Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBRER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Áuglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Góð forsetaefni Núna eins og jafnan áöur mun koma í ljós, að ekki er skortur á hæfum forsetaefnum á íslandi. Fyrstu kann- anir á fylgi þekktra einstaklinga benda til, að val á prýði- lega hæfu fólki til framboðs í forsetakosningum verði að þessu sinni ekki erfiðara en venjulega hefur verið. Skoðanakönnun DV í gær bendir til, að fólk hafi þeg- ar tekið fremur jákvæða afstöðu til ýmissa einstaklinga, er nefndir hafa verið að undanfómu sem æskilegir fram- bjóðendur. Samt er ekki liðinn nema hálfur mánuður síðan ljóst varð, að forsetakosningar yrðu í vor. Reikna má með, að hugmyndir um enn aðra einstakk inga eigi eftir að koma í ljós á næstu vikum, því að næg- ur tími er til stefnu og fólk er enn að átta sig á, að val á nýjum forseta verður raunverulegt verkefni á næsta ári. Tilnefningar verða því nægar, þegar framboð hefjast. Hitt er fremur líklegra, að ástæða sé til að hvetja stuðningsmenn hinna tilnefndu einstaklinga til að fara varlega í sakirnar á þessu stigi málsins, svo að frambjóð- endur verði ekki of margir. Tveir eða þrír frambjóðend- ur eru af ýmsum ástæðum æskilegri en íjórir eða fleiri. Því fleiri, sem frambjóðendur eru, þeim mun meira dreifist fylgið og þeim mun minni möguleikar verða á eindreginni kosningu næsta forseta. Það styður nýjan forseta í fyrstu skrefum hans að hafa náð kjöri með miklu fylgi, sem næst tæpast með mörgum framftjóðend- um. Fæstir þeirra, sem tilnefndir hafa verið, hafa tekið af- stöðu til þess, hvort þeir geti hugsað sér að fara í fram- boð. Líklegt er, að sumir þeirra, sem ofarlega eru í hug- um fólks, eigi erfitt með að sætta sig við tilhugsunina um að taka ábyrgð forsetaembættisins á herðar sínar. Hinir eru svo enn fleiri, sem eiga erfitt með að sætta sig við óþægindin af langri kosningabaráttu, er kallar á íjölmennan hóp stuðningsfólks, sem er reiðubúið til að leggja fram tíma eða fé til baráttunnar. Ýmsir hinna til- nefndu munu því ekki fallast á að fara í framboð. Bezt er, ef niðurstaðan verði sú, að einungis tveir eða þrír fari raunverulega í framboð, þegar skýrt er orðið, að þeir njóta víðtæks stuðnings í skoðanakönnunum og að í kringum þá safnast nokkur fiöldi stuðningsfólks, sem er tilbúið að standa undir framboðinu. Málið er í ágætis farvegi. Núverandi forseti hefur skýrt frá ákvörðun sinni með hæfilegum fyrirvara, svo að val á nýjum forseta fær rúman meðgöngutíma. Fyrstu tvær vikur þess tíma benda til, að hann nýtist vel og mál- ið fái farsælan endi að þessu sinni sem jafnan áður. Þess verður oft vart, þegar forseti hefur verið kosinn, að fólk á erfitt með að hugsa sér annan forseta en þann eina. Þetta leiðir til þess, að seta á erfiðum forsetastóli verður lengri en æskilegt er. Það er ekki auðvelt að sitja undir slíku álagi í þrjú eða fiögur kjörtímabil. Hingað til hefur verið tilhneiging til að ætlast til þess af forseta, að hann sitji sem lengst. Við sjáum hins veg- ar af umræðu síðustu tveggja vikna, að of mikið er gert úr erfiðleikum þjóðarinnar við að skipta um forseta. Það kemur maður í manns stað á þessu sviði sem öðrum. Reynslan sýnir líka, að of mikið hefur verið gert úr sárindum og sundrungu, sem getur fylgt því, að margir eru kallaðir og aðeins einn útvalinn. Komið hefur í ljós, að vandamál af því tagi leysast fljótlega af sjálfu sér. Eft- irleikur kosningabaráttu er timabundinn vandi. íslendingár eiga við margvísleg vandamál að stríða. Val á nýjum forseta er ekki i þeim hópi. Það getur þvert á móti orðið þjóðinni ánægjulegt verkefni i vetur. Jónas Kristjánsson Glergúlpurinn framan á Iðnó er ekki endurbót, hann er aðför að stíl hússins, segir Birgir m.a. í grein sinni. Afskræmis- legur gúlpur Fyrir tveimur árum var auglýst húsnæði til sölu í nýju húsi að Lækjargötu 4. Húsnæðinu til fram- dráttar var sagt að þaðan væri út- sýn til Bernhöftstorfú. Slík tilvís- un til Bernhöftstorfu hefði verið óhugsandi fyrir tuttugu og fimm árum. í byrjun áttunda áratugar- ins sögðu flestir Reykvíkingar: Burt með þessa kumbalda. En Bernhöftstorfunni var bjargað á einni nóttu. í bókstaflegri merk- ingu. Sumarmorgun árið 1973 stóðu þessir meintu fúahjallar allt í einu nýmálaðir frammi fyrir nývöknuð- um borgarbúum. Torfusamtökin svonefndu höfðu málað húsin um nóttina. Þau birtust í nýju ljósi. Eftir þetta varð Bemhöftstorfan ómissandi í ásýnd Reykjavíkur. Tímamót Þessi einfalda en stórsnjalla að- gerð markar