Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 25 . 'f Bjarnólf ur skoraði fyrir Tottenham - boðið til enska félagsins í þriðja sinn ■ iili Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum: Bjarnólfur Lárusson, tvítugur knattspymumaður úr ÍBV, kom aft- ur til landsins á þriðjudaginn eftir rúmlega vikudvöl hjá enska úrvals- deildarliðinu Tottenham. Bjarnólfur dvaldi við æfmgar hjá Tottenham síðastliðið vor og vildi þjálfari unglingaliðs félagsins ólmur fá hann að nýju nú í haust til að sjá hann í leik. Og nú vilja forráðamenn Tottenham fá Bjarnólf sem fyrst tO Englands á ný og að þessu sinni ætl- ar félagið að borga allan brúsann, en það þurfti Bjarnólfur að sjá um í hin tvö skiptin. „Mér gekk mjög vel. Ég lék einn leik með 21 árs liði Tottenham, gegn Brentford, og við töpuðum 2-3. Eg skoraði eitt mark og lék ágætlega. Ég vissi það ekki fyrr en eftir á að þessi leikur var sérstaklega settur upp fyrir mig. Þeir sögðu mér þegar ég fór heim aö þeir vildu fá mig aftur út og þeir myndu borga allan kostn- að. I raun veit ég ekki mikið um framhaldið, hvort þeir era með samning í huga, eða hvað. Og ég veit ekki einu sinni hvenær ég fer út. Þetta kemur allt í ljós en er verulega spennandi," sagði Bjarnólfur við DV. • Bjarnólfur Lárusson ÍBV í sumar. leik með s, Jason jar Gauti RoyHo dgsoná leiðti Englendingurinn Roy Hodgson, illnter en hann lék með frekar óþekktum sem náð hefur frábærum árangri liðum á árum áður í Englandi. spyrnu, mun að öUum líkindum Untied í ensku 4. deildinni. Hodgson stjórnaði svissneska lið- sældaUstanum hjá forráðaraönn- inu tii sigurs gegn Ungveijum í um Inter, sérstaklega af því hann fyrrakvöld, 3-0, og þar með eru er mikiU tungumálamaður og talar Svisslendingar nær öraggir að m.a. ítölsku reiprennandi. Þá hafði komast í úrslit Evrópukeppninnar. enska knattspyrnusambandiö Hodgson hefur beðist lausnar sem einnig áhuga á að fá hann sem þjálfari Svisslendinga en hann tók tækiúlegan ráðgjafa fyrir enska við þeirri stöðu fyrir rúmlega landsliðið. þremur árum. Á þeim tíma hefur Hodgson sagði þó við fréttamenn hann náð frábærum árangri og er í gær að ekki væri búið að ganga Hodgson á að baki glæsilegan þjáUáraferU bæði í Svíþjóð ogSviss að árslaun hans verði í kringum 60 mUjjónir króna. Nauðsynlegt að ráða þjálf ara f Ijótlega - segir Kolbeinn Pálsson, formaður KKI Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu landsliðsþjálfara í körfu- knattleik síðan að Torfi Magnússon lét af störfum eftir Smáþjóðaleikana snemma í sumar. Að sögn Kolbeins Pálssonar, formanns Körfuknatt- leikssambands íslands, hefur nýlega verið komið saman sterkri landsliðs- nefnd og mun hún setjast niður á næstu dögum til skrafs og ráðagerða í ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara. „Við áttum í viðræðum við lands- liðsnefnd í gærkvöldi um hvert væri verksvið hennar en ég tel að hún sé mjög vel mönnuð. Við viljum að nefndin verði með í fullum ráðum þegar nýr þjálfari verður ráðinn. Næsta skref er að ofan í þessi mál verður farið en að mínu mati erum viö á þeim tímapunkti í dag. Það er nauðsynlegt að þjálfari taki við landsliðinu fljótlega. Þetta er hlutur sem þarf að framkvæma. Landsliðs- nefnd hefur verið fámenn fram að þessu en núna er búið að kippa þeim málum í lag og því ekkert að vanbún- aði,“ sagði Kolbeinn Pálsson í sam- tali við DV. Fljótlega mun landsliðsnefnd koma með tillögu til stjórnar KKÍ um hugs- anlegan landsliðsþjálfara en sam- kvæmt heimildum blaðsins hefur enginn öðrum fremur verið nefndur í því sambandi. BurnsogGudjón sáu um Blikana Ólafur Ástvaldsson, DV, Reykjanesbæ: Keflvíkingar áttu ekki miklum erflðleikum með lið Breiðabliks og sigruðu, 116-91, í úrvalsdeild- inni í körfubolta í gærkvöldi. Blikamir komu þó nokkuð á óvart 1 upphafi en síðan tóku Keflvíkingar við sér. Sérstaklega Burns og Guðjón og réðu Blikar ekkert við þá