Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBRER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Ferðaglaðir tapa áttum Ferðagleöi og flottræfilsháttur opinberra kerfistoppa hefur löngum vakiö undrun og ógleði hins almenna borg- ara. Skattpínd alþýða manna fréttir af fjölmennum sendi- nefndum á fundum sem varla kalla á stífa fundarsetu og trauðla að makar fylgi með. Frá því er greint í DV i dag að á annan tug íslendinga hafi dvalið undanfarna daga í höfuðborg Bandaríkjanna vegna ársfunda Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Dvergríkið ísland send- ir til Washington ráðherra, embættismenn, bankastjóra og nokkra maka fundarmanna. Af þessum hópi eru aðeins fjórir raunverulegir fulltrú- ar landsins, fjármálaráðherra og seðlabankastjóri sem aðalfulltrúar og tveir ráðuneytisstjórar sem varafulltrú- ar. Sú sendinefnd sýnist vel skipuð þótt ekki bættust við fleiri silkihúfur. Alþjóðabankinn greiðir fargjöld þessara manna en að öðru leyti kosta íslenskir skattborgarar för þeirra. Þeir sömu skattborgarar kosta einnig sveit emb- ættismanna sem fylgdi með. Bankastjórar ríkisbankanna sátu heldur ekki eftir. Glæsiferðir sem þessar hafa áður orðið tilefni um- ræðna. Það vakti hneykslun þegar frá þvi var greint í fyrra að um þrjátíu manna sveit embættismanna, ráð- herra og bankastjóra, auk maka, hefði farið til Madríd á Spáni til þess að sitja fundi sömu stofnana og nú funda í Washington. Ferðakostnaður vegna sólarlandaferðarinn- ar nam milljónum króna. Nokkru færri eru nú í för en engu að síður má ætla að ferðakostnaður nemi á fjórðu milljón króna. Eflaust má hafa gagn af fundum sem þessum og bent hefur verið á að íslendingar hafi fengið hagstæð lán frá ofangreindum stofnunum, t.d. til virkjana. En það er al- ger ofrausn smáríkis að senda slíka skara manna. Fyrr- verandi fjármálaráðherra hefur raunar líkt þessum sam- kundum við stórar bílasýningar þar sem þúsundir komi saman. Á sýningunni týnist einstaklingarnir í mannhaf- inu. Aðeins sé tekið eftir fulltrúum frá öflugu efnahags- ríkjunum. Þarna séu ákvarðanir ekki teknar. ísland þurfi því aðeins sína tvo formlegu fulltrúa, fjármálaráð- herra og seðlabankastjóra. En fjöldaferðin vestur um haf núna vekur enn meiri undrun nú en oft áður. íslenska ríkið og stofnanir þess eiga nóga peninga til þess að senda hálfan annan tug manna í glasaglauminn í Washington. En þetta sama ríki gat aðeins séð af einum fulltrúa til þess að gæta hags- muna sinna í griðarlegu hagsmunamáli þegar samið var um fyrirkomulag úthafsveiða á Flæmska hattinum svo- nefnda. Þegar tekin var ákvörðun um takmörkun afla á svæðinu var einn lögfræðingur sjávarútvegsráðuneytis- ins á staðnum. Þegar raunverulega þurfti á fullmektugri íslenskri sendinefhd að halda sátu menn heima. Þeir sem stundað hafa veiðar á Flæmska hattinum og um leið aflað sér veiðireynslu á svæðinu sitja uppi með sárt ennið. Aðrir sem hugðu gott til glóðarinnar og voru nýbúnir að kaupa skip til veiðanna sitja uppi með fjár- festingu sem ekki nýtist. Þegar milljarðaafli var í húfi dugði einn sendiboði. Reglubundnar hátíðarsýningar, í Madríd jafnt sem Washington, sækja hins vegar tugir. Þegar um afkomu okkar og hagsmuni er að tefla er sendur einn fulltrúi, sambandslítill við aðra. Ferðagleðin er