Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 26
•34 FOSTUDAGUR 13. OKTOBRER 1895 Afmæli Teitur Björnsson Teitur Björnsson, bóndi á Brún í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu, verður áttræður á morgun. Starfsferill Teitur fæddist á Hallbjarnar- stöðum i Reykjadal en ólst upp á Brun. Hann stundaði nám við Hérðaðsskólann á Laugum í tvo vetur. Teitur var bóndi í fimmtíu og fimm ár, lengst af á Brún. Hann var sveitarstjórnarmaður í Reykjadal í tuttugu og átta ár, þar af oddviti í sextán ár, sat í stjórn Kaupfélags Þingeyinga í tuttugu og fimm ár, þar af for- maður í ellefu ár, var búnaðar- þingsfulltrúi í tuttugu og fjögur ár, i stjórn Búnaðarsambands SUður-Þingeyinga í tuttugu og sex ár, sýslunefndarmaður í tuttugu og fjögur ár, í stjórn Sparisjóðs Reykdæla í tuttugu ár, í stjórn Osta- og smjörsölunnar í átta ár og er heiðursfélagi Búnaðarfélags íslands. Fjölskylda Teitur kvæntist 29.6. 1940 Elínu Aradóttur, f. 3.11.1918, húsfreyju sem var veittur riddarakross fálkaorðunnar fyrir störf að fé- lagsmálum 1985. Hún er dóttir Ara Bjarnasonar, b. á Grýtubakka í Höfðahverfi, og k.h., Sigríðar Árnadóttur frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Börn Teits og Elínar eru Björn, f. 11.10. 1941, skólameistari á ísa- firði, kvæntur Önnu Gunnarsdótt- ur sérkennara; Ari, f. 13.3.1943, ráðunautur að Hrísum og formað- ur Bændasamtaka íslands, kvænt- ur Elínu Magnúsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn; Sigríður, f. 6.2,1946, sérkennari i Kópavogi, gift Eggert Haukssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn; Eriingur, f. 6.2. 1946, b. á Brún, kvæntur Sigurlaugu Svav- arsdóttur kennara og eiga þau einn son; Helga, f. 8.8.1947, kenn- ari á Högnastöðum II í Hruna- mannahreppi, gift Jóni Her- mannssyni, b. þar, og eiga þau þrjár dætur; Ingvar, f. 2.2.1951, læknir og dósent á Akureyri, kvæntur Helen Teitsson líffræð- ingi og eiga þau tvö börn. Systkini Teits: Ingvar, f. 30.1. 1917, d. 1949; Helga, f. 27.2. 1919, d. 1935; Hróar, f. 14.10. 1920, d. 1991; Svafar, f. 24.11. 1922, d. 1954; Gest- ur, f. 18.4. 1924, d. 1995. Foreldrar Teits voru Björn Sig- tryggsson, f. 9.5. 1889, d. 1956, b. og oddviti á Brún, og k.h., Elín Tómasdóttir, f. 2.10. 1880, d. 1953, húsfreyja. Ætt Björn var bróðir Tryggva, föð- ur Inga, fyrrv. formanns Stéttar- sambands bænda. Björn var son- ur Sigtryggs, b. á Hallbjarnarstöð- um, Helgasonar, b. þar, Jónsson- ar. Móðir Helga var Herborg, systir Bjargar, langömmu Þor- gríms Starra, föður Kára í Garði. Önnur systir Herborgar var Þur- íður, móðir Sigurðar, ráðherra á Ysíafelli, föður Jóns rifhöfundar, fóður Jónasar búnaðarmálastjóra. Herborg var dóttir Helga, ætrföð- ur Skútustaðaættarinnar, Ás- mundssonar. Móðir Sigtryggs var Sigurveig Sigurðardóttir frá Arn- arvatni. Móðir Björns var Helga Jóns- dóttir, b. á Arndísarstóðum, Árnasonar, og Herdisar Ingjalds- dóttur, dbrm. á Mýri, Jónssonar, b. þar, Jónssonar, af Mýrarætt, bróður Sigurðar, föður Jóns, alþm. á Gautlöndum, föður ráð- herranna Péturs og Kristjáns og