Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 Fréttir Formaður sóknarnefhdar Áskirkju mótmælir forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur: 71 ára kona hrakin út fyrir rekstrarstjórann - vísa ummælum forsrjórans um dómgreindarskort til foðurhúsanna „Bg lagöi fram tillögu um að komið yrði í veg fyrir að 71 ára kona yrði hrakin út til að hægt yrði að hlúa að rekstrarstjóranum næstu þrjú árin, manni sem er á ágætis launum. Að bregðast við til- lögunni um að endurskoða ákvörð- unina með því að væna flutnings- menn hennar um dómgreindars- kort vísa ég til föðurhúsanna," sagði Björn Kristmundsson, form- aður sóknarnefndar Askirkju, í. samtali við DV um málefni Kirkju- garða Reykjavíkur. Eins og fram kom í DV í síðustu viku samþykkti héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra að skora á srjórn Kirkjugarðanna að endurskoða þá ákvörðun um að segja Kristínu Halldórsdóttur upp húsnæði hennar að Kirkjuhvoli 2. Maður hennar starfaði um árabil sem garðyrkjustjóri Kirkjugarð- anna en nú starfar sonur hennar hjá stofnuninni. Kristín er hins vegar þekkt fyrir fórnfúst starf í þágu kirkjugarðanna á öllum tím- um sólarhringsins. Þórsteinn Ragnarsson forstjóri sagði við DV í síðustu viku að einn fundarmanna hefði sýnt af sér það dómgreindarleysi að leggja fram erindið á héraðsfundi sem væri ekki réttur vettvangur fyrir slíkt. Björn Kristmundsson, sem lagði fram tillöguna, vísar þessu á bug, sérstaklega í ljósi þess að á dagskrá héraðsfundar hélt Þórsteinn sjálf- ur ræðu um starfsemi þeirra. „Ekki dettur mér í hug að væna fundarstjórann, sem er varafor- maður framkvæmdastjórnar kirkjugarðanna, um dómgreind- arskort - þó að hann hafi hlaupið á sig með því að ætla að vísa tillög- unni frá í valdi fundarstjóra," sagði Björn. „Héraðsfundur er eðlilegur vettvangur enda var tillagan flutt undir liðnum „önnur mál". Hún var síðan samþykkt með tólf at- kvæðum gegn einu atkvæði fund- arstjórans," sagði Björn Krist- mundsson. -Ótt Nýrbáturíflota Flateyringa Guðmundur Sigurðsson, Dv, Flateyri: „Með þessum kaupum tvöföldum við kvótaeign fyrirtækisins sem gef- ur okkur aukið svigrúm og tryggir hráefnisöflun til frystihússins yfir skammdegistimann," sagði Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kambs hf. Nýlega bærtist 105 rúmlesta yfir- byggður stálbátur í flota Flateyringa þegar Jóhannes ívar ÍS 193 kom til nýrrar heimahafnar á Flateyri. Jó- hannes ívar er annar af tveimur skipum sem flskvinnslan Kambur hf. á Flateyri hefur keypt af ísnesi hf. í Reykjanesbæ og með þeim um 700 þorskígildistonna aflaheimildir. Kaupm styrkja mjög stöðu frystihúss fyrirtækisins. Jóhannes ívar, sem er smíðaður í Noregi 1969 og yfirbyggur og end- umýjaður 1989, mun fljótlega fara á línuveiðar. Skipstjóri verður Brynj- ólfur Garðarsson og Halldór Traustason yfirvélstjóri. Stýrimaður og matsveinn komu með bátnum úr Reykjanesbæ. Jóhannes Ivar IS 193 kemur fánum prýddur til heimahafnar á Flateyri. DV-mynd Guðmundur Flflholt: Förgunhf.víllfá skýrsvörstrax Daníel Ólafeson, DV, Akranesi: Samtök sveitarfélagaá Vestur- landi hafa lagt frara tilboð í jörð- ina Fíflholt sem er í eigu þriggja einstaklinga á Vesturiandi og þarf að svara því fyrír klukkan 16 í dag. : Eigendur Fíflholts, sem jafn- framt eiga Förgun hf., hafa lagt fram fyrirspurn til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vegna kauptílboðsins um hvort þau séu tttbúin aö semja við Förgun hf um urðun á sorpi. Þeir vilja svar klukkan 12 á hádegi í dag I dag mælir Dagfari Steingrímur sigraði Dagfari getur ekki látið hjá líða að óska Steingrími J. Sigfússyni til hamingju með formannskosning- arnar í Alþýðubandalaginu. Stein- grímur hlaut hundrað atkvæðum