Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 Fréttir Leynitistinn um 250 tekjuhæstu ríMsstarfsmenn fæst ekki birtur: Held að f arið sé með list- ann eins og mannsmorð - segir félagsmálaráðherra - verður ekki birtur, segir flármálaráðherra „Eg hef ekki séð þennan lista og ég held að það sé farið með hann eins og mannsmorð. Mér finnst eðlilegt að birta hann," segjr Páll Pétursson félagsmálaráðherra um lista fjár- málaráðuneytisins um 250 tekju- hæstu ríkisstarfsmennina sem er meðal þess sem lagt var til grundvall- ar launahækkunum kjaradóms til handa æðstu embættismönnum ís- lenska ríkisins. Á Ustanum er Davíð Oddsson for- sætisráðherra í 129. sæti en auk hans komust tveir ráðherrar inn á listann. Félagsmálaráðherra segir að þrátt fyrir nauðsyn þess aö birta listann geri hans sér fulla grein fyrir að slík birting kæmi til með að valda usla í stjórnkerfinu. „Það yrði nú sennilega handagang- ur í öskjunni og ekki friðvænlegt í stjórnarráðinu ef hann kæmi á prenti og menn færu að bera sig samna og sjá hvað hinir fá. Þetta er það sem kemur í veg fyrir að forsend- ur kjaradóms séu birtar. Ég efast ekki um að kjaradómur hafi unnið samviskusamlega að sínu og haft hliðsjón af launabreytingum hjá þessu fólki. Þetta verður til þess að þarna er ein mikilvægasta forsendan hjá kjaradómi," segir Páll. Hann segist vita að þegar Stein- grímur Hermannsson var forsætis- ráðherra á sínum tíma hafi hann verið í 97. sæti. „Það eru greinilega nokkrir sem renna fram úr forsætis- ráðherra og það er töluvert skrið á þessu. Birting listans myndi hreinsa andrúmsloftið en það myndi ekki bæta andrúmsloftið í stjórnkerfinu. í mínu ráðuneyti er mjög lítil yfir- vinna og staðið á bremsunum varð- andi slíkt. Ég veit ekki hvað starfs- fólk segir ef það sér að sömu stöðu- heiti í öðrum ráðuneytum eru mikið betur borguð," segir Páll. Þeir hæstu með sex milljónir á ári Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að ekki komi til greina að birta hstann. Slík birting gæfi ekki réttan samanburð við laun og það hefði aldrei tíðkast að fjármála- ráðuneytið gæfi upp laun einstakl- inga. „Við gefum ekki upp laun ein- stakrastarfsmanna ríkisins," segir Friðrik". Hann segist ekki vflja upplýsa hverjir tróni efst á listanum en þar eigi ekki sæti einstaklingar sem teng- ist stjórnarráðinu. „Þessi listi kæmi mjög á óvart því þetta eru ákveðnar stéttir sem vinna mjög mikið og hafa mikla yfirvinnu. Ég get nefnt lækna, flugumferðar- stjóra og jafnvel lögreglumenn. Þetta eru ekki pólitíkusarnir. Við gefum ekki þennan lista upp en það getur verið að það komi einhvern tímann að því að svarað verði hvernig launa- skiptingin er milli einstaklinga, hve margir hafa þessi laun og hve marg- ir hafa hin. Eina undantekningin er sú að kjaradómur fær þessar upplýs- Þrír létu lífið á Suðurlandsvegi eftir ofsaakstur: Ók yf ir smábfl á um 150 kflómetra hraða - engar regiur gilda um aðferðir lögreglu við að stöðva óða ökumenn „Okkur reiknast til að bílnum hafi verið ekiö á um 150 kílómetra hraða þegar áreksturinn varð. Hemlafórin eru um 100 metrar að lengd en lög- reglan hafði skömmu áður hætt beinni eftirfór, þá á 140 kílómetra hraða," segir Guðmundur Hart- mannsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Hann sfjórnaði eftirfórinni eftir bíl sem ekið var á ofsahraða frá Reykjavík síðdegis í fyrradag, en ökuferðin endaði með árekstri við Kögunarhól. í árekstrinum lét þrír menn lífið, ökumaður bílsins sem eltur var og tvennt í bílnum sem ekið var á. Er talið að allir hafi látist samstundis. Ofsaakstur Upphaf harmleiksins var aö á átt- unda tímanum um kvöldið sást til Chevrolet Monte Carlo-bíls sem ekið var mjög glæfralega austur yfir Hell- isheiði. Lögreglan í Reykjavík til- kynnti Selfosslögreglunni um bílinn og var ákveðið að stöðva hann. Skammt vestan Selfoss var öku- manninum gefið merki um að stöðva en hann sinnti því ekki. Ók lögreglan þá fram fyrir bílinn sem þá var ekið áfram á ofsahraða í áttina til Selfoss. Austan við Ölfusárbrúna var bíln- um snúið á hringtorgi og ekið aftur til vesturs. Á hringtorginu rakst hann utan í jeppa og skemmdi hann Báðir bilarnir gjöreyðilögðust við