afa ráðherranna Haralds Guð- mundssonar og Steingríms Stein- þórssonar. Móðir Teits var Elín, systir Sig- urgeirs, föður Ingólfs, bókbindara í Vallholti. Elín var dóttir Tómas- ar, b. í Stafni, Sigurðssonar, b. þar, Sigurðssonar. Móðir Elínar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Lundarbrekku, Teitur Björnsson. Sigurðssonar, b. þar, Sigurðsson- ar. Teitur og Elín taka á móti gest- um á afmælisdaginn, laugardag- inn 14.10., í Félagsheimilinu Breiðumýri, kl. 15-18. Sigurður Valdimar Friðþjófsson Sigurður Valdimar Friðþjófsson skrifstofustjóri, Laufvangi 7, Hafharfirði, er sjötugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist að Bakka í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst upp í Fnjóskadalnum. Hann flutti til Akureyrar 1944 og tók þá utanskólapróf upp í þriðja bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar, gagnfræðapróf þaðan 1945, tók gagnfræðapróf utanskóla við MA 1946, stúdentspróf frá MA 1949, stundaði nám í viðskiptafræði við Hí 1949-50, stundaði nám í ís- lenskum fræðum við HÍ1950-57 og lauk cand. mag.- prófi með bókmenntir sem aðalgrein 1957. Sigurður var blaðamaður við Þjóðviljann 1957-63, fréttastjóri þar 1963-71, deildarstjóri Verk- fræði- og raunvísindadeildar HÍ 1971-85 og skrifstofustjóri sameig- inlegrar skrifstofu Verkfræði- deildar og Raunvísindadeildar frá 1985. Sigurður var formaður Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræð- um, 1952-53, sat í stúdentaráði HÍ 1953-54, ritari Félags róttækra stúdenta 1954-55, formaður Launamálanefndar Bí 1967-69, í stjórn Félags háskólakennara 1975-79 og 1989-91 og í stjórn Or- lofssjóðs BHR frá 1991. Fjölskylda Sigurður kvæntist 29.12. 1962 Jennýju Sólveigu Ólafsdóttur, f. 6.12. 1929, húsmóður. Hún er dótt- ir Ólafs Einarssonar, vélstjóra í Hvammi í Þistilfirði, sem lést 1932, og Sigrúnar Aðalsteinsdóttur húsfreyju sem lést 1942. Dætur Sigurðar og Jennýjar er Sigríður Sigurðardóttir, f. 8.10. 1964, búsett í Kópavogi, gift Jóni Hörðdal Jónassyni, en börn henn- ar af fyrra hjónabandi eru Fannar Freyr ívarsson, f. 15.2.1987, og Erna Valdls ívarsdóttir, f. 27.4. 1990; Ólöf Sigríður Sigurðardóttir, f. 23.11. 1966; Sigurbjörg Sigurðar- dóttir, f. 10.3.1970, gift Þóri Jóns- syni. Stjúpdóttir Sigurðar er Sigrún Jóna, f. 29.10. 1947, gift Mitchell Snyder, en sonur Sigrúnar er Þór- hallur Arnarson, f. 22.5. 1964. Bróðir Sigurðar er Guðlaugur Friðþjófsson, f. 1.5. 1920, bygginga- tæknifræðingur í Hafnarfirði sem lengst af starfaði hjá húsameist- ara Reykjavíkurborgar og síðar byggingadeild borgarverkfræð- ings. Foreldrar Sigurðar: Friðþjófur Guðlaugsson, f. 13.6. 1896, d. 15.11. 1981, b. að Bakka í Fnjóskadal og síðar iðnverkamaður á Akureyri, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 29.10. 1884, d. 4.11. 1957, húsfreyja. Ætt Foreldrar Friðþjófs voru Guð- laugur Ásmundsson, b. á Fremsta- felli í Köldukinn, og Jónína Gísla- dóttir vinnukona, lengst af á Sörlastöðum í Fnjóskadal. Foreldrar Sigríðar voru Sigurð- ur Jónsson, b. og húsmaður, og Margrét Indriðadóttir. Sigurður verður í útlöndum á afmælisdaginn. Sigurður Valdimar Friðþjófsson. Tll hamingju með afmælið 13. október 90ára Gunnlaug Magnúsdóttir, Atlastöðum, Svarfaðardalshreppi. 