Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 Fréttir Vjjjs&aliJslki ug bvu&i^k&h} £;iJL)_rjjjjJÍjJijjjj^jjjjJrjjjr 25% 20 15 10 5 0 -5 -10 -15 -20 -25 Davíö Oddsson Bornar eru saman vinsældir og óvinsældir tólfumdeildustu stjórninálaniannanna samkv. skoðanak. DV. Grænu súlurnar sýna niðurstöður skoðanak. DV sem var framkvæmd íjúlí síðastliðnum. *JSST ^ Friðrik Sophusson Margrét Frímannsdóttir Jóhanna Sigurðardóttir Ingibjörg Pámadóttir Ölafur G. Elnarsson Skoianakönnun EQU Skoðanakönnun D V á vinsældum stj órnmálamanna: Jón Baldvin óvinsælast- ur en Davíð nálgast hann - Friðrik Sophusson og Ingibjörg Pálmadóttir komin í hóp þeirra óvinsælustu Davíð Oddsson forsætisráðherra er vinsælasti stjórnmálamaðnr lahdsins um þessar mimdir en jafn- framt einn af þeim óvinsælustu. En þótt hrímköld kabyssan á stjórnar- heimilinu gefi frá sér yl eru ýmsir samráðherrar Davíðs úti í kuldanum í hugum kjósenda. Á það meðal ann- ars við um þau Ingibjörgu Pálma- dóttur og Friörik Sophusson sem nú eru óvinsælli en nokkru sinni fyrr. Þetta má lesa út úr skoðanakönnun DV sem framkvæmd var í síðustu viku. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milU landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var: „Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mest álit um þessar mundir?" og „Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú minnst álit um þessar mundir?" Vinsældir Alls 57,3 prósent aðspurðra tóku afstöðu til spurningarinnar um vin- sælasta stjómmálamanninn. Til- nefndir voru 35, þar af 14 með 4 til- nefningar eða fleiri. í hópi vinsæl- ustu stjórnmálamannanna eru 3 kratar, 10 framsóknarmenn, 11 sjálf- stæðismenn, 5 alþýðubandalags- menn, 3 kvennalistakonur og 3 þjóð- vakar. Eins og í fyrri könnunum DV und- anfarin misseri reyndist Davíö Odds- son vera vinsælasti srjórnmálamað- urinn, naut fylgis 36,9 prósenta þeirra sem afstöðu tóku. Á hæla hans kom Halldór Ásgrímsson, með 19,8 prósent tílnefninga, og Jón Baldvin Hannibalsson með 9,6 prósent. í fjórða sæti vinsældalistans hafnaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, með 4,9 prósent tilnefninga, og í fimmta sæt- inu hafnaði Þorsteinn Pálsson með 3,5 prósent. Ný á vinsældahstanum er Margrét Frímannsdóttir, með 3,2 prósent til- nefninga, og hafnaði hún í sjötta sætinu. Páll Pétursson, Jóhanna Sig- urðardóttir og Steingrímur J. Sigfús- son höfnuðu í 7. til 9. sæti, hvert um sig með 2,6 prósent tilnefninga. í tí- unda sætinu hafnaði síðan Svavar Gestsson með 2,3 prósent tilnefninga. Óvinsældir Afstöðu til spurningarinnar um óvinsælasta stjórnmálamanninn tóku 52,3 prósent aðspurðra. Alls 31 stjórnmálamaður var tilnefndur, þar MKfe, <*.«'»1 «•*•«•: • 3->'S*1 ••3'»;»i '-*•»•«• -#.