Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 8
Utlönd MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 Stuttarfréttir Mona Sahlin tilkynnir í dag hvort hún vill verða forsætisráðherra Svíþjóðar: Hef aldrei svikið út eina einustu krónu Mona Sahlin, varaforsætisráö- herra Svíþjóðar, sem á nú undir högg að sækja vegna misnotkunar sinnar á greiðslukorti í eigu ríkisins, ætlar að gera uppskátt í dag hvort hún sækist enn eftir að leysa Ingvar Carlsson af hólmi sem forsætisráð- herra þegar hann lætur af embætti í mars á næsta ári. Sahlin heldur fund með frétta- mönnum eftir hádegið þar sem hún mun tilkynna ákvörðun sína. í fréttatíma Kanal 1 sjónvarpsstöðvar- innar í gærkvöldi kom fram að Sa- hlin hefði ákveðið að vera enn í fram- boði. Sjónvarpsstöðin hafði eftir áreiðanlegum hehnildum að Sahlin fagnaði óháðri rannsókn á því hvern- ig hún hefði notað ráðherragreiðslu- kort sitt. Sahlin hitti þá Ingvar Carlsson for- sætisráðherra og Sven Hulterström, sem ber ábyrgð á vali eftirmanns Carlsson, að máli síödegis í gær til að ræða framtíð sína. Hvorki SahUn né Carlsson gáfu fréttamönnum færi á sér en Hulterström sagði að Sahlin mundi kynna ákvörðun sína í dag. „Mona Sahlin hefur tekið ákvörð- un sem bæði Ingvar Carlsson og ég styðjum. En hún ætlar að hugsa málið einu sinni enn áöur en hún heldur blaðamannafundinn," sagði Hulterström við fréttamenn. Aðspurður hvort hann teldi að Sa- hlin gæti enn orðið leiðtogi jafnaðar- manna og forsætisráðherra sagðist Hulterström ekki útiloka hana alveg. „Ég ht enn svo á að það sé mögu- legt," sagði hann. Sahlin, sem til þessa hafði verið talin líklegasti eftirmaður Carlsson, viðurkenndi í síðustu viku að hún hefði notað opinbert greiðslukort sitt í eigin þágu um nokkurra ára skeið. Hún endurgreiddi að fullu en gjörðir hennar brutu engu að síður í bága við reglur. Ríkissaksóknari sagðist á föstudag vera að íhuga hvort opinber rannsókn færi fram á misnotkun- inni. Sahlin sagði í viðtali við Aftonblad- et í gær að hún hefði neyðst til að endurmeta gaumgæfilega hvort hún byði sig fram. „Eins og mér líöur nú langar mig ekki til að vérða flokks- leiðtogi. Eg ætla aö skrifa bréf til flokksins til að endurskoða val sitt á flokksleiðtoga," sagði Sahlin. „Ég er ákaflega leið yfir þessu pllu. Ég get varla rætt um þetta án þéss að gráta. Ég hef aldrei nokkurn tíma svikið út svo mikiö sem eina krónu." Reuter, TT þakk- aðfyrirað bjarga gíslum Suður-kóresk srjórnvöld þökkuðu Rússum í gær fyrir giftusamlega björgun suður-kóresku gíslanna sem vopnaður maður hafði á valdi sínu um borð í langferðabifreið á Rauða torginu í Moskvu, aðeins steinsnar frá Kreml þar sem Jeltsín Rússlands- forseti hefur skrifstofur sínar. Rúss- neskar sérsveitir réðust til atlögu við gíslatökumanninn snemma á sunnu- dagsmorgun og felldu hann. Það var á laugardagskvöld að rúss- neskur borgari laumaðist um borð í rútu með 29 suður-kóreskum ferða- mönnum sem voru á leið á hótel. Maðurinn dró fram byssu og neyddi bílstjórann til að stöðva farartækið á brú einni yfir Moskvuána. Ræning- inn sagðist vera með sprengju og krafðist 650 milljón króna lausnar- gjalds en lækkaði kröfu sína síðar í 65 milljónir króna. Þegar rúturæn- inginn hafði fengið um helming fjár- ins, sleppti hann flestum gíslanna. Heimatilbúin eldsprengja fannst á ræningjanum. í gær var enn ekki ljóst hvort einhverjar aðrar ástæður en fjárhagslegar lágu að baki gísla- tökunni. TT, Reuter Gíslatökumaðurinn liggur i valnum fyrir utan langferðabifreiðina þar sem hann hélt suður-kóreskum ferðamönnum föngnum og krafðist lausnargjalds. Símamynd Reuter Aftur barist í norð- vesturhluta Bosníu Harðir bardagar blossuðu aftur upp við bæinn Sanski Most í norð- vesturhluta Bosníuígær.að því er báðlr stríðsaðilar skýrðu frá, og stefndu þeir vopnahl&nu, sem samþykkt var í síðustu viku, f enn meiri hættu. Foringjar 1 liði Saraeinuðu: þjóðanna í Sarajevo höfðu ekki nákvæmar fréttir af bardögunum en Chris Vernon, talsmaöur SÞ, sagði í gær- kvóldJ: „Það leikur enginn vafí á að, það er barist en staðan er obreytt hvað varðax landayflrráð." Hann benti á að bæirnir sera barist