Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 13 Breytum i Buseta Með og á móti Hið svokallaða félagslega hús- næðiskerfi sætir nú verulegri gagnrýni. Það er ekki lengur hag- kvæmasti húsnæðiskosturinn og íbúðir standa víða auðar. Stjórn- völd ætla svo að skera niður lán- veitingar til Byggingarsjóðs verka- manna um nærri helming og verða þá lánveitingar aðeins um 1/4 af því sem var fyrir 5 árum. Fullyrða má hins vegar að geta fólks til að „eignast" húsnæði nú sé síst meiri en var í byrjun þessa áratugs. Sveitarfélög á rangri braut Því miður hafa mál þróast þannig á undanfórnum árum að sveitarfélögin í landinu hafa sjálf tekið ábyrgð á hinu svokallaða fé- lagslega húsnæðiskerfi. Þau hafa sótt um lánin og ráðstafað þeim til byggingaraðila i sveitarfélögunum en síðan tekið ábyrgð á íbúðunum vegna kaupskyldu og stand nú uppi með gríðarlegar ábyrgðir, fjárútlát og þrotlausa vinnu. Á sama tíma bjóðast betri kjör á fasteignamarkaðnum og er búseta- kerfið orðið allt að 50% hagstæð- ara fyrir fólk en félagslegu eignar- íbúðirnar. Sveitarfélögin eru því sjálf að grafa félagslega húsnæðiskerfinu þá gröf sem nú blasir við. Kostir búsetaformsins fyrir sveitarfélög Með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga og stöðugt aukinni þjónustu við íbúana eru verkefni og skyldur sveitarfélaga víða að vaxa þeim yfir höfuð. Það ætti því að líta á það sem lán i óláni að til skuli vera húsnæðiskostur eins og búsetaformið sem getur sparað bæði íbúum og sveitarfélögum stórfé. Lítum á nokkra kosti. - Sveitarfélög eru ekki bundin af kaupskyldu. - Vinna við „kerfið“ ekki lengur inni á skrifstofum sveitarfélag- Kjallarinn Reynir Ingibjartsson starfsmaður Búseta - landsam bands anna. - Lán hagkvæmari, bæði almenn lán og félagsleg lán, og íbúar hafa rétt á vaxtabótum eða húsaleigu- bótum. - Lánað aðeins einu sinni til hverrar íbúðar og því engin endur- fjármögnun. - Viðhald íbúða í föstum skorð- um með viðhaldssjóðum og reglu- bundnu eftirliti. - Sveitarfélögin geta sjálf átt bú- seturétt í ákveðnum fjölda íbúða eða haft ráðstöfunarrétt yfir þeim. - Þá geta sveitarfélög átt beina aðild að búsetafélögum og átt full- trúa í stjórnum þeirra. Búseti getur tekið við „kerfinu“ strax Ekkert ætti að vera _því til fyrir- stöðu að Búseti taki við fyrsta tækifæri við umsýslu og rekstri bæði eignaríbúða og leiguíbúða á vegum sveitarfélaga. Nú þegar hef- ur Búseti í Reykjavík gert þjón- ustusamning við Reykjavíkurborg um viðhald og rekstur 100 íbúða í eigu borgarinnar. Þar sem búsetafélög eru ekki starfandi er einfalt að stofna félag, a.m.k. í stærri sveitarfélögum. Fé- lagssvæði þarf aö vera hæfilega stórt svo hagkvæmnin verði meiri. Ef íbúar og Húsnæðisstofnun ríkisins samþykkja á að vera hægt að breyta öllum íbúðum í búsetu- réttaríbúðir og nokkur fordæmi eru fyrir því að sveitarfélög hafa framvísað lánsloforðum og fram- kvæmdalánum til búsetafélaga. Reynir Ingibjartsson Tafarlaus uppsögn kjara- samninga Rökin margvísleg „Rökin fyrir uppsögn kjara- samninga í lok næsta mánaðar eru margvísleg. Það sem gerir útslagið er ákvörðun Kjara- dóms og það upphlaup sem varð vegna sjálftöku þing- manna okkar á 40 þúsund króna skattfrjálsri greiðslu. Það lítur ekki út fyrir annað en að við höf- um verið plataðir illilega við gerð síðasta kjarasamnings. Þá var ekkert svigrúm til launahækkana til þeirra lægst launuðu i þjóðfé- laginu