Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Page 2
2 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 Fréttir Leynilistinn um 250 tekjuhæstu ríkisstarfsmenn fæst ekki birtur: Held að farið sé með list- ann eins og mannsmorð - segir félagsmálaráðherra - verður ekki birtur, segir fiármálaráðherra „Ég hef ekki séð þennan lista og ég held að það sé farið með hann eins og mannsmorð. Mér finnst eðhlegt að birta hann,“ segir Páh Pétursson félagsmálaráðherra um Usta fjár- málaráðuneytisins um 250 tekju- hæstu ríkisstarfsmennina sem er meðal þess sem lagt var tfi grundvall- ar launahækkunum kjaradóms til handa æðstu embættismönnum ís- lenska ríkisins. Á Ustanum er Davíð Oddsson for- sætisráðherra í 129. sæti en auk hans komust tveir ráðherrar inn á Ustann. Félagsmálaráðherra segir að þrátt fyrir nauðsyn þess að birta listann geri hans sér fuUa grein fyrir að slík birting kæmi til með að valda usla í stjómkerfinu. „Það yrði nú sennilega handagang- ur í öskjunni og ekki friðvænlegt í stjórnarráöinu ef hann kæmi á prenti og menn færu að bera sig samna og sjá hvað hinir fá. Þetta er það sem kemur í veg fyrir að forsend- ur kjaradóms séu birtar. Ég efast ekki um að kjaradómur hafi unnið samviskusamlega að sínu og haft hhðsjón af launabreytingum hjá þessu fólki. Þetta verður til þess að þama er ein mikUvægasta forsendan hjá kjaradómi," segir Páll. Hann segist vita að þegar Stein- grímur Hermannsson var forsætis- ráðherra á sinum tíma hafi hann verið í 97. sæti. „Það eru greinilega nokkrir sem renna fram úr forsætis- ráðherra og það er töluvert skrið á þessu. Birting Ustans myndi hreinsa andrúmsloftið en það myndi ekki bæta andrúmsloftið í stjórnkerfinu. í mínu ráðuneyti er mjög Util yfir- vinna og staöið á bremsunum varð- andi slíkt. Ég veit ekki hvað starfs- fólk segir ef það sér að sömu stöðu- heiti í öðrum ráðuneytum em mikið betur borguð," segir PáU. Þeir hæstu með sex milljónir á ári Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að ekki komi til greina að birta listann. Slík birting gæfi ekki réttan samanburð við laun og það hefði aldrei tíðkast að fjármála- ráðuneytið gæfi upp laun einstakl- inga. „Við gefum ekki upp laun ein- stakra _ starfsmanna ríkisins," segir Friðrik'. Hann segist ekki vilja upplýsa hveijir tróni efst á Ustanum en þar eigi ekki sæti einstaklingar sem teng- ist stjórnarráðinu. „Þessi Usti kæmi mjög á óvart því þetta eru ákveðnar stéttir sem vinna mjög mikið og hafa mikla yfirvinnu. Ég get nefnt lækna, flugumferðar- stjóra og jafnvel lögreglumenn. Þetta eru ekki pólitíkusarnir. Við gefum ekki þennan Usta upp en það getur verið að það komi einhvern tímann að því að svarað verði hvernig launa- skiptingin er mUU einstakUnga, hve margir hafa þessi laun og hve marg- ir hafa hin. Éina undantekningin er sú að kjaradómur fær þessar upplýs- ingar sem eru ekki nafngreindar," segir Friðrik. Hann segir vandann snúast að hluta um það að á þessum Usta sé eingöngu tekið tilUt til launa sem Launaskrifstofa ríkisins greiðir út. Ekki til þess hluta launa sem greidd eru annars staðar svo sem B-hluta fyrirtækja. Upplýsingar byggðar á umræddum Usta yrðu því einungis til þess faUnar að kalla á vangaveltur sem ekki væru byggðar á raunveru- legum launum. Friðrik segist þó geta upplýst hvað þeir hæstu á Ustanum hafi í laun: „Þeir sem eru hæstir á þessum lista á árinu 1994 náðu um 6 miUjónum króna í laun.“ -rt ÞrírlétulifiðáSuðurlandsvegieftirofsaakstur: Ok yf ir smábíl á um 150 kflómetra hraða - engar reglur gilda um aðferðir lögreglu við að stöðva óða ökumenn Báðir bílarnir gjöreyðilögðust við áreksturinn og er talið að fólkið sem i þeim var hafi látist samstundis. Er talið að Chevrolettinum, sem hér sést á myndinni, hafi verið ekið á um 150 kílómetra hraða þegar hann skall framan á Fiat Uno-bílnum. DV-mynd S „Okkur reiknast tíl að bUnum hafi verið ekið á um 150 kílómetra hraða þegar áreksturinn varð. Hemlaförin eru um 100 metrar að lengd en lög- reglan hafði skömmu áður hætt beinni eftirfór, þá á 140 kílómetra hraða,“ segir Guömundur Hart- mannsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Hann stjómaði eftirfórinni eftir bU sem ekið var á