Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1995, Blaðsíða 32
44 MANUDAGUR 16. OKTOBER 1995 Eru Islendingar að stela fiski í Smugunni? Nú á að verðlauna þjófnaðinn „Ég veit satt að segja ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. ís- lendingar hafa undanfarin þrjú ár stolið okkar fiski ög nú á að fara að verðlauna þá fyrir þjófn- aðinn." Oddmund Bye í DV. Mættu vera fleiri vitsmuna- verur á jörðinni „Nú er ég ekki að segja að það séu ekki hugsanlega til vits- munaverur á öðrum hnöttum en mikið vildi ég óska þess að það væru fleiri vitsmunaverur á þessum hnetti." Sverrir Stormsker í DV. Ummæli Sauðfjárfíknin „Sauðfjárfíknin er ekki hótinu skárri en aðrar fiknir og dregur burst úr fólki eins og annað dóp." Ásgeir Hannes Eiríksson f Tímanum. Hjakkað í sama farinu „Þessi niðurstaða nú þýðir í rauninni ekki annað en að áfram verður hjakkað í sama farinu, að ösla snjóinn á æfingum fram á vor og koma verr undirbúnir til leiks en andstæðingar okkar." Kristján Kristjánsson á Akureyri í DV. Nánast horfðu á leikinn „Þetta var ekki ánægjulegur leikur. Við vorum góðir í 3 til 4 mínútur en þá hættu menn að spila og nánast horfðu á leikinn. Torfi Magnússon, þjálfari Vals, í DV. Sniglar eru misstórir. Risasniglar Stærsta þekkta sniglategundin er ástralski lúðurkuðungurinn (Syrinx-aruanus) sem lifir í sjó. Fádæmastór snigill þessarar teg- undar náðist undan Vestur-Ástr- aliu árið 1979 og var hann síðast þegar fréttist í eigu Don Pisors í San Diego í Kaliforniu. Hann keypti hann af fiskimanni í Kaoh- siung á Taiwan í nóvem- ber. Snigillinn vó lifandi rúm- lega 18 kg og mældist 77 cm að lengd og mesta ummál reyndist 101 cm. Stærsti landsnigill heims er afrískur risasnigill (af ættkvísl- inni Achatina). ** Christopher Hudson (1955-1979) frá Hove í Blessuð veröldin Austur-Sussex á Englandi fann gríðarstóran risasnigil í Sierra Leone í júní 1976 og nefndi hann Gee Geronimo. í desember 1978 var Gee 39,3 cm að lengd (skelin var lengst 27,3 cm) og 900 g að þyngd. Snigillinn fannst í Sierra Leone en þar hafa fundist skeljar allt að 35,5 cm á lengd. Á íslandi eru ekki stórir land- sniglar en sá stærsti er Svart- snigill sem getur orðið allt að 13 cm langur. Hvasst fyrir norðan í dag verður norðaustlæg átt, all- hvöss eða hvöss norðvestan til en mun hægari annars staðar. Norð- vestan til á landinu verður slydda Veðrið í dag eða rigning. Um landið austanvert fer að rigna síðdegis en annars verða smáskúrir. Hiti verður á bil- inu 1 til 9 stig, kaldast á Vestfjörð- um en hlýjast suðaustan til. Á höf- uðborgarsvæðinu verður norðaust- an gola eða kaldi, smáskúrir og hit- inn verður 2 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.06 Sólarupprás á morgun: 8.22 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.55 Árdegisflóð á morgun: 12.34 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri alskýjaö 4 Akurnes úrkoma í grennd 8 Bergsstaóir rigning 4 Bolungarvik slydduél 4 Egilsstaöir . þoka í grennd 5 Grímsey rigning 4 Keflavíkurflugvöllur rigning 4 Kirkjubœjarklaustur skúr 7 Raufarhófn rigning 4 Reykjavík súld 4 Stórhöfði rigning 4 Helsinki skýjaó 9 Kaupmannahöfn þokumóöa 14 Ósló þokumóöa 9 Stokkhðlmur rigning 9 Þórshöfn súld 9 Amsterdam þokamóöa 18 Barcelona hálfskýjaö 21 Chicago ' heióskírt 3 Frankfurt súld 14 Glasgow skýjaó 16 Hamborg léttskýjað 17 London skýjað 18 Los Angeles skýjað 16 Lúxemborg þoka á sið. klst. 14 Madrid léttskýjaó 20 Mallorca skýjaö 25 New York skýjaó 14 Nice léttskýjað 21 Nuuk léttskújað -3 Orlando skúr 24 Valencia léttskýjað 25 Vín alskýjað 14 Washington skýjað 12 Winnipeg heiðskírt -3 Valdimar Guðmannsson, forseti Alþýðusambands Norðurlands: Enginn ágreiningur um þau mál sem við þurfum að einbeita okkur að Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: „Ég hef verið með búskap en reyndar alltaf þurft að vera í fullri vinnu annars staðar vegna þess að það er ógjörningur að lifa af bú- skapnum einum og sér. Ég er nú hættur þessu og fluttur til Blöndu- óss," segir Valdimar Guðmanns- son sem á dögunum var kjörinn forseti Alþýðusambands Norður- lands. Það er langt frá því að Valdimar sé að hefja afskipti