Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Síða 15
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 15 Kjarabætur haföar af láglaunafólki Ein af mestu kjarabótum síöari ára fyrir láglaunafólk eru húsa- leigubætur. Ríkissjóður lagöi til þessa verkefnis 400 milljónir á ár- inu en sveitarfélögin um 200 miLj- ónir króna. Til að ná þessu máli í höfn á Alþingi þurfti að gera sam- komulag við sveitarfélögin um að þeim væri í sjálfsvald sett hvort þau .veittu íbúum sínum húsa- leigubætur eða ekki. Tugir milljóna Það verður að telja furðu sæta að einungis 28 sveitarfélög sáu ástæðu til að bjóða íbúum sínum upp á húsaleigubætur sem ríkis- sjóður greiðir þó að 60% hluta. Þannig hafa mörg sveitarfélög í landinu haft af fólki kjarabætur sem getur skipt mörgum tugum milljóna króna. Má þar nefna stór „Það segir sína sögu að í það stefnir að öll þau sveitarfélög sem tóku upp húsa- leigubætur þegar þær komu til fram- kvæmda um sl. áramót ætla að halda því áfram.“ Þjóðhagsstofnun hefur metið að húsaleigubætur muni auka ráð- stöfunartekjur láglaunafólks um allt að 17% en þær geta numið allt að 21 þúsund krónum. Það svarar til um 30% tekna lægst launaða fólksins. Þegar litið er til stöðu og fjölskyldugerðar þeirra 2000 manns sem fengið hafa húsaleigu- bætur á þessu ári þá kemur í ljós að námsmenn og einstæðir foreldr- ar eru þar fjölmennur hópur eða um 800 manns. Atvinnulausir er um 250 og elli- og örorkulífeyris- þegar milli 400 og 500 manns. Sannað gildi sitt Meðan verið var að koma mál- inu í gegn á Alþingi urðu margir til að gagnrýna húsaleigubæturnar og fýrirhugaða framkvæmd þeirra, þ.á m. sveitarstjórnarmenn. Nú hafa húsaleigubæturnar ótvírætt sannað gildi sitt. Það segir sína sveitarfélög eins og Akureyri, Isa- fjörð, Kópavog, Keflavík, Egils- staði, Siglufjörð, Akranes, Borgar- nes og Vestmannaeyjar. Tvö þúsund manns fengið allt að 21 þúsund á mánuði í þeim sveitarfélögum sem tryggt hafa íbúum sínum húsa- leigubætur, en þar munar mest um Reykjavík, hafa tæplega tvö þúsund manns á fyrstu 8 mánuð- unum fengið húsaleigubætur. 66% þeirra eða 2/3 hluti er með tekjur undir skattleysismörkum. Það seg- ir okkur ótvírætt að sveitarfélög, sem ekki greiða húsaleigubætur, eru að hafa kjarabætur af fólk sem verst er statt í þjóðfélaginu. Seint hélt ég að það væri viðfangsefni sveitarfélaga en eitt meginhlut- verk sveitarfélaga er að halda uppi öflugri félagsþjónustu við sína íbúa. Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður „Það sætir furðu að einungis 28 sveitarfélög sáu ástæðu til að bjóða tbú- um sínum upp á húsaleigubætur sem ríkissjóður greiðir þó að 60% hluta,“ segir m.a. í greininni. sögu að í það stefnir að öll þau sveitarfélög sem tóku upp húsa- leigubætur þegar þær komu til framkvæmda um sl. áramót ætla að halda því áfram. Framkvæmdin hefur verið hnökralaus en það var helsta ástæðan sem sveitarfélögin notuðu gegn' húsaleigubótum að framkvæmdin yrði flókin. Á að hafa kjarabótina af fólki á næsta ári? Nú reynir á hvort sveitarfélög, sem ekki greiddu íbúum sínum húsaleigubætur