Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIDJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 Spurningin Ertu búin(n) að sjá Nei er ekkert svar? Lesendur Sigþór Jónsson nemi: Nei, mig langar ekki að sjá hana. Benedikt Kristjánsson nemi: Nei, en ég ætla að sjá hana. Hólmfríður Sylvía nemi: Nei, en ég fer samt oft á íslenskar myndir og sá t.d. bæði Veggfóður og Sódómu Reykjavík. Fyrirkomulagid á gamla Broadway var til fyrirmyndar, segir bréfritari Sigurður Lárusson nemi: Nei, en það getur alveg eins verið að ég fari og sjái hana. Ingi Rafn Gylfason nemi: Nei, ég ætla það ekki. Sjalfræðisaldurinn og unglingavandinn Jóhann H. Gunnarsson skrifar: Ég hef fylgst vel með fréttum þess efnis að hækka skuli sjálfræðisaldur upp í 18 ár. Þetta er hinn mesti fár- anleiki sem átt.hefur sér stað hér um langan tíma. Ég spyr: Er vand- inn í miðbæ Reykjavíkur nægilega mikill til þess að. láta vandann bitna á öllum ungmennum landsins? Eða er þetta bara enn ein hugmyndin sem aldrei verður svo neitt úr og er bara notuð til að hrella ungt fólk? Og þótt svo af verði, þá verður hugmyndin aldrei mjög svo gagnleg því búið er að skerða mannréttindi ungs fólks nægjanlega mikið, t.d. með reglum ESB um lágmarksaldur til að fá atvinnu, styttingu vinnu- tíma úr 8 tímum niður í 4 og síðast en ekki síst með þeirri þjóðfélags- tísku að kenna unglingum um allt það sem miður fer, bæði í sambandi við glæpi og félagsleg vandamál unglinganna. — Vegna hinna þjóðfé- lagslegu ástæðna hér tel ég að þessi aldursflokkur myndi ekki virða þessi lög. Auk þess sem hugmynd borgarstjóra og co. fellur illa að ís- lensku umhverfi. Vandamálið við að framkvæma þær aðgerðir sem eru nauðsynlegar stafar af því að miðbærinn er opið svæði. í miðbænum er mikið um neyslu áfengis og vímuefna. Samkvæmt lögum er ungmennum yngri en 18—, 20 ára ekki heimilt að vera inni á vínveitingastöðum. Þetta getur átt við miðbæinn og myndi leiða til þess að lögreglan og aðrir sem hafa svipað vald gætu útilokað þennan aldurshóp frá miðbænum. Þetta ástand myndi þá ekki bitna á mann- réttindum ungmenna hér í Reykja- vík og úti á landi. Einnig myndi hugmyndin um frjálsan opnunar- tima vínveitingastaða koma sér vel. Og lögum um aldurstakmarkanir inn á skemmtistaði er ekki nægjan- lega vel framfylgt. Og eitt enn: Félagslega séð er ekki nægjanlega mikið gert fyrir ung- linga. Ungmenni vilja fá útrás eins og aðrir aldurshópar en félagsmið- stöðvarnar gera ekki það gagn sem þær ættu að gera. Það þarf meira til. Til dæmis mætti hafa skipulagðar úti- og eða innihátíðir á mánaðar- fresti. Það vantar líka mun fleiri dansleiki og opið lengur, t.d. til kl. 2 að nóttu og það er mjög gagnlegt að hafa opið til kl. 2 vegna þess að þá eru nánast allar leiðir útilokaðar fyrir ungmennin að komast t.d. nið- ur í miðbæinn. Margir muna eftir þegar Glymur (Gamla-Brodway) var og hét. Þar var fyrirkomulag til fyr- irmyndar og þá var fólki ekið heim í rútum. Fólk ætti að hugsa sig bet- ur um áður en það tekur ákvörðun í þessu erfiða máli. Gísli Ægir nemi: Nei, ég er ekki búinn að því. Einræði eða lýðræði á Sjónvarpinu? Viðar Hörgdal skrifar: Ég hringdi í Boga Ágústsson hjá Sjónvarpinu hinn 11. sept. sl. og sagði honum að mér og mörgu eldra fólki fyndist Gunnar E. Kvaran tala svo óskýrt þegar hann segði fréttirn- ar. Það kæmi vel í Ijós þegar hann ætti viðtal við fólk, þá heyrðist ágætlega í viðmælanda en til muna verr í honum. Því stillti ég og margt eldra fólk á Stöð 2 til aö heyra frétt- ir þar sem þær væru ótruflaðar og þeir sem ekki væru áskrifendur að Stöð 2 fengju þá aðstoð sinna nán- ustu eða annarra til að ná þeim fréttum. Nú, þegar þátturinn Mata- dor er sýndur er um tvennt að velja; að taka hann upp á video eða horfa á hann og taka fréttirnar á Stöð 2 upp. Ég spurði Boga Ágústsson þá hvort ekki væri hægt að fá þessum fréttamanni annað starf en þular- starfið. Þá svaraði Bogi Ágústsson: Mér líkar prýðilega við hann sem þul og hann verður áfram sem þulur en það er rétt að margt eldra fólk, sem farið er að tapa heyrn, hefur kvart- að yfir honum. Mér er því spurn: Er íslenska Sjónvarpið rekið á lýðræðisgrund- velli eða einræði Boga Ágústssonar? Reiðhjólin — artnað umhverfi Konráð Friðfinnsson skrifar: Er maður var að alast upp var draumur fiestra drengja og telpna að eignast reiðhjól. Á endanum rættist