«•*•«.¦ ».«•«¦*•« Formenn stjómarflokkanna, Halldór Ásgrtmsson og Davíó Oddsson, stinga saman nefjum í þinginu. DV-mynd GS af voru 13 með 5 tilnefningar eöa fleiri. í hópi óvinsælustu stjórnmála- mannanna eru 5 kratar, 8 framsókn- armenn, 9 sjálfstæðismenn, 5 alþýðu- bandalagsmenn, 2 kvennalistakonur og 2 þjóðvakar. Þótt verulega hafi dregið úr óvin- sældum Jóns Baldvins Hannibals- sonar á undanförnum mánuðum er hann enn óvinsælasti srjórnmála- maðurinn. Af þeim sem afstöðu tóku höfðu 23,2 prósent minnst áht á hon- um, samanborið við 34,7 prósenf í könnun sem DV framkvæmdi í júlí síðasthðnum. Á hæla hans kemur Davíð Oddsson en 19,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku höfðu minnst áUta á honum samanborið við 10,5 prósent í júlí. í þriðja sætinu hafnaði Ólafur Ragnar Grímsson meö 12,1 prósent tilnefninga. í könnun DV vermir Ólafur G. Ein- arsson fjórða sætið á óvinsældaUst- anum og í þvi fimmta er PáU Péturs- son. í sjötta og sjöunda sætinu eru þau Friðrik Sophusson og Ingibjörg Pálmadórtir en þau eru bæði ný á þessum vafasama Usta. Á eftir þeim koma síðan þau Jóhanna Sigurðar- dóttir, Finnur Ingóysson og Ární Johnsen. -kaa Vinsælustu stjórnmálamennirnir Óvinsælustu stjórnmálamennirnir Innan sviga eru niðurstöður skoðanakönnunar DV í júlí 1995 Innan sviga eru niðurstöður skoðanakönnunar DV í júlí 1995 Atkvæði Af úrtakinu Af þeim sem af-stöðu tóku 1.(1.)Davíð0ddsson 127(147) 21.2% (24,5%) . 36,9% (37,0%) 2. (2.) HalldórÁsgrímsson 68(92) 11,3% (15,3%) 19,8% (23,2%) 9,6% (9,6%) 3. (3.) Jón Baldvin Hannibalssón 33(38) 5,5%(6,3%) 4. (4.) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 17(20) 2,8% (3,3%) 4,9% (5,0%) 5. (6.-7.) Þorsteinn Pálsson 12(10) 2,0% (1.7%) 3,5% (Z5%) 6. (-) Margrét Frímannsdóttir 7,-ð. (-) PállPétursson 11(3) 1,8% (0,5%) 3,2% (0,8%) V 9(2) 1,5% (0,3%) , 2,6% (0,5%) 7.-9. (5.) Jóhanna Sigurðardóttir 9(15) 1,5% (2,5%) 2,6% (3,8%) 2,6% (1,8%) 2,3% (2,0%) 7.-9. (9.-10.) Steingrlmur J. Sigfusson 9 (7) 1,5% (1,2%) 10. (8.) Svavar Gestsson 8(8) 1,3% (1,3%) Atkvæði Af úrtakinu Af þeimsemaf-stöðu tóku 1. (1.) Jórt Baldvin Hannibalsson 7*3(122) 12,2% (20,3%) 23,2% (34,7%) 19,4% (10,5%) 12,1% (10,5%) 2. (2.-3.) Davíð Oddsson 61 (37) 10,2% (6,2%) 3. (2.-3.) ÓlafurRagnarGrímsson 38(37) 6,3% (6,2%) 4. (8.-10.) ÓlafurG. Einarsson 20(9) 3,3% (1,5%) 6,4% (2,6%) 5. (4.) Páll Pétursson 18(27) 3,0% (4,5%) 5,7% (7,7%) 6. (-) Ingibjörg Pálmadóttir 13(5) 2,2% (0,8%) 4,1% (1,4%) 7. (-) FriðnkSophusson 12(2) 2,0% (0,3%) 3,8% (0,6%) 8. (6.) Jóhanna Sigurðardóttir 9. (7.) Firmur Ingóffsson 10.(8.-10.)ÁrniJohnsen 11(17) 10(12) 7(9) 1,8% (2,8%) 3,5% (4,8%) 1,7% (Z0%) 1,2% (1,5%) 3,2% (3.4%) 2,2% (2,6%)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.