Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 DV Fréttir Heilbrigðis- og menntakerfið: Ný gjöld sjúklinga og nemenda um 1500 milljónir - stefnt að aukinni gjaldtöku á næsta ári Samkvæmt upplýsingum frá íjár- málaráðuneytinu nemur ný gjald- taka í heilbrigðiskerfinu og mennta- kerfinu á síðustu 4 árum um 1500 milljónum króna. Þarna er í raun um aukna skatta aö ræöa því áður greiddi ríkið þennan kostnað sem nú lendir á sjúku fólki og skólafólki. Hjá stjómvöldum er þetta kallaður nið- urskurður á ríkisútgjöldum en ekki skattahækkanir. Það sem hér um ræðir er að gjald- taka í lyfjakostnaði, sem nemur 700 milljónum króna, færðist frá ríkinu yfir á einstaklinga frá miðju ári 1991. Varðandi þjónustu sérfræðinga hafa 180 milljónir króna færst frá ríki yfir á einstaklinga. Vegna komu á heilsu- gæslustöðvar eru það 200 milljónir, tannlæknaþjónusta 200 milljónir, komur á göngudeildir og slysavarð- stofur 100 milljónir og innritunar- gjöld í skóla 100 milljónir króna. Miðað við þann niðurskurð sem boðaður er í heilbrigðiskerfinu á næsta ári mun þessi gjaldtaka aukast verulega. 700 millj. 600 700 millj. 500 Skattlagning í formi gjaldtöku 400 300 200 100 0 200 1 100 « 100 Lyfjakostnaöur Koma á Komur á göngudeildir heilsugæslust. og slysavaröstofu Þjónusta Tannlækna- sérfræöinga þjónusta Innritunargjöld DV Slagurinn um smáfyrirtæki í fLutningum: Ohræddur að bjóða Eimskip og Sam- skipum birginn segir Svavar Cesar, eigandi fyrirtækis á Húsavík „Ég er óhræddur að bjóða bæði Eimskipi og Samskipum birginn þó ég sé einyrki. Þeir geta aldrei veitt þá þjónustu sem mitt fyrirtæki ger- ir,“ segir Svavar Cesar sem á og rek- ur Vöruflutningafyrirtæki Svavars Cesars æHúsavík. Svavar segist vera algjörlega ósam- mála því viðhorfi stóru risanna í flutningum að einyrkjabúskapurinn sé að líða undir lok og hinar stærri einingar hljóti að taka við. Svavar segist hafa hafnað fyrir ári tilboði í fyrirtæki sitt. „Ég fékk tilboð upp á 20 milljónir fyrir-ári og hafnaði því umsvifalaust. Þeir sem buðu vildu ólmir kaupa og félagar mínir sögðu mig vera brjálað- an að sleppa þessu. Ég veit að ég er að taka mikla áhættu með þessu þar sem hugsanlegt er að reynt verði að sparka undan mér fótunum. Málið er bara það að fyrirtækið mitt er ekkitilsölu,“segirSvavar. -rt Fræðsluskrifstofa á Skaganum Daníel Ólafeson, DV, Akranesi: Bæjarráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu starfs- hóps sem hefur unnið að skýrslu um framtíðartilhögun skólamála á Akranesi þegar rekstur grunn- skóla flyst frá ríki yfir á sveitarfé- lög 1. ágúst 1996. I tillögu starfs- hópsins er gert ráð fyrir því að á Akranesi verði komið á sérstakri fræðsluskrifstofu. Sjái hún um þjónustu við grunnskólana. Fræðsluskrifstofa Vesturlands er í dag rekin af ríkinu. Að sögn Snor- ra Þorsteinssonar fræðslustjóra verður hún eins og hún er rekin í dag lögð niður þegar sveitarfélögin taka við rekstri grunnskólanna. Leikur nr. 3 í Lengjunni: Leeds - PSV Eindhoven Lægsti stnðullinn táknar líldegustu úrslitin Þú velur hvaða úrslitum þú spáir í þessum leik. Stuðlamir sýna möguleikann á hverjum úrshtum (1, X eða 2) á tölfræðilegan hátt. Lægsti stuðullinn 1,45 táknar líklegustu úrshtin. En þú getur valið að tippa á óhklegri úrsht (hærri stuðlar) og þannig hækkað upphæð vinningsins sem þú færð ef spá þín reynist rétt! STUÐLAR 2 Þrí. 17/10 18:f 50 Bröndby - Liverpooi 3,25 2,85 1,70 Kn. 3 Þri. 17/10 18:C 50 Leeds - PSV Eindhoven 1,45 3,10 4,25 Kn. r 4 Þri. 17/10 18:4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.