Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Síða 25
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 33 pv__________________Menning Oft var fundað í Lindarbæ á árum áður, stundum dansað, slegist, stigið í væng og kysst. Salurinn og sviðið eins frá einni athöfn til annarrar hvort sem ræðumenn voru að gera sig til fyrir hópi fólks, drengur að fara á fjörurnar við stúlku í sparifötunum eða kerling að leggja snörur fyrir karl með hvítt um hálsinn. Nú eru sýnd þar leikrit og sviðið aldrei eins frá einni uppákomu til annarrar. Þessa stundina er Ijótt sviö í miðjum salnum utan um ljótt fólk og ljót orð. Engu að síður er þar allt við hæfi; rétt orð sem hæfa umhverfi og því andrúmslofti sem þar á að ríkja; góð- ur leikur og afbragðs túlkun á raunveruleikanum þá og nú og kannski líka á morgun. Það kann að vera að einhverjum þyki verk Maxíms Gorkí, í djúpi dag- anna, sem frumsýnt var fyrir hundrað árum ekki eiga erindi til okkar hér í ljúfu meðvitundarleysi velferðarinnar. Því miður er það ranglega álykt- að; raun og vera leiksins gæti alveg eins verið íslenskur veruleiki dags- ins. Kannski ekki veruleiki íslenskra drykkjumanna því þeir eru sjálf- stæðir menn sem búa einir hér og hvar og hvergi; miklu fremur raunveru- leiki eiturlj'íjafólksins sem dregur sig saman í byggingum sem ekki feng- ist leyfi til að stunda bifreiðaviðgerðir í á sólarbjörtum degi hvað þá ann- að, en þessi hópur er nær því að vera félagshyggjufólk í líkingu við .... Eitthvað í þessa veru var ég að hugsa þegar ég gekk af sýningunni og út í veturnóttakyrru hins fimm- tuga lýðveldis. Ég hélt úti til klukk- an hálffjögur um morguninn og rölti um yíirfullar miðbæjargötur og kakkfullar krár og kaffihús. Ég hitti ölvaðan æskulýð og kóf- drukkna karla og kerlingar á miðjum aldri og þaðan af eldri, ég hlustaði á ræður og ávörp og andvörp og örvæntingarfull tilboð um ekki neitt. Mér birtust ef til vill ekki nákvæmlega sömu myndirnar og í Gorkí-leikn- um og ég heyrði ekki sömu orðin og þar voru sögð; en hvort tveggja var af sömu ætt og uppruna og ekkert kom á óvart. Utan eitt. í allmörg ár stundaði ég vinnu í miðbænum. Fyrir um það bil áratug tók ég eftir því í fyrsta sinn að maður gekk á milh ruslafata utan í ljósa- staurum og leitaði sér fanga. Oft sá ég hann fiska upp part af pylsu- brauði eða samloku sem hann gleypti jafnóðum en stöku sinnum bar svo vel í veiði í veröld hans að hann gat ekki borðaö allt sem aflaðist og safn- aði sér forða í plastpoka. Þessi maður var einn við iðju sína í nokkra mánuði en um það bil ári eftir aö ég sá hann fyrst voru þeir orðnir þrír sem áttu kviðfylli sína undir innihaldi ruslafatanna sem á var skrifað „Hrein torg - Fögur borg!“ - en það er allt önnur saga. í dag, í mjúkri auðsældinni, skipta þeir tugum sem eiga sitt undir af- gangi ofgnóttarfólksins. Þeir sem hafa brynjað sig fyrir aughti borgar- anna stunda iðju sína í björtu og taka það sem matarkyns er, hinir, sem neyðin er að hrekja í fyrstu leiðangrana, koma á vettvang á meðan nótt- in er myrk og safna plastflöskum og bjórdósum og stinga upp i sig bita og bita þar sem ljósin hafa slokknað á staurunum; elliiífeyrisþegar og öryrkjar ársins 1995; karlar úr Mýrdalnum eða norðan úr Fljótum, gaml- ar konur af Héraði ellegar Ljárskógarheiði og nýorðnir íslendingar utan úr heimi vesaldarinnar komnir í allsnægtir á ljósastaurum draumalands- ins! Þetta fann ég og þetta sá ég eftir sýninguna og það