Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 Fréttir Mál Halldórs Jóhannssonar, miðasölumanns á HM í handknattleik: Tveir aðilar haf a fallið frá beiðni um gjaldþrot - Búnaðarbankinn lét fara fram árangurslaust flárnám - verið að semja um þessa hluti, segir Halldór Gylli Kristjánssan, DV, Akureyri: Tveir aðilar hafa farið fram á að Halldór Jóhannsson á Akureyri, sem sá um sölu aðgöngumiða á leiki heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik, verði tekinn til gjaldþrota- meðferðar. Samkvæmt heimildum DV féll sá aðili sem fyrr bað um gjald- þrotameðferð yfir honum frá þeirri beiðni og Halldór segir sjálfur að Líf- eyrissjóður verslunarmanna, sem bað seinna um slíka meðferð, hafi einnig faUið frá þeirri beiðni. Þá var gert árangurslaust fjárnám hjá Halldóri að kröfu Búnaðarbanka íslands en hann segist eiga í viðræð- um við bankann um að finna lausn á því sem að honum snýr. „Það er algengt þegar menn eru með skuldir sem ekki er veð fyrir að reynt sé að semja um að finna farveg til að leysa slík mál og það er það sem verið er að gera. Það er varla hagur í því fyr- ir bankann að fara að afskrifa 6 millj- ónir króna í þessu sambandi og það er verið að vinna í því að finna leið til að leysa þetta með markvissum hætti. En þessi mál hafa dregist og dregjst vegna þess að miðasölumálin hafa ekki verið gerð upp. Þegar það verður gert kemur væntanlega í ljós þaö sem ég hef sagt að ég eigi pen- inga hjá framkvæmdanefnd HM en hún ekki hjá mér og ég geti gengið frá mínum málum," segir Halldór. Hann segir að allt þetta megi rekja til þess að uppgjör vegna miðasöl- unnar hafi ekki farið fram og til Halldór verður að sýna peningana - segir Ólafur Schram, formaður Handknattleíkssambands íslands Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það sem Halldóri Jóhannssyni ber að geraer að mætameð pening- ana á okkar fund ef þeir eru til, leggja þá á borðið og síðan er hægt að ræða málið ef eitthvaö er um að raeða," segir Ólafur Schram, formaður Handknattíeikssam- bands ísíands, um uppgjörsmál vegna miðasölu á heimsineistara- keppnina í handknattieJk í vor. Halidór Jóhannsson miðasali segir að í hans fórum séu auk 20 milljóna króna ábyrgðar í banka um 16 milh'ónír króna sem komu inn vegnatniðasölu, Hann telji hins vegar að honum beri þeir peningar þar sem forsendur í saniningi hans viö Framkvæmdanefnd HM hafi breyst, m.a. vegna sjónvarpsút- sendinga. Þetta lætur nærri að vera sú upp- hæð sem Ólafur segjr að Haildór skuldi HSÍ „Það eru sennilega á bilinu 16-19 milhónir. Ef HaÖdór er með þessa peninga þá er það hið besta mál en ég tek ekki mark á að perflngarnir séu fyrir hendi fyrr en þeir verða lagðir á borðiö. Hvað varðar sjónvarpsútsendingar þá var skýrt tekið fram í samningnum við Halldór að sjónvarpað yrði frá keppninni hér heima en það var ekki til tekið hversu umfangsmikl-, ar þær útsendingar yrðu." - Halldór ségir að þið hafiö verið ófáanlegir til að setjast niöur meö honúm og ræða þessi mál til að komast að niðurstððu. „Við erum auðvitað tilbúnir að tala við Halldór en ég sé engan til- gang í'því nema ég viti að þessir peningar, sem hann talar um, séu tii. Ég gæti hins vegar alveg trúað því að það hafi verið stirt á milli Halldórs og framkvæmdastjóra HM-nefndarinnar," sagði Ólafur. Frá vigslu nýbyggingarinnar. DV-mynd Jón Ben. Nýbygging vígð við saf nið að Skógum Jón Benediktsson, DV, Hvolsvelli: Vegna þeirra tímamóta sem hafa orðið við uppbyggingu byggða- og skjalasafns að Skógum undir Eyja- fjöllum var öllum íbúum í Rangár- þingi og Vestur-Skaftafellssýslu boð- ið aö skoða safnið og fá fræðslu um uppbyggingu þess og starfsemi ný- verið. Nýbygging við safnið var vígð 9. september. Safnið