80ára Ingibjörg GísladótrJr, Fannborg 8, Kópavogi. Ingibjörg dvelur hjá syni sínu og tengdadóttur í Z"rich í Sviss. Jóhannes Einarsson, Sundabúð 1, Vopnafirði. Lárus Gamalíelsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Magnús Ingjaldssön, Kleppsvegi 76, Reykjavík. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Austurvegi 5, Grindavík. Sigurbjört Gústafsdóttir, 44 Rue de Bonnedvoie, L - 5950 ITZIG, Luxembourg. Hildur Ágústsdóttir, Klauf, Vestur-Landeyjum. Ágúst Pétur Haraldsson, KDíðarvegi 13, Kópavogi. Guðmundur A. Guðmundsson, Vesturbergi 78, Reykjavík. 50ára 70ára Sigríður Björnsdótrir, Skúlagötu 40A, Reykjavík. Kjartan Jóhannesson, Skálabrekku 9, HúsavQc. Aöalsteinn I. Eiríksson, Heiðarvegi 13, Reyðarfirði. 60ára Sigurlaug Bjórnsdóttir, Árskógum 13, EgUsstöðum. Kristján Jóhannsson, Gunnarsbraut 5, Dalabyggð. Nikulás Friðrik Magnússon, Baughúsum 7, Reykjavík. 40ára______ ' Hallgerður Kristinsilóllir, Lækjarbergi 17, Hafnarflrði. Sigrún Eggertsdóttir, Tómasarhaga 42, Reykjavík. Margrét Tómasdóttir, Ásbúð 100, Garðabæ. Ólafur Fannberg, Hörgshlíð 2, Reykjavík. Þorsteinn Helgi Ingason, Kárhóli, Reykdælahreppi. Ingibjörg Sæmun.dsdóttir, Ljósalandi, Saurbæjarhreppi. Hjörrur Bergmann Jónsson, Bridge Stórmót Hornfirðinga í bridge: Öruggur sigur Guðmundar Páls og Þorláks Heimsmeistararnir Guðmundur Páll Arnarson og Þórlákur Jónsson sigruðu næsta örugglega á Opna Hornafjarðarmótinu í tvímenningi sem haldið var helgina 29.-30. sept- ember á Hótel Höfn. Þeir félagarnir tóku snemma forystuna í mótinu og höfðu, þegar upp var staðið, tæplega 200 stiga forystu á næsta par. Fjölmörg þekkt pör voru með- al þátttakenda í þessu árlega móti, þar af 4 af 6 heimsmeisturum landsins. Pörin sem kepptu á mót- inu voru 44 og börðust þau hart um glæsileg peningaverðlaun sem námu samtals 400 þúsund krónum. Verðlaun voru veitt fyrir 10 efstu sætin. Að auki voru veitt þfenn humarverðlaun á mótinu fyrir hæstu skor í ákveðnum umferðum. Mótinu var stjórnað af Sveini Rún- ari Eiríkssyni. Lokastaða efstu para vairð þannig: 1. Guðmundur Páll Arnar- son-Þorlákur Jónsson 624 2. Aðalsteinn Jörgensen-Hrólfur Hjaltason 428 3. Guðlaugur R. Jóhannsson-Ás- mundur Pálsson 328 4. Páll Valdimarsson-Ragnar Magnússon 269 5. ísak Örn Sigurðsson-Helgi Sig- urðsson 230 6. Kristján Kristjánsson-Árni Guðmundsson 165 ,./ ,.x .,_ . ;>- -_sr<rx mÉÉ* s2 gÉÉj^- ¦ . t, wlBl ¦ r% 1 mSÍ w 1 hto__m_ _\\W\W\ h_w 'Wt_W\m__f'' ¦ ¦' L •- - ' • ¦ ¦ S*H Sigurvegararnir Þorlákur Jónsson og Guðmundur Páll Arnarson voru að vonum ánægðir í leikslok, enda voru verðlaunin fyrir fyrsta sætið 150.000 krónur. DV-mynd ÍS 7. Þröstur Ingimarsson-Erlendur Jónsson 161 8. Ljósbrá BaldursdóttirrStefán Jóhannsson 145 9. Björn Theódórsson-Sverrir Ár- mannsson 120 10. Guttormur Kristmanns- son-Pálmi Kristmannsson 107 -IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.