kom mér á óvart í nótt borgarinnar. En ég veit ekki endilega af hverju orðin, sem Gorkí leggur einum utangarðsmanni í munn undir lok leiksins og í allt öðru samhengien líf mitt var þessa nótt, hljómuðu fyrir eyrum mér á göngunni: „Þú valdir þér einfaldlega vont eintak sem félaga!" Frétir Rekum útlendinga ekki í hjónaband „Það er alltaf eitthvaö um að að fá dvaiarleyfi sitt ekki fram- fólk sé að velta þessu fyrir sér en lengt en þvertekur fyrir aö þetta umhverfið er ekki svo hart hér sé í stómm stil. Sambúö sé það að þetta sé í tniklum mæli. Við rnikils inetin i islensku þjóðféiagi. rekum fólk ekld í hjónaband. „Það kemur alltaf fyrir að fólk Sambúð erþað raikið viöurkennd í stuttri dvöl vill vinna og þá er hjáokkuraðfólkþarfekkistanda því bent á að það verði að fara í svona löguöu en við könnumst utan til að sækja um dvalar- og við þennan orðróm," segir Jó- atvinnuieyfi erlendis frá. Þaö eru hann Jóhannsson, forstöðumað- ailtaf einhveijir sem koma og ur Útlendingaeftirlitsins. segjast vera ástfangnir, vilja fara Jóliann segir að starfsmenn í sambúð og sækja um atvinnu- Útlendingaeftiriitsins hafi heyrt leyft á þeim grunni. Vissulega þann orðróm að útlendingar gift- hefur það áhrif og alvörusambúð ist íslendingum til að fá eða fram- er metin,“ segir Jóhann og bætir lengja dvalarleyfi sitt eða at- viö að útlendingar þurfi i það vinnuleyfi hér á landi. Hann seg- minnsta að skrá sig í sambúö hjá ir að það sé einkum í þeim tilfell- Hagstofunni þannig að einhver um þar sem útlendingarnir óttast alvara sé þar að baki. -GHS Atburðir Úlfar Þormóðsson ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 Stórasviðiðkl. 20.00. STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson í kvöld, föd. 13/10, Id. 21/10, föd. 27/10. ÞREK OG TÁR ettir Ólaf Hauk Símonarson 7. sýn. Id. 14/10, uppselt, 8. sýn. 15/10, upp- selt, 9. sýn. fíd. 19/10, uppseit, föd. 20/10, uppselt, fimmtud. 26/10, aukasýn., laus sæti, Id. 28/10, uppselt, fid. 2/11, Id. 4/11, sud. 5/11. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Frumsýning Id. 21/10 kl. 13.00,2. sýn. sud. 22/10 kl. 14.00,3. sýn. sud. 29/10 kl. 14.00, 4. sýn.sud. 29/10 kl. 17.00. Litlasviðiðkl. 20.30. SANNURKARLMAÐUR eftirTankred Dorst 4. sýn. í kvöld, föd., uppselt, 5. sýn. mvd. 18/10, nokkur sæti laus, 6. sýn. Id. 21/10,7. sýn. sud. 22/10,8. sýn. 26/10,9. sýn. sud. 29/10. Smiðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Ld. 14/10, uppselt, sud. 15/10, uppselt, fid. 19/10, nokkur sæti laus, föd. 20/10, uppselt, mvd. 25/10, Id. 28/10. Miöasalan er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 13-18 og fram aö sýningu sýn- ingardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 Sími miöasölu: 5511200 Simi skrifstofu: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Tilkyimingar Valgerður sýnir í Hafnarborg Sýningu Valgeröar Hauksdóttur í Hafn- arborg lýkur mánudaginn 16. október en hún hefur staöiö frá 30. september. Á sýningunni gefur að líta milli fimmtíu og sextíu verk unnin á pappír. Sýningin er opin kl. 12-18. Byssusýning í Laugardalshöll Helgina 14. og 15. október veröur byssu- sýning í Laugardalshöll. Þar verður sam- ankominn mikill fjöldi skotvopna af öll- um stærðum og geröum. Þar gefur aö líta ómetanlega dýrgripi og fomgripi ásamt veiðibyssum af öllum gerðum og stærð- um. Þama veröa samankomnir helstu byssusafnarar landsins, einnig Lögregl- an og Landhelgisgæslan. Sportvömversl- anir sýna