Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 14
14 MANUUDAGUR 16. OKTOBRER 1995 Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: PVERHOLT111; blaðaafgreiðsla, áskrifl: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskrirtarver'ð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Leynilistann á borðið Það er til merkis um öfugsnúinn hugsunarhátt innan íslenska stjórnkerfisins að mikilvægasta leyndarmál valdastéttarinnar um þessar mundir skuli hvorki varöa viökvæm milliríkjamál né erfiðar samningaviðræður um lífshagsmunamál íslendinga. Það sem kerfiskallarnir leggja núna mesta áherslu á að halda leyndu er heldur ekki vitneskja um málefni bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli eða leynilegar samræður NATO-ríkja í Brussel um hernaðaráætlanir gegn Bosníuserbum. Síður en svo. Það óttalega ríkisleyndarmál sem möppudýrin svo- nefndu reyna með öllum tiítækum ráðum að fela ræki- legar en nokkurt hernaðarleyndarmál er listi sem tekinn var saman um þau raunveruleg laun sem skattborgarar landsins greiða til þeirra opinberu embættismanna sem mest fá borgað fyrir starf sitt. Samkvæmt heimildum DV eru á þessum leynilista upplýsingar um launagreiðslur af opinberu fé til 250 tekjuhæstu starfsmanna ríkisins. Ljóst er af því kappi sem kerfið leggur á að halda listanum leyndum að þar er ekki um neinar smáfúlgur að ræða. Enda hefur komið fram opinberlega að jafnvel forsætisráðherra landsins hafi lent nokkru fyrir neðan miðju. Leynilistinn hefur að geyma upplýsingar um þau laun sem skattgreiðendur í landinu borga í reynd starfsmönn- um sínum. Þetta eru því staðreyndir sem launagreiðand- inn, það er almenningur, á heimtingu á að fá á borðið. Það er óverjandi með öllu að liggja á listanum og setja hann þar með í flokk með mikilvægustu ríkisleyndar- málum sem varða öryggi landsins. Það lýsir best óþolandi hroka kerfisaðalsins að oddvit- ar stjórnkerfisins skuli reyna að halda því fram með leyndarkröfunni að þegnum landsins, þeim sem borga brúsann, komi ráðstöfun þessa fjár 1 raun og veru ekkert við. í því sambandi þýðir lítið að vísa til persónulegra hagsmuna einstakra embættismanna. Með því að starfa hjá hinu opinbera hafa þeir fyrirgert rétti sínum til sér- stakrar leyndar um starfskjör sín. Leyndarkröfuhugsunin er ein afleiðing algengs mis- skilnings sjálfumglaðra embættismanna á hlutverki sínu. Þeir eiga stundum erfitt með að átta sig.á þeirri einföldu staðreynd að þeir eru ráðnir til starfa í stjórn- kerfinu til að vera þjónar þjóðarinnar en ekki herrar hennar. Ahnenningur á auðvitað skýlausa kröfu til þess að fá greinargóðar upplýsingar um hvað slíkir menn frá greitt fyrir þá þjónustu sem þeir veita, eða eiga að veita þjóðinni. Því hefur reyndar stundum verið haldið franv að í reynd sé það embættismannaaðallinn sem stjórni land- inu með áhrifum sínum og tengslum á bak við tjöldin. Stjórnmálamenn, sem þurfa að leita eftir stuðningi al- mennings við gerðir sínar með tiltölulega skömmu milli- bili, koma og fara. Það á líka við um ráðherra. En kerfis- kóngarnir sitja áfram í valdastólum sínum og virðast sjá svo vel um sig og kollega sína í opinberri þjónustu að upplýsingar þar að lútandi þoli ekki opinbera umræðu. • Krafa skattgreiðendanna er skýr, einföld og sanngjörn. Það á að leggja leynilistann um tekjuhæstu starfsmenn ríkisins á borðið án tafar. Ef kerfið þumbast enn við