á þessu ári, ætlá áfram á næsta ári að hafa þessa miklu kjarabót af láglaunafólki en 1. nóvember nk. eiga sveitarfélögin að hafa tilkynnt um þátttöku í húsaleigubótum á næsta ári. Hér er um að ræða upphæð sem er á einum mánuði hærri en sér- stök kjarabót sem lægst launaða fólkið fær á öllu næsta ári vegna síðustu kjarasamninga. Eiga ekki íbúar sveitarfélaga, sem rétt eiga á húsaleigubótum en °á ekki vegna afstöðu sveitarfélaga, eitthvað van- talað við sína sveitarstjórnar- menn? Jóhanna Sigurðardóttir Gildi íþrótta fyrir íslensk ungmenni Einn meginvandi flestra þeirra sem hafa fengist og fást við félags- störf barna og unglinga er að skort hefur kannanir til þess að sanna gildi þess og áhrif í uppeldislegum skilningi. Að tilstuðlan mennta- málaráðuneytisins og íþrótta- nefndar ríkisins hefur nú ein slík könnun verið gerð undir forystu Þórólfs Þórlindssonar prófessors og hafa niðurstöður hennar komið út á bók. Uppeldisgildi ótvírætt Umrædd könnun náði til 8.530 barna og unglinga í 8., 9. og 10. bekk íslenska skólakerfisins um land allt og var svörun 80-90%. í ljós kom að 70% nemenda á þessu aldursskeiði iðka íþróttir einu sinni í viku-eða oftar fyrir utan skyldutíma í leikfimi í skólanum. Og bendir flest til þess að þátttaka fari vaxandi. Fram kemur að mun fleiri piltar en stúlkur iðka íþróttir reglulega. Stúlkur eru í meirihluta þeirra barna og unglinga sem aldrei iðka íþróttir. Um það bil helmingur nemenda alls staðar á landinu iðka íþróttir tvisvar sinnum í viku eða oftar. Hæst er hlutfallið á Vest- urlandi 53,1%. Auk þess að miðla íþrótta- kennslu til nemenda sinna leggja Kjallarinn Hafsteinn Þorvaldsson fulltrúi UMFÍ í íþróttanefnd ríkisins þjálfarar mikla áherslu á heilsu- samlegt líferni og skaðsemi ávana- og fíkniefha. Og talið er að ströng fyrirmæli þjálfara um heiðarleika og dreng- skap muni fylgja nemendum þeirra fram á efri ár. Athygli vekur að mikil ánægja ríkir með störf þjáifaranna hjá öll- um bekkjardeildum og jafnframt að þeir geri miklar kröfur um: Sig- ur í keppni, drengilega framkomu og heilbrigt líf. I ljós kemur að þjálfarinn leggur höfuðáherslu á tvö síðartöldu atriðin, sigur í keppni kemur nr. 3. íþróttir og neysla vímuefna Könnunin leiðir í ljós að hlutfall nemenda, sem reykja og neyta áfengis og annarra vímuefna, lækkar með aukinni íþróttaiðkun. Þessi niðurstaða er okkur forustu- mönnum íþróttahreyfingarinnar mikið gleðiefni og sannar ótvírætt gildi þess forvarnarstarfs sem við teljum okkur vera að vinna í þágu æskufólks á íslandi. í ljós kemur að jákvæð fylgni er á milli sjálfsvirðingar annars veg- ar og íþróttaiðkunar, líkamsþjálf- unar og getu í íþróttum hins veg- ar. Líkamsmynd hefur eins og sjálfsvirðingin jákvæða fylgni varðandi íþróttaiðkanir. íþróttaiðkun dregur úr þung- lyndi, sömuleiðis færni og árangur á íþróttasviðinu. Það á jafnt við um pilta og stúlkur. íþróttir, nám og skóli Að lokum skal þess getið að mjög jákvætt samband er með góð- um námsárangri nemenda og íþróttaiðkunum. Að framansögðu broti af niður- stöðum úr þessari gagnmerku könnun er ljóst að könnunin hefur sannað fullyrðingar okkar, og gott betur, um jákvætt uppeldislegt gildi íþróttaiðkana i góðum félags- skap undir handleiðslu hæfra leið- beinenda. Hafsteinn Þorvaldsson „ ... jákvæð fylgni er á milli sjálfsvirðing- ar annars vegar og íþróttaiðkunar, lík- amsþjálfunar og getu í íþróttum hins veg- ar. Líkamsmynd hefur eins og sjálfsvirð- ingin jákvæða fylgni varðandi íþróttaiðk- anir.