vaming sinn og skotfélög verða á staðnum. Sýningin er opin kl. 9-18 báða dagana. Kvennadeild Barðstrendinga- félagsins heldur basar, kaffisölu og happdrætti í safnaðarheimili Langholtssóknar sunnu- daginn 15. október kl. 15. Ágóði rennur til starfs fyrir aldraða Barðstrendinga. Nýr veitingastaður í Bankastræti 29. september sl. opnaöi veitingastaður- inn Atias við Bankastræti. Yfirmat- reiðslumenn Atlas em þeir Þórður Bragason og Jón Arnar Guöbrandsson. Þeir hafa undanfarið starfað erlendis. Matseðill er mjög fjölbreyttur og er boðið upp á úrval ljúffengra rétta. Atlas býður einnig upp á tvo veislusah, annan fyrir smærri hópa og hinn tekur allt að 140 manns. Borðpantanir í s. 551 9900. Tapaðfimdið Kettlingurfannst í Árbæjarhverfi Gulbröndóttur kettlingur með hvíta sokka á loppum fannst í Árbæjarhverfi. Upplýs- ingar í s. 587 4612 eftir kl. 19. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra svið kl. 20.30. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Laud. 14/10, miðnætursýning kl. 23.30, örfá sæti laus, miövikud. 18/10, örfá sæti laus, 40. sýn. sunnud. 22/10, kl. 21. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Laud. 14/10 kl. 14, uppselt, sunnud. 15/10 kl. 14, uppseit, sunnud. 15/10 kl. 17, upp- selt, lau. 21/10 kl. 14, fáein sæti laus, sunnud. 22/10 kl. 14, fáein sæti laus, og kl. 17. fáelnsæti laus. Litla sviðkl. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Föstud. 13/10, uppselt, laud. 14/10, uppselt, sunnud. 15/10, uppselt, fim. 19/10, uppselt, föstud. 20/10, uppselt, laud. 21/10, uppselt. Stóra svið kl. 20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson 3. sýn. fös. 13/10, rauð kort gilda, fáein sæti laus, 4. sýn. flm. 19/10, blá kort gilda, 5. sýn. lau. 21 /10, gul kort gilda. Stóra svið kl. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Laugard. 14/10, fös. 20/10. Samstarfsverkefni: Barflugurnar sýna í veitingastofu kl. 20.30. BARPAR ■ eftir Jim Cartwright Frumsýning lau. 21/10, sýningfös. 27/10, lau. 28/10. crTórtleikaröð LR: hvert þriðjudagskvöld kl. 20.30. Þri. 17/10, Sniglabandið, afmælistón- leikar, miðav. 800 kr„ þri. 24/10.24 hópurinn miðaverð 800.- Tónleikar á iitla sviði: Jónas Árnason og Keltar mán. 16/10 kl. 20. Miðaverð 1.000. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntun- um i sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. i ÍSLJENSKA ÓPERAN t ___Jiiil Sími 551-1475 Sýnlng í kvöld föstud. 13/10, laugard. 14/10. Sýnlngar hefjast kl. 21.00. Miðasalan er opin kl. 15-19 daglega nema mánudaga, sýningardag til kl. 21. SÍMI551-1475, bréfasimi 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Safnaðarstarf Langholtskirkja: Aftansöngur kl. 18.00. Laugarneskirkja: Mömmumorgnar kl. 10-12. á’fclHfl II DV 1 é W iii 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. iíj Fótbolti _2j Handbolti 3) Körfubolti ; 4j Enski boltinn 5 [ ítalski boltinn 6.1 Þýski boltinn ■ 71 Önnur úrslit 8 NBA-deildin lj1 Vikutilboð stórmarkaðanna :”2] Uppskriftir 1| Læknavaktin _2J Apótek 3 | Gengi Dagskrá Sjónvarps : 2 \ Dagskrá Stöövar 2 : 3 [ Dagskrá rásar 1 ]4j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 51 Myndbandagagnrýni 6 [ ísl. listinn -topp 40 - 7j Tónlistargagnrýni 8 Nýjustu myndböndin 1J Krár 2 j Dansstaðir 3 SLeikhús 41 Leikhúsgagnrýni L5J Bíó _6j Kvikmyndagagnrýni íMMíámá mer lj Lottó 2j Víkingalottó 3 Getraunir AIIIH 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.