félaga. Síðari hálfleikur var auðveldur fyrir Keflvíkinga og ógnuðu Blik- amir aldrei forskoti heima- manna. Bums og Guðjón Skúla- son vora öflugir í Uði Keflvikinga en allir leikmen liösins fengu aö spreyta sig. Ungu strákarnir komu skemmtilega á óvart. Best- ir hjá Blikum voru þeir Thoele og Birgir Mikaelsson og eins átti Atli Sigurþórsson ágæta spretti. Keflaxík - Breiðabtik (61-47) 116-91 0-4, 12-9, 30-20, 40-30, 59-44 (61-47), 76-56,90-62,110-61,119-91. Stig Keflavíkur: Lenear Burns 31, Guðjón Skúlason 24, Falur Harðarson 16, Davíð Grissom 13, Sigurður Ingimundarson 9, Guð- jón Gylfason 8, Elentínus Mar- geirsson 7, Albert Óskarsson 6, Gunnar Einarsson 2. Stig Breiðabliks: Michael Tho- ele 32, Birgir Mikaelsson 20, Hall- dór Kristmannsson 15, Atlí Sigur- þórsson 13, Einar Hannesson 5, Hjörtur Áraason 4, Daöi Sigur- þórsson 2. Fráköst: Keflavík 37, Breiðabiik 27. 3ja stiga körfúr: Kcflavík 17/9, Breiðablik 21/8. Dómarar: Einar Einarsson og Eggert Þór Aðalsteinson, ógætir. Áhorfcndur: Um 350. Maður ieiksins: Lenear Burns, Keflavik. Afturelding enn án stiga Þóröur Gíslason skrifar: „Þetta var lélegt, fyrri hálfleikurinn var afleitur, við gerðum marga tekníska feila og vömin hriplak. í sókninni gerðum við fá mörk af níu metrunum og Bjarni var að verja hin skotin," sagði Bjarki Sigurðs- son, leikmaður Aftureldingar, vonsvikinn eftir tap gegn Haukum, 23-24, að Varmá. Afturelding er enn án stiga í deildinni eft- ir þrjár umferðir og liðsmenn verða að rífa sig upp fyrir sunnudaginn en þá leika þeir seinni leikinn í Evrópukeppninni. Leikurinn var jafn í upphafi en um miðj- an hálfleikinn missti Afturelding mann út af og Haukar geröu þrjú mörk í röð. Uundir lok hálfleiksins gerðu Haukamir svo tvö mörk úr hraðaupphlaupum, ein- um færri. Varnarleikurinn hjá báðum lið- um var afspymu slakur en Bjami var að verja vel á meðan markverðir Aftureld- ingar höíðu varið þijú skot. Hér urðu kaflaskipti í leiknum, Afturelding bætti vörnina og Bergsveinn fór að verja og Haukamir gerðu aðeins þrjú mörk síðustu 22 mín. leiksins. Aftqrelding náði ekki að fylgja þessu eftir í sókninni og Haukamir höfðu sigur. Hjá Aftureldingu var meðalmennskan í fyrirrúmi. Lítil ógnun var úr homunum í fyrri hálfleik en skánaði í þeim síðari og lék Páll þá ágætlega. Róbert lék lasinn á línunni en barðist vel. Skytturnar byijuðu leikinn vel en duttú út þegar á hann leið og hafa yfirleitt leikið betur. Liðsheild Haukanna var góð í fyrri hálf- leik og leikgleðin í fyrirrúmi, enda þijár vikur síðan þeir léku síöast. I síðari háif- leik datt botninn úr leik liðsins og Bjarni, Halldór og Aron héldu liðinu á floti. „Við höfðum vænlega stöðu en það loðir við okkur að hleypa þessu í spennu í lok- in,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka. Afturelding - Haukar (13-16) 23-24 1-0, 4-4, 7-7, 11-12, 11-15 (13-16), 15-18, 16-21, 20-21, 20-24, 23-24. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 5/2, Páll Þórólfsson 5, Gunnar Andrésson 4, Ingimundur Helgason 3, Róbert Sighvatsson 3, Þorkell Guðbrandsson 2, Viktor Viktorsson 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 10/1, Sebastian Alexand- ersson.l. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 8/4, Aron Kristjánsson 5, Björgvin Þorgeirsson 3, Þorkell Magnússon 3, Gunnar Gunnarsson 2, Petr Baumruk 2, Sveinberg Gíslason 1. Varin skot: Bjami Frostason 18/1. Brottvísanir: Afturelding 6 mín„ Haukar 8 mín. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, góðir. Áhorfendur: 335 greiddu að- gangseyri. Maður leiksins: Bjarni Frosta- son, Haukum. Knattspymumenn á Akureyri: „Við munum hjakka áfram í sama farinu“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ef þetta verður niðurstaðan, þá líst mér aö sjálfsögðu mjög illa á framhald- ið,“ segir Kristján Kristjánsson, formað- ur knattspyrnudeildar Þórs á Akureyri, en samkvæmt þriggja ára fram- kvæmdaáætlun bæjarstjórnar er ekki varið peningum til uppbyggingar yfir- byggðrar aðstöðu til knattspymuæfinga í bænum. Yfirbyggð aðstaða til knattspyrnuiðk- unar er efst á lista knattspymumanna bæjarins, sem telja að sú staðreynd að bæði Akureyrarliðin leiki í 2. deild end- urspegli aðstöðuleysi þeirra til æfinga. Gert hafði verið ráð fyrir að Akur- eyrarbær myndi leggja fram 60 milljónir króna í hlutafélag sem rætt hefur verið um að stofna og sjá átti um uppbyggingu yfirbyggðrar æfingaaðstöðu, en frá því hefur verið horfið. „Ég hef aldrei verið hrifmn af þeirri hugmynd að stofna um þetta hlutafélag, enda tel ég að Akureyrarbær eigi aö sjá um að byggja þessa aðstöðu og reka hana. Þessi niðurstaða nú þýðir í raun- ini ekki annað en að áfram verður hjakk- að í sama farinu, að ösla snjóinn á æfing- um fram á vor og koma verr undirbúnir til leiks en flestir andstæðinga okkar. Það verður áfram stöðnun eins og verið hefur," segir Kristján Kristjánsson. _______________íþróttir Ákærurímútu- málinu birtar í fyrradag vom lagðar fram formlegar kærur á hendur knatt- spyrnumönnunum Bruce Grob- belaar, John Fashanu og Hans Segers i rétti í Southarapton í Englandi. Þremenningarnir voru enn fremur látnir lausir úr varð- haldi gegn tryggingu. Grobbelaar er sakaður um að hafa tekið viö 4 milljónum króna M Fashanu fyrir að hafa haft áhrif á úrslitin í leik Newcastle og Liverpool. Grobbelaar stóð í marki Liverpool sem tapaði, 3-0. Fashanu er sakaður um að hafa afhent Grobbelaar áöumefnda uppliæð og um að hafa aíhent Segers 1,9 milljónir króna eftir að lið hans, Wimbledon, tapaði, 3-0, fyrir Liverpool. Segers er sakaöur um að hafa tekið á móti ofangreindri upp- hæð. Grobbelaar er enn fremur sak- aöui'nm að hafa þegið 200 þúsund krónur frá fyrrum viðskiptafé- laga sínum, Chris Vincent, fyrir að tapa ótilgreindum leik. Þremenningarnir neita öllum ákæruatriöunum og virtust af- slappaðir og sjálfsöruggir við réttarhöldin. Sex ákæmatriði af tiu, sem saksóknari birti í upp- hafi hafa verið felld niður, þar á meðal allt sem tengdist eiginkonu Fashanus. Kiyundzic áframhjá HK Júgóslavneski knattspyrnu- maðurinn Miodrag Kujmidzic befur gengið frá samningi viö HK ura að leika áfram með félaginu næsta sumar. Hann kom til HK í lok júní ásamt landa sínum, Tom- islav Sivic. Líklegt er að Sivic verði einnig með HK en hann leikur í Júgóslavíu i vetur. Steingrimur íSkotlandi Steingrímur Ingason tekur um helgina þátt í sterku ralli í Skot- landi, Tour of Mull, sem hefst í kvöld á eyjunni Mull. Aöstoðar- maður hans verður Breti, Joof Haig að nafni. Steingrímur er með rásnúmer 7 af 149 keppend- um og er því greinilega áiitinn í hópi fremstu ökuraanna í rallinu. Ralhð er um 600 km langt, þar af eru eknir ura 300 km á sérleið- um, og meiri hlutinn er ekimi í myrkri, í kvöld og nótt, og fram á aöfaranótt sunnudags. KA-Viking Stavanger: Forsalan gengurvel Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: FuUvíst má telja að færri kom- ist að en vilja á síðari leik KA og- norska iiösins Viking í Evrópu- keppni bikarhafa sem fram fer á Akureyri á sunnudag kl. 16. Forsala aðgöngumiða er hafin í versluninni Toppmenn og Sport á Akureyri og þar höföu um miðj- an dag í gær selst á 6. hundraö aðgöngutniðar. Eins og kunnugt er tapaði KA fyrri leiknum í Sta- vangri um síðustu helgi með eins raarks mun, 23-24, en flestir telja að ineð stuðningi áhorfenda á heimaveUi muni KA- menn klára dæmið og komast áfram í 2. um- ferö. Fleiri Evróptileikir eru um helgina þri Afturelding tekur á móti Negotino frá Makedóniu í Mosfellsbæ á sunnudagskvöldið klukkan 20. Negotino vann fyrri leikinn, 22-18. Víkingar leika báða leiki sina gegn Zubri í Tékklandi um helg- inaog Stjaman sækir Artasheim > til Grikklands í meistarakeppni kvenna og fer þangað með átta marka forskot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.