Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 Spurningin Hvaða bók lastu síðast? Sigurdór Sigurðsson bílstjóri: Bankabókina mína. Ég hef oft lesið eitthvað skemmtilegra. Karólína Aðalsteinsdóttir hús- móðir: Ég les voða lítið. Helst les ég barnabækur fyrir krakkana. Haraldur Clausen nemi: Bók Kristjáns Péturssonar tollara. Björn Rafnsson nemi: Enga. Stefán Jóhannsson, nemi í MR: Kjölfar kríunnar. Hún er nokkuð góð. Þóra Jensdóttir, nemi í MR: Ég er að lesa Grettissögu. Lesendur_____________ Sorp og sori í Ríkissjónvarpinu Innanhúss sviðsetning fyrir sjónvarpsþátt hjá Sjónvarpinu. Einar Gunnarsson skrifar: íslensk list fjarlægist nú mjög þann kúltúr sem viðtek- inn er um allan hinn sið- menntaða heim. Hér er t.d. vart færð upp sú leiksýning, jáfnt i dreifbýli sem þéttbýli, að ekki fylgi ein eða fleiri rúmsenur eða uppáferðir eða þá að leikarar afklæðist og stripli um sviðið berrassaðir góða stund. Áhorfendur, margir hverjir, falla í stafi en láta kyrrt liggja því þetta tek- ur yfirleitt fljótt af. En ástæðulaust með öllu til sýn- ingar nema þá til að sefa öf- ugugga og sálarkreppukindur sem ávallt eru einhverjar í áhorfendahópnum. Skólarnir eru smátt og smátt að upphefja klámið til vegs og virðingar á skemmti- kvöldum sínum. Um eitt slíkt skemmtikvöld las ég í bréfí í Mbl. frá kennara, sem sótti slíka sýningu ásamt nemendum sínum, þar sem óprúttnir „klámkallar” íétu gamminn geisa. íslensku ljósvakam- iðlarnir hafa líka slegist í hópinn og hefur Ríkisútvarpið, Sjónvarp lengi verið þar fre:nst í flokki. Segja má að Ríkissjónvarpið sé ein allsherjar útungunarvél fyrir klám, ofbeldi og saurlifnað í myndefni þvi sem það býður kúguð- um áskrifendum sínum. Dagsljós- þættirnir eru stærsti.vettvangurinn fyrir svoria efni. í síðustu viku bættu þeir enn um betur og buðu fram „unglingaþátt" þar sem sjálfs- fróun var uppistaðan. Og sl. mið- vikudagskvöld var áhorfendum boð- inn mannaskítur til sýnis. — Allt í gamni auðvitað (að mati RÚV)! En er þetta orðið helsta gamanmálið í augum forráðamanna Ríkisútvarps- ins? í húsi þar sem ég var staddur kom þessi breytni Sjónvarpsins til umræðu. Voru menn á einu máli um að þetta væri slík vanvirðing gagnvart áhorfendum að ékki yrði við unað. Menn spurðu hver annan: Hver er ábyrgur fyrir þessum uppá- komum? Hver býður þetta til sýn- ingar? Flestir töldu að útvarpsstjóri sjálfur væri ábyrgur og honum bæri að stöðva leikaraskap hinna óprút- tnu klámgjafa. Útvarpsráð væri spegilmynd Alþingis og því væri ekki við neinu að búast af þess hálfu. En manni er í forundran að- eins ein spurning efst í huga: Er út- varpsstjórinn einskis megnugur í allri menningarviðleitni sinni fyrir hönd Ríkisútvarpsins? Dýrir Bessastaðir Kristján Jónsson skrifar: Á vegum forsætisráðuneytis stendur nú yfir endurnýjun Bessa- staðaseturs. Líklega er almenn sam- staða um að húsakosti þar sé haldið við og hann endurnýjaður með sóma. Var og ákveðið fyrir fáum árum að hefjast handa og láta u.þ.b. kvartmilljón renna til verksins. Nú bregður svo við að varla er heill milljarður sagður duga til að rekinn verði endahnútur á þessa umfangslitlu ríkisframkvæmd sem felur í sér endurnýjun á gama setr- inu og byggingu einbýlishúss af ein- faldri og venjulegri gerð. Eitt þúsund milljónir króna er upphæð sem venjulegu fólki reynist erfitt að skilja án samhengis. Þetta er t.d. andvirði 150 fullbúinna fjöl- skylduíbúða. Upphæðin dygði 5.000 afrískum börnum til grunnskóla- náms í 4 ár. Upphæðin er m.ö.o. mjög há og í engu samræmi við um- fang Bessastaðaverksins. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir en þær fallið í grýtta jörð hjá forsætisráðuneyti og Bessastaðanefnd þess — þar er stefnan óbreytt. Fjárausturinn hefur lítil sem engin pólitísk viðbrögð vakið. Það eitt er mjög undarlegt! Stór hluti íslendinga ber nú kvíð- boga því hart er sótt að velferð al- mennings, harðast þó að börnum, sjúkum og öldruðum. Landflótti hundraða fjölskyldna felur í sér merki um almenna vantrú á að hér verði lífskjörin bætt. Fyrrnefnd ráð- stöfun á heilum milljarði króna'er ögrun við hugsandi íslendinga sem berjast í bökkum vegna fátæktar. Fleiri álíka vísbendingar hafa raun- ar komið fram að undanförnu. Áhyggjuleysi stjórnmálamanna af þessu tilefni er því vísbending um að hugarheimur þeirra er víðs fjarri hugarheimi almennings. Þjónustuíbúðir fyrir aldraða: Offramboð og lítt seljanlegar Guðný skrifar: Á aðalfundi Landssambands aldr- aðra, sem haldinn var 7.