. Þaðan fór hann til New York þar sem hann hélt bahettnámi áfram. Árið 1977 var hann ráðinn hjá American Ballet Theatre og var fljótlega ráöinn aðaldansari flokksins. Robert hefur hefur verið aðaldansari New York City Ballet frá árinu 1986 auk þess sem hann hefur samið fjölda dans- verka. Sinn fyrsta ballett samdi hann árið 1985, Dóttir Rappacinis, fyrir flokk Mikhails Baryshnikovs. Robert hefur tekið þátt í uppfærsl- um á Broadway og árið 1992 var hann útnefndur til Tony verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í sýningunni Je- rome Robbins’ Broadway. Þá hefur hann m.a. hlotið menningarverðlaun New York borgar. Dansararnir í verki Roberts, Rags, eru þau Guðmundur Helgason, David Greenah, Christy Dunlap, Eld- ar Vahev, Sigrún Guðmundsdóttir, Júha Gold, Lhia Valieva og Jóhann Freyr Björgvinsson. Þá dansar Birg- itte Heide í öðrum verkum sem sýnd verða í Borgarleikhúsinu á vegum íslenska dansflokksins. Eins og áður greinir er Lauren Hauser ballett- meistari og María Gísladóttir hst- dansstjóri sýningarinnar. -bjb Meðal annars verður fjallað um heimilistæki, innrétt- ingar, lýsingu, gólfefni, húsgögn og nýja hönnun. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðinu er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, Ingibjargar Sveinsdóttur, sem fyrst eóa í síðasta lagi 17. október. Bréfasími ritstjórnar er 550-5999. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550 5722. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýs- inga er fimmtudagurinn 19. október. Ath.l Bréfasími okkar er 550-5727. 101*1» 4() VlK(jLE«A ISLENSKI LISTINN ER BIRTUR í DV A HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL..16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22. kynnir: jón axel Olafsson 989 EOTT UTVARPI fSLENSKI LISTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA Á fSLANDI. LISTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DV f HVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER Á BILINU 30(M00, Á ALDRINUM 14-35 ÁRA AF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- IÐ MIÐ AF SPILUN Á ÍSLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. fSLENSKI LISTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUGARDEGII DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI A LAUGARDÖGUM KL. 16-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTAI TEXTAVARPIMTV SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR. fSLENSKI LISTINN TEKUR ÞÁTTI VALj „WORLD CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS f LOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIF Á EVRÓPl INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKIÐ AF BANDARÍSKA TÓNLISTARBLAÐINU BILLBOARD.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.