sín af verka- lýðsbaráttu því þau afskipti hófust Maður dagsins þegar hann var ánnglingsárunum. „Það kom þannig til að ég var að vinna í sláturhúsinu á Blönduósi og var kjörinn þar trúnaðarmaður og þar með fór boltinn af stað. Það er orðið ansi langt síðan, það hef ég séð í gömlum fundargerðarbók- um. Annars má segja aö ég sé illa haldinn því sem kallað er félags- málabaktería, það er sennilega ekki besta bakterían sem menn Valdimar Guðmannsson. DV-mynd G. Bender ganga með, a.m.k. gefur hún lítið af sér." Valdimar var formaður Verka- lýðsfélags V-Húnvetninga 1 7 ár en tók sér þá smáhvíld áður en hann var að nýju kjörinn í það embætti. Einnig er hann formaður Ung- mennasambands A-Húnvetninga þannig að það er í mörg horn að líta. „Það er ágætistilfinning að vera kominn í embætti forseta Alþýðu- sambands Norðurlands. Ég er heppinn að því leytinu að ég kem þarna inn á tíma þegar mikil ein- ing og samstaða ríkir innan hreyf- ingarinnar, það er ekki ágreining- ur um þau mál sem við þurfum helst að einbeita okkur aði-Það er gaman að takast á við ný verkefni og ekki verra að þau eru innan fé- lagsmálageirans. Þetta eru um leið min aðalá- hugamál, verkalýðs- og ungmenna- félagsmál. Slðan augu mín opnuð- ust fyrir þeim lágu launum sem eru enn við lýði og því launamis- rétti sem við búum við þá hefur áhuginn á þessu aukist mjög mik- ið, enda þetta mál sem taka verður á." Valdimar er giftur Ólafíu Pálma- dóttur og eiga þau tvö börn, 15 og 22ára. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1342: Handbolti og körfubolti Eftir viðburðaríka helgi er frekar rólegt í íþróttum í dag en þó er einn leikur í L deild kvenna í körfuboltanum. í Kenn- araháskólanum leika kl. 20.00 ÍS og Breiðablik. Einn leikur verður í bikar- keppninni í handbolta. Stjarnan íþróttir B leikur gegn Keflavík í íþrótta- húsinu Ási kl. 20.30. Þá verða í kvöld fimm leikir í 1. flokki karla í handboltanum. Fyrir þá sem heima sitja er vert að benda á að sýnt er frá Evr- ópuknattspyrnunni í Sjónvarpinu að loknum ellefufréttum. Skák Margt fer öðruvísi en ætlað er, eins og sannast á meðfylgjandi stöðu frá atskákmóti fjögurra stór- meistara í Lexington í Bandaríkjun- um, sem einn keppandinn, Kajda- nov, stóð sjáifur að. Staðan er úr skák Dmitry Gurevich, sem hafði hvítt og átti leik, og Nick de Firmian. Nú er freistandi fyrir hvítan að skeyta ekki um biskupinn sem er í uppn- ámi á e4, heldur tvöfalda hrókana í 7. reitaröðinni með Hbl-b7. Skyldi fórnin standast? ABCDEFGH Skákin tefldist: 25. Hlb7? Dxe4 26. Hxf7+ Bxf7 27. Dxf7+ Kh6 28. Dxh7+ Kg5 29. Ha5+ Kg4 30. h3+ Kf3 31. Df7+ Ke2 32. Kh2 Kfl! og svartur hef- ur svo sannarlega snúið vörn í sókn með ferðalagi kóngsins frá g7 til fl. Nú er hvítur óverjandi mát og gafst því upp. Jón L. Árnason Bridge Heimsmeistarakeppnin um Bermúdaskálina stendur nú sem hæst í Kína og þegar þessar línur eru skrifaðar eru 9 umferðir af 14 búnar í riðlakeppninni. Spilað er í tveimur riðlum, 8 þjóðir í hvorum og tvær umferðir, allir við alla. Fjór- ar efstu þjóðirnar komast áfram í útsláttarkeppni. í öðrum riðli opna flokksins hafa ítalir og Bandaríkin II góða stöðu. Hinn riðill opna flokksins er ótrúlega jafn og þar munar aðeins 21 stigi á efstu þjóð- inni og þeirri neðstu. Hér er spil úr leik Kína og Svíþjóðar í 6. umferð riðlakeppninnar, vestur gjafari og allir utan hættu: * KD2 V — * KD87643 * G108 * A873 »543 * G2 * 9642 * G10 W ÁKD10987 * 105 * Á3 Saurblað Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi * 9654 «»G62 * Á9 * KD75 Vestur Norður Austur Suður Xu Wirgren Hu Bennet pass 1 3 Dobl pass 4 4 Dobl pass 4 pass pass Dobl 5 pass pass Dobl p/h Wirgren tapaði ekki nema 2 slög- um og skráði 550 í dálkinn og bjóst ekki við að tapa á spilinu. En þar skjátlaðist honum. Sagnir gengu þannig á hinu borðinu: Vestur Norður Austur Suður Fallenius Wang Nilsland Fu pass 1 Dobl 1G pass 3G Dobl pass pass 4 pass pass 4 pass pass Dobl ~ Litlu munaði að Sviar enduðu í 4 spöðum á báðum borðum! Fallenius varð ekki feitur af þessum samriingi og fór fjóra niður. Það var 6 impa tap sem Svíarnir þurftu að þola. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.