—8. júní sl., kom fram að offramboð væri nú orð- ið á íbúöum fyrir þá sem geta keypt á almennum markaði og erfitt að selja. Þjónustuíbúðir eru nú auglýstar til sölu í svo til öllum sambýlishús- um sem byggð hafa verið á vegum félaga aldraðra og einstaklinga. Margir hafa lent í þrengingum vegna þess hve langan tíma það tek- ur að losna við þessar íbúðir og hafa orðið að greiða mikið í auglýsinga- kostnað og þá ekki síð- ur vegna þeirra kvaða sem eru á sölu íbúða á vegum Samtaka aldr- aðra. Og þrátt fyrir offram- boð á nú að byggja meira! — Það hefur sem sé kvisast að til standi að byggja eitthvað um 70 þjónustuíbúðir í við- bót við þær sem fyrir eru við Skúlagötu og nú á lóð sem Gunnar og Gylfi keyptu á sínum tíma af Sláturfélaginu. Eldri hjón, sem festu kaup á dýrri íbúð í einu af þessum nýju sambýl- ishúsum, gátu ekki selt gamalt hús sem þau áttu og sitja nú uppi með tvær eignir og vaxtakostnað upp á tvær milljónir króna vegna nýju íbúðarinn- ar. — Er þetta nú ekki komið út í öfgar? Verður enn aukning á þjónustuhúsnæði fyrir aldraða? Verðbólgan háð tíðarfarinu? Arnar skrifar: Þótt ný hættumerki séu á lofti hér á landi í efnahagslífinu meö skyndilega vaxandi verðbólgu, upp í tæp 6% á ársgrundvelli, segja þeir í Seðlabankanum að ástæðulaust sé að óttast, verð- bólgan muni lækka aftur. Guð láti gott á vita. En ástæðunni, sem sögð er fyrir aukinni verð- bólgu, er erfitt að kyngja, a.m.k fyrir hinn almenna borgara. Og ástæðan er sögð verðhækkun á bfium og grænmeti, gengissveifl- ur og óstöðugt tíðarfar! Maður hefði nú haldið að grænmetis- spretta skipti litlu máli um verð- bólguþróun, hvað þá tíöarfarið. En svona er íslensk hagspeki. Þarf nokktmn að furöa, yfirleitt? 3% dúsa upp í ASÍ Kjartan Guðmundsson hringdi: Ráðamenn þjóðarinnar hafa nú oft reitt af sér brandara gegn- um tíðina en ef hugmynd forsæt- isráðherra um að ráðherrar og þingmenn um að gleyma 3% launahækkun um áramót sér til handa er það allra besti brandar- inn í þessari hrinu um kjaramál- in. Forseti ASÍ segir að vísu að þessi hugmynd hafi ekkert verið rædd við sig eða á fundi hans og tveggja ráðherra í fyrri viku. En hér er augljóslega veriö að gera tilraun til að rétta almennum launþegum í ASÍ 3% dúsu sem á að duga til að sljákki í landslýð. Beint á at- vinnuleysis- bætur? Alfreð hringdi: Það má vera undarlegt ef stór fyrirtæki hér á landi tíðka það að vísa mönnum sem verða að hætta störfum fyrir lögskilinn lögaldur, þ.e. 67 ára, beint á at- vinnuleysisbætur, sem þeir svó fá greiddar, þótt þeir fái svo greitt úr sínum lífeyrissjóði. Þetta finnst mér hreint siðleysi ef rétt reynist. Þetta ættu nú hin- ir árvökru fjölmiðlar að kanna nánar. Skorið af bót- um til öryrkja Pétur Andrésson hringdi: Okkur öryrkjum er ekki rótt vegna þess hve mikið er búið að klippa af bótagreiðslunum. Nú hefur verið sneitt af bótum til iyfjakaupa. Einnig hefur bensín- styrkurinn verið skattlagður og húsaleigubætur lika. Ég skil satt að segja ekki hvers vegna lands- menn taka ekki fastar á með okkur sem erum í þessum hópi bótaþega. Það þarf sannarlega að rísa upp gegn þessu mikla rang- læti sem okkur öryrkjum er sýnt. Góður Boston kjúklingur Sveinn Þórhallsson skrifar: Konan mín hafði séð í skoð- anakönnun DV að veitingahúsið Boston Kjúklingur væri með lægs'ta verðið á kjúklingum. Við fórum því, fjögur saman á stað- inn til að sannreyna verðið og gæðin. Við fengum þama heilan kjúkling niðursneiddan með risaskammti af frönskum kart- öílum, hrásalati og sósu. Þetta var einstaklega vel útilátinn skammtur og bragðgóður matur. Fyrir þetta greiddum við aðeins 1399 kr. samtals. Ég tel að þetta sé með því ódýrasta sem gerist hvað kjúklinga snertir í veitinga- húsum hérlendis. Þarna hafa for- svarsmenn Boston kjúklinga ■sannarlega tekið frumkvæði til lækkunar á skyndibitamat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.