Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 Fréttir Sameiningarmál félagshyggjuaflanna ofarlega á baugi: Efast um vilja Jóns Baldvins til sameiningar - segir Margrét Frímannsdóttir, nýr formaöur Alþýðubandalagsins Hverju þakkar þú sigurinn í for- mannskjörinu um helgina? „Þaö er ekki hægt að taka eitt- hvað eitt út úr og þakka því sigur- inn. Þetta form sem við tókum upp við formannskjörið og kynningar- fundirnir semjwí fylgdu hafa haft sitt að segja. Eg er líka sannfærð um það að jafnréttisbaráttan skil- aði mér umtalsverðu fylgi og síðast en ekki síst þakka ég sigurinn góðri vinnu minna stuðningsmanna." Mun niðurstaða kosninganna skilji eftir sig sár í flokknum? „Nei, ég hef ekki trú á því. Raun- ar held ég að það sé sama á hvorn veginn formannskjörið hefði farið, flokkurinn hefði komið ósár út. Við höfum ferðast mikið saman við Steingrímur og höfum kynnst mjög vel á þessu ferðalagi. Við vorum samstiga í því að reyna að hafa formannskjörið þannig að það yrði sómi af því fyrir flokkinn á hvorn veginn sem það færi. Okkúr var líka í mun að nýja formið við kjör- ið tækist vel." Stuttir armar Það varð ekki annað séð, bæði við formannskjörið og einnig á lands- fundinum, en að enn takist á armar í Alþýðubandalaginu. Eru þessi armaátök orðin náttúrulögmál í flokknum? „Eg er þessu ekki sammála. Hvort heldur við tölum um for- mannskjörið eða kosningu í önnur embætti og stjórnir flokksins. Ef þessir armar sem þú nefnir eru enn til þá tel ég að þeir séu orðnir ósköp stuttir." Þú þurftir nú samt að standa í því að sætta fylkingar og varafor- mannskjörinu var frestað um sól- arhring. Hvað olli þessu? „Við frestuðum ekki varafor- mannskjörinu. Það var tekin ákvörðun um að stjórnin og fram- kvæmdasljórnin yrðu kosin í ein- um pakka. Það var hægt að ljúka stjórnarkjörinu deginum áður en okkur þótti skynsamlegt að setja þetta allt saman. Þú nefndir að ég hefði verið mannasættir. Það er nú svo að þaö er ekki endilega verið að samræma sjónarmið milli ólíkra skoðanahópa í flokknum, heldur miklu frekar á milli kjördæma. í það fór mikill tími. En ég endurtek að ég fann ekki fyrir þessum örm- um sem oft hafa verið nefndir." Verður áherslubreyting í Alþýðu- bandalaginu við það að kona er orðin formaður flokksins? „Já, ég er sannfærð um að það hefur áhrif. Ég held þó að hitt skipti meira máli að með nýjum for- manni, hvort sem hann er karl eða kona, verða breytingar. Við konur höfum nokkuð aðrar málefnaá- herslur. Jafnvel þótt við séum að ræða sömu málin koma konur að þeim á annan hátt. Ég mun leggja meira en gert hefur verið upp úr öflugu flokksstarfi og valddreif- ingu. Ég hef rætt það talsvert í kosningabaráttunni að hinn al- menni flokksféíagi verði að koma miklu meira inn í stefnumótun flokksins en verið hefur. í störfum flokksins vil ég gjarnan sjá að við leggjum megin áherslu á fáa mála- flokka en af þeim mun meiri þunga. Þar ber langhæst kjara- og atvinnu- málin og aðrir þá málaflokka sem snerta afkomu þeirra sem minnst mega sín og við köllum velferðar- mál." Sameiníngartnálin Sameiningarmál félagshyggju- aflanna í landinu hafa verið ofar- lega á baugi frá þvi R-listinn í Reykjavík varð til. Áttu von á því að þú náir meiri árangri þar en aðrir forystumenn félagshyggju- flokkanna? Jafhvel að það takist fyrir næstu þingkosningar? „Eg skal ekkert um það segja og það er engin leið að segja til um hvað sameining félagshyggju- aflanna tekur langan tíma og hvort hún yfir höfuð tekst. Það er til að mynda verulegur munur á utan- ríkismálastefnu Alþýðubandalags- ins annars vegar og Alþýðuflokks- ins hins vegar. Ef hægt er að tala um arma í þessum flokkum þá held ég að skiptingin sé hvergi eins skýr og innan Alþýðuflokksins. Hluti flokksins er til hægri við Sjálfstæð- isflokkinn og svo hinn armurirtn sem er vinstri sinnað fólk. En þrátt fyrir allt geri ég mér vonir um að hægt verði að koma hreyfingu á sameiningarmálin á næstunni. Góð byrjun gæti verið að efla samvinnu félagshyggjuflokkanna hér innan þings. Viö þurfum aö finna út hvar leiðir liggja saman og hvað skilur að og reyna síðan að nota tímann til að vinna úr þeim málum. Ég á varia von á sameiningu sem leiðir til þess að flokkarnir