hlýtur að koma til kasta al- þingismanna að beita valdi Alþingis til að draga þessar upplýsingar upp úr leynihirslum kerfisins og fram í dags- ljósið. Þingið hefur fengið fjárveitingavaldið frá þjóðinni. Því fylgir siðferðileg skylda til að skýra þeirri sömu þjóð frá því hvernig fjármununum hefur verið varið. Elías Snæland Jónsson Verötryggð jafngreiðslulán eru óhagganleg, trúarleg kennisetn- ing, í húsbréfakerfinu. Það boðar ógæfu fyrir húsnæðiskaupendur. Greiðslubyrði húsnæðislána verð- ur að léttast þegar frá líður svo fólk geti unnið sig út úr fyrsta vandanum. Greiðslubyrði hús- bréfanna þyngist þegar líður á lánstímann vegna þess að þau eru verðtryggð jafngreiðslulán. Þau eru þess vegna hættuleg og ber að breyta þeim í hentugri gerðir lána. Menn eiga aö taka til skoðunar aðra kosti en felast í núverandi húsnæðislánakerfi óbreyttu. Ráðamenn verða að hlusta á rök þvi heill kynslóða er í húfi. Að vinna sig út úr vandanum Fyrir fasteignakaupendur er mikilvægt að geta unnið sig út úr erfiðleikum fyrstu áranna eftir húsnæðiskaup. Greiðslubyrði af VEÍtDTRYGGT HOSH." IMitíNGARíijTjnB} Byggingarsjóðurríkisins,M 4ðOI$-2409< Reykjavík. lýsir nér mcðyfirþvf, að hann skuldar U'nnitalj hcimiiixfimg Hásbrffþtlia ergefið tiimeð tieimitd I ttígtim nr. 76/1989 um breytingu dtögumumf/tisna-ðtsslitifiiunr/kisinsnr. S&'fVgg, sbr./iig nr. /OQ/Q/Hl. Byggingarsjáður ríkisins greidir verðbmur afbrefiþessu ski>. breytingum á /dnskjaravtsiiölu frd liigtifudegi bnfsim tUgjaiddtlga tig ve.rrifyrir sama timtiNi. Vm enditrgreiðslu við innlausu eða titdrati, svtt og verðtrygginga. varitikjðr ag érimtr kjör og skilmdlafer samkvteml reglugerð nr. /1989. sid'bakltlið. Húsbréfskal tetið skni á iiafn. Vm skaila/agameðfeit) hmbréfs /tessa visast til 9. greinar regliigerðar á bakhlið. ReylþntL t.i nmem/HY /wv i li HYM.INÍiAKVlOiJS RlMSINS I b. KIKtVU(H>S ISLA.M'S „Vandalaust er að benda á liprari gerðir húsnæðislána en verðtryggðu jafngreiðslulánin í húsbréfakerfinu," segir m.a. í greininni. Hentugri húsnæðislán húsnæðislánum þarf að minnka stöðugt og verða viðráðanleg þeg- ar líður frá kaupunúm. Mikilvægt er fyrir launafólk að skuldir lækki og það sjái fram á bjartari tima. Fjölskyldur eyða nú hverri hand- bærri krónu í afborganir án þess að grynnki á skuldum eða greiðslubyrði húsnæðislána létt- ist. Minni háttar óvænt útgjöld valda því að fólk missir húsnæði sitt. Það hefur slæm áhrif á líf fólks og heilsu að lifa stöðugt í óvissu og áhyggjum af fjárhags- legri framtið fjölskyldunnar. Mik- ilvægt er að húsnæðislánakerfið vinni gegn þessu álagi. Þegar menn tóku upp há verðtryggð jafngreiðslulán í húsnæðislána- kerfinu skildu þeir þetta ekki. Það er löngu tímabært að menn kanni aðra kosti en felast í núver- andi húsnæðislánakerfinu óbreyttu. Því má breyta á marga vegu til batnaðar. Bjóða má nýjar gerðir lána, taka upp breytilegan lánstíma á hinum ólíku lánum, hækka lánshlutfall, bjóða fasta og breytilega vexti. Þessir kostir, ásamt öðrum sem ekki eru taldir hér, eru einfaldlega ekki skoðaðir. Ástæðan er að menn einblína á verðtryggð jafngreiðslulán með fóstum vöxtum. Þau eru boðorð húsbréfakerfisins. Við þeim verð- ur ekki hróflað hversu dýrkeypt sem þau reynast húsnæðiskaup- endum. Á meðan hrannast vanda- málin upp á heimilum fasteigna- kaupenda. Þrír nýir kostir ' Vandalaust er að benda á lipr- ari gerðir húsnæðislána en