Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 Fréttir Miklar skemmdir urðu á hlöðu við hesthús Fáks í Víðidal í gærkvöld. Brann þar mikið af heyi en hestum var bjargað út. DV-mynd S Mitóll eldur í hlööu við hesthús Fáks: Hestunum bjargað Hlaða stórskemmdist og mikið brann af heyi þegar eldur kom upp í hlöðu við hesthús Fáks í Víðidal í gærkvöldi. Var allur hðsafli slökkvi- Uðsins kallaður út um klukka níu og kom vatnsbíll frá slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelh til aðstoðar. Fljótiega tókst að hefta útbreiðslu eldsins og ná út þeim hestum sem voru í hesthúsinu. Eldur leyndist í heyinu fram á kvöld og undir mið- nætti var enn verið að moka út úr hlöðunni. Eldsupptök eru ókunn en ekki er útilokað að hiti í heyinu hafi magn- astuppíbál. -GK DV býóur öllum landsmönnum í afmæli hringinn í kringum landið sí TÍGRI verður í afmælisskapi / HOPPKASTALI fyrir fjörkálfa SAGA DAGBLAÐSINS í máli og myndum / ALLIR HRESSIR krakkar fá blöðrur, stundatöflur og annan glaðning Snæfellsbær y DV og Kvenfélög Hellissands og Ólafsvíkur bjóða þér og allri fjölskyldunni til afmælishátíðar í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík, briðjudaginn 17. október fra klukkan 17-19. Skemmtiatriði: 4 Kennarar og nemendur tónlistarskólanna í Snæfellsbæ leika létta tónlist Gómsætt í gogginn: \f Kaffi Afmælisveitingar / Ópal sælgæti sf Tomma og Jenna ávaxtadrykkir FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ÞIG OG ALLA FJÖLSKYLDUNA! Meiming Drakúla tek- ur land Sagan um Drakúla greifa hefur löngum heillað þá sem gaman hafa af hrollvekjum og dularfuUum fyrir- bærum. Hér á landi voru sögur af draugum, uppvakn- ingum og útburðum vinsælar um aldir og gengu manna á milU í ýmsum útgáfum. Tilgangurinn með þessum sögum er yfirleitt að hræða áheyrandann upp úr skónum og skyldleikinn er auðsær þó að umhverfi sagnanna sé ólíkt. Veröld vampíranna Leikfélag Akureyrar frumsýndi á föstudagskvöld leikgerð Michaels Scott á skáldsögunni Drakúla eftir Bram Stoker. í þessari útfærslu kynnist áhorfandinn annars vegar veröld vampíranna og hins vegar vest- rænum vísindamönnum sem reyna með öUum ráðum að bregðast við hættunni úr austri. Þeir koma til skjai- anna þegar aUt útUt er fyrir að blóðsugunum ætU að takast innrás í helgustu vé evrópskrar menningar um síöustu aldamót, sjáUa Lundúnaborg. Drakúla greifi er ættaður frá Transylvaniu, þar sem hann býr í myrkum kastala, og þangað þora fáir að stíga fæti. Ungur lögmaður frá London fær það verk- efni að færa greifanum skjöl til undirskriftar og hann leggur af stað, óvitandi um þær hættur sem bíöa hans. AhygUnni er nokkuö dreift í upphafi með því að vera með sífelld innskot frá öðru sögusviði og lengi vel ná sum þessara atriða (einkum atriðin frá geð- veikrahælinu) ekki nógu góðri tengingu við það sem yfir vesalings Jónatan gengur, þama lengst austur í Transylvaníu. Engu að síður er þetta skemmtilegasti hluti sýning- arinnar. Flögð og forynjur flennast um myrkan kastaiann og hápunktarnir eru þegar greifanum sjálfum skýtur fyr- irvaralaust upp hér og þar. Viðar Eggertsson leikur Drakúla af stakri innlifun og gæðir hann ýmsum mannlegum eiginleikum, þrátt fyrir fordæðuskapinn. í seinni hlutanum hefur greifanum heppnast land- ganga í Bretlandi þar sem nóg er af blóði, bæði bláu og