Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Blaðsíða 28
36 MIDVIKUDAGUR 13. OKOBER 1995 Er handboltalandsliðið flaggskip íslenskra íþrótta? Flaggskip íslensks íþróttalífs „Handboltinn ætti að vera efst- ur í forgangsrööinni því íslenska karlalandsliðiö er jú flaggskip is- lensks íþróttalífs." Ólafur B. Schram, í DV. Peningum mokað „Búvörusamningurinn er um það að moka í hann meiri pen- ingum." Jón Baldvin Hannibalsson, í Alþýðu- blaðinu. Fastir í fortíðinni Ótrúlega margir „framsóknar- menn" (allra flokka) virðast fast- Ummæli ir í fortíðinni... Þeir viröast ekki átta sig á því að unga fólkið kýs pasta fremur en hrygg." Snjólfur Ólafsson, í DV. Aðstöðumunurinn gífurlegur „Aðstöðumunur Borgar- og Þjóöleikhússins er gífurlegur. Ég setti það mér það markmið að leiðrétta þennan mismun og þeg- ar það náðist ekki sagði ég starfi mínu lausu." Sigurður Hróarsson, i' Tímanum. Fyrirliöinn erfiðastur „Það er nú orðið ansi hart þeg- ar maður þarf að taka á stóra sínum gegn eigin fyrirliða." Birkir Kristinsson landsliösmarkmaö- ur, f Morgunblaðinu. Mafíósar á bak við lás og slá á ítalíu. Voldugasta glæpastarfsemin Mafían, sem hefur hreiðrað um sig í Bandaríkjunum er vold- ugasta glæpastarfsemi í heimin- um. í samtökum þessum er um það bil 5000 manns í 25 „fjöl- skyldum" er lúta stjórn „Ráðs- ins". Enginn veit hve mikil velta þessarar samtaka er og hafa ýmsar tölur verið nefndar en sjálfsagt er veltan ekki mikið minni en 200 milljarðar dollarar á ári. Blessuð veröldin Upprunnin í Bandaríkjunum Uppruni mafíunnar í Banda- ríkjunum má rekja til ársins 1869 i New Orleans en orðið maf- ía er dregið af arabísku orði sem felur í sér fegurð, afburðahæfi- leika og kjark. Mestu manndráp innan mafíunnar áttu sér stað í september 1931 er fjörutíu mafíósar voru felldir eftir að Salvatore Maranzano, II Capo di Tutti Capi var myrtur í New York. Þurrt að mestu í dag verður austan- og norðaust- anátt, víðast gola. Norðan- og norð- vestanlands verða smáél fram eftir degi en annars verður skýjað með köflum og þurrt að mestu. í kvöld og nótt verður dálítil súld með köflum suöaustan- og austanlands. Hiti Veðrið í dag verður á bilinu 0 til 6 stig yfir dag- inn en víða næturfrost. Á höfuð- borgarsvæðinu verður hæg austlæg átt og skýjað með köflum. Hiti 2 til 6 stig yfir daginn en vægt frost í nótt. Sólarlag 1 Reykjavík: 18.17 Sólarupprás á morgun: 8.13 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.07 Árdegisflóð á morgun: 9.27 Heimild: Almanak Háskólans Veörió kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél á slö.klst. 0 Akurnes alskýjaö 1 Bergsstaðir skýjað -2 Bolungarvík alskýjað 0 Egilsstaðir skýjaó -2 Keflavíkurflugvóllur skýjað 1 Kirkjubœjarklaustur skýjaö 2 Raufarhöfn alskýjað 0 Reykjavík skýjað 1 Stórhöfði skýjað 5 Bergen léttskýjað 6 Helsinki alskýjaó 12 Kaupmannahöfn súld 13 Ósló skýjað 6 Stokkhólmur skýjað 13 Þórshófn • skúr á síð.klst. 6 Amsterdam þoka 15 Barcelona súld 17 Berlin þokumóóa 14 Chicago heiðskirt 19 Feneyjar þokumóða 12 Frankfurt þokumóða 15 Glasgow rigning og súld 10 Hamborg þokumóóa 15 London mistur 14 Los Angeles mistur 18 Lúxemborg þokumóða 13 Madrid léttskýjað 8 Malaga þokumóða 17 Mallorca skýjað 14 Montreal heiðskírt 14 New York heiðskírt 21 Nuuk heióskírt -2 Orlando léttskýjað 24 Róm þokumóða 12 Valencia léttskýjað 14 Vín léttskýjað 12 Winnipeg léttskýjað. 8 Tryggvi Gunnar Hansen ásatrúarmaður: Helst vil ég tjalda yfir hofið meðnautsleðri Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Það liggur fyrir umsókn hjá bæjarstjórninni þess efnis að fá að setja þak á veisluskálann í vetur. Við sækjum um þetta sem lista- vérk til að byrja með og síðar ætl- um við að sækja um frekara leyfi til reksrurs. Vonandi fáum við já- kvætt svar en þetta gæti skapað at- vinnu síðar meir," 'segir Tryggvi Gunnar Hansen ásatrúarmaður Maður dagsins sem er einna þekktastur fyrir hof- byggingu sína í Grindavík sem bæjafstjórnin stöðvaði fram- kvæmdir við á sínum tíma. Tryggvi Gunnar er þessa dagana ásamt nokkrum félögum sínum í Grindavík að reisa stóran og mik- inn skála í víkingastíl sem