að Skógum er fjölsótt og í sumar hafa skoðað þaö um 25.000 gestir. Sú tala á eftir að hækka það sem eftir er árs. Hróður safnsins hefur borist víða, ekki síst fyrir fram- komu og vinsemd Þórðar Tómasson- ar safnvarðar. Hann gengur um safn- ið og lýsir því líflega á því tungu- máh sem við á hverju sinni. Oftast endar ferðin um safmð viö orgel i anddyri og hljóma sönglög á mörgum tungumálum út á hlað. þeirrar deilu sem hann á í við hand- knattieikshreyfinguna. „Þessar skuldir mínar má rekja til þess að ég lagði í á þriðja tug milljóna króna kostnað vegna miðasölunnar og lán vegna þess átti að greiða þegar miða- sölumáUn væru gerð upp," segir Halldór. Varðandi ábyrgð Akureyrarbæjar sem nemur 20 milljónum króna segir Halldór að áður en til þess að bærinn þurfi að greiða hana þurfi að lýsa hann gjaldþrota. Baldur Dýrfjörð, bæjarlögmaður á Akureyri, sagðist í samtah viö DV ekki hafa heyrt neitt um að gengið yrði að bæjarábyrgð- inni. „Við fylgjumst með málinu, það er það eina sem hægt er að segja um þaö á þessu stigi," sagði Baldur. Sem kunnugt er kærði fram- kvæmdanefnd HM Halldór til Rann- sóknarlpgreglu ríkisins vegna upp- gjörsmála af miðasölunni og sagði Helgi Daníelsson yfirlögregluþjónn RLR að mátið væri enn til rannsókn- ar þar. Arekstur milli tveggja ökutækja sem mætast á vegi eða í beygju '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 "93 '94 '95* _____^______________* það sem af er ári ^ ^ ^ ^. j| I Hörmuleg dauðaslys þar sem bílar mætast: Ef ekið er hægar fækkar slysunum - segir Sigurður Helgason hjá Umferðarráði „Ein leiðin til að koma í veg fyrir slys af þessu tagi er að aka hægar. Það gildur alltaf að menn verða að aka í samræmi við aöstæður og þar sem vegir eru mjóir er hætta sem fylgir hraðakstri enn meiri," segir Sigurður Helgason hjá Umferðarráði í samtah við DV. í þessum mánuði hafa tveir menn látið lífið í árekstrum þar sem bílar mætast á vegum þar sem aðstæöur eru annars ágætar. Dauðaslys þessi urðú á Suðurlandsvegi við Gunnars- hólma 8. október og á Skeiðavegi daginn eftir. Eru dauðaslys af þessum rótum í umferðinni oröin fimm á árinu. Áöur fórust feögar á Suðurlandsveginum í Hveradalabrekkunni og einn mað- ur á Reykjanesbraut. Á hðnum tíu árum hafa 53 menn látið lifið þegar bílar rekast á í beygj- um eöa á beinum vegi. Af þeim eru 29 ökumenn, 17 farþegar í framsæti, fimm farþegar í aftursæti, einn öku- maður bifhjóls og einn farþegi á bif- hjóli. Dauðaslys af þessu tagi eru 37,5% allra dauðaslysa í umferðinni og á þessu ári lætur nærri að þriðjungur dauðaslysa sé vegna þess að bílar sem eru að mætast rekast á. „Því hraðar sem ekið er þeim mun alvarlegri verða afleiðingarnar beri eitthvað út af á vegum þar sem að- eins ein akrein er í hvora átt," segir Sigurður. -GK SíldinstreymirtilEyja Óraar Garöarís., DV, Vestmannaeyjuiri: MM og stbðúg viima hefur verið í :sudinni í Vinhslustöðjnni eftir að yeiðar hófust í síðustu viku. Tvö skip, Kap VE og ísleifur VE, hafa landaö samtals um 2000 tonnum og hefur langstærsti hlutinn farið til vinnslu. ísleifur lahdaði fyrstu sfldinni ura miðja síðustu viku og var aöinn rnm 300 tonni Kap landaði tæplega :300 tonnum á laugardag. ísleifur var aftur á ferðinni á mánudag með tæp 400 tonn, í fyrrakvöld kom Kap með 500 tonn og í gær íandaðí ísleif- ur tæpum 500 tonnum. Þór Vil- hjálmsson, verksrjóri í Vinnslu- stöðinni, segir að södin hafi hleypt miklu iífí. i fyrirtækið. Sildin er öfl flðkuö og ftyst og er flakað allan sólarhringinn og unnið við pökkun frá kl. 8 á morgnana til 5 og 7 á kvöldin^ ,iÞetta er ágæt síld, stór og þokkalega feit, og gengur vel að vinna hana," sagöi Þór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.