hins vegar næg þegar tilefnin eru minni. Það sýna nýj- ar tölur ríkisreiknings fyrir síðasta ár. Þar kemur í ljós að kostnaður ríkissjóðs vegna utanlandsferða ráðuneyta hækkaði um 7 prósent frá árinu áður og nam nær 800 milljónum króna. Mikilvægisröðin er ekki í lagi. Jónas Haraldsson Djúpveiði- flotinn úr leik Það er ekki aðeins, að nýkjörinn forseti Alþingis finni til niðurlæg- ingar þess, heldur kom einnig fram í stefnuræðu forsætisráðherr- ans, að þetta tekur einnig til ríkis- stjórnarinnar. Þetta stafar af því, að ráðamenn þjóðarinnar hafa byggt um sig eins konar járnrjald, sem líkja má við Berlínarmúrinn sæla, og skilur þá frá öllu sam- bandi við þegnana. Offjárfesting og röng stefna í fiskveiðum er meginorsök þessa, en allur almenningur reynir á sjálfum sér, að lífskjör fara stöðugt versnandi, og fólk tekur að flýja land. Danir borga tvöfalt fyrir vinnu við verkun á flski, og tekur það reyndar einnig til flestra starfa, þar sem stjórnvöld hér koma við sögu. Dýrt spaug Verst er þó, að hinn dýri, óhag- kvæmi og áhættusami djúpveiði- floti er fyrirsjáanlega að verða gagnslaus. Norðmönnum hefir haldist uppi að beita hvers konar bellibrögðum gegn djúpveiðum á öllu Norðurhafinu, án þess að stjórnvöld hér hreyfi nokkrum andmælum eða mæti yfirgangi þeirra á nokkurn hátt. Það ríkir al- gjör og æpandi þögn um veiðirétt- indi íslenskra skipa í Norðurhaf- inu öllu. Á það að verða hlutskipti okkar kynslóðar að fá þau eftirmæli, að hún hafi glatað öllum rétti til fisk- veiða utan 200 mílnanna í Norður- hafmu til eilíföar? Síðari kynslóðir munu ekki þakka okkur þetta, og eiga þær þó að borga allt sukkið nú. Mónnum dettur helst í hug að fara bónarveg að Norðmönnum, m.ö.o. vera á klafa þeirra til fram- búðar. Það verður dýrt spaug. Það verður að stöðva útfærsluna á fiskilögu þeirra við útskerin, sem ísland getur aldrei samþykkt. Einsdæmi í fiskveiðisögunni Sumir eru að halda því fram, að ísland hafi samþykkt fiskilögsögu við Jan Mayen í samningunum 1980. Þetta er ekki rétt. í þeim samningi samþykktu Norðmenn 200 mílna fiskilögsögu íslands í átt til Jan Mayen, sem þýðir, að viður- kennt var, að Jan Mayen hefir ekki slika 200 mílna fiskilögsögu. Orðalag samningsins er þannig: Ríkisstjórnir landanna „hafa í huga að ísland hefir sett 200 mílna efnahagslögsögu, og að Noregur mun á næstunni ákveða fiskveiði- lögsögu við Jan Mayen." - Þetta orðalag verður aðeins túlkað sem viljayfirlýsing af hálfu Noregs. Ekki endanlegt samþykki íslands. Eftir var að athuga hvernig slík fiskilögsaga skyldi vera. Norðmenn treystu sér ekki til að setja slíka fiskilögsögu í 13 ár, fyrr en eftir að hinn vafasami og vé- Kjallarinn Onundur Asgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Stjórnvöld aöhafast ekkert Reglugerð Norðmanna byggir á því að Alþjóðadómstóllinn hafi samþykkt sjókort þeirra af Norður- hafinu, þ.e. að þeir eigi allt Norð- urhafið og megi stjórna veiðum þar að vild. Þetta sjónarmið er að baki fiskireglugerð þeirra, sem byggir á sjókorti því, sem gefið var út af Sjókortagerð Noregs í Stavan- ger í október 1994 undir heitinu Norske havet, sem tekur til alls Norðurhafsins og sviptir ísland og Færeyjar öllum rétti til veiða þar. Hvorki ísland hé Færeyjar geta fallist á þetta. Skyldu Danir geta fallist