Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 9 Utlönd Nýjar upplýsingar um Colin Powell hershöföingja: Frændi Bretadrottningar Bandaríski hershöfðinginn fyrr- verandi, Colin Powell, sem margir telja líklegan til að verða fyrsta blökkumanninn til að setjast á for- setastól vestra, er beinn afkomandi herkonungsins Játvarðs 1. á Eng- landi og hann er fjarskyldur frændi Elísabetar Englandsdrottningar og Díönu prinsessu og fleiri fínna kvenna og manna. Sá sem heldur þessu fram er maður að nafni Harold Brooks-Baker, útgef- andi Burke’s Peerage, virts rits um ættartré konungsfjölskyldunnar og aðalsins á Englandi. Ekki nóg með það, heldur segir Brooks-Baker að Powell sé skyldur Bandaríkjaforset- unum George Washington, Thomas Jefferson og George Bush. Colin Powell er sonur innflyijenda frá Jamaíku, ólst upp í fátækra- hverfi í New York en braust áfram af eigin rammleik og varð fyrstur blökkumanna til að þjóna sem æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna. Hann íhugar nú hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta á næsta ári. „Ef hershöfðinginn er útnefndur forsetaefni en nær ekki kosningu verður hann eini frambjóðandinn í 200 ár með þessi tengsl sem ekki kemst í Hvíta húsið,“ segir í fréttatil- kynningu frá Brooks-Baker. Ættfræðingurinn segir að Powell sé beinn afkomandi Coote-fjölskyld- unnar, virtrar smábarónafjölskyldu sem gat sér gott orð fyrir her- mennsku. Forfaðir Powells er Sir Eyre Coote hershöfðingi sem var landstjóri á Jamaíku í byrjun 19. ald- arinnar. Hann átti stúíkubarn með svartri ambátt í kringum árið 1807 og varð stúlkan langalangalang- amma Powells. Sir Eyre var síðar rekinn úr hernum fyrir fjölþreifni sína og ósiðsemi. Reuter NettoL^ FATASKÁPAR Á FÍNU VERÐI 1 I Hæó: 206 cm Dýpt: 60 cm Breiddir: 50 cm 8.550,- 60 cm 9.140,- 80 cm 11.630,- 100 cm 13.140,- Aukalega fæst miliiþil og 3 hillur á 3.580,- FYRSTA FLOKKS FRÁ /rOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Þennan glæsilega búnað mátti sjá á sýningu franska tískukóngsins Christians Lacroix i Paris í gær þar sem hann kynnti vor- og sumartísk- una fyrir næsta ár. Eins og nærri má geta vakti klæðnaður Lacroix mikla og verðskuldaða athygli. Símamynd Reuter Noregskonung- urvekurlitlaal- hygli vestra Norsku kon- ungshjónin, þau Haraldur og Sonja, eru þessa dagana í opinberriheim- sókn i Banda- ríkjunum en heimsókn þeirra hefur víst vakið iitla at- hyg:li fjölmiöla. Til dæmis háfa aðeins tvö dagblöö minnst á heimsóknina. Samt lagöi norska stjómin fram stórfé af þessu tíi- efni. Konungshjónin hafa tekið þátt í ýmsum opinberum athöfnum, t.d. opnaö sýningu með verkum listmálarans Edvards Munchs og heimsótt kauphöllina í New York. Þýðendurvilja ekkitil Brussel Mikill skortur er á sænskum þýðendum hjá framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins og útlit fyrir að það hamli mjög öll- um samskiptum við Svíþjóö. Það vantar að minnsta kosti 500 þýð- endur iijá stofnunum ESB en að- eins 100 viðurkenndir hafa fund- ist Vandinn er bara sá aö þeir vilja ekki flytja til Brussei. NTB, TT Power Macintosh 5200 er fyrsta tölvan með hinum gríðariega öfluga PowerPC - öigjörva sem ætluð er til hefðbundinnar skrifstofu- eða heimilisvinnslu. Hún býr yfir miklu afli sem nýtist vel við t.d. maigmiðlun. Hönnunin er mjög sénstök þar sem skjárinn er sambyggður sjálífi tölvunni. Hún er með innbyggðu íjóihraða geisladrifi, tvíóma hátölurum, getur spilað lifandi myndir og hljóð í geislaspilaiagæðum og hefur einnig möguleika á því að vinna beint með DOS - eða Windows - skjöl. Auk þess er hægt að bæta við sjónvarpsmóttakara eða tengja tölvuna beint við net og ýmsan jaðarbúnað. Tilboðsverð aöeins: PowerMacintosh" Potver Macintosh 5200 8/500 cd Það sem fylgir tölvunni: Ötgjörvi: PowerPC 603 RISC Tölvunni fylgja 3 geisladiskar: Tiftíðni: 75 megarið Grolier: Alffæðisafri, sem er í 35 bindum Vinnsluminni: 8 Mb þegar það er gefið út á prenti Skjáminni: Harðdiskur: lMbDRAM 500 Mb Leonardo: Margvíslegar u^plýsingar um Leonatdo daVind Geisladrif: Apple CD600Í (fjótbraða) Rosetta Stone: Tungumálakennsla, sem kennir Hátalarar: Innbyggðir tvíóma hátalarar ensku, frönsku, spænsku og þýsku. Skjár: Sambyggður Apple 15” MultiScan Diskadrif: 3,5" les Mac og Pc -diska Dæmi um stækkunarmöguleika: Hnappaborð: Apple Design Keyboard Sjónvarpsspjald: Ef það er tengt við loftnet þá er Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjálftögðu hsegt að horfa á sjónvarp í tölvunni Húgbúnaður: eralltáíslensku Mótald: Ttl að tengjast á Intemet og nálgast Hið fjölhæfá ClarisWorks 3.0 þar óendanlegar upplýsingar, bæði sem einnig er á íslensku. til skemmtunar og ffóðleiks í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, Vinnsluminni: Innra minni tölvunnar má auka tvö teikniforrit, gagnagrunnur í allt að 64 Mb ogsamskiptaforrit Jaðartæki: Við SCSI-tengið er hægt að tengja Fjórir leikir fylgja: Amazing Animation, Sammy's Sdence House, ThinkinThings og Spectre Supreme 6 taeki samu'mis, t.d. skanna og harðdiska Nettenging: Allar Macintosh-tölvur eru með innbyggt LocalTalk-tengi, en auk þess má bætaviðEthemet 159-900 kr. Afborgunarverð 168.316 kr. iftApple-umboðið Apple-umboðið • Skipbolli21 • Sími 511 5111 Heimasíðan: bllpf/www. apple. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.