minna en Margrét Frímannsdóttir og náði þar með ekki kosningu. En hann sigraði samt, eftir því sem Margrét segir. Þetta var stórsigur segir Margrét, hún sigraði, Stein- grímur sigraði og Alþýðubandalag- ið sigraði. Enda brutust út mikil fagnaðarlæti þegar í Ijós kom að Margrét hafði fengið fléiri atkvæði en Steingrímur. Margir héldu fyrst að þetta væru fagnaðarlæti vegna þess að Margrét varð ofan á en hún leiðrétti fljótt þann misskilning og Steingrímur staðfesti þann skiln- ing Margrétar strax á eftir. Steingrímur fór með vísur og gamanmál og sagðist hafa haft tvær ræður tilbúnar. Aðra ef hann fengi fleiri atkvæði, hina ef hann fengi færri atkævði. Gaman hefði verið að heyra hina ræðuna, þá sem Steingrímur flutti ekki. Hún hlýtur að hafa verið góð og fyndin miðað við hvað hann var ánægður yfir því að tapa. Sem var vegna þess að hann sigraði þótt hann hefði tapað. Nú er maður að velta því fyrir sér til hvers öll þessi kosningabar- átta fór fram í allt heila sumar ef báðir mundu hvort sem er sigra, hvernig svo sem kosningin færi. Var verið að gabba fólk? Var verið að láta fólk í Alþýðubandalaginu halda allan þennan tíma að kosn- ingin skipti máli og það væri ekki sama hver yrði kosinn formaður þegar það kom svo út á eitt hver vann? Frambjóðendurnir sigruðu báðir og raunar'stendur Steingrím- ur Sigfússon uppi sem sigurvegari vegna þess að hann tapaði. Hvers vegna? Jú, Steingrímur losnaði viö að verða formaður. Hann losnaði úr álögum eftir því sem hann segir sjálfur. Nú þarf hann ekki að fara bil beggja og lát- ast hafa skoðanir sem hann hefur ekki. Nú getur hann verið hann sjálfur, segir Steingrímur, og nú loksins getur hann verið í pólitik fyrir sjálfan sig. Hingað til hefur hann þurft að vera í pólitík fyrir aðra og það er auðvitað óskaplegt böl fyrir venjulegan stjórnmála- mann að stunda pólitík fyrir aðra. Og svo stendur Alþýðubandalag- ið miklum mun sterkara á eftir þegar kosningaúrsht verða þau að Steingrímur tapar. Þetta er sigur fyrir Alþýðubandalagið, segir l^tI P*— wá 1 m J wÆ-'^r' V Wmmt - I m Wr^ ^Cáfift^^TH ¦Dw jÖÍ' mmk m^mm\. ¦ \.^Ih Mm U ? * 'Jm\ Wt 1 wíj ^H l^B ' ¦ *2 ¦; / ^^ 'fc. ¦¦''" :"..:,~aá Margrét, nýkjörinn formaður, og kosningu. Þannig hefur hann lagt er ákaflega glöð yflr þvi að Stein- sitt af mörkum til að styrkja flokk- grímur skyldi hafa tapað. Það inn. styrkir flokkinn. Það verður aldrei nógsamlega Og Steingrímur er himinlifandi þakkað hve margir taka þátt í yfir því að geta þannig styrkt flokk- stjórnmálum, og í þessu tilviki í inn með því að tapa í formanns- störfum Alþýðubandalagsins, og leggja það á sig aö standa í kosn- ingabaráttu í marga mánuði til þess eins að tapa í kosningum til að styrkja sinn flokk. Sér í lagi er þetta athyghsvert í ljósi þess að sigurvegarinn er sá sem tapar og með því að tapa til að sigra getur sá hinn sami orðið hann sjálfur á nýjan leik. Ef alla- ballar hefðu kosið Steingrím hefði hann þurft að vera áfram annar en hann sjálfur og allaballar hefðu aldrei uppgötvað hvaða mann Steingrímur hefur að geyma. Stein- grímur stóð í þessari kosningabar- áttu án þess að vera hann sjálfur og þurfti að hafa skoðanir sem eru allt aðrar en hann sjálfur hefur. Mikil guðs blessun er það fyrir Steingrím og flokkinn aö hann skyldi tapa. Annars hefðu allaball- ar setið uppi með aUt annan Stein- grím heldur en þann Steingrím sem Steingrímur er. Það fer ekki á milli mála að það var ekki Margrét sem sigraði í formannskosningunni, að minnsta kosti ekki sú Margrét sem flokks- menn kusu. Það var Steingrímur J. Sigfússon sem sigraði með því að tapa. Enda gladdist hann mjög. Dagfari Nissan Almera er búin háþróuðu þjófavarnakerfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.