en síðan hafa aðrir komið og fengið meiri hækkanir. Það sést í þeim frumvörpum sem nú eru fyrir Alþingi að launakostn- aður vegna samninga opinberra starfsmanna hefur farið 800 millj- ónir fram úr áætlun sem segir manni ekkert annað en aö ríkið rak ekki sömu launastefnu við sitt samningaborð og rekin var þegar samið var við okkur. Og það var ekki að gerast í fyrsta skipti að við komum fram fyrir okkar fólk, sem er með 50-70 þúsund króna mánaðarlaun, og sögðum því að ekkert svigrúm væri til verulegra kjarabóta, stöðugleikinn ætti að bæta þeirra kjör, Síðan kom ríkis- valdið á eftir með allt aðra launa- stefnu. Þá bætist nú við sú ásýnd sem nýframkomið fjárlagafrum- varp hefur og hinum venjulega launþega finnst allar forsendur til þess að segja samningum upp strax og það er heimilf." „Stjórnvöld ætla svo að skera nlður lánveltingar til Byggingarsjóðs verkamanna ...,“ segir Reynir m.a. í grein- inni. — Verkamannabústaðir í Grafarvogi. Textavarp Sjónvarpsins „Ekkert ætti aö vera því til fyrirstöðu að Búseti taki við fyrsta tækifæri við um- sýslu og rekstri bæði eignaríbúða og leiguíbúða á vegum sveitarfélaga." Valdimar Guð- mannsson, forseti Aiþýðusambands Norðurlands. Skoða út athugasemd við leiðara I leiðara Dagblaðsins 6. október síðastliðinn undir fyrirsögninni „ísland tekið í bólinu” er því m.a. haldið fram að íslendingar hafi sýnt dapurlega frammistöðu þegar evrópskur staðall um textavarp sjónvarps var í smíðum. Þessi full- yrðing er röng. Þar sem í henni felst ásökun um að starfsmenn Ríkisútvarpsins, sem um þessi mál fjalla, hafi ekki staðið sig sem skyldi vill undirritaður gera les- endum DV grein fyrir aðdraganda málsins og stöðu þess í dag. „World System Teletext" Textavarp Sjónvarpsins er byggt á kerfi sem kallast World Sy- stem Teletext eða CCIR Teletext System B. Tæknilýsing kerfisins var fyrst gefin formlega út árið 1990. Nú er kerfið til umfjöllunar hjá sameiginlegri tækninefnd EBU (Evrópusambandi útvarps- og sjón- varpsstöðva) og ETSI (Fjarskipta- staðlastofnun Evrópu) og verður tæknilýsing þess fljótlega gefin út sem evrópskur tæknistaðall. EBU hóf þátttöku í stöðlun í Evrópu á þessu sviði í lok áttunda áratugarins. Verkefnið fjallaði um almennan gagnaflutning um sjón- varpsdreiflkerfi og var textavarp, sem einn notkunarmöguleikinn, meðhöndlað sérstaklega. EBU safnaði upplýsingum frá öllum að- ildarstöðvum sínum um stafróf viðkomandi landa. Síðan var gefið út rit sem sýnir þarfir landanna fyrir nauðsynleg stafasett og fjall- ar um grunnþarfir og sérþarfir einstakra tungumála. Ritið, sem hefur verið fáanlegt síðan í upp- Kjallarinn Eyjólfur Valdimarsson framkvæmdastjóri Tæknisviðs Sjónvarpsins hafi níunda áratugarins og var síð- ast gefið út árið 1982, er sá grunn- ur sem framleiðendur sjónvarps- tækja fara eftir við smíði þeirra ásamt tæknilýsingu textavarps- kerflsins (World System Teletext). Enginn staðall til Til að stuðla að útbreiðslu sjón- varpstækja með textavarpsmóttö- kurum var í upphafi við það mið- að að verðmunur á milli tækja með og án textavarpsmóttakara væri ekki meiri en 5—10%. Með því yrði tryggt að fljótlega yrðu öll sjónvarpstæki á markaðnum með þessum búnaði. Þessi krafa gerði það að verkum að framleiðendur þurftu að vega og meta hve flókn- ir og fullkomnir textavarpsmóttak- ararnir ættu að vera. Verð þeirra var (og er) háð sérhönnuðum ör- rásum og vinnsluminni