verði lagðir niður, frekar að um yrði að ræða framboðssamvinnu. Við gáfum for- dæmi fyrir því þegar við gengum til samvinnu við óháða." Yfirheyrsla Jón Baldvin segir í samtali við DV að ekki sé ástæða til að ætla að sameining flokkanna gangi bet- ur þótt skipt sé um formann í Al- þýðubandalaginu. Er hann þar að tala fyrir hönd hægri armsins sem þú nefndir? „Eg er ekkert viss um að það sé einlægur vilji Jóns Baldvins Hannibalssonar að vinstri flokk- arnir nái saman. Ef það gerðist yrði byggt á grundvallarstefnumið- um jafnaðar og réttlætis og ég er ekki viss um að Jón Baldvin standi fyrir þau sjónarmið. Ég hef frekar trú á því að Guðmundur Árni eða Rannveig Guðmundsdóttir eigi samleið með okkur." Jóhanna Sigurðardóttir segir í viðtali við DV að hún telji koma til greina að skilja Alþýðuflokkinn eft- ir í fyrstu lotu sameiningarmála. Ertu sammála því? „Það liggur auðvitað alveg ljóst fyrir að þeir sem ekki vilja samein- ast um vinstri stefnu, hvort sem það eru Alþýðuflokksmenn eða aðrir, verða útundan." Getur svona sameining átt sér stað án þess að Framsóknarflokk- urinn sé með? „Já, það tel ég. Hins vegar á ég von á því að stór hópur félags- hyggjufólks í Framsóknarflokkn- um, sem í dag hlýtur að vera mjög ósáttur við flokk sinn og stefnu rík- isstjórnarinnar, komi til samstarfs við okkur ef til sameiningar kem- ur." Þú munt væntanlega leiða Al- þýðubandalagið í næstu þingkosn- ingum og gætir eftir það verið kom- in með flokkinn inn í ríkisstjórn. Eru einhverjir málaflokkar sem þú munt setja á oddinn sem skilyrði fyrir ríkisstjórnarþáttöku? „Eg vil minna á að ég er kosin til næstu tveggja ára. En ef til þess kemur mun ég setja það sem skil- yrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn að tekið yrði á kjara- og atvinnumál- um. Einnig að ríkisfjármálin yrðu stokkuð upp. Ný forgangsröðun verkefna yrði tekin upp þar sem skilgreint yrði með skýrari hætti en nú er hver séu hin samfélags- legu verkefni og að þau fengju auk- ið vægi. Aftur á móti yrði dregið verulega úr þeim verkefhum sem við teljum að megi bíða eða aðrir geta unnið." ' Forveri þinn Olafur Ragnar úti- lokaði ekki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum fyrir síð- ustu Alþingiskosningar. Hvað segir þú um það? „Miðað við þá stjórnarstefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyr- ir í dag kemur það ekki til greina. Það færi líka eftir þeim styrkleika sem við vinstri menn hefðum og vonandi verður það þannig í fram- tíðinni að við höfum styrk til að velja okkur samstarfsflokka en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn ráði valinu." I stjórnmálaályktun ykkar er ekkert talað um Evrópumálin. Þið nefnið hvorki EES-smaninga né ESB. Er hægt að gera alvöru stjórn- málaályktun í dag án þess að nefha þessi mál? „Já, það er hægt vegna þess að það hggur fyrir stefnumörkun af hálfu Alþýðubandalagsins um þau mál. Við búum við þann veruleika að við erum aðilar að EES-samn- ingnum. Varðandi Evrópusam- bandið erum við búin að fara í gegnum þá umræðu í miðstjórn flokksins og álykta um það mál. Niðurstaðan varð sú að það væri ekki ástæða til þess að sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Á landsfundinum sá enginn ástæðu til að ræða þessi mál sérstaklega, sem bendir til þess að sátt sé um stefnuna. Hins vegar kom fram á þessum landsfundi mjög sterkur vilji fyrir því að við stæðum fyrir málþingi um utanríkismál almennt og það mun verða gert." Island úr NATO og herinn burt, segir í stjórnmálaályktun ykkar. Er þetta ekki útbrunnin kalda- stríðsára plata? „Nei, aldeilis ekki. Það er engin kaldastríðsklisja. ísland á ekkert erindi í hernaðarbandalag. Þau rök sem lágu að baki andstöðu Alþýðu- bandalagsins við veru okkar í NATO og veru bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli hafa ekkert breyst. Við erum enn á móti því < að nér sé her. Svo ég tali nú ekki um ósköpin sém komu frá mennta- málaráðherra á dögunum um að stofna hér innlendan her. Mennta- málaráðherra er eini fulltrúi kalda stríðsins sem eftir er í íslenskri pólitík. En afstaða Alþýðubanda- lagsins til hersins og aðildar að NATO hefur ekkert breyst."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.