“ Með og ** ^ ■ ■ a moti Samþykkt NAFO mótmælt Verðum að mótmæla „Fyrst og fremst er ástæða til aö gera at- hugasemdir við vinnubrögðin þegar samþykkt var að taka upp sóknarstýringu á Flæmska hatt- inum. Þar er ekki Við þann útgerðarmaöurá, eina íslending Dal',ík- að sakast sem sat ársfundinn. Það er á hreinu að íslensk stjórnvöld verða að mót- mæla þessu. Ástæðurnar fyrir því eru að forsendurnar fyrir því að taka upp stjórnun eru engar, hvorki vísindalegar né aðrar. Menn vita ekkert um þetta og í ljósi reynslunnar frá íslandi bend- ir allt tii þess að rækjustofninn þarna sé í uppgangi en ekki á nið- urleið. í öðru lagi hefur það verið stefna íslenskra stjórnvalda að taka ekki upp sóknarmark. Þama eru menn í alvöru að tala um að taka upp framseljanlegt sóknar- mark sem enginn veit hvernig hægt er að framkvæma. Vísindanefnd NAFO segir að þarna sé rækjustofninn að hruni kominn en það er ekkert sem styð- ur þá kenningu. Meira að segja tók NAFO-fundurinn ekki undir álit vísindanefhdarinnar og ýtti því út af borðinu sem ónýtu og ekki eftir því farandi. Þetta er því samsæri annarra þjóða til að bola islendingum út af þessú svæði eða að minnsta kosti gera þeim erfitt fyrir að stunda þetta af einhverju viti.“ Kapp- hlaup „Það er núm- er eitt að ef þetta verður gef- ið frjálst þá munu aörar þjóðir svo sem austantjalds- þjóðirnar og Spánverjar senda stóran flota þangað til stjórnlausra veiða. Þetta ger- ist í kapphlaupi um væntanlegan kvóta á svæðinu. Á hinn bóginn er ljóst að fái sókn- ardagarnir að standa þá er ísland eina þjóðin sem getur bætt við sig aflaheimildum á Flæmska hattin- um. Þetta gerist vegna þess aö við höfum verið með bæði lítil og af- kastalítil skip á meðan fioti ann- arra þjóða hefur á sömu slóðum verið samsettur úr stórum og af- kastamiklum skipum. Áhættan af því að mótmæla samþykktinni verður sú að þá hrúgast allar þjóðir með flota til þess að reyna að ná sér í aukna veiðireynslu og á endanum munu stjórnlausar veiðar leiða til þess að ekkert verður eftir fyrir einn eða neinn. íslendingar munu tapa barátt- unni um aukinn kvóta því sá floti sem þarf í kapphlaupið er einfald- lega ekki til hérlendis. íslendingar myndu jafnframt fara í auknum mæli til austan- tjaldslandanna og leigja þar út- gerðir og gera samninga upp á að vinna rétt til veiða þarna. Þá munu þær þjóðir njóta góðs af þeim veiðum en ekki íslendingar. Úr því sem komið er þá er glórulaust að mótmæla samþykkt- inni og viö verðum einfaldlega að vinna út frá því að sóknarstýring- in sé nauðsynleg í stöðunni.“ -rt Pálmi Stefánsson, útgerðarmaður á ísafirðl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.