svo draumurinn hjá fiestum. í þann tíð hjóluðu krakkar hvar sem þeir vildu og í nokkru öryggi. Bíla- eign manna var þá minni en nú þekkist. — Draumur barna í dag er auðvitað hinn sami og var að þessu leyti. Munurinn nú er einkum sá að nútíminn kaupir gjarnan nýtt handa blessuðum afkvæmunum. Annað er ekki boðlegt í neyslusam- félaginu. Framfarirnar í reiðhjólum eru líka gífurlegar, sér í lagi þar sem eru gírahjólin. Annað hefur líka breyst í þessari deild. Og það er hin mikla og aukna notkun hjálma. Áður voru þessi öryggistæki svo til óþekkt, nema hjá þeim er áttu skell- inöðrur. Og notkun þessara hjálma er máske brýnni nú en hún var þá vegna þess að þetta umhverfi hefur tekiö nokkrum breytingum. Bif- reiðaeignin er orðin meiri og svo hitt að fiestar götur eru nú malbik- aðar eða steyptar. Og þvi gefur augaleið að verra slys getur hlotist af að detta á malbik eða harða steypu heldur en að falla á malar- Reiðhjólanotkun hjá börnum hefur færst neðar í aldursstigann, segir Kon- ráð. — Umhugsunarefni fyrir umsjónarmenn barna. götu. — Þótt það hafi vissulega ekki verið hættulaust. Enn eitt hefur líka tekið breyting- um. Það er hversu börn eru oft ung þegar þeim er gefið sitt fyrsta tví- hjól. Börn eru vart farin að ganga hjálparlaust fyrr en þau eru farin að læra að hjóla á götunum innan um bílana. Þetta er umhugsunarefni fyrir foreldra og aðra umsjónar- menn barna. Sé þeim i raun annt um börnin sín ættu þeir að hugsa málið upp á nýtt. Lífeyrisgreiðsl- ur 65 ára Kristinn Sigurðsson skrifar: í dag getur fólk hætt að vinna 67 ára gamalt og fær þá ellilífeyr- isgreiðslur greiddar. Það sama gildir ekki um lífeyrissjóðs- greiðslur. Þær fást ekki að fullu fyrr en við 70 ára aldursmarkið. Að öðrum kosti minnka þær um 6% fyrir hvert ár. Þetta er auð- vitað ekkert vit og algjört ósam- ræmi þar sem hið löggilta ald- ursmark starfsloka er 67 ár. Þess vegna sætir það furðu að stjórn- málamenn og verkalýðsleiötogar skuli ekki beita sér fyrir breyt- ingu svo að menn geti hætt störf- um að fullu mun fyrr, eða við 65 ára aldursmarkið með fullum réttindum. í nágrannalöndum miðast aldurinn við 65 ár. Fagna frum- kvæði Arnþrúðar Kolbeinn hringdi: Ég trúi ekki öðru en flestir fagni frumkvæði Arnþrúðar Karldsdóttur, sem nú situr á Al- þingi, um að bera fram tillögu um hert viðurlög við fikniefna- brotum. Hér er mál sem allir al- þingismenn ættu að geta stutt. Ég trúi ekki öðru en að t.d. allar þingkonur styðji Arnþrúði í þessu máli. Fróðlegt væri að gera könnun á því hve margir þingmenn vilja styðja tillögu Arnþrúðar. Konur setja ofan Eyrún skrifar: Mér finnst íslenskar kynsyst- ur mínar hafa sett ofan að und- anförnu og fréttaflutningur af samskiptum þeirra við hitt kyn- ið ekki bæta þar um. Ég tek sem dæmi kæru tveggja kvenna á sjó- menn á erlendu skipi í Hafnar- fjarðarhöfn. Nýlega kæru konu á hendur breskum sjómanni á skipi við Grandagarð. Og svo kæru konunnar á hendur lækna- miðli sem nú er orðið að hreinu grínmáli manna í milli. — Er líka annað hægt? Styð Guðmund Emilsson Einar Árnason skrifar: Mér virðist ádeila hins finnska hljómsveitarstjóra á Guðmund Emilsson vera einn meiri háttar misskOningur. Ég veit líka ekki hvað við íslending- ar tökum mikið mark á hinum finnska hljómsveitarsrjóra. Svo mikið er víst að verk þau sem Sinfónían hefur valið á verkefna- skrá sína eru lítt spennandi framundan. Þeir tvennir tónleik- ar sem Guðmundur Emilsson hefur haft veg og vanda af í upp- hafi starfsárs Sinfóníunnar — tónleikar þar sem verk spænskra og suður-amerískra tónskálda voru í fyrirrúmi — voru hins vegar þeir bestu sem lengi hafa heyrst hér. Hafi Guðmundur og Sinfónían þökk fyrir þá tónleika. Óvirðing við kvenna- íþróttir Steinar Hlífarsson skrifar: Mig langar til að vekja athygli á því virðingarleysi sem kvenna- landsliði íslands var sýnt í lands- leik þeirra og Hollendinga þ. 7. okt. Hvers vegna voru t.d. ekki til staðar litlar stelpur eða strák- ar til að ná í boltann þegar hann fór langt út fyrir völlinn, eins og venjan er í karlabolta, jafnvel allt niöur í 4 deild? Þetta var nú einu sinni landslið íslands og þær hafa staðið sig vel í fófbolta, stelpumar. Mér finnst að öllum kvennaíþróttum mætti sýna meiri virðingu, t.d. með því að mæta betur á völlinn þegar íþróttir kvenna eru á dagskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.