þeir nefna Ægisgarð. Hann stefnir einnig á að klára hofbyggingu sína í Hraungerðislóðinni. „Ég ætla Tryggvi Gunnar Hansen. mér að rjalda yfir hana með skinni og þá helst nautsleðri. Auk þess að standa í þessum byggingarfram- kvæmdum er ég að setja upp myndlistarstúdíó með aðstööu til að halda námskeið í myndlist. Þetta er gamalt húsnæði sem Hrað- frystihúsið var með starfsemi í á sínum tíma." Tryggvi Gunnar hefur búið tæp þrjú ár í Grindavík og segist líka vel að búa þar og ekki síður við fólkið sem býr þar. Hann hefur ferðast víðs vegar um landið og hlaðið ýmsar byggingar eins og torfbæinn í Njarðvík. Hann hefur að baki nám í myndlistarskólum og Háskóla íslands þar sem hann lagði stund á heimnspeki og þjóð- fræði. Þá vann hann hjá konung- legu akademíunni í skúlptúr í Dan- mörku og einnig var hann við nám í Þýskalandi í leiklist og song. Þegar kemur að áhugamálum hans er það fljótsvarað: „Áhuga- málið er það sem ég er að vinna við, einnig hef ég gaman af að fara með vinum og félögum út í óspillta náttúruna og þá hef ég áhuga á að fólk almennt komi meira saman og ræði mál sin opinskátt. Eiginkona Tryggva er Sigríður Vala Haralds- dóttir sem nýkomin er frá Svíþjóð þar sem hún var að mála og mun hún vinna við myndlistarstúdíóið. Tryggvi Gunnar á tvö börn með fyrri konu sinni, Hans Inga, 14 ára, og Önnu Sóleyju, 11 ára. Þau búa í Svíþjóð. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1340: Evrópuleikur í handbolta Víkingur, sem mætir með ungt lið í 1. deildina í handbolta, kaus að leika báða leiki sína í Evrópukeppninni á erlendri grund og er liðið því statt í Tékk- landi og leikur tvo leiki við Zu- bri. Fyrri leikurinn er í kvöld og sá síðari á sunnudaginn. Róður- inn verður sjálfsagt þungur hjá Vjkingum, enda Tékkland með á íþróttir sínum snærum góð félagslið. í dag er einnig leikið í körfu- boltanum og er einn leikur í 1. deild karla og einn leikur í 1. deild kvenna þar sem keppa á Akranesi ÍA og Tindastóll kl. 20. Skák Hér er gömul og góð skákþraut eftir Þjóðverjann Theodor Nissl, sem er ekki auðleyst þótt fáir menn séu á borði. Hvítur á að leika og máta í 6. leik. Nú er lesandans að leggja höfuð í bleyti: ABCDEFGH Hvítur þarf aðeins að koma biskupn- um í færi við kónginn til að máta og aðeins svarti hrókurinn er til varnar. Til þess að ná markinu þarf nokkra út- sjónarsemi: 1. Bh4! Hdl 2. Bg3 Hcl 3. Bf4 Hc2 4. Bg5! Biskupinn er aftur kominn á sinn stað og nú er engin vörn við hótununum 5. Bd8+ eða 5. Bd2+ og mát í næsta leik. Jón L. Árnason Bridge Nýlokið er Monradbaró- meterkeppni Bridgefélags Reykja- víkur með sigri þeirra Aðalsteins Jörgensen og Ásmundar Pálssonar. Þeir skoruðu 523 stig yfir meðalskor en næstir voru bræðurnir Oddur og Hrólfur Hjaltasynir með 437 og síð- an komu hinir ungu efnilegu fsfirð- ingar, Hlynur T. Magnússon og Halldór Sigurðarson, með 385 stig í plús. í fyrstu umferð síðasta spila- dags lentu Ásmundur og Aðalsteinn í 6 spaða slemmu á NS-hendurnar í þessu spili. Eftir opnun suðurs reyndist erfitt að stöðva norður áður en menn fóru í slemmu. Sum pörin enduðu í 6 gröndum sem er vægast sagt vond slemma og byggist fyrst og fremst á því að kóngur liggi þriðji í tígli hjá austri af 6 spilum. Hálfslemma í spaða er hins vegar mun betri samningur: ? ÁK10 *ÁK953 ?7 32 G872 1082 N V A s « DU86 »D104 *KG4 7652 * 9754 »6 ? ÁD9 *ÁG 843 553 Kaupandi Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Sex spaða samningurinn byggist að mestu á því að spaðinn liggi 3—3 eða 4—2 með DGxx á undan ÁK10. Spilaáætlun sagnhafa byggist þá á því að trompa tvö hjörtu á suður- höndina og fría þannig fimmta hjarta sem tóifta slag, hugsanlega með tígulsvíningu til vara ef hún býðst. En eins og spilin liggja þá eru 6 spaðar vonlaus samningur en hinn vondi samningur, 6 grönd, stendur hins vegar. Þar er tiguldrottningunni einfaldlega svín- að og einn slagur gefinn á litinn og þegar tíglarnir liggja 3—3, fást 5 slagir á tígullitinn. Ásmundur og Aðalsteinn enduðu í 6 spöðum, Odd- ur og Hrólfur í 4 spöðum og Hlynur og Halldór í 6 gröndum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.