Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 2
ÞRIDJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 Fréttir Pálmi Matthíasson um skoðanakönnun DV: Ber að íhuga niður stöðuna og þakka Gylíi Krisrjánsson, DV, Akureyri: „Það væri ósatt af mér að segja að þessar fréttir hrærðu ekki huga minn," segir séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli í Reykjavík, um niðurstöðu skoðana- könnunar DV um forsetaframbjóð- endur sem birtist í blaðinu í gær. Í þeirri könnun nefndu flestir Pálma sem þann sem þeir vildu helst sjá sem arftaka Vigdísar Finnbogadótt- ur í embætti forseta íslands. „Ég hef ávallt litið með mikilli virð- ingu til embættis forseta íslands og þess að það sé vel skipað. Ég hef ekki í neinni alvöru hugsað mér sjálfan mig í þessu embætti og frekar litiö á það sem leik hjá fólki að nefna nafn mitt í því sambandi," segir Pálmi. í skoðanakönnun DV nefndu 22,3% nafn Pálma sem þann sem þeir vildu sjá sem næsta forseta íslands, Guð- rún Agnársdóttir hlaut 20,3%, Davíð Oddsson 15,1%, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 10,6% en aðrir minna en 10%. Pálmi segir það satt að haft hafi verið samband við sig varðandi það að gefa kost á sér til embættisins. „Ég neita því ekki að ýmsir hafa minnst á það við mig en ég hef ekki tekið því af mikilli alvóru. Það virðist Ijóst að mörgum er meiri alvara með þetta en mér en mér ber auðvitað að íhuga þessa niðurstöðu og þakka," segir Pálmi. Séra Pálmi Matthíasson ásamt eiginkonu sinni, Unni Olafsdóttur. Guðrún Agnarsdóttir læknir ásamt manni sínum, Helga Þresti Valdimars- syni. Skoðanakönnun DV um forsetaframbjóðendur: Presturinn og læknirinn sem njóta mestrar hylli Séra Pálmi Matthíasson hafnaði í efsta sæti í skoðanakönnun DV um það hvern fólk teldi vænlegastan til að taka sæti Vigdísar Finnbogadótt- ur á Bessastöðum þegar fjórða kjör- tímabili hennar lýkur, eins og fram kom í DV í gær. Fast á hæla Pálma kemur Guðrún Agnarsdóttir læknir sem sat um árabil á Alþingi fyrir Kvennahstann. Séra Pálmi hlaut 21,6 prósenta fylgi eða rétt rúmu prósenti meira en Guðrún, sé tekið miö af þeim sem tóku afstöðu. En hverjir eru þessir einstaklingar sem njóta trausts svo margra til að skipa sæti forseta íslands? Pálmi Matthíasson fæddist þann 21. ágúst 1951 á Akureyri og er því 45 ára gamall. Hann ólst upp á Akur- eyri og varð stúdent frá Mennta- skólanum þar árið 1971 og lauk emb- ættisprófi í guðfræði frá Háskóla ís- lands árið 1977. Fréttamaöur, lögreglumaöur og prestur Pálmi var sóknarprestur í Melstað- arprestakalli í V-Húnavatnssýslu á árunum 1977 til 1981. Árið 1982 gerð- ist hann sóknarprestur í Glerár- prestakalh á Akureyri þar sem hann þjónaði til ársins 1989. Sama ár gerð- ist hann sóknarprestur í Bústaða- prestakalh þar sem hann þjónar enn. Hann hefur starfað sem fréttamað- ur á Ríkisútvarpinu og lögreglumað- ur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þá hefur hann verið virkur í félags- starfi þjóðkirkjunnar og íþrótta- hreyfingarinnar. Eiginkona Pálma er Unnur Ólafs- dóttir skrifstofumaður og þau eiga eina dóttur, Hönnu Maríu. Læknir og þingkona Guðrún Agnarsdóttir læknir, sem fylgdi fast á hæla Pálma í skoðana- könnun DV, er 55 ára gömul. Hún fæddist 2. júní árið 1941 í Reykjavík þar sem hún ólst upp. Hún lauk stúd- entsprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1961 og embættisprófi í læknis- fræði frá Háskóla íslands áriö 1968. Hún var við nám og störf í Englandi á árunum 1970 til 1981. Guðrún er sérfræðingur í veirufræði og hefur tekið virkan þátt í ráðstefnum um veiru- og ónæmisfræöi víðsvegar um Evrópu. Hún starfar nú sem sérfræð- ingur í veiru- og ónæmisfræði við Rannsóknastofnun Háskólans að Keldum. Guðrún var kjörin á Alþingi fyrir Kvennalistann árið 1983 þar sem hún sat til ársins 1991 þegar hún hvarf af þingi vegna útskiptareglu Kvennahstans. Guðrún er gift Helga Þresti Valdi- marssyni, lækni og prófessor í ónæmisfræðum við Háskóla íslands. Guðrún og Helgi eiga þrjú börn. Þau eru: Birna Huld, Agnar Sturla og Kristján Orri. -rt .