Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 Sviðsljós John Turturro segir frá ímynduðum glæpamannsferli sínum: Mundi ræna ritfanga- búðir og veitingastaði - gæðir sér á sikileyskum krásum í marga klukkutíma Bandaríski leikarinn John Tur- turro er ekki glæpamaður, sem betur fer. En ef hann væri af því sauðahús- inu er hann ekki í vafa um hvernig glæpi hann legði stund á. „Eg mundi ræna ritfangaverslanir, af því að ég hef svo gaman af fínum pennum og fallegum bókum, og ég mundi ræna matsölustaði. Ég mundi ota byssunni að kokkinum og segja: Eldaðu fyrir mig besta réttinn þinn," segir John Turturro. Leikarinn er nefnilega matmaður mikill. Nýlega bauð hann í mat á veitingastaðnum Antica Trattoria í Queens í New York, sem góðvinur hans einn á. Auk Turturros sjálfs voru viðstaddir eiginkona hans, leik- konan Katherine Borowitz, fimm ára gamall sonur hans og loks móðir leikarans. Saman gæddi fjölskyldan sér á sikileyskum krásum. Borðin á Ántica Trattoria svignuðu bókstafiega undan fylltum skeljum, smokkfiski, grilluðu grænmeti, spag- hettíi með sardínum og rauðvíninu bráðnauðsynlega. Og að ítölskum sið stóð málsverðurinn í margar John Turturro gæöir sér á Ijúffengum sikileyskum mat hjá vini sínum í New York. klukkustundir. Undir borðum ræddi Turturro m.a. 'um samstarf sitt og leikstýrunnar Diane Keaton; sem er kannski þekkt- ari fyrir hlutverk sín í myndum Woodys Allens.Turturro lék í nýj- ustu mynd hennar, Unstrung Hero- es, sem fjallar um missi. Sjálfur er Turturro ekki búinn að jafna sig að fuEu eftir lát föður síns, þótt liðin séu sjö ár, og vó það þungt þegar hann féllst á að taka að sér hlutverk í myndinni. „Mér finnst gaman aö leika í krefj- andi myndum en því miður er oft erfitt að fá slíkar myndir gerðar," segir hann. Þeim Diane Keaton kom vel saman og kom það Turturro nokkuð á óvart. „Við erum svo frábrugðin hvort öðru. Ég er miklu ákveðnari í fasi. Hún er dálítið feimin," segir hann. Turturro hefur leiítið í mörgum úrvalsmyndum um dagana og er skemmst að minnast frammistöðu hans í Quiz Show eftir Robert Red- ford. Tedlékáljós- myndarana í Ted Ðanson, sá ágæti maður úr Staupasteini; gekk nýlega í það heilaga með leikkonurini Mary Steenburgen. Þau hjóriakornin ffengu snilldarhugmynd til að iosnayið aUahósmyndaranasem venjulega leigja sér þyrlur og púga yfir veislusvæðið og smeUa af í gríö og erg. Þau buöu forseta- ponunum. Þar með var loffhelg- inyfir Martha's Vineyard, þar sem veislan var haldin, lokuð. Pakistanskur eldgleypir og klæöskiptingur sýnir listir sinar á menningarhá- tíð í Islamabad, Lok Virsa. Simamynd Reuter Margirgóðir íveislunni : Ekki er að spyrja að því að margt góðra gesta var í veislu þeirra Teds og Mary, enda Mart- ha's Vineyard þekktur samastað- ur fína og fræga fólksíns. Þarna máttí sjá, fyrir utan fprsetahjón- in, stórleikara og leikstjóra, fólk eins og Tom Hanks, Jonathan Demme, Lauru Dern, Kirstie Al- ley, Rheu Perlman og söngvar- ann James Taylor. CarlySimon mættiekki TVfargnefnd veisla vakti líka at- hygii fyr ir þá sem voru þar ekki. Cárly Simon, sú fræga söngkona, var til dæmis ekM mætt. Það á sér sínar éðlilegú skýringar. íbú- ar Martha's Vineyard skiptast nefnilega í tvo hópa, með Carly eða með James Taylor, fyrrum eiginmanni hennar. Ted og Mary : eru í liði James. Cltnton bauð þó : Cariy í kaffi áöur en hann fór frá syjunnL Karolínafer ílestarferð Karolína prinsessa frá Mónakó er sjálfsagt ekki yön því að ferð- ast með járnbraqtarlestum. Þess vegná skoðaði hún áætlánirnar vel á Austur-brautarstöðinni í Paris á dðgunum þegar hún og dpttir hennar voru ó ieið til veiöi- hallar Reynis fursta i Nprður- Frakklandi,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.