værí um væru efnahagslega mikil- tægir, málið sneríst því ekkj ein- vörðungu um landvinninga. Pyrr um daginn virtist svo sem ró hefði færst yfir víglinuna í norð- vesturhluta Bosníu eftir að srjóm- arherinn sagðíst hafa stöðvað sókn sína sem hófst í síðasta mánuði Stjórnarherinn hefur á þeim tíma lagt undir sig þúsundir ferkíló- metra af Iandi Serba. Sex eftirlitsmenn SÞ hófu störf Serba-megin víglínunnár eftir að Serbar buðu þeim að sannreyna bað sem þeir kðlluðu ítrekuö vopnahlésbrot hersveita múslíma ogKróata. Radovan Karadzic, leiðtogi Bos- níu-Serba, sagði á laugardagskvöld aö ófarirnar á vígvellinum væru að hluta til að kenna mistökum herforingja. „Við verðum að komást því hverjir bera ábyrgðina á umtals- verðura ósigrum og missi lands og þeir sera eru ábyr^r verða að taka afleiðingunum," sagði Karadzic. Reuter Varaforsetafrú Bandaríkjanna á Haítí: Mótmælendur grýttu bílalest Tipper Gore Mótmælendur grýttu bílalest Tip- per Gore, varaforsetafrúar Banda- ríkjanna, þegar hún kom að heilsu- gæslustöð í fátækrahverfi í Port-au- Prince, höfuðborg Haítí, í gær. Bandarískir embættismenn sögðu að bíll varafprsetafrúarinnar hefði ekki orðið fyrir steini. Sjónarvottar sögðu að rúður í tveimur bílum að minnsta kosti hefðu verið brotnar og að sögn ljós- myndara Reuters á staðnum hlaut bandarískur liðsforingi sár á höfði svo blæddi úr. Bandarískur embættismaður á Haítí sagði að mótmælaaðgerðirnar hefðu ekki verið skipulagðar fyrir- fram en um eitt hundrað manns tóku þátt í þeim. Tipper Gore var aldrei í neinni hættu. Tipper fylgdi eiginmanni sínum, Al Gore varaforseta, til Haítí en hann varði sunnudagsmorgninum með Jean-Bertrand Aristíde, forseta Ha- ítí, í forsetahöllinni í aðeins nokk- urra kílómetra fjarlægð frá grjót- Tipper Gore, varaforsetafrú Banda- ríkjanna. Sfmamynd Reuter kastinu. Mannfjöldinn við heilsugæslústöð- ina, sem rekin er fyrir bandarískt fé, var að mótmæla yfirmanni hennar þegarólætinbrutustút. Reuter Fyrirherdómstó! Egygsk stjörnvöld ætia aö draga tæplega sextíu harðlinu- : múslíma fyrir herdómstól vegna andstöðu þeirra við yfirvaldið. Juppénærkjöri Aíain Juppé, forsætisráð- herra Frakk- lands, var kjör- inn leiðtogi gaullistaflokks- insígæroghét þyí við það tækifærí að halda til streitu aðhaldsaðgerð- um stiórnarinnar þrátt fyrir óvinsæktir sem þær hafa bakaö honum. Óháðirfunda Samtök óháðra ríkja halda leið- togafund sinn í Kólumbíu í vik- unni en margir efast um tilveru- rétt samtakanna aö kalda strið- inu loknu. Hægrisinnarí2.sæti Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Austurríki í gær fá hægri ðfgamenn næstfiest at- kvæöí í komandi kosningum. Lrfgjöf þökkuð Fjölskylda filippseysku þern- unnar, sem var dæmd til dauða í Sameinuðu árabísku fursta- dæmunum, þakkáði fjölskyldu mannsins sem hún drap fyrir að falla frá kröfu um áftöku stúlk- únnar. Fuglar drepnir Rúmlega 20 milljónir fugla hafa verið drepnar í Eþíópíu til að draga úr skemmdum á uppskeru. Claesþraukarenn Willy Claes, ?framkvæmda- stjóri NATO,: segist ekki ætla i að víkja úr embætti fyrr en i fyrsta lagi á íimmtudag þeg- ar belgiska-í- þingið greiðir atkvæði um þau meðraæli þingnefndar að Claes skuli sviptur þinghelgi og sóttur til saka fyrir spiUingu í embætti á méðan hann var efnahagsráð- herraátíð 1988. Málalidcff i steininn Málaliðarnir sem tóku þátt i valdaráninu á Kómoreyjum voru handtéknir við komuna til Prakklandsc Saddamvann Búist var við að Saddam Hus- sein íraksforseti fengi allt að 100 prósent atkvæða í þjóðarat- kvæðagreiðslu í gær þar sem spurt var hvort hann ætti að halda áfram. ElSisPeterslátin Breska skáldkonan Eliis Peters, höfundur sagnanna um Cadfael munk sem hafa veriö þýddar á íslensku, lést á laugardag, 82 ára aðaldri. Met slegiö á morgun Franska kon- an Jeanne Cal- ment slær öll aldursmet á morgun þegar hún verður 120 áraog238daga gömul en ekM er vitað til þess að nokkur manneskja hafi lifaö jafn lengi. Vonasteftirmilljón Skipuleggjendur mótmæla- göngu blökkumanna til Washing- ton, höfuðborgár Bandaríkjanna, vónast til að sjá eina milljón manna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.