Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Síða 19
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1995 31 Fréttir Vestmannaeyjar: Upplýsingar um sjólag gegn- um símann Ómar Garöaisson, DV, Vestmanpaeyjum; Sjómenn í Vestmannaeyjum geta nú komist í samband við dufl suður af Súlnaskeri sem gefur upplýsingar um sjólag. Er þetta gert með því að hringja í símatorg á Vita- og hafna- málastofnun í síma 902-1000 og slá inn 12 á símtækið. Guðjón Tryggvason hjá Vita- og hafnamálcistofnun segir að í gær haíi duílið verið tengt simatorginu. „Hægt er að fá upplýsingr um ölduhæð og sveiflutiðni sem er meðaltími milii öldutoppa í sekúndum. Sveiflutíðnin er meiri í þungum sjó en minnkar í miklum vindi,“ sagði Guðjón. Þeir sem nota farsíma verða að grafa upp kóda til að komast inn á tónvalið sem er skilyrði fyrir því að komast inn á símatorgið. Fyrir þá sem nota síma í landi er þetta ekkert vandamál. Guðjón sagði að það væri rakið fyrir stjórnendur minni báta að nýta sér þessa þjónustu. Baujan er þrjár sjómílur beint suð- ur af Súlnaskeri og biður Guðjón sjófarendur að taka tillit til þess. „Það eru eindregin tilmæh okkar til sjómanna að gæta þess að koma ekki nálægt bapjunni og veiðarfæri geta auðveldlega skemmt hana,“ sagði hann. Hér má sjá stjórnarmenn Rauða kross deildar Arnessýslu ásamt lögreglu- mönnum þegar búnaðurinn var afhentur. DV-mynd Kristinn Ámessýsla: Rauði krossinn tækjavæðir nýja sjúkrabHreið Kristján Einarsson, DV, Selfossi; Árnessýsludeild Rauða krossins gaf mikið af þeim búnaði sem fór í nýja sjúkraflutningabifreið sem lög- reglunni í Ámessýslu var afhent nýlega. Heilbrigöisráðuneytið leggim bif- reiðina til en heilsugæslustöðvarnar á Selfossi, í Laugarási, Hveragerði og Þorlákshöfn eru eigendur hennar. Lögreglan í Árnessýslu mun hafa bifreiðina til afnota. Lögreglan hefur um árabil séö um sjúkraflutningana og notað til þess bifreiðir sem ekki þykja nothæfar í dag í þessi verk- efni. Nú eru komnar til sögunnar sérútbúnar bifreiöir. Það er því lík- legt að með tímanum verði sjúkra- flutningur sérdeild hjá lögreglunni í Árnessýslu en í dag sinna almennir lögreglumenn þessu verkefni sam- hhða löggæslustörfum. Nýja bifreiðin, sem er af gerðinni Ford Econohne 350 turbo, er meö drifi á öllum hjólum og sérstaklega styrkt. Hún kostaði rúmar 5,2 millj- ónir en þegar búnaður sá sem Rauði krossinn lagði til er tekinn með verð- ur kostnaðurinn 8,5 mihjónir. Rauði krossinn gaf m.a. sjúkrabörur, súr- efnisbúnað, neyöartösku, öndunar- vél, hjartastuðtæki, hjartarafsjá og margt fleira. Fóru til Kanada til að skipta um kompás Ómar Garðarsson, DV, Vestmarmaeyjum; Þórarinn Sigurðsson og Jón Ólafs- son hjá Raftækjavinnustofunni Geisla í Vestmannaeyjum þurftu ný- lega að fljúga til Kanada til að skipta um kompás í Andvara VE. Andvari VE hefur í sumar verið á rækjuveiðum á Flæmska hattinum pg landað aflanum á Nýfundnalandi. í síðustu veiðiferö kom í ljós bhun í gyrokompási sem reyndist það alvar- leg að ekki þótti borga sig að gera við. Var þá brugðið á það ráð að kaupa nýjan kompás hér á landi og fljúga með hann út ásamt viðgerðar- mönnum en um leið fóru fram áhafnaskipti. Þórarinn sagðist aldrei hafa farið lengra í vinnunni. Flogið var út aö morgni fóstudags th St. John á Ný- fundnalandi en Andvari lá í Argentia þar skammt frá. Var strax hafist handa viö að skipta um kompásinn og gekk það vel. Komið var aftur th Reykjavíkur kl. 9 á laugardagskvöld og hafði ferðin þá tekið 36 klukkutíma. FROSTVARNIR Á VATNSINNTÖK Því að taka óþarfa áhættu. Láttu leggja hitastreng á vatnsinntakið Hitastrengur - frábær reynsla Rafhitastrengirnir frá Sigurplasti hafa verið notaðir á íslandi í yfir 20 ár. Árangurinn er mjög góður. Hætta á frostskemmdum er engin. Einungis þarf að tengja strenginn við 220 V straum og strengurinn hitnar sjálfkrafa þegar kólnar í veðri. Komið í veg fyrir frostskemmdir með hitastrengnum frá Sigurplasti Rafhitastrengurinn kemur í tilbúnum settum og er hann sjálfhitastillandi. Útsölustaðir eru: Glóey, Ármúla 19 og Rafvörur, Ármúla 5, Reykjavík, Rafport, Kópavogi, Rafbúð Skúla, Hafnarfirði, Árvirkinn, Selfossi, Raflagna- deild KEA, Akureyri. VÖLUTEIGUR 3, MOSFELLSBÆ. SÍMI 566-8300 Dæmí um frágang á lelðslu til að koma í veg fyrlr frostskemmdlr. 949.000 KR. Á GÖTUNA HYunpm ...til framtíðar Hyundai Accent, 84 hestöfl, með beinni innspýtingu,samlæsingum og vönduðum hljómflutningstækjum. ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 Fallegur, rúmgóður ”og nýtískulegur bíll, hannaSur með það aS leiðarljósi að gera aksturinn ónægjulegan ó öruggan hótt. Aukabúnaður á mynd, álfelgur og vindskeið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.