¦! Þú getur svaraö þessari spumingu meö því aö hringja ísima 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Jé íilJ NelÍM j ö d d FOLKSINS 904-1600 Á að leyfa hundahald i fjolbylishusum? Alllf I itrtr.m httflnu met tómralssjma gata nýtt gér þg»s» t>)6nustu. Afli togara fyrstu 8 mánuðina: Frystitogarinn Arnar HU með mesta verðmætið Ásbjörn RE langhæstur ísfisktogara Frystitogarinn Arnar HU, sem seldur hefur verið til Grænlands, er með mesta aflaverðmæti frystitogara fyrstu átta mánuði ársins. Skipið er með 371 millón króna en fast á hæla honum koma Baldvin Þorsteinsson EA með 355 miUjónir en að baki ligg- ur mesti afli íslenskra togara eða 4.860 tonn. Guðbjörg IS er í þriðja sæti með 349 milhónir króna. Af ísfisktogurum er Ásbjörn RE langhæstur með afla sem nemur 4.169 tonnum að verðmæti 206 millj- ónir króna. Þetta kemur fram í toga- raskýrslu LÍÚ. -rt Stóra fíkniemamálið: Aðalmaðurinn gafsigfram Eigandi eiturlyfjanna, sem toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli tók í síðustu viku, hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. nóvetnber. Hann hringdi í Skniefnálögregluna skömmujeft- ir aðeitriðfanhstog var handtek- inn. Máðurinn mun hafa átt að taka á móti efhinu, tveimur kQóum af hassi og einu af amfetamíni, skaímnt frá Keöávíkurflugvelli fefrir að Breti nokkur kom með það til landsins. Bretinn naut aðstoðar konu við flutningana og.: hafa þau bæði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 25. októfaer. Fíkniefnalögreglan vinnur enn aðrannsóknmálsins. -GK Leiðréttitig: Krafait var 80prósent í viðtah við Þórarin V. Þórár- insson, framkværadastjóra Vinnuveitendasambands íslands, var ranglega eftir honum haft að Flugfreyjufélag islands hefði knúið fram 80 prósent kaup- hækkun. Hið rétta er að félagiö gerðikröfursemfólu í sér 80pró- senta launahækkun. Þórarinh er beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Stuttar fréttir flárfrekarviðgerðir Viðgerðir á lögregluböniim á Siglufkði hafa kostað ríkið um 400 þusund krónuí á árinu. Skv. RÚV er bíllinn nú á verkstæði. Milljarðarfuðraupp íslendingar eyða tæplega 5 miUjörðam króna í töbak á ári. Skv. MbL renna um 3 milh'arðar af þessari upphæð til ríkisins. Lrfeyrissjóðir sameinast Stofnfundur lifeyríssjóðsins Framsýnar var haldinn í gær. í sjóðnum sameinast lífeyrissjóðir 7 stéttarfélaga. Sjóðurinn tekur formlega til starfa um áramótin og verður einn stærsti lífeyris- sjóður landsins. Margirmeðíðraveiru Óvenjumarglr hafa sýkst af heilahimnubólgu áð undanfornu eða fengið útbrot á hendur, færur og í munn. Skv, RÚV veldur iðra- veira sýkingunni. EmeraldAir borgarekki : Starfsemi Láfeyrissjóös bænda hefur veríð tekin til gagngerar séhdurskoðunar. Skv. Stöð tvö ¦þykir sýnt að Emerald Air muhi ekki greiða neitt af stórláni sínu til baka. Kirkjuþing hef st í dag Kirkjuþing verður sétt í Reykjavík í dag. Þingið sitja bisk- up, 11 prestar, 91eiianeruiogfull- trúi kirkjumálaráðherra. Beiðrdhaffiað Útvarpsstióri ætlar: ekki að verða við þeirri beiðniaðalstjórn- jÉida Snrfoníuhöómsveítariiuœr Íð leysa Guðmund Emilsson, tón- ilstarráðunaut RÚV, frá verkefn- ytm sem lúta að samskiptum við hh'ómsveitina. Sjónvarpið greindifráþessu. -kaa:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.