Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Side 4
4 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 Fréttir Baktjaldamakk við kosningu í trúnaðarstörf á landsfundi Alþýðubandalagsins: Varaformaður og rit- ari úr liði Steingríms Jóhann Geirdal, nýkjörinn varaformaður Alþýðubandalagsins, og Margrét Frímannsdóttir, nýkjörinn formaður flokksins, á landsfundinum síðdegis í gær. DV-mynd GVA Eftir mikið baktjaldamakk og mála- miðlanir á landsfundi Alþýðubanda- lagsins í gær var Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og form- aður Verslunarmannafélags Suður- nesja, kosinn varaformaður flokks- ins. Steingrímur J. Sigfússon, sem tap- aði í formannskjörinu fyrir Margréti Frímannsdóttur á fóstudag, gaf ekki kost á sér í varaformannsembættið. Var þá leitað til Jóhanns Geirdals. Hann færðist í fyrstu undan en-eftir verulegan þrýsting féllst hann á að gefa kost á sér. Samkvæmt viðmæl- anda DV á landsfundinum var þaö nýkjörnum formanni mjög að skapi þar sem hún hafði lagt á það ríka áherslu í kosningabaráttunni að varaformaðurinn yrði ekki þingmað- ur heldur kæmi hann úr röðum sveitarstjórnarmanna eða úr verka- lýðshreyfingunni og gæti því hellt sér í flokksstarfið. Eftir aö Jóhann hafði gefið kost á sér kom tiilaga utan úr sal um Flosa Kristinsson úr Kópavogi. Heimildir DV herma að lítil alvara hafi verið á bak viö þá tillögu. Mikil sátt hafi verið um framboð Jóhanns þar sem hann uppfyllti óskir nýkjörins for- manns, auk þess sem stuðningsmenn Steingríms J. Sigfússoanr í for- mannskjörinu fengu þar sinn full- trúa í annað æðsta embætti flokks- ins. Hlaut Jóhann rússneska kosn- ingu. Ungir alþýðubandalagsmenn höíðu lagt á það ríka áherslu fyrir landsfundinn að þeir fengju embætti ritara. Enn kom Flosi við sögu og atti hann þar kappi við Sigfús Olafs- son, háskólanema frá Akureyri. Sig- fús er systursonur Steingríms J. Sig- fússonar. Steig Steingrímur í pontu og mælti stift meö frænda sínum. En áður en til kosninga milli þeirra kom greip Margrét Frímannsdóttir formaður inn í atburöarásina í til- raun til að skapa frið um kosningu ritara. í kjöri til framkvæmdastjórn- ar hafði kjörnefnd stungið upp á Flosa sem 1. varamanni. Varð úr að Flosi dró sig til baka úr ritarakjörinu í skiptum fyrir sæti aðalmanns í framkvæmdastjóm. Varð Elínbjörg Jónsdóttir úr Þorlákshöfn að gefa eftir sæti sitt í framkvæmdastjóm til að svo mætti verða. Fór loks svo að Sigfús var kjörinn ritari og Birna Bjarnadóttir gjaldkeri. Listi kjömefndar til framkvæmda- stjómar, 9 aðalmenn og 6 varamenn, var ailur kjörinn en þrír landsfund- arfulltrúar, sem gerð var tillaga um utan úr sal, náðu ekki kjöri. færi alveg út af og þá hefði hann sjálfsagt rúllað nokkrar veltur. Við héngum þarna utan í kantin- um og biöum þess að hjálp kæmi. Ég óttaðist mest að það kæmi önnur hviða og þá hefði ekki ver- ið aö sökum að spyrja," segir Brynjar Júlíusson, jeppaeigandi á Seyðisfirði, en hann lenti ásamt mörgum öðrum í hrakninum á Fjarðarheiöi í óveörinu nú um helgina. Þrír vom i jeppanum ásamt Brynjari en hann hafði tekið upp tvennt sem haföi orðið að yfirgefa fólksbifreið sína á heiðinni. Brynjar fékk hviðu á bíl sinn á leiðinni upp Pjarðarheiðina, skammt neðan viö svokallaða Verkfræðingabeygju. Brynjar fékk aðstoð björgunarsveitar- manna frá Egilsstöðum og komst til Seyöisfjarðar. Björgunarsveitarmenn frá Seyðisfirði urðu einnig að að- stoða marga bíla sem stöövuðust í ófærð og blindu á heiöinni. Hálka var og mikil og héldust ökutækin illa á veginum. Engin alvarleg óhöpp urðu þó. „Þaö má segja aö þama hafi verið allt veður sem hægt er að fá á einum stað; þoka, blindbylur, rokogsnjókoma," sagðiBrynjar. -GK í dag mælir Dagfari Hótelturninn snýr upp Dagfari hefur