áreksturinn og er talið að fólkið sem í þeim var hafi látist samstundis. Er talið að Chevrolettlnum, sem hér sést á myndinni, hafi verið ekið á um 150 kílómetra hraða þegar hann skall framan á FiatUno-bilnum. DV-myndS töluvert. Selfosslögreglan fylgdi bíln- um eftir vestur með IngólfsfjaUi og þegar hraðinn á4ögreglubflnum var orðinn um 140 kílómetrar á klukku- stuhd var ákveðið að slökkva á blikk- Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja ísíma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. ,x ö d d FÓLKSINS 904-1600 Á að leyfa hundahald í fjölbýlishúsum? NeíÍ'l ljósum og sírenu og fylgja í humátt á eftir bílnum, enda dró þá í sundur með þeim. 100metrahemlaför Rétt vestan við Kögunarhól virðist sem Chevrolettinn hafi komið aftan aö öðrum bil og reyndi bílstjórinn að hemla. Hemlunarförin, sem eru um 100 metra löng, bera með sér að bíllinn barst yfir á rangan vegar- helming og skall þar á bíl af gerðinni Fiat Uno. Varð áreksturinn geysi- harður og steig reykjarsúla til lofts. Lögreglan hafði skipulagt aðgerðir sínar svo að ætlunin var að stöðva umræddan bíl viö vegamót Hellis- heiöarvegar og Þrengslavegar. Biöu lögreglubflár úr Reykjavík hans þar. Glæfrafórinni lauk hins vegar áður þangað kom. Þau sem létust voru karl á sjötugs- aldri og kona á sextugsaldri, bæði úr Hafnarfirði. Ökumaður bflsins sem hörmungunum olli var 22 ára gamall úr Reykjavík. Engar reglur um eftirför Þegar áreksturinn varð hafði lög- reglan hæft beinni eftirfór eftir ákvöröun lögreglumanna á vett- vangi. Guðmundur Hartmannsson varðstjóri sagði í samtali við DV að engar reglur gfltu um eftirfór af þessu tagi og yrðu lögreglumenn að meta hvað gera skyldi eftir aðstæð-- um hverju sinni. í þessu tilviki var ákveðið að bíöa með frekari aögerðir þar til komið væri vestur á Heflisheiöi enda átti þá að vera búið að stöðva alla imiferð þar. Hörmungarnar dundu hins veg- ar yfir áður en svo langt var komið. -GK ingar sem eru ekki nafngreindar," segir Friðrik. Hann segir vandann snúast að hluta um það að á þessum lista sé eingöngu tekið tillit tfl launa sem Launaskrifstofa ríkisins greiðir út. Ekki til þess hluta launa sem greidd eru annars staðar svo sem B-hluta fyrirtækja. Upplýsingar byggðar á umræddum hsta yrðu því einungis tfl þess fallnar að kalla á vangaveltur sem ekki væru byggðar á raunveru- legum launum. Friðrik segist þó geta upplýst hvað þeir hæstu á listanum hafi í laun: „Þeir sem eru hæstir á þessum lista á árinu 1994 náðu um 6 mflljónum króna í laun." -rt Stuttar fréttir Dræmrjúpnaveiði Rjúpnaveiði var dræm fyrstu veiðidaganaum helgina vegna veðurs. Samkvæmt nýlegum mælingum er riúpnastofninn í ; uppsveifiu. Talið er að ein mflljón fugla sé í hauststofninum. Emeraldívanskil Flugfélagið Emerald Air er komið í vanskfl meö tvær fyrstu afborganirnar af 90 mifljóna króna láni Lífeyrissjóðs bænda, samtals 68 mifljónir. Of mikiíl niöurskurður Heflbrigðisráðherra segir að aform um niðurskurð á bótum tfl fólks í endurhæfingu gangi aílt of langt. Hann segir ekki á dag- skrá að ráðast á þennan hóp manna. Stöð 2 greindi frá þessu. Mjöggóðsíldveidi ; Mjög góð síidveiði er á miðuh- um úti af Austfjörðum þrátt fyrir rysjótta tíð. Háberg GK fékk full- fermi í einu kasti. Skipin eru í Reyðarfjarðardýpi. EkkertumESB Tfllögu um að íslendingar hættí aðildað Evrópska efnahagssvæö- inu var vísað frá í stíórnmála- : nefhd landsfundar Alþýðubanda- :: lagsins og kom ekkl tfl áígreiðslu. Bretargefafé ] Breskaríkisstjórninhefurgefið íslendingum fjárhupphæð tfl , kaupa á trjám öl gróðursetningar iiyið aðalgöngustíginn í Fossvogi én þar yrði áningarstaður sunn- an Óskjuhlíðar. Umboðsmaðurskuldara Fólk í greiðsluerfiðMkum og iisem ekki telur sig hafa Éengið éðlilega úrlausn sinna mála varð- andi skuldir sinar yið íslands-: banka getur nú leitaö til sérstaks umboðsmanns skuldara i bank- anum. Kjarasáttmálirofinn t í ályktun syórnarfundar Þjóð- ::vaka segir að lqarasáttmálinn, sem gerður var við launafólk í landinu, hafi verið rofinn. Venju- legt launafólk hafi nusst þolin- mæðina og landflótti og vonleysi aukist dag frá degi. ¦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.