rauðu. En þar með tekur verkið aðra stefnu og verður meira í stíl við ævintýri Sherlocks Holmes. Um leið gliðnar það einhvern veginn á saumunum og dregst óþarflega á langinn. Þetta er svo sem ekkert nýtt; þegar verið er að færa efnismikla skáldsögu til sviðs er oft vandi að velja og hafna. En hér hefði það verið tvímælalaust til bóta aö sigta betur og þétta framvinduna um lúð eiginlega söguefni. írskir stjórnartaumar írinn Michael Scott á stærstan hlut í þessari upp- færslu sem frumsýnd var í upphafi írskra daga á Akur- eyri. Hann semur leikgerðina, leikstýrir, sér um tón- list og hannar lýsingu í samvinnu við Ingvar Bjöms- son. Ef frá eru taldir framangreindir gallar á leikgerðinni sjálfri era allir þessir þættir vel og fagmannlega unn- ir og leikarar gera margt gott undir handieiðslu hans. Guðmundur Haraldsson er hæfilega jarðbundinn og settlegur sem ungi lögfræðingurinn og heldur vel utan um hlutverkið, þó að óneitanlega fái hann betri tæki- færi til túlkunar í fyrri hlutanum. Rósa Guðný Þórsdóttir leikur Mínu, kærustu hans. Hún er vaxandi leikkona og það kemur ekki á óvart hversu vel hún vinnur úr hlutverkinu sem verður eitt það eftirminnilegasta í sýningunni. Bergljót Amalds leikur Lucy, hlutverk sem býður upp á nokkur tilþrif, og gerir það um margt vel. Sigurð- ur Karlsson kemur nú öðru sinni til Uðs við LA og leikur prófessor Van Helsing. Hann fer létt með það hlutverk og það sama má segja um Valdimar Öm Flyg- enring, sem leikur Arthur, enda eru þetta nokkuð stöðluð hlutverk séntilmanna. Valdimar leikur líka geðsjúklinginn Renfield sem kemur allnokkuð við sögu. Þar kveður við annan tón og eru tiltæki Renfields hin ógurlegustu, svona til að sjokkera og skemmta áhorfendum, enda vöktu þau svakalegustu fremur hlátur en óhug. Skúli Gautason fer settlega með hlutverk dr. Sew- Leiklist Auður Eydal ards og Aðalsteinn Bergdal er líflegur í nokkmm smærri hlutverkum. Sunna Borg skilar sínum hlut- verkum fagmannlega og hefur sterka návist á sviðinu að vanda. Áður er minnst á Viðar Eggertsson sem leikur sjálf- an Drakúla. Hlutverkið er í raun tvískipt, annars veg- ar vampíran í kastalanum og hins vegar nokkuð sívil- iseraðri útgáfa hennar þegar sögusviðiö hefur færst til Lundúna. Hvort tveggja gerir Viðar vel en einkum lætur hon- um þó vel lífíð í fyrri hlutanum þegar hann fer á kost- um í flírulegum fordæöuskap. Þar er líka gervið miklu skemmtilegra og betur við hæfi, reyndar alveg frá- bært. í seinni hlutanum er Drakúla dressaður eins og nasistaforingi og einhvem veginn úr stíl. Leikmynd og íburðarmiklir búningar Pauls McCau- ley em annars prýðilega útfærð og gera mikið fyrir sýninguna. Sviðið er vel nýtt, þó að tíðar skiptingar séu nokkuð til tafar eins og gengur, og fersk hug- kvæmni kemur fram í hönnun leikmyndar og lýsingu. Upphafið á sýningunni lofaöi góðu en langdreginn seinni hluti spillti fyrir því aö sýningin uppfyllti þær vonir. Að öðm leyti var hún vel unnin og frammistaða Viðars Eggertssonar í fyrri hlutanum meira en leik- húsferöar virði. Leikfélag Akureyrar sýnir: DRAKÚLA Leikgerð Michael Scott ó skóldsögu Bram Stoker Lýslng: Michael Scott i samvinnu við Ingvar Björnsson Tónllst: Michael Scott Leikmynd og búningar: Paul McCauley Leikstjórn: Michael Scott

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.