Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 16. OKTOBER 1995 39 Fréttir Samningar verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda: Var sagt að félögin gætu ekki verið launalögga - segir Þórarinn V. Þórarinsson - ekkert eftir nema nauðvörn, segir Pétur Sigurðsson „Þetta er svo furðulegt að það er nefnd skipuö fulltrúum frá Vinnu- veitendasambandinu og formönnum landssambandanna hins vegar sem hafa neitunarvald hvor um sig. Ef þeir eru sammála þá mega félögin náðarsamlegast segja samningum upp," segir Pétur Sigurðsson. „Forsendurnar eru brostnar. Mönnum var tahn trú um það í vor og fullvissaðir um að aðrir hópar, sem Vinnuveitendasambandið og stjórnvöld semdu við, fengju það sama. Verkafólki var sagt í vor að ef það færi fram á 200 eða 300 krónum meira í laun þá riði yfir þjóðina óða- verðbólga. Það var greiríilega logið að okkur vegna þess að helmingur- inn af þjóðinni er búinn að fá hækk- un sem er miklu meiri og það mælist ekki. Þess vegna segi ég að það vant- ar kvikasilfrið," segir Pétur. „Ef þaö er stjórnarfarslega rétt að Vinnuveitendasambandið geti ákvarðað hvort verkalýðsfélögin megi segja upp samningunum þá er ekkert annað eftir en nauðvörn og þá reynir bara á þeirra innri styrk. Ef þetta gengur ekki þá verður verkalýðshreyfingin um ókomna tíð ógilt pappírsplagg," segir Pétur. Þórarinn V. Þórarinsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, segir að það hafi verið alveg skýrt að innan verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki verið vilji til þess að tryggja að ein- stakir hópar hækkuðu ekki umfram það sem um var samið í hinum al- mennu samningum. „Við opnuðum á þá umræðu snemma í ferlinum en fengum þau skilaboð skýrt til baka úr ýmsum áttum að það gæti ekki verið hlut- verk félaganna að vera það sem þá var kallað launalögga. Það gæti ekki verið hlutverk verkalýðshreyfingar- innar að passa að aðrir fengju ekki meira," segir Þórarinn. „Ég minni á það að verkalýðshreyf- ingin, þar með tahð Verkamanna- sambandið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, ASÍ og BSRB, studdu mjög einarðlega baráttu annarra fé- laga sem voru frammi með kröfur um að fá miklu meira. Flugfreyjufé- lag íslands knúði fram 80 prósenta kauphækkun. Þær fengu mjög öflug- an stuðning við verkfallsaðgerðir. Þá segja auövitað allir þessir heilögu menn, Pétur Sigurðsson eða hvað þeir nú heita, að þeir hafi verið að lýsa stuðningi við verkfallið og and- stöðu við að verið væri að reyna brjóta það á bak aftur. Þeir hafi ekki verið að taka afstöðu til kröfugerðar- innar eins og hún hafi legið fyrir," segir Þórarinn. -rt Páll Pétursson félagsmálaráðherra var á ferð um Reykjavík í gær með bundið fyrir augu. För Páls var gerð í tilefni af degi blindra og hann segir að hún hafi opnað sér nýja sýn á kjör þeirra. DV-mynd TJ Fæ nýja sýn á að- stöðu þeirra blindu - segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra sem var „blindur" í miðbænum „Þetta var heilmikið ævintýri og verður mér minnisstætt. Maður fær nýja sýn á aðstöðu þessa fólks sem er blint," segir Páll Pétursson félags- málaráðherra sem var á ferð um Reykjavík í gær með bundið fyrir augun og hvítan staf að hætti blindra. Félagsmálaráðherra fór meðal annars með strætisvagni og gekk um miðbæinn. Tilefni þessa var að í gær var dagur blindra sem vildu vekja athygh á högum sínum. „Maður á auðveldara með að setja sig í spor þess fólks sem á við þessa fötlun að stríða. Ég neita því ekki að ég var ósköp feginn þegar ég mátti taka frá augunum," segir Páll. Hann segist reyndar þekkjá vel til þeirra sem blindir eru og sjálfur um tíma búið sig undir að lenda í þeirri stöðu. . „Langafi minn, Björn Eysteinsson, var blindur síðustu 20 ár ævi sinnar og margt af hane afkomendum hefur átt við blindu aö stríða. Ég ætlaði um tíma að læra að prjóna til að vera viðbúinn því að verða sjálfur bhndur en það tókst ekki þar sem ég er örv- hentur og enginn vildi firja upp fyrir mig öfugt. Það rann því út í sandinn," segir Páll. -rt Af námi endurnýjunarreglunnar haf nað Tillaga um að svokölluð éndurnýj- unarregla yrði aflögð meö öllu var felld með miklum mun atkvæða á landsfundi Alþýðubandalagsins um helgina. Endurnýjunarreglan gerir ráð fyrir að enginn í trúnaðarstöðu fUcksins sitji lengur en þrjú kjör- tírnabil. „Ég og ýmsir fieiri hófum tahð að endurnýjunarreglan hái flokknum, ekki hvað síst í kosningabaráttu. Það kom berlega í ljóst í síðustu kosning- um þar sem vitað var að Ólafur Ragnar mundi hætta sem formaður en ekki hver mundi leiða flokkinn út kjörtímabihð," sagði Eyjólfur Ey- steinsson úr Reykjanesbæ, flutnings- maður tillögunnar, við DV. Önnur tillaga Eyjólfs, um að end- urnýjunarreglan gilti ekki fyrir flokksfélögin, var samþykkt. Tillaga Eyjólfs um að einungis formaður flokksins verði kjörinn beint var einnig samþykkt en til þessa hafa bæði formaður og varaformaður ver- ið kjörnir í beinum kosningum. Fyrir landsfundinn um helgina hafði eng- inn boðið sig fram til varaformanns. Verslanir f yrirtæki - heimili Fataslár Gínur Sérsm. borð - skápar Hillukerfi Körfustandar Fatastandar, ýmsar gerð- ir, veggfatahengi, hillur, herðatré, bæklingastandar o.m.fl. G. Davíðsson Síðumúla32,s.5687680

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.