á þessa norsku niðurstöðu fyrir hönd Færeyinga? Þetta þýðir að íslenski djúp- veiðiflotinn er úr leik því að Norð- menn hafa lýst því yfir að ísland „Ráðaleysið og gunguhátturinn er alls staðar. — „Hver veitir huggun þá hold- ið grætur," syngja þeir í Hjálpræðis- hernum. Okkar hjálpræði finnst hvergi." fengjanlegi úrskurður Alþjóðadóm- stólsins í Haag, um skiptingu loðnuveiða milli Danmerkur og Noregs, lá fyrir í maí 1993. Sá úr- skurður ákvarðaði þessum löndum fiskveiðiréttindi í opnu hafi milli tveggja eyðiianda, víðs fjarri aðild-' arlöndunum. Hann mun því vera einsdæmi í fiskveiðisögunni og í engu samræmi við alþjóðalög, eins og segir í sératkvæðinu. Strax sama ár settu Norðmenn síðan reglugerð um fiskilögsögu við Svalbarða, sem þeir sjálfir felldu úr gildi með nýrri reglugerð í ágúst 1994, eftir háðulega aðför þeirra að togaranum Má frá Ólafs- vík og eftirfarandi árangurslausa málssókn. eigi engan rétt á veiðum á svæð- inu. Stjórnvöld hér aðhafast ekk- ert. LÍU vísar málinu frá sér til stríðshetjanna á Þórshöfn sem guggnuðu við rækjuveiðarnar við Svalbarða í sumar, guggnuðu við veiðar utan Smugunnar og Síld- arsmugunnar, guggnuðu við sild- veiðarnar fyrir austan þegar „norska" sfldin fór inn í „fiskilóg- sögu Jan Mayen," sem er hluti af Rauða torginu, aðalveiðislóð ís- lendinga á síld á 7. áratugnum. Ráðaleysið og gunguhátturinn er alls staðar. — „Hver veitir hugg- un þá holdið grætur," syngja þeir í Hjálpræðishernum. Okkar hjálp- ræði finnst hvergi. Önundur Ásgeirsson „Verst er þó að hinn dýri, óhagkvæmi ogáhættusami djúpveiöifloti er fyr- irsjáanlega að verða gagnslaus," segir Ónundur m.a. Skoðanir annarra Hagsmunir í Smugunni „Æði erfitt mun reynast Norðmönnum að halda því fram að íslendingar hafi ekki „raunverulega hagsmuni" af fiskveiðum í Smugunni. Að neita ís- lendingum um aðild að fiskveiðinefndinni er því gróft brot á Úthafsveiðisamningnum, fyrir utan að vera lýsandi dæmi um sérstætt vinarþel norskra yf- irvalda í garð norrænnar frændþjóðar. . . . Norð- menn hafa þegar byrjað viðræður á laun við ESB um aðild bandalagsins að veiðum í Síldarsmug- unni." Gunnar G. Schram í Mhl. 11. okt. Verkalýoshreyfmg í öndunarvélinni „Það var rifjað upp í Alþýðublaðinu um daginn, að þing Alþýðusambandsins árið 1958 samþykkti ályktun um að taka bæri upp vinnustaðasamninga. Ég þykist vita að núverandi forystu ASÍ þyki þetta hryllileg hugmynd. Samt er þetta óhjákvæmilega það sem koma skal: tíminn líður kannski hægt en hann líður alltaf að lokum eins og sagt er á Strönd- um. Verkalýðshreyfingin i núverandi mynd getur ekki lifað á fornri frægð. Auðvitað munu foringjarn- ir strita við að sitja en þar kemur að öndunarvélinni verður kippt úr sambandi." Hrafn Jökulsson í Alþbl. 11. okt. Miðbæjarvandinn _„í fljótu bragði sýnist mér ... út í hött að ætla að breyting á sjálfræðisaldri breyti einhverju um vand- ann í miðbænum. Ég tel líka mjög vafasamt að hert- ar reglur um veitingahús í miðbænum leysi ein- hvern vanda. Ég vil mótmæla því að um sé að ræða unglingavandamál. Þetta vandamál snýr miklu frek- ar að okkur foreldrum og þeim reglum sem við eig- um að geta framfylgt gagnvart uppeldi barna okk- ar." Árni Sigfússon borgarfulltr. í Tímanum 12.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.