móttakar- anna. Þar sem hörð verðsamkeppni hefur ætíð ríkt á markaði sjón- varpstækja leiddi þetta til að .texta- varpsmóttakararnir voru sniðnir að sérstökum markaðssvæðum eft- ir stærð og tungumálum. Þegar textavarp Sjónvarpsins hóf útsendingu í ágúst 1991 voru erfiðleikarnir í upphafi með ís- lenska stafi bundnir textavarpg- móttökurum sjónvarpstækja í eigu notenda en ekki útsendingu texta- varps Sjónvarpsins. Erfiðleikarnir voru óhjákvæmilegir. Um árabil höfðu sjónvarpstæki með texta- varpsmóttökurum verið seld hér á landi án þess að sérstakt tillit væri tekið til íslenska stafrófsins. Við upphaf textavarpsins var sú ákvörðun tekin að gefa eigendum þessara tækja möguleika á að nýta sér þau til gagns út líftíma tækj- anna. Sú ákvörðun var í samræmi við .hönnun textavarpskerfisins þar sem tryggt er að eldri tæki nýtist áfram þrátt fyrir frekari þróun kerfisins. Um það má enda- laust deila hvort koma skuli á undan fullkomnir móttakarar á markaðinn eða útsending á vegum Sjónvarpsins. Það flækir málið að enginn stað- all er til sem leggur þær skyldur á framleiðendur sjónvarpstækja að textavarpstæki þeirra skuli upp- fylla kröfur um íslenskt stafróf. Hið stýrandi afl er samkeppni selj- enda á markaðnum og þar með kröfur kaupenda. í öllu falli varð framleiðendum sjónvarpstækja ljóst strax og útsendingar texta- varps hófust hér á landi að hér væri markaður sem vert væri að keppa á og kom þar til öflugur þrýstingur seljenda og umboðs- manna þeirra hér. Sjónvarpstæki með textavarpi, sem voru seld hér á landi árið 1991, voru mismun- andi hæf til að ráða við íslenska stafl. Fullkomnustu tækin á mark- aðnum þá gátu sýnt alla islenska stafi nema “ý” og “Ý”. Nú eru fá- anleg tæki sem sýna alla íslenska stafi. Þannig hefur vinna EBU, með þátttöku Ríkisútvarpsins, skilað sér, gagnstætt því sem hald- ið er fram í leiðara DV 6. október 1995. Eyjólfur Valdimarsson. í hörgul „Ég vil ekki slá því fóstu að forsendur til taf- arlausrar upp- sagnar kjara- samninga séu fyrir hendi tæknilega séð. Mér sýnist hins vegar að hinar siðferðislegu forsendur samn- inganna séu löngu brostnar. í samningnum er vitnað til yfir- lýsingar ríkisstjórnarinnar um forsendur samningsins. Það fylgdi yfirlýsing frá ríkisstjórninni í 15- 16 liðum og það þarf auðvitað að skoða hvort þau mál hafa gengið eftir. Við höfum ákveðna aðferða- fræði sem fara á eftir í þessu sam- bandi og ég veit að félagar mínir í hreyfingunni þekkja það vel. Ég vil skoða þetta mál út í hörgul. Eins og ég hef sagt opinberlega frnnst mér mjög margt benda til þess að forsendur fyrir samnings- uppsögn muni ekki hindra aðgerð- ir af hálfu hreyfingarinnar. VSÍ hefur höfðað til talnalegra for- sendna í samningnum en það eru líka fleiri forsendur í samningn- um eins og hinar pólitísku yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar sem eru ekki síður mikilyægar en hin talnalega leikfimi. í „prinsippinu" held ég því að það sé ekki langt á milli mín og félaga minna. Það hefur verið reynt að búa til ágreining innan verkalýðshreyf- ingarinnar um þetta mál en ég held að hann sé ekki fyrir hendi.“ „Þar sem hörð verðsamkeppni hefur ætíð ríkt á markaði sjónvarpstækja leiddi þetta til að textavarpsmóttakararnir voru sniðnir að sérstökum markaðssvæðum eftir stærð og tungumálum.“ Benedlkt Davi'ðs- son, forsetl Al-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.