Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 16. OKTÖBER 1995 41 Hringiðan Karatekrakkar í bíó Þegar kvikmyndin Ofurgengið var frumsýnd í Regnboganum á fóstudaginn fengu allir sem mættu í karatebúningi frítt inn á myndina. Það var því full- ur salur af karatekrókkum í Regnboganum sem skemmtu sér konunglega á myndinni og tóku eitt bragð eða svo í leiðinni. DV-mynd TJ Prúðir kórdrengir Á laugardaginn yoru haldnir kórtónleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fram komu fjórir kórar. Tónleikarnir voru tileinkaðir íslandsheimsókn Norbusam sem er hér á landi að kynna sér starfsemi íslenskra barna- og unglinga- kóra. Magnús, Sölvi og Stefán voru prúðir og fínir er þeir biðu þess að stíga á svið ásamt félögum sínum í drengja- kórLaugameskirkju. DV-myndTJ Dieter Roth í Gerðarsafni Á laugardaginn var opnuð sýning á verkum þýsk-svissneska Ustamannsins Dieters Roths -í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni eru grafíkverk sem Dieter hefur gefið Nýlistasafninu á undanfórnum árum. Daði Guðbjartsson, Gréta Mjöll Bjarnadóttir og Björn Ragnar Björnsson voru við opnunina. DV-mynd TJ Lagður á hælbragði Menn lágu kylliflatir'á laugardaginn í íþróttahúsinu við Digranesskóla í Kópavogi en þá fór fram sýning á aikido sem er hefðbundið japanskt budo og eflaust hægt að læra fjölmörg brögð í þeim fræðum. DV-mynd T J Fjör í Tunglinu Doddi, Edda og Sor voru sammála um að skífuþeytararnir í Masters at Work héldu stuðinu vel uppi í Tunglinu á laugardaginn. í M.A.W. eru tveir fræg- ustu plötusnúðar Bandarikjanna og þeir ættu að kunna sitt fag. DV-mynd TJ Dansinn dunar Fjörið var mikið á Tunglinu um helg- ina þegar plötusnúðarnir í Masters at Work þeyttu skífur sínar. Þegar lítið er eftir af gólfplássi til að tjútta á er um að gera að finna næsta borð og halda áfram, eins og þessi ungi herramaður. DV-myndTJ Kórsöngur í Ráðhúsi Það var mikill kórsöngur í Ráðhúsinu við Tjörnina á laugardaginn. Tilefnið var koma Norbusam-félaga hingað til lands til að kynnast starfsemi ís- lenskra barna- og unglingakóra. Anna Karlsdóttir og Ragnheiður Gröndal sungu einsöng með Skólakór Garðabæjar í laginu Smaladrengurinn eftir Skúla Halldórsson, við ljóð Steingríms Thorsteinssonar. DV-mynd TJ Bubbi í Gallerí Fold Guðbjörn Gunnarsson, eða Bubbi eins og hann er kallaður, opnaði sýn- ingu í Gallerí Fold á laugardaginn. Guðrún Benedikta Elíasdóttir og Kristján Gíslason skoðuðu sýning- unaerhúnvaropnuð. DV-myndTJ Kórsöngur Á laugardaginn var kórsöngur í há- vegum hafður í Ráðhúsinu og komu fjórir kórar fram. Edda M. Jökuls- dóttir og Margrét Hildur Guðmunds- dóttir eru í kór Öldutúnsskóla sem tók nokkur lög undir srjórn Friðriks S. Kristinssonar, við undirleik Gunn- ars Gunnarssonar. DV-myndTJ Meistarataktar Skífuþeytaraofurmennin í Masters at Work, þeir Little Louie Vega og Kenny Dope Gonzales, sýndu snilli sína í Tunglinu um helgina. Þeir léku við hvern sinn fingur og hrifu fólk með í dansinn enda ekki oft sem fræga plötusnúða rekuruppáklakann. DV-myndTJ Við byggjum upp fólk og fólkið byggir upp ffyrirtælcin VILTU VERÐA HÆFARI í STARFI? LOSNA VIÐ ÁHYGGJUR? ÖÐLAST MEIRI ELDMÓÐ? VERÐA ÓRUGGARI? Námskeið að hefjast. Upplýsingar í síma 581 2411. Dale Carnegie* ÞjÁLFUN Fólk-Ámngur-Hagnaður. Einkaumboð á íslandi Q STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.