tímamót í sögu borg- arinnar. Menn tóku að sækjast eft- ir að gera upp gömul timburhús og búa í þeim. Mörgum virtist þessi áhugi lítið annað en fljótsprottin og grunnstæð tíska en hann var í raun upphaf viðhorfsbreytingar sem hefur fest sig í sessi. Fyrir tveimur áratugum eða svo þótti sjálfgefið að bárujárnsklætt timb- urhús viki fyrir nýju steinhúsi. Nú er nærri því sjálfgefið að gamla timburhúsið standi. Það er gert upp, jafnvel skipt um hverja ein- ustu fiöl ef þess gerist þörf. Gegn- ryðguð og afdönkuð húshræ sem voru götu sinni til skammar hafa verið reist úr niðurlægingu og eru orðin borgarprýði. Jafnframt má sjá þess augljós merki að smekkur manna og tilfinning fyrir stíl og svipmóti gamalla húsa hefur orðið næmari og sannari og virðing þeirra fyrir upprunalegri gerð þeirra þeim mun meiri. Og nú má einnig merkja vaxandi áhuga al- mennings á gömlum steinsteyptum Kjallarinn Birgir Sigurðsson rithöfundur húsum en þau hafa staðið í skugga timburhúsanna í þessari endur- reisn. Aðför Óhjákvæmilegar eða gagnlegar viðbætur við gömul hús, svosem verandir, sólstofur, tröppur og bíslög, hafa á síðari árum orðið sí- fellt smekklegri og augnayndi þeg- ar best er. Bjarnaborg við Vitastíg er gott dæmi um þetta. Þar falla viðbætur svo vel að arkitektúr hússins að augað fær vart skilið milli þess gamla og nýja. Það á hins vegar ekki við um glerhýsið framan við Iðnó. Þessi glergúlpur samræmist ekki arkitektúr húss- ins. Hann gengur þvert á þær hug- myndir og viðhorf sem gilt hafa á undanfórnum árum um endurnýj- un, viðgerð og varðveislu gamalla Kúsa og miðast við að stíll þeirra og svipmót fái nolið sín. Ef menn ganga Tjarnarbakkann í norðurátt sést glöggt að gúlpur- inn nær yfir þriðjung af framhlið hússins og afskræmir það svo að nú líkist það ekki sjálfu sér lengur. Samanburður við gamla Búnaðar- félagshúsið (Lækjargata 14a og 14b), sem stendur við hliðina á Iðnó, er nærtækur. Það hús nýtur sín til fulls í sínu gamla og upp- runalega horfi. I næsta nágrenni, Kirkjustræti 10B og 8, eru nýupp- gerð hús. Þar hefur engu verið haggað, engu bætt við en ofurkapp lagt á að kalla það fram sem býr í húsunum og með réttu má kalla sál þeirra. Vinnubrögð við Bjarnaborg, Búnaðarfélagshúsið og húsin I Kirkjustræti eru aðdáunarverð. Þau styrkja viðkvæmt samband manns, húss og borgar. En gler- gúlpurinn framan á Iðnó er ekki endurbót. Hann er aðfor að stíl hússins, gerir það að bastarði. Það var því vel þegar borgaryfirvöld samþykktu að stinga á gúlpinum og fiarlægja hann. En kannski heykjast þau á þvi. Það er í tísku að heykjast á hlutunum. Birgir Sigurðsson „Fyrir tveimur áratugum eða svo þótti sjálfgefið að bárujárnsklætt timburhús viki fyrir nýju steinhúsi. Nú er nærri því sjálfgefið að gamla timburhúsið standi.“ Skoðanir annarra Kjör Margrétar „Kjör Margrétar Frímannsdóttur nú er staðfesting á því, að kosning Ólafs Ragnars var ekki tímabund- in uppákoma heldur er ljóst, að Alþýðubandalagið hefur skilið við fortíð sína. Formennska Ólafs Ragn- ars hefur því leitt til þess, að grundvallarbreyting hefur orðið á stöðu Alþýðubandalagsins í íslenzkum stjórnmálum. Hefði Steingrimur J. Sigfússon náð kjöri hefði það þýtt visst afturhvarf til fortíðar Al- þýðbandalagsins . . . Búast má við að kjör Margrét- ar Frímannsdóttur verði til að ýta undir sameining- arviðleitni á vinstri vængnum." Úr forystugrein Mbl. 14. okt. Einstakt samstarf „Norrænt samstarf er einstakt. Það teygir sig til nær allra málaflokka íslensks samfélags . . . Þær nýju aðstæður, sem nú hafa skapast þegar meiri- hluti þjóðanna er kominn inn í Evrópusambandið, eru til þess að ýmsir óttast að norrænt samstarf sé í mikilli hættu á hinu pólitíska sviði. . . Mín skoðun er sú að þær breytingar, sem nú eru gerðar, verði til þess að hleypa nýju blóði í samstarfið og að það verði jafnvel skilvirkara en verið hefur.“ Valgerður Sverrisdóttir alþm. í Tímanum 14. okt. Fjárframlög úr ríkissjóöi „Smátt og smátt hefur orðið grundvallarbreyting á viðhorfum manna til slíkra Qárframlaga. Vest- fiarðaaöstoðin svonefnda er vonandi síðasta dæmið um bein fiárframlög úr ríkissjóði til einstakra at- vinnufyrirtækja ... Það er ekkert vit í því tO lengd- ar að borga mönnum fé til að búa á ákveðnum stöð- um á landinu. Það er til lengdar niðurdrepandi fyr- ir þá sem slíkar greiðslur þiggja og stuðlar hvorki að líflegu atvinnulífi né hamingjusömu lífi þeirra einstaklinga sem hlut eiga að máli.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 15. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.