verð- Kjallarinn 1 _¦ '^ \ _—.' # JH ^385^ Stefán Ingólfsson verkfræðingur Algengustu húsnæðislán í okk- ar heimshluta eru óverðtryggð með jöfnum afborgunum til 15-25 ára. Vextir eru fastir eða breyti: legir. Greiðslur eru háar í upphafi eh minnka hratt að raunvirði. Miðað við 3% yerðbólgu léttist greiðslubyrðin um 20% fýrstu fimm árin eftir húsnæðiskaup svo kaupendur vinna sig fljótt út úr byrjunarerfiðleikum. Óverð- tryggðu lánin geta veríð hærri en verðtryggð lán. í meðalári má lána 90% af kaupverði íbúðarhús- næðis. Sum veðlánafyrirtæki þjóna húsnæðiskaupendum utan eigin heimalands. Þau mundu bjóða ís- lendingum óverðtryggð lán í'eigin gjaldmiðli fyrir allt að 90% sölu- verðs. Greiðslumat erlendu lána- stofnananna er það rúmt að þús- „Greiðslumat erlendu lánastofnananna er það rúmt að þúsundir fjölskyldna, sem ekki fá inni í húsbréfakerfinu, gætu ráðist í húsnæðiskaup með erlendu lánsfé." tryggðu jafngreiðslulánin í hús- bréfakerfinu. Nefna má þrjár sem dæmi; verðtryggð lán með jöfnum afborgunum, óverðtryggð lán og lán erlendra lánastofnana. Lífeyr- issjóðir hafa veitt sjóðfélögum, verðtryggð 20-25 ára lán með jöfn- um afborgunum og föstum eða breytilegum vöxtum. Greiðslu- byrði samanstendur af vöxtum og afborgunum og minnkar stöðugt þegar líður á lánstímann. undir fjölskyldna, sem ekki fá inni í húsbréfakerfinu, gætu ráð- ist í húsnæðiskaup með erlendu lánsfé. Lánin eru með jöfnum af- borgunum svo greiðslubyrðin mundi líklega minnka um 4-6% á ári fyrstu árin reiknað á föstu verðlagi. Kaupendur vinna sig þess vegna nokkuð fljótt út úr erf- iðleikum fyrstu áranna eftir kaup. Stefán Ingólfsson Skoðanir annarra Alþingismenn og almenningur „Mánaðarhækkun launa til alþingismanna er langt umfram það sem fjöldi fólks verður að sætta sig við í mánaðarlaun! ... Það er alvarlegt mál ef þingmenn líta svo á, að sú launastefna sem mörkuð hefur verið í þjóðfélaginu, og þeir hafa krafist að launþegar í landinu tækju mið af, eigi ekki við þá. Slíkt hlýtur að bjóða hættunni heim og ýta undir það viðhorf sem víða hefur komið fram, að grund-. vóllur kjarasamninganna sé brostinn." M.L.S. í 8. tbl. VR-blaðsins. Stjórnarfar magntollanna „Með griðarlega háum magntollum er verið að hindra að innlenda framleiðslan fái nokkra erlenda samkeppni. Neytendur greiða fyrir þessa stefnu stjórnvalda með hærra grænmetisverði en vera þyrfti. Þótt pólitískur vilji kunni ennþá að vera fyr- ir því hér á landi að reka verndarstemu af þessu tagi til að hlífa íslenzkum garðyrkjubændum við út- lendri samkeppni, er rétt að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Hina raunverulegu ástæðu fyrir hækkun grænmetisverðs á íslandi er að finna í stjórnarfarihu, ekki í tíðarfarinu." Úr forystugrein Mbl. 12. okt. Forsetaembættið „Forseti íslands talaði af sér í Kína og talaði aftur af sér i einkaviðtali sem hún veittí Morgunblaðinu þegar hún sagði stúdentamorðingjann Li Peng vera „gáfaðan og greindan mann". Og afsökunin þess efn- is að ekki væri hægt að segja allt þegar setið væri í rauðum silkisófum gestgjafa var dapurleg og kallaði á jafn harða gagnrýni og þá sem Köfð var vegna um- mælanna í Kína ... Fulltrúar forsetaembættisins eru reiöir og sármóðgaðir og forsetaembættið hefur sett ofan. En það er of mörgum sem finnst óþægilegt að viðurkenna það." Kolbrún Bergþórsdóttir í Alþbl. 13. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.