Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 13 Fréttir Kertaverksmiðjan komin í gang: Stjórnendum sagt upp - vegna hugsanlegrar yfírtöku bæjarins í Mðrkina 6 rurnar ma inn ífjölbreyttu rá kr. 4.900 Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjuni: Kertaverksmiðjan Heimaey í Vest- mannaeyjum hóf starfsemi í síðustu viku eftir margra vikna hlé en vinnslan er ekki komin í fullan gang þar sem fjármagn vantar. Bærinn hefur sýnt áhuga á að taka að sér málefni fatiaðra úr höndum ríkisins en samningar hafa enn ekki náðst. Á meðan hangir framtíð kertaverk- smiðjunnar í lausu lofti og um mán- aðamótin var stjórnendum sagt upp en þeir eru fjórir. í Heimaey, sem er verndaður vinnustaður, vinna 17 manns auk stjórnenda. Sveinn Pálmason verkstjóri segir að enn sé starfsemin ekki komin í fullan gang. „Þetta fer rólega af stað því enn vantar okkur fjármagn til kaupa á hráefni. Ef unnið væri á full- um afköstum þryti hráefnið og fólkið hefði ekkert að gera," sagði Sveinn. „Þetta tengist vilja bæjarins til að taka að sér málefni fatlaðra sem reynslusveitarfélag. Semjistviðríkið geri ég ráð fyrir að við verðum end- urráðnir en allt snýst þetta um pen- inga. Við erum byrjaðir aö framleiða jólakertin þannig að þau verða kom- in á markað í tíma." Á bæjarskrifstofunum var staðfest að viðræður væru í gangi við félags- málaráðuneytið um að bærinn tæki að sér málefni fatlaðra í bænum feng- just nægir peningar frá ríkinu. Þar vegur kexverksmiðjan þungt. Samn- ingsdrög hafa gengið á mtili og ef samningar nást yfirtekur bærinn þennan málaflökk um næstu áramót. ardag kl. 10-16 HW5D alandi), sími 588 5518 slunarmáti nútímans. Póstsendum Smá- HYTT auglýsingar SÍMANÚMER \+^*A 550 5000 Það var handagangur i öskjunni þegar konur úr sex kvenfélögum á Suður- landi, Kvenfélagi Oddakirkju á Rangárvöllum, Unni í Rangárvallahreppi, Framtíðinni í Ásahreppi, Einingu í Holtahreppi, Sigurvon í Þykkvabæ og Lóu i Landsveit, komu saman í eldhúsi elliheimilisins Lundar á Hellu ásamt kokknum á staðnum á dögunum og gerðu slátur fyrir elliheimilið. Samtals tóku þær 60 slátur. DV-mynd Jón Benediktsson Islenskir aðalverktakar sömdu viö ÚA: Ú A tekur Aðalvík og Ljósfara á leigu - skipin gerð út frá Suðurnesjum Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: íslenskir aðalverktakar munu leigja Útgerðarfélagi Akureyringa tvo línubáta félagsins og var leigu- samningurinn undirritaður í höfuð- stöðvum ÍAV í Reykjavík. ÚA mun gera skipin út frá Suðurnesjum. Samningurinn gildir til 1. mars á næsta ári og á ÚA formlega rétt á honum áfram. „Ég tel það mjög góðan kost að fá svo öfiugan aðila sem Útgerðarfélag Akureyringa er inn á Suðurnesja- svæðið. Það mun gera skipið út frá Suðurnesjum. Áhöfhin verður héð- an, landað verður hér á svæðinu og þá verður stór hluti af aflanum unn- inn hér, öll þjónusta verður héðan og kvótinn verður hér áfram," sagði Ragnar Halldórsson, stjórnarmaður hjá íslenskum aðalverktökum og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, í sam- tali við DV. Línubátarnir Aðalvík og Ljósfari hafa samtals um 1100 þorskígildis- tonn. Þeir eru taldir mjög öflugir og er Aðalvík með beitingavél og til stendur að setja vél í Ljósfara einnig. Hugmynd og tilraun ÚA er að verka fiskinn á Suðurnesjum og senda hann síðan með flugi til útianda. Þetta verður í fyrsta sinn sem ÚA gerir út á línu. Mikils titrings hefur gætt meðal sveitarstjórnarmanna og útgerðar- manna á Suðurnesjum síðustu daga um hvernig þessum málum yrði háttað með bátana. Menn töldu að verið væri að missa kvóta og skipin frá Suðurnesjum. „Við erum búnir að eiga viðræður við á annan tug úgerðarmanna á Suðurnesjasvæðinu en það hefur ekki gengið upp, hvorki til kaups né leigu. Þetta var mjög hagstætt frá ÚA og við treystum þeim til að gera skipin út héðan frá Suðurnesjum enda eru þeir mjög sterkir," sagði Ragnar Halldórsson. Fjölskylduráðgjöf: Boðin venjulegum barnafjölskyldum Reykjavíkurborg og Mosfeflsbær hafa gert með sér samkomulag um að reka i sameiningu fjölskyldur- áðgjöf fyrir venjulegar barnafjöl- skyldur með börn undir 18 ára aldri. Ráðgjöfín verður bein og railliliðálaus, ekki bundin vanda- málum. Með þessu vilja sveitarfé- iögin fyrirbyggja stærri vandamál og þar ffieð koma í veg fyrir dýr- keypt urræði, svo sem vistanir á; stqfnanir, sjúkrahus og þegar verst lætur fengelsJsvist Um er að ræða tveggja ára til- raunaverkefni sem styrkt verður af felagsmálaráðuneyrinu með 13; ntiHjðna króna framlagi. Kostnaö- ur Reykjavfiturborgar verður 23,5 ttutijónir en kostnaöur Mosfells- bæjar4,5millj6nir. -kaa ...Og spillir verðið Flest okkar viljinn h;if;t myndbands- tækið þannig úr garði gert að það sé vandræðalaust í allri notkun og ekki þurfl sérfræðiaðstoð þegar eitthvað bjátará Panasonic SD200 myndbandstækið er einmitt þannig úr garði gert, frábær myndgæði, [Super Drive, Al (Iryslal víew] allar aðgerðir koma fram á skjá, innstilling stöðva sjálfvirk ásamt langtíma upptöku- núnni og þess 1 v.'tttar búnaði sem okkur þykir sjálfsagður nú tildags. JAPISS BRAUTARHOLTI 2 OG KRINGLUNNI SIMI 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.