ofsahraða frá Reykjavík síðdegis í fyrradag, en ökuferðin endaði með árekstri við Kögunarhól. í árekstrinum lét þrír menn lífið, ökumaöur bUsins sem eltur var og tvennt í bílnum sem ekið var á. Er talið að alhr hafi látist samstundis. Ofsaakstur Upphaf harmleiksins var að á átt- unda tímanum um kvöldið sást til Chevrolet Monte Carlo-bíls sem ekiö var mjög glæfralega austur yfir Hell- isheiði. Lögreglan í Reykjavík til- kynnti Selfosslögreglunni um bílinn og var ákveðið að stöðva hann. Skammt vestan Selfoss var öku- manninum gefiö merki um að stöðva en hann sinnti því ekki. Ók lögreglan þá fram fyrir bílinn sem þá var ekið áfram á ofsahraða í áttina til Selfoss. Austan við Ölfusárbrúna var bíln- um snúið á hringtorgi og ekið aftur tíl vesturs. Á hringtorginu rakst hann utan í jeppa og skemmdi hann töluvert. Selfosslögreglan fylgdi bíln- um eftir vestur með Ingólfsíjalli og þegar hraðinn á-lögreglubUnum var orðinn um 140 kUómetrar á klukku- stund var ákveðið að slökkva á bUkk- ljósum og sírenu og fylgja í humátt á eftir bUnum, enda dró þá í sundur með þeim. 100 metra hemlaför Rétt vestan við Kögunarhól virðist sem Chevrolettinn hafi komið aftan að öðrum bU og reyndi bUstjórinn að hemla. Hemlunarfórin, sem eru um 100 metra löng, bera með sér að bíUinn barst yfir á rangan vegar- helming og skall þar á bíl af gerðinni Fiat Uno. Varð áreksturinn geysi- harður og steig reykjarsúla tíl lofts. Lögreglan haíði skipulagt aðgerðir sínar svo að ætlunin var að stöðva umræddan bíl við vegamót HeUis- heiðarvegar og Þrengslavegar. Biðu lögreglubUár úr Reykjavík hans þar. Glæfrafórinni lauk hins vegar áður þangaö kom. Þau sem létust voru karl á sjötugs- aldri og kona á sextugsaldri, bæði úr Hafnarfirði. Ökumaöur bílsins sem hörmungunum oUi var 22 ára gamaU úr Reykjavík. Engar reglur um eftirför Þegar áreksturinn varð haíði lög- reglan hætt beinni eftirför eftir ákvörðun lögreglumanna á vett- vangi. Guömundur Hartmannsson varðstjóri sagði í samtaU við DV að engar reglur gUtu um eftirfór af þessu tagi og yrðu lögreglumenn að meta hvað gera skyldi eftir aðstæð-- um hverju sinni. í þessu tilviki var ákveðið að bíða með frekari aðgerðir þar tU komið væri vestur á HelUsheiöi enda átti þá að vera búið að stöðva aUa umferö þar. Hörmungamar dundu hins veg- ar yfir áður en svo langt var komið. -GK Þú getur svaraO þessari spurningu meö því aO hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Nei a 904-1600 leyfa hundahald í fjölbýlishúsum? Alllf I tt»«f n« ktfflnu me6 ttnvaUstma g8ta nýtt 8ér þessa þjónustu. Stuttar fréttir Dræmrjúpnaveiði Rjúpnaveiði var dræm fyrstu veiðidagana um helgina vegna veðurs. Samkvæmt nýlegum mælingum er ijúpnastofninn í uppsveifiu. TaUð er að ein milljón fugla sé í hauststofninum. Emerald í vanskil Flugfélagiö Emerald Air er komið í vanskU með tvær fyrstu afborganirnar af 90 mUljóna króna láni Lífeyrissjóös bænda, samtals 68 tniUjónir. Of mikiil niðurskurður HeUbrigðisráðherra segir að áform um niðurskurð á bótum tíl fólks i endurhæfmgu gangi allt of langt. Hann segir ekki á dag- skrá að ráðast á þennan hóp manna. Stöð 2 gi-eindi frá þessu. Mjöggóðsíldveiði Mjög góð síldveíði er á miöun- um úti af Austfjörðum þrátt fyrir rysjótta tið. Háberg GK fékk full- fermi í einu kasti. Skipin eru í Reyðarfjarðardýpi. Ekkertum ESB TiUögu um að íslendingar hætti aðild að Evrópska efnahagssvæð- inu var vísað frá í stjórnmála- nefnd landsfundar Alþýðubanda- lagsins og kom ekki til afgreiðslu. Bretargefafé Breska ríkisstjórnin hefur gefið Islendingum fjárhupphæö tU kaupa á trjám til gróðursetningar við aðalgöngustígúm í Fossvogi en þar yröi áningarstaður sunn- an ÖskjuhUðar. Umboðsmaður skuldara Fólk í greiðsiuerfiðleikum og sem ekki telur sig hafa fengið eðlUega úrlausn sinna mála varð- andi skuldir sínar við íslands- banka getur nú leitað tU sérstaks umboösmanns skuldara í bank- anum. Kjarasáttmáti rofinn í ályktun stjórnarfundar Þjóð- vaka segir að kjarasáttmáUnn, sem gerður var við launafólk í landinu, hafi verið rofinn. Venju- legt launafóik hafi misst þolin- mæðina og landftótti og vonleysi aukist dag frá degi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.