Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Side 6
6 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 Fréttir Skoðanakönnun DV vegna komandi forsetakosninga: Þrjú nöf n hafa skotið rótum í þjóðarsálinni - tæplega fj órðungur kj ósenda horfir þó enn til Vigdísar Finnbogadóttur Þijú nöfn virðast taka áberandi mest rúm í hugum kjósenda þegar rætt er um eftirmann Vigdísar Finnboga- dóttur í embætti forseta íslands. Þótt enginn hafi enn tilkynnt framboð sitt þá er ljóst að þau séra Pálmi Matthí- asson, Guðrún Agnarsdóttir og Dav- íð Oddsson eiga sér ból í þjóðarsál- inni í sambandi við þetta embætti. Á hinn bóginn er tæplega fjórðungur kjósenda þeirrar skoðunar að Vigdís Finnbogadóttir sé besti kosturinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem DV framkvæmdi fyrir helgina. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og eins milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. í fyrri hluta könnunarinnar var spurt: „Hvern vilt þú fá sem næsta forseta ís- lands?“ Könnunin fór fram á fimmtudagskvöldið. AUs tilgreindu þátttakendur í könnuninni 48 einstaklinga þegar þeir voru spurðir hvem þeir vildu sem næsta forseta. Af þeim sem tóku afstöðu nefndu 22,3 prósent Vigdísi Finnbogadóttur þrátt fyrir að hún hafi lýst því yfir aö hún muni ekki DVl 21,6% Fylgi hugsanlegra forsetaframbjóðenda 20,3% - kjósendur látnir velja milli 10 hugsanlegra frambjóðenda - # Skoðanakönnun DV: Hvern vilt þu sem næsta forseta? - 8 vinsælustu forsetaefnin - FRABÆRT VERÐ A Creda þurrkurum 5 kg. AUTODRY Tvö hitastig. Veltir tromlunni í aðra óttino. Hæg kæling síðustu 10 mín. Barkinn fylgir með. 3 kg. COMPACT Tvö hitastig. Veltir tromlunni í bóðar óttir. Hæg kæling síðustu 10 mín. Barkinn fylgir með. Rakaskynjari. Verið velkominn í verslun okkar - Opið laugordago. 10-16. RflFTfEKJflUERZLUN l5LflMD5 If Skútuvoqi 1 b, 104 Reykjavík. Sími 568 8660 gefa kost á sér. Á hæla henni fylgdu séra Pálmi Matthíasson, meö stuðn- ing 14,4 prósenta kjósenta, Davíð Oddsson, með stuðning 11,6 prósenta kjósenda, og Guðrún Agnarsdóttir, með stuðning 10,2 prósenta kjósenda. Næst á eftir þremenningunum voru þau Steingrímur Hermannsson og Ingibjörg Sólrún Gísldóttir, hvort um sig með 3,7 prósenta fylgi. Þá nýtur Ellert B. Schram fylgis meðal 2,8 prósenta kjósenda og Friðrik Ól- afsson 2,3 prósenta kjósenda. Aðrir sem tilgreindir voru í könnuninni reyndust með minna fylgi. I þessum hluta könnunarinnar tóku 35,8 prósent aðspurðra afstööu og tilgreindu einhvem í embætti for- seta Islands. Meirihlutinn treysti sér hins vegar ekki til að tilgreina neinn eða neitaði að gefa upp afstöðu sína. Kostur kjósenda þrengdur Til aö auðvelda þátttakendunum í skoðanakönnuninni val á hugsanleg- um forsetaframbjóðanda var fyrri spumingunni fylgt eftir. Spurt var: vHvem mundir þú kjósa sem forséta Islands ef eftirtaldir menn væm í framboði: Davíð Oddsson, Ellert B. Schram, Guðrún Agnarsdóttir, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, Ólafur Ragnarsson, Pálmi Matthíasson, Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir, Sig- ríður Á. Snævarr, Sigurður Líndal, Steingrímur Hermannsson?" Þessi 10 nöfn voru lesin upp í staf- rófsröð en öllum hefur þeim skotiö upp í umræðunni að undanfómu um hugsanlegan eftirmann Vigdísar Finnbogadóttur. í ljósi þess að Vigdís hefur lýst því yfir að hún gefi ekki kost á sér til endurkjörs var nafn hennar ekki haft með. Niðurstaða þessa hluta könnunar- innar varð á þann veg að séra Pálmi Matthíasson hlaut mest fylgi en á hæla honum fylgdu þau Guðrún Agnarsdóttir og Davíð Oddsson. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 21,6 prósent styðja Pálma í forsetaemb- ættið, 20,3 prósent sögðust styðja Guðrúnu og 15,1 prósent Davíð. Á eftir þremenningunum komu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, með 10,6 prósenta fylgi, Steingrímur Hermannsson, með 9,9 prósent, Sig- ríður Á. Snævarr með 6,3 prósent og Ellert B. Schram meö 5,8 prósent. í þrem neðstu sætunum höfnuðu þau 42,9% 57,1% i msSt w 44,4% 55,6% Skoöanakönnun DV: 10 hugsanlegir frambjóðendur - til hvors kynsins sækja þeir fylgi - Konur Karlar Davíð Oddsson Ellert B. Schram Gubrún Agnarsd. Inglbjörg Sólrún Ólafur Ragnarss. Pálml Matthíass. ' < Slgríður Dúna Slgr. Á. Snævarr Slguröur Líndal Steingr. Hermannss. 61,7% 38,3% ) w 61,2% 38,8% 23,1% 76,9% 44,0% 56,0% 50,0% 50,0% 62,1% 37,9% 36,4% 63,6% 56,5 DV Sigurður Líndal með 4,7 prósent, Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir með 3,0 prósent og Ólafur Ragnarsson með 2,8 prósent. Alls 77,3 prósent aðspurðra tóku afstöðu til einhvers af þessum 10 hugsanlegu frambjóðendum. Óá- kveðnir reyndust 16,3 prósent og 6,3 prósent neituöu að gefa upp afstöðu sína. Kynferði skiptir máii Nokkur munur kom fram í könn- uninni á afstöðu kynjanna til „fram- bjóöendanna". Meðal karla sem tóku afstöðu reyndist stærsti hópurinn styðja Pálma Matthíasson, eða 23,9 prósent, en lyá konum var hlutfallið 19.1 prósent. Á hinn bóginn sögðust 25.2 prósent kvenna styðja Guðrúnu Agnarsdóttur en meðal karla var hlutfallið 15,4 prósent. Þá sagðist 17,1 prósent karla styðja Davíð en 13,0 prósent kvenna. Samkvæmt könnuninni á Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sér jafn marga stuöningsmenn meöal karla og kvenna. Aörir frambjóðendur virðast hins vegar einkum sækja stuðning til kynsystkina sinna. Davíð Oddsson, Ellert B. Schram, Pálmi Matthíasson, Sigurður Líndal, Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnarsson sækja aUir fylgi sitt fremur til karla en kvenna; Ólafur þó sýnu mest því tæplega fjórir af hverjum fimm stuðningsmanna hans eru karlar. Þær Guörún Agn- arsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir og Sigríður Á. Snævarr sækja stuðninginn hins vegar einkum til kvenna. Lætur nærri að að tveir af hverjum þremur stuöningsmönmnn þeirraséukonur. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.