að undanfómu verið að reyna að setja sig inn í þann fjár- hagsvanda sem steðjar að Hafnar- fjaröarbæ vegna byggingarfram- kvæmda í miðbænum. Morgun- blaðið hefur birt heilsíöur af út- tektum og frásögnum af gangi mála og þá sérstaklega sem snýr að bæj- arstjóminni og þeim ábyrgðum sem hún hefur gengið í. Verður að játa aö það er ekki heiglum hent að átta sig á því hvað snýr upp og hvað snýr niður, nema þá að hótelt- uminn snýr upp. Málið snýst um það að bæjarsjóður gekk í ábyrgö upp á rúmar eitt hundrað milljónir vegna framkvæmdanna og til að afstýra því aö láta ábyrgðina falia á bæinn hefur bæjarsjóður og bæj- arstjórn tekið að sér að greiða fyrir kaup á ýmsum hlutum miðbæjar- byggingarinnar og sumum jafnvel tvisvar. Þannig hefur bærinn keypt bílageymslumar í byggingunni einu sinni og er nú að velta því fyrir sér að kaupa þær aftur. í suttu máli má segja að vand- ræði bæjarins séu í því fólgin að komast hjá því að þurfa að standa við ábyrgðina upp á rúmlega hundraö milljónir með því að borga annað eins. Það sem vefst fyrir bæjarfulltrúum er hins vegar það að þeir vita ekki almennilega hver ber ábyrgð á ábyrgðinni og hver hafi ákveðið að borga hvaö. Þeim er vorkunn, enda hefur þrisvar sinnum verið skipt um meirihluta í Hafríárfiröi á meðan á þessum byggingarframkvæmdum hefur staðið og þeir sem vom í meiri- hluta á sínum tíma em í minni- hluta núna en vom í meirihluta 1 millitíðinni. Með öðrum orðum: það er erfitt að hengja einhvern í þessu máli og bæjarfulltrúar og flokkarnir í Hafnarfirði hafa þurft að rifja upp sínar eigin gerðir áður en þeir ákveða hvað þeir gera núna til að mótmæla vinnubrögöum þess meirihluta sem þeir eru á móti, án þess að skuldinni verði varpaö yfir á þann meirihluta sem var völd þegar þeir sjálfir vom í meirihlut- anum. Þetta getur verið snúið og þess vegna leggja menn fram bók- anir til að þvo hendur sínar og gagnrýna þaö sem gert er, til að sýna fram á að núverandi meiri- lúuti hefur breytt ákvöröunum fyrri meirihluta, sem var í blóra við ákvaröanir þess meirihluta sem minnihlutinn var í. Málið verður síðan enn erfiöara viðfangs fyrir þá sök að sumir í núverandi meiri- hluta voru í meirihluta þegar ákvarðanir voru teknar, sem nú er verið aö gagnrýna af sumum í minnihlutanum sem vom í meiri- hluta meö þeim sem vom í minni- hluta áður en þeir vom í meiri- hluta með hinum sem vom í minni- hluta. Þetta skýrir af hveiju bærinn er búinn aö kaupa bfiageymslumar tvisvar og hvers vegna hótelturn- inn hefur ýmist verið eign bæjar- sjóðs eða ekki. Bæjarstjómarfund- ir í Hafnarfirði hafa breyst í fyrir- spumartíma bæjarfulltrúa þar sem þeir spyrja hver annan um þaö sem sagt hafi veriö áður og þá hver hafi sagt hvað og hver hdi keypt hvað af hverjum og að því leyti eru ítarlegar frásagnir Morgunblaðs- ins gagnlegar bæjarfulltrúum að þeir hafa getaö lesið í Mogganum hvað þeir hafa sagt á sínum tíma og aftur seinna. Niðurstöður liggja ekki enn fyrir nema það er ljóst að Hafnarfjarðarbær mun sennilega sleppa betur frá þessu ævintýri með því að kaupa bílageymslurnar og hótelturninn tvisvar eða þrisvar sinnum tfi að bjarga því aö bærinn verði að standa við ábyrgðirnar, sem hann sjálfur gekk í. Hvort það verða hærri upphæðir heldur en ábyrgðin segir til um er svo annað mál, enda er verra að standa við ábyrgðir sínar heldur en að kaupa mannvirki nokkrum sinnum af sjálfum sér tfi að bæjarstjómin þurfi ekki aö vera ábyrg gerða sinna. Dagfari hefur ekki almennilega skihð þetta mál til hlítar og efast um að skattgreiöendur í Hafnar- firði geri þaö. En það gerir ekkert tfi. Bæjarfulltrúamir skilja það ekki heldur! Dagfari Nissan Almera er búin háþróuðu þjófavarnakerfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.